Þjóðviljinn - 17.01.1992, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.01.1992, Blaðsíða 8
Islendingar í Himalayafjöllum Nepals yfir jólin: Jólamaturinn rölti meö í gegnum skóginn Þegar lýsa á þeirri lífsreynslu að ganga milli smáþorpa í Him- alayafiöllum Nepals og kynnast gjörólíku náttúrufari og mannlífi sem virðist við mörk þess að geta þrifist í þessu haroþýlu landi, duga orðin aaman" eða skemmtun" einfaldlega ekki. Um pelta voru þau Geirharður Þor- steinsson arkitekt og Guðný Helgadóttir leikkona sammála en þau hjónin dvöldu ásamt tólf lönd- um sínum í Nepal yfir jólin. „Mannlífið var svo framandi að stundum spurði ég mig hvort ég væri að upplifa petta í raunveru- leikanum eoa ao skoða mynda- þók. Mér finnst ennþá eins og ég hafi gengið inn í einhverja myndabók," sagði Guðný. „Núna er alltaf verið að rjúfa einhveija múra, hvort sem það eru hljóðmúrar eða tollmúrar. Þar sem ólíkir menningarheimar mætast er hægt að tala um „kúltúrmótamúr". Við rakumst á þann fyrsta á ílug- vellinum í Katmandú þcgar við stig- um út úr breiðþolunni," sagði Geir- harður. Hin iúllkomna breiðþota hafði lent á malarvelli og flugskýlið sem farþegar gengu að hefði tií að sjá alveg eins getað verið einhver skemma. „Allt þama var svo óvænt andhverfa við alla tæknina sem við vomm að koma úr. „Kúltúrmótamúr" í Katmandú Katmandú er 800 þúsund manna borg en Guðnýju og Geirharðj fannst þau alltaf vera í þorpi. í Katmandú eru engin háhýsi og hvergi er að finna neina víðáttu. „Allar götur er örmjóar og varla bíl- færar því að auki cru þær fullar af fólki, allskyns drasli eoa skepnum. Innan um þetta alll æða svo litlir leigubílar, þrihjólataxar eða reið- hjólataxar. Allir liggja á flautunni og manni finnst að stöðugt sé verið að bjarga mannslífum með henni,“ sagði Geirharður. „Samt fann maður aldrei stress eða pirring. Menn not- uðu flautuna alltaf til að vara aðra vegfarendur við,“ sagði Guðný. Geirharður sagði að gangandi veg- farendur heíðu fært sig um þetta fet sem þurfti til að opna farartækinu leið og svo lokaðist mannþröngin jafnóðum á eflir því. „Fyrsta upphfun okkar var þessi fomfáíega tækni, hraði, manngrúi og svo verslunarhættimir,“ útskýrði Geirharður. 1 Katmandú mynda götusalar nánast samfellda fylkingu og ef litið er framan í þá getur tekið upp undir klukkutíma að losna. „Sölumennimir koma alveg ofan í mann en snerta þó aldrei eða hindra mann þannig,“ sagði Geirharður og bætti við að í Nepal væri mjög næm tilfinning fyrir því að tmfla aldrei með líkamlegri snertingu. Nepölum þykir handaband við ókunnuga til dæmis óþægilegt. „Þama er mikið um mjög nærfæma umgengnissiði,“ sagði Geirharður. Ef einhver vill gefa hlut þá er hann réttur með báð- um höndum. Það er lítilsvirðing að rétta mað annarri hendinni og þó sérstaklega ef það er sú vinstri því hún er notuð á saleminu. Haldið á vit Himalaya Eftir stutt stopp í Katmandú tók við rútuferð til Qallaþorpsins Gorka, þaðan sem leggja skyldi upp í gönguförina um ljöllin. Leiðin var aðeins 150 kílómetrar en samt tók ferðin fimm klukkutíma. Þoipið Gorka stendur í lághlíðum Him- alaya. „Vegurinn til Gorka var bratt- ur og hlykkjóttur og ég var alltaf með lífið í Iúkunum,“ sagði Guðný, „smáþorp og allskyns hús og híbýli vom alveg ofan í veginum og í kringum þau vom lítil böm og geit- ur. Mér fannst alltaf muna bara hárs- breiúd að rútan æki yfir þau.“ 1 Gorka hófst svo tólf daga ganga. Strax í upphafi var klifið býsna bratt fjall. „Mín fyrsta hugsun var Jesús minn, hcld ég þctta út?