Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Page 8
28 MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 íþróttir Knattspyma: Enski knattspymuþjálfarinn Bob Houghton, sem gerði garðinn frægan sem þjálfari sænska liðs- ins Malmö FF, er spenntur fyrir því aö koma til íslands og taka að sér þjálfun. Houghton er mjög virtur þjálf- ari og á glæsilegan feril að baki sem slíkur. Hann gerði Malmö FF að sænskum meisturum fiór- um sinnum og jafnmörgum sinn- um varð liðið bikarmeistari undir hans stjóm. Þá komst liðið alla leiö í úrslit í Evrópukeppninni en tapaði þar fyrir Nottingham For- est, 1-0, árið 1979. Houghton hef- ur undanfarin ár starfað sem þjálfari í Grikklandi og í Sviss auk þess sem hann þjálfaði landslið Katar. Ross yill koma aftur Þá hefur íslandsvinurinn Ian Ross, fyrrum þjálfari Vals og KR og Keflavíkur, áhuga á að reyna fyrir sér á íslandi að nýju. Ross starfaöi síðast hér á landi í fyrra en hann hætti að eigin ósk sem þjállari Keflvíkinga þegar fimm umferðum var lokið í 1. deild og gerðist aðstoðarþjálfari Hudd- ersfield í ensku 1. deildinni. Ingi Björn þjálfar FH-inga Samningar em nánast i höfn hjá knattspyrnudeild FH og Inga Birni Albertssyni þess efnis að hann muni stýra liðinu í 2. deild- inni í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. Ingi tók víð FH-liðinu þegar fimm umferðum var ólokið í 1. deildinni í sumar, af Ólafi Jó- hannessyni, og þrátt fyrir góðan endasprett tókst liðinu ekki að forðast fall í 2. deild. Mikill hugur er í FH-ingum og að þeirra sögn á ekki að staldra í 2. deild nema eitt ár. Að sögn forráðamanna FH vita þeír ekki annað en að ailir þeir leikmenn sem léku með liðinu í sumar verði áfram í herbúðum félags- ins. Buið er að ganga frá samn- ingum við lykilmenn á borð Ólaf Kristjánsson, Hörð Magnússon og Auðun Helgason. Körfubolti: Loksins titill til ÍR ÍR-ingar unnu sinn fyrsta titil í körfuknattleik í 18 ár þegar þeir lögðu KR-inga í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins i gærkvöldi, 81-78. KR-ingar höfðu yfirhönd- ina lengst af leiksins, höfðu yfir í hálfleik, 45-37, en ÍR-ingar áttu góðan endasprett og tryggðu sér sigur með vítaskotum Herberts Arnarssonar á lokaminútunni. Stig ÍR: Herbert Arnarsson 28, Jón öm Guðmundsson 15, Eirík- ur Önundarson 14, Broddi Sig- urðsson 9, John Rhodes 8, Guðni Einarsson 5, Bjöm Steffensen 2. Stig KR: Jonathan Bow 23, Her- mann Hauksson 21, Ingvar Orm- arsson 13, Láras Ámason 11, Ós- valdur Knudsen 5, Finnur Vil- hjálmsson 2, Amar Sigurðsson 2, óskar Kristjánsson 1. DV Þjálfaramálln í 1. deildinni 1 knattspyrnu: Lúkas líklega kyrr viðræður komnar í gang hjá flestum félögum 1 deildinni Lúkas Kostic veröur að öllum lík- indum áfram við stjómvölinn sem þjálfari 1. deildar liðs Grindavíkur í knattspyrnu á næsta keppnistíma- bili. „Það standa yfir viðræður á milli okkar og Kostics og það er mikill áhugi meöal okkar aö hafa hann áfram. Ég tel mestar líkur á að svo verði,“ sagði Svavar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, við DV í gær. Grindvíkingar héldu lokahóf sitt eftir stórsigurinn gegn Blikum á laugardaginn. Þar var Milan Jankovic kjörinn bestileimaöur liðs- ins í sumar, Álbert Sævarsson mark- vörður fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir og Tómas Ingi Tóm- asson varð markakóngur liðsins. Blikar ræða við Bjarna Blikar hófu í gær viðræður við Bjama Jóhannsson um að hann haldi áfram starfi sínum sem þjálfari Breiðabliks. í viðtölum við stjómar- menn Breiðabliks í gær benti flest til þess að Bjarni yrði endurráðinn. Um leikmannahópinn er ekki vitað á þessari stundu en mjög líklegt er að framherjinn snjalli, Rastislav Lazo- rik, verði áfram í herbúðum Blika en mörg félög hér á landi hafa rennt hýru auga til hans. Kristinn áfram hjá Val? Valsmenn eru ekki farnir af stað í neinar viðræður við þjálfara en að sögn stjómarmanns í Val kemur sterklega til greina að ræða fyrst við Kristin Bjömsson. „Það væri óeðli- legt ef við töluðum ekki við hann eftir þessa glæsilegu endurkomu hans til Vals,“ sagði viðmælandi í stjóm Vals við DV í gær. Obreytt hjá Leiftri „Það er okkar vilji að þetta verði óbreytt og að Óskar Ingimundarson haldi áfram að þjálfa Leiftursliðiö. Það er samt ekkert frágengið í þeim málum. Þetta er spuming um vinnu fyrir Óskar og við eram að vinna í því,“ sagði Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leift- urs, við DV í gær. Búið er að ganga frá samningum við flesta