Þjóðviljinn - 17.01.1992, Blaðsíða 14
Krumminn á skjánum
Skiptast á skin og
í myndinni Sakbomingurinn leikur Cher lögfræðing i erfiðu sakamáli'. I
Sjónvarpsefnið um helgina er
eins og veðráttan almennt á Islandi.
Hið dæmigerða sumarveður, eins og
allir kannast við, er þannig að þegar
komið er i stuttbuxumar til að njóta
sólarinnar er komin mígandi rigning.
Um Ieið og bömin em komin út í
pollagallanum til að sulla í dmllunni,
skín blessuð sólin aftar. Þetta endur-
tekur sig þangað til fólk fer í fylu og
heldur sig bara innandyra. Eins er
það með sjónvarpsdagskrána. Fram-
bærilegt efni inn á milli, en í heildina
er þetta eins og rigningin; hundleið-
inlegt. Oftar en ekki er því slökkt á
sjónvarpinu og ef fólk er skynsamt
gerir það eitthvað með fjölskyldunni
og nýtur tímans, en fylupúkamir
skríða upp í rúm og láta sér leiðast.
í samantekt yfir sjónvarpsefhi
helgarinnar verður að fara yfir fle-
stallt því misjafn er smekkur manna.
Það sem einum finnst hreint afbragð
leiðist öðmm og svo öfúgt.
í sjónvarpinu á föstudagskvöldið
er ein bíómynd frá 1974 og er hún
tæplega tveggja tíma löng. I minnis-
banka skrásetjara er þama þokkaleg-
asta mynd á ferðinni. Stórstjömumar
Nick Nolte og Kathrine Hepbum
fara með aðalhlutverk og skila þeim
vel frá sér. Nolte leikur leigumorð-
ingja sem lendir í því að eldri dama
stendur hann að verki. Gamla konan
veit sínu viti og sér í þessu hið
„fijálsa framtak“. Hún stofnar þvi
fyrirtæki sem sérhæfir sig í að hjálpa
öldmðum yfir móðuna miklu, en að
sjálfsögðu þarf að greiða álitlega
upphæð fyrir ferðalagið.
Föstudagur á Stöð 2: Efni sama
og venjulega; létt grin í upphafi,
drama og endað á blóðbaði i formi
„spennandi sakamálamyndar“.
Fyrsta myndin, Skíðasveitin, er sam-
kvæmt Sjónvarpsvísi Stöðvar 2
„Skemmtilegur farsi ffá ffamleið-
anda Lögregluskólamyndanna". Síð-
an kemur þetta í réttri röð; Sofið hjá
skrattanum, Undirheimar Brooklyn...
aha, stígum aðeins á bremsuna.
Þama er um þokkalegustu mynd að
ræða sem fjallar um verkafólk í
Brooklyn, i New York. Myndin á að
gerast árið 1952 og lýsir þeim breyt-
ingum sem verða þegar verkfall
skellur á í' verksmiðju hverfisins.
(Ætli innrætingin sé hafm um að
verkfóll borgi sig ekki? Nú eru
verkalýðsforingjamir hér heima byrj-
aðir að hóta þeim.) Lokasýning
Stöðvar 2 þetta kvöld er hefðbundin.
Sporðdrekinn, mynd um iðnaðar-
njósnir og þjófhað. En maðurinn sem
skúrir
ráðinn var til verksins er miskunnar-
laus hryðjuverkamaður og í kjölfar
þjófnaðarins rís morðalda.
I Sjónvarpinu á laugardagskvöld-
ið er hiklaust hægt að mæla með bíó-
mynd kvöldsins. Þjófar eins og við
er ffá árinu 1974 og gefur kvik-
myndahandbók Maltins henni
***l/2 stjömu. En bókin góða ffá
Maltin lætur sér það ekki nægja,
heldur segir að þessi mynd verði því
betri sem oftar er horft á hana. Þeir
sem eiga myndbandstæki ættu að
hugleiða þessi orð og taka hana upp
á band. Ef marka má orðin í kvik-
myndahandbókinni ætti 20. skiptið
að verða hreint ffábært. Myndin ger-
ist árið 1930 í Mississippifylki í
Bandaríkjunum. Þrir menn flýja úr
fangelsi og við tekur tímabil heil-
mikilla bankarána. Dagblað fylkisins
grípur gæsina þegar hún gefst og býr
til heilmikla spennu i kringum krim-
mana þijá.