“ sagði Guðný hlæjandi. Gcirliarður sagði að fyrstu tvcir til fjórir dagam- ir hefðu verið erfiðastir en svo heíðu orðið breytingar: „Það er ýmislegt sem gcrist í manni sjálfum þegar svona löng ganga er framundan. Fyrstu dagana er maður innstilltur á einhvcm áfangahugsunarhátt eins og allt gengur út á hér. Þá er maður að sjá fram á að ljúka þessum áfanga, komast upp á þcnnan topp, skila þessari vcgaicngd og þess hátt- ar. Síðan breytist tilfinmngin og maður fer að hvíla í göngunni sjálfri. Gangan varð líkt og öndun og maður fann hvíld í erfiðinu. Þetta var afar skrítin tilfinning.“ Guðný sagði að til að byrja með hcfði hún alltaf spurt á morgnana hvort leiðin lægi upp eða niður þann daginn. „Ef svarið var upp, þá fylltist ég von- leysi, en svo brctti ég upp ermamar og lagði í hann.“ Þegar frá leið fannst henni gangan mjög þægileg. Geirharður sagði að framandi landslag heíði líka gert þessa göngu svo sérstaka. „Við ferðuðumst eflir þröngum gangstígum sem litu út eins og yfirgefnar slóðir en reyndust vera tengibrautir byggðarlaganna í fjöllunum. Þetta vom þeirra þjóð- brautir og þama var stöðugur straumur gangandi fólks. Troðning- amir voru stundum svo brattir að meira að segja asnar gátu ekki farið um þá. Fólk þama verður því að bera allan vaming sjálft. Aðeins einu sinni á tólf daga göngu sáum við asna notaðan til áburðar en ann- ars virðast húsdýr ekki mikið notuð til slíks." Guðný bætti við að þau hafi reyndar séð uxa notaða til að draga frumstæðan plóg en það hafi ekki verið víða. „Saman við þessa reynslu á göngunni blandast svo sýnin á þorp- in, fjöllin og bamafjöldann en alltaf þegar við nálguðust eitthvað af þorpunum kom fyrst á móti okkur fjöldi af bömum. Svo var það bratt- inn þama og upp um allar hlíðar Sá- ust endanlaus merki handverks. Meginhluti lághlíða fjallanna, alveg uppundir 3000 metra hæð, er þakinn handgerðum stöllum, yfirleitt hlöðn- um úr grjóti. Þetta virkar á mann eins og óhemjumikið mannvirki undanfarinna alda. Stundum fannst mér eins fjöllin væru sett saman úr mörgum, íögum, líkt og líkan úr pappír. A þessum stöllum var marg- vísleg ræktun. Neðan til voru hrís- grjón og maís, svo tók við sykur- reyr, hirsi og hveiti, þá rófur og efst voru ræktaðar kartöflur.“ Lífsbarátla við afkomumörk Geirharður sagði að jafnframt því að vera upptekinn af göngunni og öllu því sem fyrir augun bar þá hafi fleira komið til. „Við vomm að kynnast allt öðrum afkomuforsend- um en við þekkjum héðan. Fólk virðist lifa af sífelldri vinnu við mið- aldaaðstæður. Vegna erfiðra að- stæðna í fjöllunum er líka erfitt að sjá fyrir sér hvemig hægt væri að koma við meiri tækni.“ Guðný sagði að húsakynni hefðu líka verið frum- stæð. „Húsin voru eiginlega bara þrír hlaðnir veggir og þak ofan á. Húsin voru opin út á gangstígana. Inni var yfirleitt bara einn rúmbálk- ur en stundum enginn." „Fólk hniprar sig saman undir grófum teppum og sefur“ sagði Geirharður. Þessi teppi eru ekki bara sængurföt heldur þjóna þau líka sem regnkápur, til vamar kulda og til að sitja á. Teppin em saumuð saman á eina hlið svo þau em líkt og skikkj- ur. Því ofar í fjöllin sem þau komu, því meira áberandi urðu þessi teppi. Guðný sagði að þegar þau vöknuðu í morgunsárið til að leggja af stað í göngu dagsins hafi bamaskaramir verið komnir til að horfa á þau, og öll í þessum teppum. Geirharður bætti við að þrátt fyrir að þau hafi vaknað í myrkri og kulda þá hafi bömin verið komin og þeim var greinilega öllum ískalt. „Kvef og ljótur hósti var mjög áberandi meðal bama og fúllorðinna“ sagði Guðný, „Þama er allt eldað á opnum eldi við húsopið og reykurinn leitar jafn mikið inn og út. En það er eldurinn sem heldur lífi í fólki. Alls staðar lifa litlir eldar, upp um öll fjöll og úti á ökrunum.