leikmenn um að þeir verði áfrcim og þar má nefna menn eins og Gunnar Oddsson, Júlíus Tryggva- son, Ragnar Gíslason, Pál Guð- mundsson og Júgóslavana Nebojsa Corovic og Slobodan Milisic. Milisic, sem slasaðist á hálsi um mitt íslands- mót og gat ekki leikið meira eftir það, er að jafna sig og verður klár í slaginn fyrir næsta sumar. Óvissa hjá Keflavík Forráðamenn Keflvíkinga sögðu í samtali við DV í gær að ekki væri fariö aö ræða af neinu viti hver yrði næsti þjálfari liðsins. Samkvæmt heimildum DV er ekki gert ráð fyrir að Þórir Sigfússon verði áfram með liðið. Eyjamenn tala við Atla Eyjamenn munu í vikunni hefia við- ræður við Atla Eðvaldsson en gagn- kvæmur vilji er fyrir því hjá báðum aöilum að hann haldi starfi sínu áfram. Undir stjórn Atla tryggðu Eyjamenn sér sæti í Evrópukeppni félagsliða að ári með því að ná þriðja sæti 1. deildarinnar. - ráðinn þjálfari Fram til tveggja ára Ásgeir Elíasson var í gær ráðinn þjálfari meistaraflokks Fram í knatt- spymu til næstu tveggja ára. Ásgeir tekur við af Magnúsi Jónssyni sem tók við Fram liðinu snemma sumars eftir að Marteini Geirssyni hafði ver- ið vikið úr starfi þjálfara. Fram mun leika í 2. deildinni á næstu leiktíð en liðið féll eftir að hafa hafnað í neðsta sæti 1. deildarinnar sem iauk á laug- ardaginn. Ásgeir mun hefia störf hjá Fram um leið og samningur hans við KSÍ rennur út eftir síðasta leik landsliðs- ins í nóvember en hann hefur starfað sem landsliðsþjálfari síðustu fiögur árin. Ásgeir er öliun hnútum kunn- ugur þjá Fram. Hann lék um árabO með félaginu' og þjálfaði það í sjö ár, frá árinu 1985 til 1991. Undir stjóm Ásgeirs varð Fram stórveldi í ís- lenskri knattspyrnu. Liðið varð ís- landsmeistari 1986, 1988 og 1990, í öðru sæti 1987 og 1991. Bikarmeistari 1985,1987 og 1989, Reykjavíkurmeist- ari 1985 og 1986 og sigurvegari í meistarakeppni KSI 1985, 1986 og 1989. Þá komst Fram í 2. umferð Evr- ópukeppninnar í knattspyrnu undir stjórn Asgeirs 1985 og 1990. Ánægður að vera kominn í Safamýrina „Ég er mjög ánægður að vera kominn í Safamýrina aftur. Hér leið mér mjög vel að þjálfa og á vonandi eftir að gera það áfram. Auðvitað var leið- inlegt að horfa upp á liðið í sumar en nú er það búið og nú þurfa menn að snúa bökum saman og koma félag- inu á þann stað sem þaö á heima. Fram hefur alltaf stefnt á toppinn og auðvitað verður stefnan tekin á áð fara strax upp úr 2. deild,“ sagði Ás- geir á blaðamannafundi sem Fram- arar efndu til í gær í tilefni ráðningar Ásgeirs. Lausir samningar eru við alla leik- menn félagsins og segjaforráðamenn Fram að stefnt sé að halda öllum þeim mannskap sem lék með liðinu í sumar. Steinar Þór Guðgeirsson, fyrirliði Fram, og Olafur Helgi Arnason, formaður knattspyrnudeildar Fram, taka hér í höndina á Ásgeiri Elíassyni og bjóða hann velkominn á ný í Safamýrina sem næsti þjálfari félagsins. DV-mynd Brynjar Gauti Ásgeir á að koma Fram til bjargar Knattspyraa: Bannið aKiev staðfest Knattspymusamband Evrópu staðfesti í gær þann úrskurð sinn að dæma Dynamo Kiev í þriggja ára bann frá þátttöku í Evrópu- keppninni í knattspyrnu. Bannið fær félagið eftir að upp komst að það reyndi að múta dómaranum í leik liösins gegn gríska liöinu Panathinaikos. Forráöamenn Dynamo Kiev hafa borið af sér allar sakir og fóru fram á það við UEFA að málið yrði tekið upp að nýju. Forseti Úkraínu reyndí sitt ítrasta til að fá dómi UEFA hnekkt og að málinu yrði frestað. Hann lofaði til að mynda að dóm- stólar landsins myndu kanna til hlítar allar hliðar málsins. UEFA hefur ákveðið að danska liðið Álaborg taki sæti Dynamo Kiev í meistaradeild Evrópu. Badminton: Tveir sigrar hjá TBR TBR hafnaði í 8.-12. sæti í Evr- ópukeppni félagsliða í badminton en riðlakeppninni lauk í Kristian- sand í Noregi á fostudagskvöldið. TBR vann þá Atletico Nadir frá Spáni i lokaleiknum, 4-3, og end- aði í þriöja sæti í sínum riðli. Áður hafði TBR sigraö írsku meistarana Alpha BC, 6-1, en tap- að fyrir þýsku meisturunum í Bayer Uerdingen, 0-7, og fyrir finnsku meisturunum Tapio Sulka, 2-5. Gegn Spánvetjunum unnu Tryggvi Nielsen og Vigdís Ás- geirsdóttir sína mótherja í ein- liöaleik, Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson i tvílíöa- leik karla og Elsa Nielsen og Vig- dís Ásgeírsdóttir í tvíliðaleik kvenna. Þorsteinn Páll Hængs- son og Elsa töpuöu hins vegar i einliðaleik og Árni Þór og Guð- rún Júlíusdóttir í tvenndarleik. :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.