Á stöð 2 em þtjár bíómyndir á
dagskrá og höfða þær líklega til mis-
munandi hópa sjónvarpsáhorfenda.
Fyrsta myndin Eldir af degi segir ffá
ævi kvikmyndastjömunnar Frances
Farmer. Myndin er bönnuð bömum
(líklega hefúr leikkonan átt heldur
slæma ævi). Önnur mynd kvöldsins
er Sakbomingurinn. Þar fer lýtaað-
gerðamethafinn Cher með aðalhlut-
verkið og leikur lögffæðing sem
glímir við erfitt sakamál. Sakbom-
ingurinn er heymarlaus og útlitið er
síður en svo bjart fyrir manninn. En
þegar neyðin er stærst er hjálpin
næst, og plastkonan Cher fær hjálp
ffá einum af kviðdómendunum. Síð-
asta myndin heitir Nomasveimur og
fjallar um ung hjón sem flytja í lítið
þorp. Þar hefúr nomagaldur verið við
lýði í 300 ár og þau eiga fótum fjör
að launa. -sþ
S j ó n v a r p
Föstudagur
18.00 Flugbangsar (The Little Fly-
ing Bears) Kanadískur teikni-
myndaflokkur. Þýðandi: Óskar
Ingimarsson. Leikraddir: Aðal-
steinn Bergdal og Linda Gísla-
dóttir.
18.30 Beykigróf (Byker Grove)
Breskur myndaflokkur. Þýðandi:
Ólöf Pétursdóttir.
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Tiðarandinn Þáttur um vand-
aða dasgurtónlist. Umsjón Skúli
Helgason.
19.30 Gamla gengið (The Old Boy
Network) Breskur gamanmynda-
flokkur. Aðalhlutverk: Tom Conti
og Tom Standing. Þýðandi:
Kristmann Eiðsson.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Kastljós
21.10 Derrick Þýskur sakamála-
þáttur. Aðalhlutverk: HorstTapp-
ert. Þýðandi: Veturiiöi Guðna-
son.
22.10 Líknarverk (The Ultimate
Solution of Grace Quigley)
Bandarísk blómynd frá 1984.
Myndin fjallar um aldraða konu
sem ræður leigumorðingja (
þjónustu sína. Leikstjóri: Ant-
hony Harvey. Aöalhlutverk: Kat-
harine Hepburn og Nick Nolte.
Þýðandi: Sveinbjörg Svein-
björnsdóttir.
23.40 Föstudagsrokk Gítarsnilling-
ar (The Golden Age of Rock n'
Roll) I þættinum koma fram gft-
arieikararnir Chuck Berry, Eric
Clapton, Bo Diddley, Jimi Hendr-
ix og Jimmy Page. Þýðandi: Vet-
urliði Guðnason.
00.35 Útvarpsfréttir I dagskráriok
Laugardagur
11.15 Heimsbikarkeppnin á skíðum
Bein útsending frá Hanenkahm-
brautinni f Kitzbuhl i Austurrfki.
(Evróvision - Austurríska sjón-
varpið)
13.00 Hlé
14.45 Enska knattspyrnan Bein út-
sending frá leik Oldham og Li-
verpool á Boundary Park f Old-
ham. Fylgst verður með öðrum
leikjum og staðan í þeim birt
jafnóðum og til tfðinda dregur.
Umsjón: Bjarni Felixson.
17.00 Iþróttaþátturinn Fjallað verð-
ur um Iþróttamenn og íþróttavið-
burði hér heima og eriendis.
Boltahomið verður á sfnum stað
og klukkan 17.55 verða úrslit
dagsins birt. Umsjón: Logi Berg-
mann Eiðsson.