“ Þótt Guðný og Geirharður hafi ekki séð annað en hrisgijón á borð- um innfæddra, þá borða þeir líka mjög mikið af grænum pipar sem þeir steyta úr hnefa. Guðný sagði að sér hefði þótt ótrúlegt hve mikið af gijónum var skammtað í hvert mál, hraukaður diskur. Innfæddir fylgdarmenn elduðu ofan i íslensku ferðamennina en inn- fæddu burðarmennimir elduðu hver fyrir sig. Eldhúshópurinn var fyrstur á áningarstað og þegar aðrir komp vom kokkamir byijaðir að elda. A hverjum morgnir var ræs klukkan 6:30. „Þá vorum við vakin með heitu tei og þvottaskál“ sagði Guð- ný. Síðan var morgunverður og um klukkan 7:30 birti. Ganga dagsins hófst svo um áttaleytið. Geirharður sagði að það hafi verið hluti af upp- lifun ferðarinnar að skynja verka- skiptinguna hjá innfædda fylgdar- hópnum. „Þetta vom um þijátíu manns og hver haföi mismunandi hlutverki að gegna. Yfirmaðurhóps- ins eða yfirgöngustjórinn er kallaður Sirda, sem er hans stéttarheiti. Næst- ir á efiir honum vom fimm sherpar. Shcipamir vom göngu- og tjaldbúð- arstjórar. Þeir völdu tjaldstæði og tjölduðu. Sínum eigin tjöldum dreiföu þeir jalht í kringum búðim- ar, mynduðu eins konar skjaldborg um okkur, og svo vom þeir tveir og tveir á vakt alla nóttina við lifandi eld. Shcrpamir bám sitt eigið dót en engar aðrar byrðar. Yfirmaður burð- armannanna var á sama stigi og sherpamir þótt hann væri ekki sjálf- ur sherpi. Næst komu kokkamir, einn yfir- kokkur og fimm aðstoðarmenn. Yf- irkokkurinn reyndist síðar njóta svo mikillar virðingar meðal sherpanna að þegar farið var að greiða út laun- in vildu þeir að hann fengi jafn mikla aukaþóknun og þeir sjálfir. Stöðumatið innan hópsins birtist í því hvemig sirdinn, sem heitir reyndar Sandra, ætlaði þeim þókn- un. Loks vom átján eða nítján burð- armenn og þar af vom tvær konur. Það þykir góður siður að hafa konur meðal burðarmannanna og þær bera byrðar og fá greidd laun til jafns við karlana." ' ■* i; "y' Einn af sherpunum úr fylgdarliðinu spjallar við sirdann (t.h.) eða göngustjórann. Bak við þá sjást rœktunarstallarnir sem þekja allar lághlíðar fjallanna. Myndir: Geirharður/Guðný. Guðný sagði að það heföi verið eitt áfallið að sjá þetta fólk bera fimmtíu kílóa þungan farangurinn sinn. „Þetta var minn farangur sem þau bám. Svo stóð maður sig að því að taka þyngstu hlutina úr farangrin- um og bera þá sjálfúr en þetta er þeirra lifibrauð. Burðamtennimir vom reyndar allir frekar ungir enda er meðalaldur í Nepal ekki nema 46 ár.“ Guðnýju og Geirharði fannst líka áberandi hve innfæddy’.voru illa búnir og sérstaklega -ið Pa,kóaðir. Sumir burðarmannanna jru ein- Guðný nálgast eitt af fjallaþorpun- um og börnin eru auðvitað komin til að skoða þessa furðulegu ferða- langa. ungis á ilskóm; eins konar tátiljum eþa sundskóm með svampbotnum. „A þessu gengu þeir í gijótinu og stundum sá maður þá kippa þessu af sér þar sem sleipast var eða brattast“ sagði Geirharður. Honum fannst líka til um að sjá burðarmennina að störfum. „Þetta fólk bar fimmtíu til áttatíu kílóa byrðar, sömu leið og við vomm að burðast með fimm til tíu kíió. Það er ótrúlegt að sjá hvað þeir em fótvissir og gátu farið með jpessar byrðar. Burðarmennirnir sjálfir hafa áreiðanlega ekki verið meira en fimmtíu til sextíu kíló enda em Nepalimir mjög fíngert fólk. Þeir bám því rúmlega þyngd sína á höföinu." Guðný útskýrði að Nepal- imir settu band undir bjrðina og smeygðu því svo á ennið á sér. „Þannig var allt borið þama, við sá- um jaínvel böm með sprek eða yngri systkini á ferðinni.