Þjóðviljinn - 17.01.1992, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.01.1992, Blaðsíða 13
S k á k Judit Polgar leysir Fischer af hólmi sem yngsta stórmeistara skóksögunnar Millisvæðamótið í Portoroz 1958 markaði ekki aðeins tímamót í skáksögu íslendinga, Friðrik Ól- afsson var um mitt mót útnefndur stórmeistari, heldur var þáverandi skákmeistari Bandaríkjanna, hinn 15 ára og fimm mánaða gamli Bobby Fischer, var einnig útnefnd- ur stórmeistari, sá yngsti frá upp- hafi vega. Enginn hefur komist verulega nálægt því að ógna þessu meti fyrr en allt einu, að Judit Polgar hreppir efsta sæti á geysi- sterku meistaramóti Ungverja- lands og nær þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli. Hún er 15 ára og fjögurra mánaða þegar mótinu lýkur. Titillinn - hér er átt við stór- meistaratitill karla sem aðeins skák- valkyrjur Georgíu Nona Gaprindha- svili og Maja Chiburdanidse hafa unnið til - bíður staðfestingar FfDE, en slíkt er formsatriði. Enn eitt vígi karlmannsins er fallið, Judit Polgar er yngsti stórmeistari skáksögunnar; löngu var fyrirséð hvert leið hennar lá. Um nokkurt skeið hefúr hún farið fyrir þrieykinu sem samanstendur af henni, elstu systur Suszu og miðsyst- urinni Sofiu. Það er nánast regla að I systkinahópi nær sá yngsti lengst. Höfum um það nokkur íslensk dæmi; ég kenndi þér allt sem ég kunni, gæti verið hið bitra viðlag þeirra eldri. Polgar-fjölskyldan er þekkt stærð i skákheiminum og er nánast jafn þekkt stærð og Garrij Kasparov. Þeir sem fyrir nokkru þóttust sjá fyrir endann á velgengni þeirra systra höfðu rangt fyrir sér. Að vísu hafa Susza og Sofia ekki bætt við neinum sérstökum affekum, en Judit heldur nafni fjölskyldunnar á lofti með hverju afrektnu á fætur öðru. Á meistaramóti Ungveijalands tefldu tíu skákmenn, þar af margir frægustu meistarar landsins: Lajos Portisch, Guyla Sax, Andras Adoijan og síðan nokkrir minna þekktir Ivan Farago, Tibor Tolnai, Peter Lukacs, Attila Groszpeter og Jozsef Horvath. Þær systur Judit og Susza tefldu báðar í mótinu, en Sofia sat hjá. Hún hefur ekki náð að fylgja effir glæsilegum sigri sínum á opna mótinu í Róm 1990 er hún hlaut 8 1/2 vinning úr 9 skákum í keppni við marga snjalla stórmeistara. Fyrir mótið virtist liggja í augum uppi að Guyla Sax og Lajos Portisch myndu beijast um efsta sætið. En þær systur voru ekki á því að hleypa þeim of langt; Portisch mætti Suszu í 3. umferð og hlaut hann slíka útreið að menn rak í rogastans. Judit byijaði hægt, en keyrði upp hraðann þegar á leið. Hún mætti Sax í 6. umferð og það var úrslitaskák mótsins: Judit Polgar - Guyla Sax Sikileyjarvörn 7. Dd2 Be7 8. 