18.00 Múmfnálfarnir (14:52)
Finnskur teiknimyndaflokkur,
byggður á sögum eftir Tove
Jansson. Þýðandi: Kristfn
Mántylá. Leikraddir: Kristján
Franklfn Magnús og Sigrún
Edda Bjömsdottir.
18.30 Kasper og vinir hans (39:52)
(Casper & Friends) Bandarískur
teikmmyndafiokkur um vofukrílið
Kasper og vini háns. Þýðandi:
Guðni Kolbeinsson. Leiklestur:
Leikhópurinn Fantasfa.
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Poppkom Glódís Gunnars-
dóttir kynnir tónlistarmyndbönd
af ýmsu tagi. Dagskrárgerð: Þið-
rik Ch. Emilsson.
19.30 Úr rfki náttúrunnar (The Wild
South) Nýsjálensk fræðslumynd
um skipsflök á sjávarbotni og líf-
rfki þeirra. Þýðandi og þulur: Ingi
Kart Jóhannesson.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Lottó
20.40 '92 á Stöðinni Liðsmenn
Spaugstofunnar skemmta lands-
mönnum og taka fyrir atburði Ifð-
andi stundar. Upptökum stýrir
Kristín Erna Amardóttir.
21.00 Fyrirmyndarfaðir (The Cos-
by Show) Bandariskur gaman-
myndaflokkur. Þýðandi: Guðni
Kolbeinsson.
21.30 Fyrirheitna landið (Inspector
Morse - Promised Land) Bresk
sakamálamynd með Morse og
Lewis, rannsóknarlögreglumönn-
um f Oxford. Að þessu sinni fara
þeir til Ástralfu aö leita uppi vitni
úr gömlu morðmáli en þeir eru
ekki einir um að vilja finna
kauöa. Leikstjóri: John Madden.
Aðalhlutverk: John Thaw og Ke-
vin Whately. Þýðandi: Gunnar
Þorsteinsson.
23.15 Þjófar eins og við (Thieves
Like Ús) Bandarísk biómynd frá
1974. I myndinni er sagt frá æv-
intýrum þriggja manna sem
strjúka saman úr fangelsi. Leik-
stjóri: Robert Altman. Aðalhlut-
verk: Keith Carradine, Nhelley
Duvall, John Schuck og Louise
Fletcher. Þýðandi: Gauti Krist-
mannsson.
01.20 Útvarpsfréttir f dagskráriok
Sunnudagur
11.00 Heimsbikarkeppnin á skíðum
Svipmyndir frá fyrri umferð f
svigi karia f Kitzbuhl f Austurríki
og bein útsending frá seinni um-
ferðinni. (Evróvision - Austur-
riska sjónvarpið)
12.45 Hlé
13.00 Skautaparið Torvill og Dean
(Torvill and Dean with the Russi-
an All Stars) Christopher Dean
og Jayne Torvill, fyrrum heims-
meistarar f skautadansi, dansa
ásamt rússneskum listdönsurum
við tónlist eftir Ravel, Lennon og
McCartney, Bizet og Borodin.
13.55 Tónlist Mozarts Salvatore
Accardo og Bruno Canine flytja
tvær sónötur fyrir fiðlu og pfanó
eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
15.00 Fólkið í landinu Sigríður Arn-
ardóttir ræðir við Erling Jónsson
myndhöggvara. Áður á dagskrá
5. desember sl.
16.25 HM íslenskra hesta Svip-
myndir frá heimsmeistaramóti is-
lenskra hesta sem fram fór i
Norrköping f Svíþjóð. Umsjón:
Ólöf Rún Skúladóttir. Áður á
dagskrá 29. ágúst og 5. septem-
ber sl.
16.30 Ef að er gáð Þriðji þáttur:
Þroskahömlun barna Þáttaröð
um böm og sjúkdóma. Umsjón:
Guðlaug Maria Bjarnadóttir og
Eria B. Skúladóttir. Dagskrár-
gerð: Hákon Már Oddsson. Áður
á dagskrá 19. júnf 1990.