“ Böm í Nepal þurfa greinilega að bera ábyrgð hvort á öðm mjög ung sagði Guðný. „Mér fannst líka áber- andi hve mikil nánd ríkir meðal bamanna. Þau stóðu kannski þrjú þétt saman og héldu hvert utan um annað.“ I Nepal er það vináttumerki, alveg upp á íúllorðinsár að haldast í hendur. Geirharður sagði að ekki væri óalgengt að sjá fullorðna karl- menn leiðast á göngu eða haldast í hendur á meðan þeir tala saman. Hann taldi ekki ósennilegt að þessi vináttuvottur gæti vaTdið við- kvæmninni fyrir snertingu við ókunnugu. „Það er miklu meiri merking í snertingunni.“ Unnið við járnsmíðar, sitjandi á hœkjum sér úti á götu i Katmandú, borginni þar sem öllu œgir saman. Þrátt fyrir harðbýlið og erfiðið vom sögðust Geirharður og Guðný ekki hafa haft á tilfinningunni að fólk væri vansælt. Bæði böm og fúllorðnir brostu mjög fallega og stutt var í hláturinn. „Hlátur var þessu fólki mjög tamur“ sagði Guð- ný, „samt fannst mér að eftir því sem við komum ofar í fjöllin, því þyngra hafi verið yfir fólki og fötin vom til dæmis ekki eins Titrík.“ Geirharður sagði að nyrst í Nepal og efst i fjöllunum búi talsvert af Tíbet- um sem hafi flúið yfirgang kínveija. „Tíbetamir em bæði þyngri og ákveðnari að sjá en Nepalimir“ sagði hann. Hlunkast um í nepölskum dansi I göngutúmum var yfirleitt kom- ið í náttstað milli ljögur og fimm á daginn enda skall myrkrið á rétt fyr- ir klukkan sex. „Fyrsta verk var allt- af að kveikja upp eld“ sagði Guðný, „eftir það var tjaldað og þá gátum við skipt um föt. Svo sátum við í kringum eldinn, spjölluðum saman og þurrkuðum svitastorkin fötin okkar. Eftir þetta var borðað og spjallað meira. Ég verð líka að segja fjrá því að við lásum framhaldssögu. Ég haföi kippt með mér einni af jólabókunum, Tröllasögum í nú- tímaútgáfú, eftir þijá unga höfúnda, og þær vom lesnar við eldinn.“ Fyrstu dagana skreið fólk í tjöld- in sín rétt eftir kvöldmat og sofhaði fljótt. „Svo fór að teygjast ur þessu“ sagði Guðný „og stundum fengurn við raksí að drekka.“ Geirharður út- skýrði hvað raksí er, „Raksí er gam- bnnn þeirra, bmggaður úr hrísgijón- um.“ „Kokkamir keyptu þetta af einhveijum bóndanum og pótt mér fyndist raksí alveg hryllilega bragð- vont þá fannst mér samt notalegt að drekka það“ sagði Guðný. Á góðum kvöldum sungu burðarmennimir og dönsuðu og aTltaf var það sama stef- ið og texlinn. Geirharður sagði að textinn fjallaði um montna hanann á haugnum sem var sperrtur og góður með sig að honum nefndist fyrir að lokum. „Dansinn og söngurinn lýsti tilburðum hanans og það var mjög gaman að sjá þá dansa. Aðeins karl- mennimir dönsuðu og þá sóló. Þetta minnti ögn á gríska dansa. Burðar- stúlkumur vom forsöngvarar og takturinn var sleginn á trommu sem þykir jafn ómissandi þama við svona tækifæri og gítarinn hér. Stundum heimtuðu þeir að við ís- lensku karlmennimir tækju þátt eftir að við fómm að kynnast meira. Þeim fannst alveg óskaplega gaman að sjá okkur hlunkast um...“ „...