Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 20 Red Hot Chili Peppers - One Hot Minute ★★★ Sjötíu mínútur - flestar heitar Red Hot Chili Peppers býður upp á þolanlegustu blöndu á diskinum One Hot Minute. Það er rokkað kröftuglega í nokkrar mínútur, þá skipt yfir í fönkrokk, síðan létt popprokk, rappað rokk og síðan er byijað að beita handaflinu á ný. Aeroplane er eins og klæðskerasaumað fýrir vinsælda- listana. My Friends og Tearjerker bjóða upp á hugljúfar stemningar. Síð- amefnda lagið minnir meira að segja hér og þar á Kinks. Pea fékk mann til að gá framan á plötuhulstrið til að kanna hvort mæður gegn dóna- skap hefðu fengið að líma vamaðarorðin sin á plötuna (svo var ekki). One Big Mob er sennilega hápunktur plötunnar, áheyrilegt, áleitið og kröftugt hvítramannarapp sem að skaðlausu mætti vera meira af á plöt- unni. Helsti galli One Hot Minute er sá að Anthony Kiedis söngvari á ekki aUtaf auðvelt að syngja það sem hann ætlar sér. Dave Navarro gítarleik- ari er hins vegar í öflugu formi, skemmtilega gamaldags á köflum, sér í lagi þegar hann notar wah wah pedalinn. Hann er greinilega vel að sér í gítarfrösum gömlu meistaranna og hér og þar heyrast gamalkunnug stef og hljómar. Aðrir liðsmenn Red Hot Chili Peppers standa sig alveg ágætlega og Rick Rubin pródúsent heldur vel utan um pakkann og skap- ar þokkalega heild þótt hljómsveitin komi víða við í lögunum þrettán á plötunni. Ásgeir Tómasson Deep Forest — Boheme ★★i Ljósið kemur að austan Enn halda þeir félagar Eric Mouquet og Michael Sanchez áfram að gera þjóðlögum og frumbyggja- tónlist skil undir nafninu Deep Forest. Að þessu sinni er sögusviðið Aust- ur-Evrópa, Bæheimur og lendur þar um kring. Tónlist tatara leikur stórt hlutverk í þessu öilu enda voru þeir búnir að búa þama öldum saman. Á óvart kemur hversu austurlensku áhrifln í þessari tónlist eru mikU en þegar betur er að gáð þarf það ekki að vera svo ýkja undarlegt; þjóð- flokkarnir sem byggðu þessi lönd fyrr á öldum komu að miklu leyti að austan og menningin þarf af leiðandi ættuð þaðan. Margt er hér skemmtUegra laga og fallegra stefja og eiga þeir Deep Forest félagar heiður skilinn fyrir að safna þeim saman og halda til haga. Hins vegar er spurning hvort það teljist tilhlýðileg virðing fyrir þessari öldnu tónlist að klæða hana í nútímabúning með hljóðgervlum og trommuheilum. Ég er ekki viss um aö við íslendingar yrðum mjög hrifn- ir af slíkri meðferð á þjóðlögunum okkar. Engu að síður er þetta ákveðin leið til að glæða þessi gömlu stef nýju lífi og kynna þau um leið fyrir nýjum kynslóðum. Julio Iglesias — La Carretera ★★ Yfirmáta angurvært Spænski stórsöngvar- inn og kavalerinn Julio Ig- lesias sló í gegn í hinum enskumælandi heimi í fyrra með plötunni Crazy sem einnig aflaði honum fjölmargra aðdáenda hér á landi. Nú er hann hins vegar aftur tekinn til við spænskuna og spænsku melódíurnar og þó svo hann syngi fagurt enn sem fyrr virkar þetta ekki eins vel fyrir mína parta. Þar er þó ekki um neinn hmgumálarasisma að ræða heldur eru þess- ar spænsku melódíur alls ekki nógu sterkar allar til að lyfta þessari plötu upp úr meðalmennskunni. Þær eru margar allt of meinlausar; liða ein- hvem veginn í gegn án þess að ná nokkru gripi og eru gleymdar jafn- óðum og síðasti tónninn deyr út. Það vantar eiginlega allt líf í þessa plötu; hún er of eintóna í róleg- heitunum og þótt ekki séu öll lögin angurværar ballöður heföi ekki veitt af fleiri frískleginn lögum. Hins vegar er því ekki að neita að margar ballöðumar em gullfall- egar en öllu má ofgera. Sigurður Þór Salvarsson Orri Harðarson sendir frá sér plötuna Stóri draumurinn: Sungið um gamlan sam- starfsmann Orri Harðarson: Best að vera sinn eigin útgefandi og standa eða falla með verkum sínum. Orri Harðarson sendi frá sér sína fyrstu plötu, Drög að heimkomu, fyr- ir tveimur ámm. Hann er um þessar mundir að leggja lokahönd á sína næstu sem á að koma út um mánaða- mótin október-nóvember. Orri gefur hana út sjálfur eins og fyrri plötuna. Upptökurnar fóru fram síðsumars og áður en lokið var við hljóðblöndunina fór hann utan