16.45 Lífsbarátta dýranna Sjöundi
þáttur: I bliöu og stríðu (The Tri-
als of Life) Breskur heimilda-
myndaflokkur í tólf þáttum þar
sem David Attenborough athug-
ar þær furðulegu leiðir sem lif-
verur hvarvetna f heiminum fara
til að sigra f lífsbaráttu sinni.
Þýðandi og þulur: Óskar Ingi-
marsson.
17.35 l uppnámi Skákkennsla I
þrettán þáttum. Höfundar og
leiðbeinendur eru stórmeistar-
arnir Helgi Ólafsson og Jón L.
Árnason og að þessu sinni verð-
ur fjallað um drottningarbragð og
ýmis tegundir varna.
Dagskrárgerð: Bjarni Þór Sigurðs-
son.
17.50 Sunnudagshugvekja Flytj-
andi er Sigurður Pálsson kenn-
ari.
18.00 Stundin okkar Fjölbreytt efni
fyrir yngstu börnin. Umsjón:
Helga Steffensen. Dagskrár-
gerð: Kristfn Pálsdóttir.
18.25 Sögur Elsu Beskow Nýi bát-
urinn hans bláa frænda - fyrsti
hluti (Farbror Blás nya bát) Þýð-
andi: Jóhanna Jóhannsdóttir.
Lesari: Inga Hildur Haraldsdóttir.
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Vistaskipti (Different World)
Bandarfskur gamanmyndaflokk-
ur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson.
19.30 Fákar (22:26) (Fest im Satt-
el) Þýskur myndafiokkur um fjöl-
skyldu sem rekur búgarð með
islensk hross f Þýskalandi. Þýð-
andi: Kristrún Þórðardóttir.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Leiðin til Avonlea (Road to
Avonlea) Kanadlskur mynda-
flokkur byggður á sögu eftir Lucy
Maud Montgomery sem skrifaði
sögurnar um Önnu i Grænuhlfð.
Þættirnir hafa unnið til fjölda
verðlauna en f þeim er sagt frá
ævintýrum ungrar stúlku. Aðal-
hlutverk: Sarah Polley. Þýðandi:
Ýrr Bertelsdóttir.
21.25 Konur f íslenskri Ijóðlist Ann-
ar þáttur af þremur þar sem fjall-
að er um hlut kvenna f Islenskri
Ijóðlist. Umsjón: Soffía Auður
Birgisdóttir. Dagskrárgerð: Jón
Egill Bergþórsson.
22.00 Lagið mitt Að þessu sinni
velur sér lag Kristín Steinsdóttir
rithöfundur. Umsjón: Þórunn
Björnsdóttir. Upptökum stýrir
Tage Ammendrup.
22.15 Móðir Andrésar (Andre’s
Mother) Bandarfsk sjónvarps-
mynd. Myndin fjallar um þaö
hvernig nánustu vandamenn
bregðast við dauða ungs manns
úr eyöni. Höfundur: Terrence
McNally. Leikstjóri: Deborah
Reinisch. Aöalhlutverk: Sylvia
Sidney, Sada Thompson og
Richard Thomas. Myndin fékk
Emmyverðlaun 1990 fyrir besta
handritið. Þýöandi: Ingi Kari Jó-
hannesson.
23.05 Útvarpsfréttir og dagskrárlok.
Mánudagur
18.00 Töfraglugginn Blandað erient
barnaefni. Umsjón: Sigrún Hall-
dórsdóttir. (Endurs.)
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Á mörkunum. Lokaþáttur
Frönsk/kanadísk þáttaröð.
19.30 Roseanne Bandarískur gam-
anmyndaflokkur um hina glað-
beittu og þéttholda Roseanne.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
20.00 Fréttir og veöur
20.35 Fólkið i Forsælu Bandarískur
gamanmyndaflokkur. Aðalhlut-
verk: Burt Reynolds og Marilu
Henner. Þýðandi: Ólafur B.
Guðnason.
21.00 Iþróttahomið Fjallað verður
um iþróttaviðburði helgarinnar
og sýndar svipmyndir frá knatt-
spyrnuleikjum f Evrópu. Umsjón:
Logi Bergmann Eiðsson.
