Þjóðviljinn - 10.01.1992, Page 13

Þjóðviljinn - 10.01.1992, Page 13
S k á k Nlu fyrrverandi Sovétmenn töpuéu fyrir einum Indverja Skákpistlahöfundar þurfa eins og aðrir að læra landaffæðina upp á nýtt. Hverrar þjóðar er t.d. Garrij Ka- sparov, heimsmeistari í skák? Baku- undrið var hann eitt sinni kallaður; svo kemur fræg stund er hann sópar ermskum skyldmennum sínum, bú- settum í Baku, upp i flugvél sem lend- ir í Moskvu. Þetta var glæsilegur flótti, þeir (hveijir?) ættu að gera bíó- mynd um þennan atburð, sagði hann og var nú ekki lengur Azeri, heldur Armeni. Semsagt: deilan um Nag- omo-Kharabakh tók hús á honum með ffernur óvenjulegum hætti og Azerbadsjan glataði sínum frægasta syni. I Moskvu lét hann til sín taka á vettvangi hins nýstofhaða lýðræðis- flokks og hefúr öðlast þar ýmsar vegt- yllur. Lýðskrumari, sagði Anatolij Karpov, sviptur dýrðarljóma Bré- snjef-áranna. í októberbyijun 1990 tefldu þeir erkifjendur í New York sitt finmta heimsmeistaraeinvígi. Þá blakti fáni Rússlands fýrir Kasparov. Þegar einvíginu lauk hlutaði hann sundur miljón dollara verðlaunabikar- inn og gaf Armenum. Eg ætla ekki að fara að sundur- greina frekar þá tíu keppendur sem tóku þátt í ofúrmótinu í Reggjo Emil- ia sem lauk um síðustu helgi. í mínum augum em þetta allt saman fyrrver- andi Sovétmenn og einn glaðbeittur Indveiji. Wisvanathan Anand stendur uppi sem sigurvegari og menn velta því fýrir sér hvort skákgyðjan Caissa sé að leita uppmna síns. Lýsing á stíl hans: hann teflir hratt, hann teflir vel, hann teflir allt. Lokaniðurstaðan: 1. Anand 6 v. (af 9). 2.-3. Ka- sparov og Gelfand 5 1/2 v. 4. Karpov 5 v. 5.-7. Ivantsjúk, Khalifman og Polugajevskij 4 1/2 v. 8.-9. Salov og Gurevitsj 4 v. 10. Belj- avskij 1 1/2 v. Anand lagði Valeri Salov í fýrstu umferð og síðan Gamj í annað sinn í röð, nú með svörtu. I fjórðu umferð tapaði hann fýrir Gurevitsj en svaraði með því að vinna Polugajevskij i 5. umferð. Þá komu þijú jaftitefli í röð en í síðustu umferð lagði Indveijinn hinn lánlausa Alexander Beljavskij og tryggði sér sigurinn einn. Kasparov vann Gurevitsj í 1. umferð, Ivantsjúk í þeirri fjórðu og Beljavskij í sjöttu um- ferð. En hann var fastur í jafnteflisgír í síðustu umferðunum. Karpov vann Beljavskij og Gurevitsj en tapaði hin- vegar fyrir IGialifman. Það er auðugur ítalskur öldungur, Paoli að nafni, sem stendur fýrir mót- unum í Reggio Emilia ár hvert og hann virðist hafa mikið dálæti á skák- mönnum úr A-Evrópu. Gífúrlegur fjöldi jafntefla hefúr einkennt mörg þessara móta. Kannski er það tímafýr- irkomulagið sem veldur þessu, 50 leikir á 3 klst., en líklegri skýring er sú að til Reggio hafa vanið komur sín- ar stórmeistarar á borð við Zoltan Ri- bli. En þegar mæta til leiks kappar á borð við Kasparov heyrir lognmollan sögunni til. Úrslitaskák mótsins: 2. umferð: Garrij Kasparov - Wisvanthan Anand Frönsk vöm 1. e4 (Kasparov hefur í seinni tíð snúið sér æ meira að skarpasta upphafs- leiknum.) 