0-0-0 Rxd4 9. Dxd4 0-0 10. f4 Da5 11. Bc4 Bd7 1. e4 c5 2. Rf3 dó 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 (Algengasta ffamhaldið er 12. e5 dxe5 13. fxe5 Bc6 14. Bd2 Rd7 15. Rd5 Dc5 16. Rxe7+ Dxe7 og reynslan hefur kennt mönnum að það er enginn hægðarleikur að bijóta nið- ur vamir svarts. Judit heldur öllu opnu hvað varðar atlögur á miðborð- inu. Einnig kemur til greina að leika 12. Hhfl.) 12.. . Bc6 13. Bb3 Hfe8 14. f5 exf5 15. e5! (Skemmtileg ffamrás sem gerir Sax erfitt fyrir. Hann má þokkalega við stöðu sína una.) 15.. . dxe5 16. Hxe5 Dc7 17. Hxf5 Had8 18. Dc4 Hxdl+ 19. Rxdl (Hvítur heldur uppi beinum og óbeinum þrýstingi á f7-peðið. Hins- vegar stendur svartur nokkuð traust- um fótum á miðborðinu og eftir e- línunni.) 19.. . Bd8 20. Re3 Dd7 21. Hf2 h6? (Eftir þennan slaka leik, sem e.t.v. hefúr stafað af timaskorti sem hijáir Sax meira en flesta, á svartur sér ekki viðreisnar von. Best var 21. .. He4 og svartur hefur varla mikið að óttast. Sax hefúr sennilega átt von á að Judit myndi hörfa með biskup- inn, en lítill millileikur setur stórt strik í reikninginn.) 22. Hd2! ((Skyndilega stendur svartur ffammi fyrir híikalegum vandamál- um; drottningin er á hrakhólum, t.d. 22. .. Dc7 23. Bf4! De7 24. Rf5! o.s.ffv. eða 22. .. De7 23. Rf5 með svipaðri niðurstöðu. Best er senni- lega 22. .. De6, en Sax hefúr ekki geðjast að stöðunni sem kemur upp eftir 23. Dxe6 fxe6 24. Bh4. Veikleikinn á e6 stingur í augun. Þess i stað gefúr hann drottningu sína fyrir hrók og léttan, en virðist ofmeta möguleika sína.) 22... Dxd2+!? 23. Kxd2 Re4+ 24. Kdl Bxg5 (Mun öruggara var 24. .. Rxg5 og svartur hefur þokkaleg færi.) 25. Dxf7+ Kh8 26. Rd5 Rd6 27. Df2 b5 28. Rf4 Hd8 29. Kel He8+ 30. Kdl Hd8 31. Rd3 Rc4 32. Dc5! (Það hefúr verið allt annað en auðvelt að halda stöðu hvíts saman, því kóngurinn er mjög aðþrengdur. Með þessum leik nær hvítur að létta verulega á stöðunni og getur teflt til sigurs í kraffi liðsyfirburða sinna.) 32... Bxg2 33. Bxc4 bxc4 34. Dxc4 He8 35. Df7 He7 36. Df8+ Kh7 37. DÍ5+ Kg8 38. h4! Bf6 (Ekki 38. .. Bxh4 39. Dg4! og vinnur mann.) 39. Rf4 Be4 40. Dc8+ Kh7 41. Rd5 Bxd5 42. Df5+ Kh8 43. Dxd5 He8 44. Db5 Hd8+ 45. Ke2 bxh4 46. c4 Bg3 47. b4 H18 48. Da5 g5 49. Dxa7 Bf4 50. De7 Kg8 51. a4 - og Sax gafst upp. Lipur úr- vinnsla réð úrslitum. Fyrir síðustu umferð átti Judit 1/2 vinnings forskot á næstu menn og tókst að sigra Tolnai með svörtu í æsispennandi skák. Þar með hafði hún tryggt sér sigurinn, langyngsti Ungverjalandsmeistari frá upphafi: 1. Judit Polgar 6 v. (af 9) 2.-3. Sax og Adorjan 5 1/2 v. 4.-5. Susza Polgar og Joszef Horvarh 5 v. 6. Poitisch4 1/2 v. 7.-9. Groszpeter, Lukacs og Toln- ai 3 1/2 v. 10. Farago 3 v. Það fór ekki fram hjá neinum sem fylgdust með Judit á Reykjavik- urskákmótinu 1988, og ekki síst hraðskákmóti sem Visa Island stóð fyrir eftir mótið þar sem Judit lagði marga fræga kappa, að þar fór óvenjuleg hæfileikamanneskja. Judit Polgar, yngsti stórmeistari skáksögunnar. Framfarir hennar upp frá því voru ævintýri líkastar og hún hefúr þrá- faidlega sannað að hún á í fúllu tré við sterkustu stórmeistara heims. Það þykir ekki lengur skömm að tapa fyr- ir konu, þó því verði ekki á móti mælt, að mörgum svíður illilega. Judit getur sagt eins og Fischer forð- um: I am a kingspawn - ég er kóng- speð, og meðhöndlun hennar með hvítu gegn