21.20 Litróf Litið verður inn á Ijóða-
sýningu Isaks Harðarsonar á
Kjarvalsstöðum og skáldiö les
nokkur Ijóð. Fjallað verður um
sýningu myndlistarmanna frá
Venesúela í Hafnarborg og Árni
Þórólfsson arkitekt segir frá landi
og þjóð. List á veitingahúsum
verður til umræðu og fylgst verð-
ur með afhjúpun á verkum Völu
Öla á veitingahúsinu Argentínu.
Litið verður á kynlífsbækur og
rætt við Jónu Ingibjörgu Jóns-
dóttur og Óttar Guömundsson
um gildi og áhrif slfkra bóka. I
Málhorninu verður Dóra Einars-
dóttir búningahönnuður. Umsjón:
Arthúr Björgvin Bollason. Dag-
skráraerð: Þór Elís Pálsson.
21.50 Marie Curie. Lokaþáttur
Frönsk framhaldsmynd um eölis-
fræðinginn Marie Curie sem fýrst
kvenna vann til nóbelsverð-
launa. Aðalhlutverk: Marie-
Christine Barrault. Þýðandi Ólöf
Pétursdóttir.
23.15 Ellefufréttir og dagskrártok
Fostudagur
16.45 Nágrannar
17.30 Gosi
17.50 Ævintýri Villa og Tedda
Bráðskemmtileg teiknimynd um
tvo furðufugla.
18.15 Blátt áfram Endurtekinn þátt-
ur frá þvf f gær.
18.40 Bylmingur Þrumandi þunga-
rokk
19.1919.19
20.10 Kænar konur Við fylgjumst
með uppátækjum blómarósanna
I Atlanta.
20.35 Ferðast um tlmann Enginn
veit hvar Sam lendir á flakki sfnu
um tfmann.
21.25 Skíöasveitin Skemmtilegur
farsi frá framleiðanda Lögreglu-
skólamyndanna. Að þessu sinni
er um að ræða björgunarsveit
sklðakappa sem leggja allt I söl-
urnar til að bjarga nauðstöddu
sklðafólki. Aðalhlutverk: Roger
Rose, T. K. Carter og Martin
Mull. Leikstjóri Richard Correll.
(1990)
22.55 Sofið hjá skrattanum Bönnuð
börnum.
00.25 Undirheimar Brooklyn Vönd-
uð mynd um verkafólk í Brook-
lyn, f New York. Myndin gerist
arið 1952 og lýsir hún þeim
breytingum sem verða þegar
verkfali skellur á í verksmiðju
hverfisins. Aðalhlutverk: Jennifer
Jason Leigh, Stephen Lang og
Burt Young. Leikstjóri Uli Edel.
(1989) Stranglega bönnuð böm-
um.
02.05 Sporðdrekinn f upphafi snýst
málið um iðnaðarnjósnir og
þjófnað. En þeir, sem réðu
manninn til verksins, vissu ekki
að hann væri hryðjuverkamaöur
og miskunnarlaus morðingi.
Þegar moröalda rfs í kjölfar
þjófnaðarins er sérlegum fulltrúa
Interpol, Marcel Wagner, fengin
rannsókn málsins. Hann kemst
fljótt á slóð dularfullrar konu sem
viröist ekki eiga neina fortíð. Að-
alhlutverk: David Nerman og
Wendy Dawn Wilson. Leikstjóri:
Michael Wachniuc. (1989)
Stranglega bönnuð börnum.
03.30 Dagskrárlok Við tekur nætur-
dagskrá Bylgjunnar.
Laugardagur
09.00 Með afa Afi, Pási og Emanú-
el sjá um að stytta okkur stundir
í morgunsárið. Þeir félagamir
taka upp á ýmsu skemmtilegu.
10.30 Á skotskónum Teiknimynd
um stráka sem finnst ekkert
skemmtilegra en að spila fót-
bolta.
10.50 Af hverju er himinninn blár?
Fræðandi teiknimynd.
11.00 Dýrasögur Skemmtilegar
sögur úr dýrarlkinu.