í gönguskóm og gorítex-úlpum,“ skaut Guðný að. „Þetta vakti mikinn hlátur og ómengaða ánægju,“ sagði Geirharður. Þau sögðu að burðar- mönnunum heföi greinilega verið umbunað öðm hvom með raksí sem kokkamir keyptu handa þeim. Þegar raksiið á að vera mjög gott er það hitað og sett í það smjör. „Allavega var alltaf eins og olíubrák ofan á því,“ sagði Guðný og það var greinilegt að henni fannst tilhugsun- in ekki mjög lystaukandi. Hrakningar á aðfangadag Eftirminnilegasti dagurinn í ferðinni var aðfangadagur jóla en hann var jafnframt lengstur og erfið- astur þvfþá lá leiðin í gegnum skóg, upp að íjallaskarði sem var í 3400 metra hæð yfir sjávarmáli. Kjúk- lingamir, sem áttu að vera í jólamat- inn, sluppu næstum því fra kokkun- um og þurfti að hlaupa þá uppi í skóginum. „Við getum sagt að jóla- maturinn hafi rölt með okkur í gegn- um skóginn," sagði Guðný kimin. Um dagrnn fór svo að snjóa. Geir- harður sagði að lögð heföi verið áhersla á að komast yfir skarðið og aðeins niður hinum megin því þar vom skýli fyrir burðarmennina sem annars höföu engin tjöld fyrir sig. ,jEn hluti burðarmannanna tók ranga slóð í gegnum skarðið og kom ekki fram fyrr en myrkur var skollið á. Við hin biðum neðan við skarðið á örlitlum hjalla sem hægt var að tjalda á. Þama vom lika örlitlir kofar fyrir burðarmennina.“ Þá tvo tíma sem beðið var eftir burðarmönnun- um var það eldurinn sem bjargaði fólki. „Við norpuðum í kringum bál- ið og biðum eftir tjöldunum,“ sagði Guðný. Hún sagði að þegar týndu burðarmennimir komu loks heföu eir verið mjög lerkaðir. „Sá sem ar dótið okkar skalf til dæmis svo að hann gat varla sagt takk þegar við færðum honum lopapcysu." Þessa jólanótt gengu flestar flikur sem ís- lendingamir gátu verið án til burðar- mannanna. Sirdinn sá svo um að deila þeim út. „Þeir vom fljótir að fara í lopapeysumar þegar þeir fengu þær,“ sagði Geirhaður, „peir skeTltu þeim á sig, utan yfir öll renn- andi blautu fötin sem þeir vom í.“ Á aðfangadagskvöld var svo heilmikil viðhöfn í mat. Kjúklingun- um var smalað saman til slátrunar og í eflirrétt var terta sem Guðný segist ekki skilja hvemig kokkamir gátu bakað við þessar aðstæður. Efl- ír matinn, þegar allur hópurinn haföi troðið sér inn í stórt topptjald sem fylgdi eldhúsinu, deijdu sherpamir út jólagjöfúm til íslendinganna. Karlmennimir fengu nepalskar koll- húfur og konumar perlufestar. Geir- harður sagði að apamir, sem þeim heföi verið lofað við skarðið, heföu flutt sig niður fyrir snjólínu. „Við hittum þá ekki fyrr en síðar,“ sagði hann. Jóladagsmorgunninn var ógleymanlegur. „Tjöldin vom öll hvít og veðrið var ótrúlega fallegt, sannkallað jólaveður. Mistrið, sem alltof oft gruföi yfir, var alveg horfið svo við höfðum mikla fjallasýn. Þetta var ógleymanleg mynd, glampandi sól, tandurhreinn snjór og skjannahvítir fjallatindamir gnæföu yfir.“ Eftir jólin lá leiðin aftur niður í móti, í átt að borginni Trisuli Basar, og þá tóku við gróskumeiri svæði og litríkara mannlíf. „Fyrsta bílnum mættum við síðasta daginn í göngu- túmum, rétt við borgina,“ sagði Guðný og Geirharður bætti við að það heföi verið fyrsta vélarhljóðið sem þau heyrðu frá þvi þau lögðu upp frá Gorki tólf dögum áður. Reyndar höföu þau ekki heyrt í neinum tækjum, ekki einu sinni út- varpi, megnið af göngunni. „Fólk var farið að hlakka mjög til að komast í heitt bað og svo var mikið talað um mat og hrein föt síð- ustu dagana,“ sagði Guðný. Geir- harður sagði misjafnt hvað menn ætluðu fyrst að lata eftir sér þegar komið væri aftur í „sívílíseraðar" aðstæður. „Yfirleitt var efst á blaði heitt bað, einhver drykkur eða eftir- Iætismatur.