1... e6 2. d4 d5 3. Rd2 (Tarrasch-afbrigðið sást í skák HEIMSBIKARMOT , FLUGLEIÐA 1991 !r Wiswanathan Anand teflir klukkufjöltefli við unga skákmenn á: meðan heims- bikarmót Flugleiða stóð yfir. Hér á hann í höggi við Helga Áss Grétarsson. Skákinni lauk með jafntefli. Kasparovs og Kharitonov á Sovét- meistaramótinu 1988. í Tilburg í haust lék hann hinsvegar 3. exd5 gegn Viktor Kortsnoj ogNigel Short.) 3.. . c5 4. exd5 Dxd5 5. dxc5 (Mun algengara er 5. Rgf3 en heimsmeistarinn forðast oft mjög troðnar slóðir.) 5.. . Bxc5 6. Rgf3 Rf6 7. Bd3 0-0 8. De2 Rbd7 9. Re4 b6 10. Rxc5 Dxc5 11. Be3 Dc7 12. Bd4 Bb7 13. O-O-O!? (Hraustlega leikið. Mun öruggara var 13. 0-0 en Kasparov var í víga- hug. Hann átti harma að hefina frá seinni umferð Interpolis- mótsins í Tilburg.) 13.. . Rc5 14. Be5 Rxd3+ 15. Hxd3 Dc4 16. Rd4 Be4 17. He3 Dxa2! (Hraustlega leikið. Eftir 17. .. Dxe2 18. Hxe2 (eða 18. Rxe2) Bd5 19. Bxf6 gxf6 hef- ur hvítur örlítið betri stöðu og Anand vill frekar ffeista gæfúnnar í flóknu miðtafli. Eins og framhaldið leiðir í ljós reynist þetta hárrétt ákvörðun.) 18. Bxf6 Bg6! 19. Ha3 Dd5 20. h4? (Afleitur leikur sem grundvallast á eintómum misskilningi. Hvítur fær ekki forðað manninum en hann átti að leika 20. Be5 f6 21. Rf3 fxe5 22. Hdl og staðan er í jafnvægi eftir 22. .. De4.) 20... gxf6 21. h5 Dxd4 22. hxg6 hxg6 23. Hah3 f5! (Þótt ótrúlegt sé virðist sem Ka- sparov hafi ekki tekið þennan einfalda leik með í reikninginn. Hann er tveim peðum undir og á afar erfitt um vik.) 24. Hh4 f4 (24... Df6 kom einnig til greina.) 25. DO Hac8 33. De3 e5 26. Hxf4 Dc5 27. c3 Kg7 28. Hhh4 De5 29. g3 Del+ 30. Kc2 Hcd8 31. Hd4 De5 32. Hhf4 Dc7 34. Hxd8 Hxd8 35. He4 Hd5 36. g4 b5 37. g5 Dd6 38. D a5! (Hvítur hefúr náð að skorða peða- meirihluta svarts á kóngsvæng en peð svarts á drottningarvæng búast til þess að sprengja upp kóngsstöðuna.) 39. De2 De6 40. Dh2 Df5 41. Dg3 Dd7 42. Del b4! (Óþægilegur leikur, svo ekki sé meira sagt. Anand hirðir ekki um að valda e5-peðið. Ef 43. Hxe5 þá 43. .. Da4+ 44. Kcl (44. b3 Da2+ 45. Kcl Hd3! og vinnur.) bxc3! 45. bxc3 Df4+ 46. Hd3 Hd3 og vinnur.) 43. cxb4 Da4+ 44. b3 (Eða 44. Kcl axb4! 45. Hxe5 Dal+ 46. Kc2 b3+! 47. Kxb3 Hb5+! og vinnur.) 44.. . Da2+ 45. Kc3 a4! 46. bxa4 Da3+ 47. Kc2 Dxa4+ 48. Kc3 (48. Kb2 stoðar lítt vegna 48. .. Hdl o.s.ftv.) 48.. . Da3+ 49. Kc2 Hd3 - og Kasparov gafst upp. C o <s> ví2 O O ^ Ö)v2 , -i- co B r i d g e Reykjavíkurmótiö hafiö Reykjavíkurmótið í sveita- keppni hófst sl. mánudag. 