11.15 Islandsmeistarakeppni ung-
linga f samkvæmisdönsum I sfð-
asta mánuði fór fram Islands-
meistarakeppni f samkvæmis-
dansi. Jafnhliða henni fór fram
(slandsmeistarakeppni unglinga
12-15 ára f „fjórum og fjórum
dönsum" og sjaum við hér svip-
myndir frá keppninni. Umsjón
Agnes Johansen.
12.00 Landkönnun National Geo-
graphic Vandaðir fræðsluþættir
um lönd og lýð.
12.50 Aftur til framtíðar II Bráð-
skemmtileg kvikmynd úr smiðju
Stevens Spielbergs (1989).
15.00 Þrjúbíó Davíð og töfraperian
Ókunnugt geimfar hefur lent á
jörðinni en farþegar þess eru
komnir hingað til að finna glat-
aða periu.sem er þýðingarmikil
fyrir þá. Ýmislegt fer úrskeiðis
við leitina og einhverjir óvildar-
menn setja upp gildru fyrir þá,
en þegar Davíð kemur til skjal-
anna fara hlutimir að ganga bet-
ur og er aldrei að vita nema peri-
an dýrmæta finnist.
16.05 ínn við beiniö Endurtekinn
þáttur frá sl. vetri þar sem Edda
Andrésdóttir ræðir við Gunnar
Þórðarson, guðföður fslenskra
þoppara.
17.00 Falcon Crest
18.00 Popp og kók Nýjustu mynd-
böndin kynnt f lit á Stöð 2 og I
sterfó á Stjörnunni.
18.30 Gillette sportpakkinn Fjöl-
breyttur fþróttaþáttur utan úr
heimi.
19.19 19.19
20.00 Fyndnar fiölskyldusögur.
20.25 Maður folksins Nýr gaman-
myndaflokkur um stjórnmála-
mann sem er ekki beinlinis með
hugann við hagsmuni almenn-
ings.
20.50 Glæpaspil Spennandi þættir I
anda Hitchcocks.
21.40 Eldir af degi Sannsöguleg
mynd byggð á ævi kvikmynda-
stjömunnar Frances Farmer. Að-
alhlutverk: Susan Blakely, Lee
Grant. Leikstjóri Fielder Cook.
(1983) Bönnuð börnum.
00.05 Sakborningurinn Hörku-
spennandi mynd um lögfræðing
sem glímir við erfitt sakamál og
fær hjálp úr óvæntri átt. Aöal-
hlutverk: Cher, Dennis Quaid.
Stranglega bönnuð börnum.
02.05 Nornasveimur Ung hjón flytja
til smábæjar til þess að hægja
aðeins á ílfsgæðakapphlauþinu.
Þegar þau fara að komast að
'msu um fortfð þorpsbúa lenda
au hins vegar f kapphlaupi upp
á llf og dauða því nomagaldur
hefur tengst þessu þorpi f þrjú
hundruð ár. Aðalhlutverk: Tim
Matheson, Pamela Sue Martin.
Leikstjóri: Carl Schenkel. (1987)
Stranglega bönnuð börnum.
03.40 Dagskrárlok Við tekur nætur-
dagskrá Bylgjunnar.
Sunnudagur
09.00 úr ævintýrabókinni Ævintýrið
um Hrossabrest er efni þáttarins
að þessu sinni.
09.20 Litla hafmeyjan Falleg teikni-
mynd.
09.45 Pétur Pan
10.10 Ævintýraheimur NINTENDO
Ketill og hundurinn hans, Depill,
lenda f nýjum ævintýrum.
10.35 Soffía og Virginfa Þær syst-
urnar halda áfrem leitinni að for-
eldrum sfnum.
11.00 Blaðasnáparnir Spennandi
framhaldsmýndaflokkur fyrir
börn og ungíinga.
11.30 Naggarnir Vönduð leikbrúðu-
mynd fyrir alla fjölskylduna.
12.00 Popp og kók (Endurt.)
12.30 EðaltónarTónlistarþáttur.
13.05 Italski boltinn. Mörk vikunnar
Endurtekinn þáttur frá sl. mánu-
degj.