“ Guðný sagði að meðan á ferðinni stóð heföu flestir látið eft- ir sér að afklæðast alveg og þvo sér í einhverjum fjallalæknum eða þvo sér í pörtum. En heita sturtan heföi verið alveg rosalega góð eftir göng- una. Þegar göngunni lauk í Trisuli Basar höföu 330 kílómetrar verið lagðir að baki. „Við reiknuðum út að dagleiðin heföi samsvarað því að ganga upp og niður Esjuna og Ulf- arsfellið til viðbótar suma dagana,“ sagði Geirharður. „Þegar við kom- um aftur til Katmandú vorum við miklu reyndari og létum ekkert slá okkur út af laginu. Þetta var næstum eins og að koma heim,“ sagði hann og brosti. „Við nutum þægindanna.“ Þau leyföu sér að láta eins og túr- hestar síðustu dagana og kynntu sér meðal annars ýmsa trúarbragðasiði. „Nepalir eru flestir hindúar en um 15 prósent em búddhatrúar og 5 Erósent eitthvað annað,“ sagði Geir- arður. „Þó umgangast þeir hver annan af fúllri virðingu og tillits- semi, þama er engin afskiptasemi. Þetta var eitt af þvi sterka sem mað- ur uppliföi þama, andstætt þvi of- stæki sem ríkir svo víða.“ Guðný sagði að Katmandú væri mjög skrítin borg því þar ægði öllu saman og stundum hefði henni fundist eins og borgin heföi byggst út á sorphaugana. „Sóðaskapurinn er yfirgengilegur,“ sagði hún, „og rennandj vatn finnst ekki nema sem skólp.“ 1 gegnum Katmandú rennur á og þar var fólk að baða sig, bursta tennumar og þvo þvott en skammt ffá vom aðrir að ganga öma sinna. Guðný minntist þess að við gömlu trébrúna, sem virtist reyndar hanga uppi af gömlum vana, sáu þau hræ af kú, hundi og svíni. „Kjötsölunum er varla hægt að lýsa,“ sagði hún, „þeir breiddu kjötið út á plastdúka, oft alveg við götuna þar sem búfé, bílar, fólksfiöldinn og hópar flæk- ingshunda flæddu um.“ Geirharður sagði að flækingshundar væm ein- kenni Katmandú á sama hátt og kettimir einkenna Róm.“ Innan um litskrúðugt mannlífið á götunum vom svo auðvitað heil- agar kýr á rölti. Guðný sagði að enginn heföi stuggað við þeim en margir klappað þeim. Hún vildi líka endilega nefha gömlu hippana: „Við sáum þá öðm hvom á röltinu í Katmandú með gráu töglin sín.“ Nýtt sjónarhorn á heimaslóðirnar Hvemig er svo að koma heim aftur eftir slíka lifsreynslu? Guðný sagði að alveg síðan hún sneri heim heföi hún átt mjög erfitt með að segja ffá því hvemig þetta heföi ver- ið. „Bæði andleg4 og líkamlegt áreiti var svo mikið að eg hef eiginlega ekki unnið alveg úr því ennþá. Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mín- um eftir þetta.“ Geirharður sagðist hafa upphfað þessa ferð sem mnri reynslu frekar en skoðunarferð: „Þessi innri reynsla tengist því að komast í þetta návígi við þriðja heiminn. Ferðin hefur haft áhrif á það sjónarhom sem ég hef á heima- slóðimar, það er ekki gott að skil- greina það. Maður er undir áhrifum af því að hafa komist svo nærri afkomu- mörkum fólks, þeirri tilvem þar sem ekki má mikið þrengja að til að fólk geti haldið lífi. Maður má vera mjög ónæmur ef slíkt hefúr ekki einhver örlítil áhrif á manns eigið gildismat. Orðin skemmtun eða gaman eiga engan veginn við þegar svona reynslu er lýst. Ferð á borð við þessa gerir manni vonandi eitthvað gott í þroska.“ -ag NÝTT HELGARBLAÐ 8 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992 NÝTT HELGARBLAÐ 9 FÖSTUDAGUR17. JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.