sumum byijunum, eink- um sikileyjarvöm, er sérstaklega kraftmikil. Næstu ár munu skera úr um hvort hæfileikar hennar standi til þess að hrifsa til sín heimsmeistara- titil karla sem sumir hafa spáð henni. B r i d g e Landsbréfin á toppnum Að loknuni 12 umferðum í Reykjavíkurmótinu í sveita- keppni er staða sveita orðin þessi: 1. Landsbréf 252 2. Hjalti Elíqson 223 3. Verðbréf Islandsbanka 222 4. Rauða ljónið 215 5. S. Ármann Magnússon 209 6. Roche 209 7. Tryggingamiðstöðin 205 8. Sjóvá Almennar 202 9. Myndbandalagið 195 10. Gunnlaugur Kristjánsson 177 11. Hreinn Hreinsson 175 12. Helgi Hermannsson 165 13. Keiluhöllin 164 14. Bemódus Kristinsson 164 15. Bjöm Theódórsson 161 16. Guðjón Bragason 161 17. Sigmundur Stefánsson 160 18. L.A. Café 158 19. Erla Sigurjónsdóttir 152 20. Baldur Bjartmarsson 115 21. Frímann 111 22. Ingi Agnarsson 110 11 efstu sveitimar ávinna sér rétt til þátttöku í íslandsmótinu (nema sveit Sjóvá Almennar, sent þegar hefur unnið sér rétt fyrir vestan). 4 efstu sveitimar spila síð- an til úrslita um Reykjavíkurmeist- aratitilinn. Undankeppninni lýkur á miðvikudag í næstu viku og úrslit verða síðan spiluð helgina þar á eflir. Sigurvegarar velja sér and- stæðing. Nv. Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni er sveit Verðbréfa Islandsbanka. Skipan sveita í Reykjavíkur- mótinu að þessu sinni (stigahæstu sveitir) er: Landsbréf; Magnús Olafsson, Björn Eysteinsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Mattþí- as Þorvaldsson og Sverrir Ár- mannsson. Hjalti Elíasson, Páll Hjaltason, Eiríkur Hjaltason, Odd- ur Hjaltason, Hrannar Erlingsson og Jón Þ. Hilmarsson. V.I.B. Sævar Þorbjömsson, Karl Sigurhjartarson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Öm Amþórsson, Þor- lákur Jónsson og Guðmundur P. Amarson. Rauða ljónið: Jón Þorvarðar- son, Friðjón Þórhallsson, Guðni Sigurbjamason, Ómar Jónsson, Júlíus Snorraspn og Sigurður Sig- urjónsson. S. Ármann Magnússon: Ólafur, Lámsson, Hermann Láms- son, Ásmundur Pálsson, Hjördís Eyþórsdóttir, Helgi Jóhannsson og Guðmundur Sv. Hermannsson. Roche: Haukur Ingason, Ragn- ar Hermannsson, Gylfi Baldursson, Sigurður B. Þorsteinsson, Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson. Tiyggingamiðstöðin: Sigtrygg- ur Sigurðsson, Bragi Hauksson, Páll Valdimarsson, Ragnar Magn- ússon, Hrólfur Hjaltason og Sig- urður Vilhjálmsson. Sjóvá Almennar Akranesi: Ól- afur G. Ólafsson, Guðjón Guð- mundsson, Einar Guðmundsson, Ingi St. Gunnlaugsson, Alfreð Viktorsson og Þórður Elíasson. Myndbandalagið: Valgarð Blöndal, Sverrir Kjistinsson, Sím- on Símonarson, Hörður Amþórs- son, Einar Jónsson og ísak Öm Sigurðsson. Gunnlaugur Kristjáns- son, Hróðmar Sigurbjömsson, Ól- afur Ólafsson, Haukur Sigurðsson, Karl Logason og Jón lngi Bjöms- son. L.A. Café: Júlíus Sigurjónsson, Jónas P. Erlingsson, Valur Sig- urðsson, Guðmundur Sveinsson og Rúnar Magnússon. Kristinssonar sigraði á svæða- móti Norðurlands eystra, sem spil- að var um síðustu helgi. Jöfn að stigum, í 2. sæti, varð svo sveit Amar Einarssonar. I 3. sæti varð sveit Stefáns Stefánssonar og í 4. sæti sveit Gylfa Pálssonar. Þessar Sveitir verða fulltrúar svæðisins á Islandsmótinu. 