13.25 Italski boltinn Bein útsending
Vátryggingafélag Islands og
Stöð 2 bjóða knattspyrnuáhuga-
mönnum til sannkallaðrar knatt-
spymuveislu.
15.20 NBA-körfuboltinn Fylgst með
leikjum I bandarfsku úrvalsdeild-
inni.
16.25 Stuttmynd Maður nokkur
ákveður að losa sig við hús-
gögnin sfn og gera upp við for-
tföina.
17.00 Listamannaskálinn Upptöku-
stjórinn John Hammond hefur
unnið með mörgum stórstjöm-
um. Má þar nefna Billie Holliday,
Benny Goodman, Aretha Frankl-
in, Bob Dylan og The Boss;
Bruce Springsteen. I þættinum
er rætt við nokkur af ofantöldum
og fleiri til, um John Hammond
og áður óbirtar upptökur leiknar
og sýndar.
18.00 David Frost David Frost ræö-
ir við forsetahjónin George og
Barböru Bush.
18.55 Skjaldbökumar Spennandi
teiknimynd.
19.19 19.19
20.10 Klassapfur Bandarískur gam-
anþáttur um nokkrar vinkonur á
besta aldri sem deila húsi á Flór-
fda.
20.25 Lagakrókar
21.15 Indfánadrengurinn Vönduð
mynd um indlánadreng sem er
tekinn f fóstur af gyðingi. Allt
gengur þrautalaust fyrir sig
þangað til kynþáttafordómar fara
að gera vart við sig f umhverfinu.
22.50 Arsenio Hall Frábær spjall-
þáttur þar sem gamanleikarinn
Arsenio Hall fer á kostum sem
spjallþáttarstjómandi.
23.45 Ónnur kona Ein af bestu
myndum Woody Allen. Hér segir
frá konu sem á erfitt með að tjá
tilfinningar slnar þegar hún skilur
við mann sinn. Aðalhlutverk:
Gena Rowlands, John House-
man. Le'kstjóri Woody Allen.
(1988) Lokasýning.
00.55 Dagskráriok Við tekur nætur-
dagskrá Bylgjunnar.
Mánudagur
16.45 Nágrannar Ástralskur fram-
haldsmyndaflokkur.
17.30 Litli folinn og félagar Falleg
teiknimynd um litla Folann og
vini hans sem oft lenda f
skemmtilegum ævintýrum f Fola-
landi.
17.40 Islandsmeistarakeppni ung-
linga f samkvæmisdansi Endur-
tekinn þáttur frá sl. laugardegi
þar sem 12-15 ára unglingar
kepptu f fjórum og fjórum dönsk-
um.
18.30 Kjallarinn Tónlistarþáttur sem
ber nafn með rentu.
19.19 19.19 Fréttir.
20.10 ítalski boltinn. Mörk vikunnar
Knattspyrna eins og hún gerist
best I heiminum. Litið er yfir það
markverðasta úr leikjum sföustu
viku.
20.30 Systurnar Vandaður fram-
haldsþáttur um fjórar systur sem
kemur ekki alltaf sem best sam-
an.
21.10 Öriagasaga Fjórði og næst-
sfðasti þáttur þessa vandaða
þýska myndaflokks um örlög
gyðingafjölskyldu á fyrri hluta
aldarinnar.
22.45 Booker Bandariskur spennu-
myndaflokkur um tötfarann
Booker, sem er rannsóknarmað-
ur hjá stóru tryggingafýrirtæki.
23.35 Raunir íögreglukonu Lög-
reglukona úr smábæ kemur til
Beveriy Hills til þess að rann-
saka morð á vinkonu sinni. Þeg-
ar þangaö er komið virðast flestir
sem hun hittir vilja leggja stein I
götu hennar. Aðalhlutverk: Jam-
es Brolin, Lisa Hartman og Dav-
id Hemmings. Leikstjóri Corey
Allen. (1985) Bönnuð Dömum.
01.05 Dagskráriok Við tekur nætur-
dagskrá Bylgjunnar.
NÝTT HELGAKBLAÐ 1 4 FÖSTUDAGUR17. JANÚAR 1992