22 sveitir taka þátt í mótinu að þessu sinni. Er þessar línur eru skrifaðar, er lokið 4 umferðum. Staða efstu sveita var þá þessi: Hjalti Elíasson 84 stig, Lands- bréf 82 stig, Erla Sigurjónsdóttir 73 stig, Myndbandalagið 71 stig, S. Ármann Magnússon 68 stig, Rauða Ljónið 65 stig (og á leik inni), Gunnlaugur Kristjánsson 63 stig, Sigmundur Stefánsson 63 stig, Keiluhöllin 60 stig, L.A. Café 56 stig, Roche 56 stig, Tryggingamið- stöðin 55 stig og Verðbréf íslands- banka 54 stig (og á leik inni). Mótinu var fram haldið í gær- kvöldi. Á morgun (laugardag) verða 4 umferðir (hefst kl. 10 ár- degis) og 3 umferðir svo á sunnu- dag. 11 efstu sveitimar komast á Is- landsmótið í sveitakeppni, en 4 efstu spila til úrslita um Reykjavík- urhomið. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldurson em á fomm til Hollands til þátttöku í hinu geysisterka Pandata Gemini stómteistaramóti. 16 pör munu taka þátt í mótinu, sem spilað verður dagana 16.-19. janúar. 10 spil verða á milli para. Þeim Aðalsteini og Jóni var boðið sérstaklega til þessa móls, fyrir HM. Að spilamennsku lokinni fara þeir félagar yftr til London og slást í hóp með þeim Guðmundi Páli Amarsyni og Þorláki Jónssyni. Bæði pörin munu taka þátt í heims- frægu Sunday Times móti, sem kennt er við samnefnt dagblað þar ytra. Það mót verður spilað dagana 22.-24. janúar og munu 16 pör taka þátt í mótinu. Þeim Aðalsteini og Jóni og Guðmundi Þorláki barst sérstakt boð í þctta mót, eftir sigurinn á HM. Og eftir Bridgehátíð, á þriðju- deginum, fara svo Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen og Guð- laugur R. Jóhannsson og Öm Am- þórsson til frönsku borgarinnar Nice. Þar munu pörin taka þátt í sterkri sveitakeppni. Boð á þetta mót barst til BSI, eftir sigurinn á HM. Yfirstandandi Reykjavíkurmót verður hið lengsta (spilaflesta) i áraraðir. Alls munu 336 spil verða spiluð. Ansi stíft að hafa 16 spil milli sveita, sérstaklega með hlið- sjón af því, að nú fara í hönd dagar og helgar þar sem framboð á spila- mennsku verður yfrið nóg. Að ósekju hefði mátt fækka spilum í 14 eða jafnvel 10 í leik. Bridgedcild Skagftrðinga hóf starfsemi sína á nýju ári, með eins kvölds tvímenningskeppni sl. þriðjudag. Rúmlega 20 pör mættu til leiks. Efstu skorir fengu: (NS) Edda Thorlacius - Isak Om Sig- urðsson 236 og Leifur Jóhannesson - Jean Jensen 231. í AV var skor- að: Ármann J. Lámsson 253 og Hjálmar S. Pálsson - Stígur Her- lufsen 236. Næstu þriðjudaga verður áfram eins kvölds tvímenningskeppni. Anton Haraldsson og Pétur Guðjónsson urðu yfirburðarsigur- vegarar í jólamóti Bridgefélags Akureyrar. Þeir hlutu 893 stig (skoruðu 75% í síðari umferðinni). 