9 sveitir tóku þátt í svæðismótinu. Ellefta Bridgehátíð Bridgesam- bands Islands og Flugleiða verður haldin dagana 14.-17. febrúar nk. Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár, tvímenningur fostu- dagskvöld og Iaugardag með þátt- töku 44-48 para og sveitakeppni sunnudag og mánudag 10 umferða Monrad-keppni. Sveitakeppnin er öllum opin en Bridgesambands- stjóm áskilur sér rétt til að velja pör í tvímenninginn. Skráning er á skrifstofu Bridgesambands Islands í síma 689360. Skráningarfrestur í tvímenninginn er til föstudagsins 31. janúar en í sveitakeppnina til mánudagsins 10. febrúar. Keppnis- jtjald í tvímenninginn er 10.000 kr. a par (án matar í hádeginu á laug- ardegi) og keppnisgjald í sveita- keppnina er 16.000 kr. á sveit. Verðlaun samtals verða $13.500. Eins og undanfarin ár verður 6 er- lendum pömm boðið til keppninn- ar og verður sá gestalisti væntan- lega tilbúinn fljótlega. Einnig munu heimsmeistarar okkar allir verða meðal þálttakenda. Skagflrðingar f Reykjavík verða með eins kvölds tvímenn- ingskeppni næstu þriðjudaga. Spil- að er í Drangey v/Síðumúla 35, 2. hæð. Allt spilaáhugafólk velkomið. Síðasta þnðjudag mættu yfir 20 pör til leiks. Fullbókað er í aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. 18 sveitir eru skráðar til leiks, sem er met- þátttaka hjá félaginu. Minnt ef á föstudagsspila- mennsku BSI. Spilað er öll kvöld og er hvert þeirra sjálfstæð keppni. Síðasta fostudag mættu 36 pör. Gervisagnir í bridge eru al- gengar. Heilu sagnkerfin em byggð á slíkum ófögnuði. Blekkisagnir em einnig nokkuð algcngar. Þær em heimilar í íþróttinni, svo lengi sem ekki eLsamkomulag um þær milli spilafroganna. Félagi verður því að ráða í „ókennilegar“ sagnir og vera skátalegur við borðið. Ávallt reiðubúinn. Lítum á dæmi um blekkinga- sagnir: ♦ : G10 ♦: AD54 ♦ : Á82 ♦ : 9842 ♦ : KD865 4 : Á42 V : G10 *:K98 ♦ :10643 ♦ : D9 ♦ : ÁD * : KG1075 4 : 973 ♦ :7632 ♦ : KG75 ♦ : 63 Ofangrein spil kom fyrir í úr- slitaleik HM 1966 milli ítala og USA. Sagnir gengu: Norður Austur Suður Vestur Mathe Belladonna Hamman Avarelli 1 hj. Dobl 1 sp. 1 grand pass 2 lauf pass 2 tígl. pass 2 grönd pass pass pass Blekkisögnin hjá Hamman á 1 spaða tókst fullkomlega. Bellinn fékk eina 11 slagi í 2 gröndum, en eins og sjá má, em 4 spaðar óhnekkjandi í A/V. Annað dæmi: 4 : 96 ♦ : KD1062 ♦ : 84 ♦ :KD32 4 : G75 4 : 1042 ▼ : 53 ♦ : 98 ♦ : ÁD952 ♦ : KG106 ♦ : G98 * : 7654 4 : ÁKD83 ♦ : ÁG74 ♦ : 73 ♦ : Á10 Hér gengu sagnir: Suður: Norður: 1 spaði 2 hjörtu 3 tíglar 3 hjörtu 5 hjörtu 6 hjörtu Það var „refurinn" Richard Frcy sem sat í Suður i þessu spili. Ut kom lauf frá Austur (sem hélt á; 1042 98 KG106 7654) og sagnhafi var ekki ýkja lengi að hala inn alla slagina 13. NYTT HELGARBLAÐ 1 3 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.