til Danmerkur til að taka upp myndband við eitt lag plöt- unnar. Til fararinnar naut hann styrks frá Norræna ráðherraráðinu. „Mér fannst vel við hæfi að taka myndbandið upp ytra þar sem að minnsta kosti helmingur textanna fjallar um gamlan samstarfsfélaga minn þar ytra, Dana sem ég kynntist þegar ég dvaldi í Danmörku á sínum tíma,“ segir Orri. „Hann var mikill hæfileikamaður sem átti sér þann draum stærstan að verða frægur. Því miður veittist honum erfitt að komast í gegnum hið daglega líf og ég geri ekki ráð fyrir að hann eigi nokkum tíma eftir að koma upp á yfirborðið og miðla almenningi að því sem hann getur. Á þessum gamla félaga mínum sannast að þeir slá ekki endilega í gegn sem mesta hafa hæfileikana." Stóri draumurinn Orri hefur þegar ákveðið nýju plöt- unni nafii. Stóri draumurinn skal hún heita og titillagið er ekki eitt heldur þijú. Alls verða tíu lög á þlötunni þótt fleiri hafi verið hljóðrituð. Þau sem af ganga verða sett í geymslu og ef til vill notuð síðar. Eitt laganna á plötunni gekk einmitt af þegar Drög aö heim- komu var unnin. Hin voru öll samin á síðasta ári. „Músíklega er ég að daðra við það sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina; pönkrokk, Velvet Underground, Lennon, Pink Floyd, þarna er meira að segja eitt djasslag. Þessi tónlist er eins konar virðingarvottur við það sem ég hef lagt eyrun við. Hún er þó öll frumsamin — engar kópíeringar sem svo mikið er af um þessar mund- ir. Mér þykir sú tíska bera vott um mikið andleysi og uppgjöf," segir Orri. Hann nýtur aðstoðar Ingólfs Sigurðs- sonar trommuleikara og Jakobs Smára Magnússonar við spila- mennskuna. Þá leikur Eðvarð Lárus- son á gítar í helmingi laganna og Jó- hanna Þórisdóttir spilar á þverflautu í tveimur. Bubbi Morthens syngur með í einu. Sjálfur spilar Orri á kassagítar, rafmagnsgítar, píanó, hljómborð, mandólin og munnhörpu. Hann stýrir upptökum sjálfur ásamt Sigurði Bjólu Garðarssyni. Sinn eigin herra Orri Harðarson leitaði ekki eftir út- gefanda að Stóra draumnum. Hann gaf sjálfur út Drög að heimkomu, slapp fyrir horn ijárhagslega, eins og hann orðar það, og hikar ekki við að leggja út í sömu baráttuna aftur. „Sá sem er sinn eigin útgefandi býr við algert frelsi," segir hann. „Ég vel sjálfur það stúdíó sem mig langar til aö vinna í, tek upp þegar mér sýnist og ræð hvaða samstarfsmenn ég hef með mér. Ég er laus við allt þref við útgefandann, þarf ekki að semja um skiptingu höfundarlaunanna eða standa í stappi við að fá borgað það sem ég tel að mér beri. Á móti kemur að ég einn tek áhættuna af útgáfunni og stend þá eða fell með því sem ég er að gera.“ Hann segir að nýja platan sé nokk- uð ólík hinni fyrri. „Tónlistin er fjöl- breyttari en síðast. Einnig geri ég mun meira en þá þannig að Stóri draumur- inn er miklu meiri sólóplata en Drög að heimkomu. Jón Ólafsson stýrði gerð hennar og ég lærði heilmikið af honum. En núna er allt eftir mínu höföi og ég er síður en svo að lýsa yfir neinu vantrausti á Jón þegar ég segi að þannig þykir mér best að hafa það.“ Live -Throwing Copper ★★★ Live heldur uppi góðri plötu, fullri af góðum melódíum og kraftmiklu rokki og á erindi á sístækkandi evr- ópskan markað. -GBG The Fabulous Thunderbirds -RolloftheDice: ★★★★ Hljómsveitin The Fabulous Thunderbirds spilar fyrirtaks R&B tónlist, blússkotið rokk með hlýleg- um suðurríkjakeim. -ÁT Warren Zevon - Mutineer: ★★★ Zevon sér um allan söng sjálfur og þótt hann sé kannski ekki besti söngvari í heimi setur söngurinn sterkan persónulegan blæ á plötuna og gerir hana jafngóða og raun ber vitni. -SÞS Gary Moore - Blues for Greeny: ★★★ Blues for Greeny er bæði Moore og Green til mikils sóma og á Moore heiður skilinn fyrir að kynna tónlist Peters Greens fyrir yngri blúsaðdá- endum. -SÞS Guy Barker - Into the blue: ★★★ Platan kemur vel út í heild. Okk- armaður, SiggiFlosason, stendur sig með mikilli prýði eins og vænta mátti. -YÞK Morrissey - „Southpaw Grammar": ★★★ Morrissey-töfrarnir koma í ljós hver af öðrum og maður hrífst með af kraftinum og keyrslunni. -SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.