1 næstu sætum urðu: Stefán Ragn- arson - Ólafur Ágústsson 748 og Gissur Jónasson - Ragnhildur Gunnarsdóttir 715. Yfir 30 pör tóku þátt í mótinu. Hjónaklúbburinn hefur starf- semi sína á nýju ári næsta þriðju- dag. Bridgefélag byrjenda spilar á móti félaginu (annan hvem þriðju- dag). Spilað er í Sigtúni 9 og hefst blaðamennska hjá báðum félögun- um kl. 19:30. Bridgeskólinn í Reykjavík er að fara af stað með ný kennslu- námskcið. Innritun og nánari upp- lýsingar gefur Guðmundur Páll Amarson í s. 91-27316 milli kl. 15 og 18 virka daga. Árlegt jólamót Bridgefélags Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafn- aríjarðar var spilað laugardaginn 28. des. Metþátttaka var á mótinu, eða 88 pör. Er það mesta þátttaka í Opnu móti á Islandi til þessa (utan móta á vegum BSI). Úrslit urðu þessi: N/S-riðill: Aðalsteinn Jörgensen - Bjöm Eysteinsson 930 Friðjón Þórhallsson - Jón Þor- varðarson 917 Jaqui McGreal - Þorlákur Jónsson 886 A/V riðill: Anton R. Gunnarsson - Ragnar Magnússon 960 Jón Baldursson - Matthías Þor- valdsson 896 Baldvin Valdimarsson - Hjál- týr Baldursson 895 Vert er að vekja athygli á því, að þetta er í fjórða skiptið í röð sem Anton R. Gunnarsson sigrar í þessu móti. Anton er búsettur í Noregi þessa dagana. Næsta spil. Andstæðingur okk- ar hafði spilað 4 spaða og fengið 10 slagi. Enginn sá neitt athugavert við það. Blindur sá þó ástæðu til að hrósa félaga sínunt fyrir góða spilamennsku. Lítum á, fyrir hvað hrósið kom: Norður ♦: ÁD6 ♦: 9432 ♦ : 953 *: D107 Vestur ♦: 82 ♦: ÁKD6 ♦ : Á1076 *: 932 Sagnir höfðu gengið: Suður Vestur Norður Austur 1 spaði Dobl 1 grand pass 2 lauf pass 3 spaðar pass 4 spaðar pass pass pass Og þú spilar út hjartaás. Lítið úr blindum, félagi íætur sjöuna (sýnir okkur 2 eða 4 hjörtu) og fimman kemur frá sagnhafa. Hvað nú? Sagnhafi á líklega skiptinguna 5- 1-3-4. Er þá ekki réttast að spila hlutlausa vöm í framhaldinu og vona að sagnhafi geft 3 slagi á tíg- ul? Sennilega rétt ályktað, en hveiju spilar þú í 2. slag? Hjarta- kóng, smáu laufi eða trompi? í þessu tilviki spilaði okkar maður hjartakóng (hlutlaust, að honum fannst). Og sagnhafi var ekki ýkja lengi að fá 10 slagi. Hann átti: Suður ♦: KG1074 ▼: 5 ♦: K82 *: ÁKG4 Sagnhafi spilaði einfaldlega „öfugan blindan“ (sem á bridge- máli þýðir að trompa á lengdina í tromplitnum). Trompaði annað hjartað, og nú var samgangur við blindan til að trompa hin tvö hjört- un. 10 slagir. En ef Vestur spilar spaða í 2. slag, skapast samgangs- vandi milli handa N/S og sagnhafi fer óhjákvæmilega einn niður. Þriðja trompið hjá Austur verður stórveldi. Ath. Þau eru mörg spilin á þessa vegu í íþróttinni. C NYTT HELGARBLAÐ 1 3 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.