Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 23 Messur Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra. Stuttur fundur með foreldrum fermingar- barna eftir guðsþj. Prestarnir. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ingibjörg Marteins- dóttir syngur einsöng. Kaffisala Safnaðar- félagsins eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Arni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa með altarisgöngu kl. 14. Kaffi- sala kirkjukórsins til styrktar orgelsjóði að messu lokinni. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Jón Þorsteinsson. Kirkjukaffi Eyfirðingafélags- ins eftir messu. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Gunnar Sig- urjónsson. Dómkirkjan: Messa með altarisgöngu kl. 11. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guð- mundssyni. Dómkórinn syngur. Fermdur verður Viðar Reynisson, Framnesvegi 25 a. Fundur í Safnaðarfélaginu eftir messu. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor flytur erindi. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Barnastarf I Vesturbæjarskóla kl. 13. Bænaguðsþjónusta kl. 14 I umsjá sr. Jak- obs Á. Hjálmarssonar. Forsöngvari verður Björg Jónsdóttir. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. ' Eyrarbakkakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Barna- guðsþjónusta á sama tima. Guðsþjónusta kl. 18. Orgeltónleikar kl. 19. Lenka Máté- ová. Prestarnir. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14 Sóknarprestur. Grafarvogskirkja: Barnamessa kl. 11 I kirkjunni og 12.30 í Rimaskóla. Messa kl. 14. Eftir messu verður opnuð sýning á verkum Sigrúnar Gísladóttur (Mússu). Prestarnir. Grensáskirkja: Ejölskyldumessa kl. 11 Barnakór Grensáskirkju syngur, stjórnandi Margrét Pálmadóttir. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Messa kl. 14. Prestur sr. Hall- dór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Fræðsluerindi kl. 10. Umburðarlyndi. Dr. Páll Skúlason prófess- or. Barnasamkoma og messa kl. 11. Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja: Kl. 11. Barnaguðsþjón- usta. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kaffi- sala safnaðarfélagsins að lokinni guðs- þjónustu. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Keflavikurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Verið með frá byrjun og munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Barn verður borið til skírnar. Prestur: Ólaf- ur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Prestarnir. Kópavogskirkja: Barnastarf i safnaðar- heimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Langhoitskirkja, kirkja Guðbrands bisk- ups: Messa kl. 11. Prestursr. Flóki Kristins- son. Kór Langholtskirkju syngur. Barna- starfið hefst á sama tíma. Kaffisopi eftir . messu. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Væntanleg fermingarbörn aðstoða. Barna- starf á sama tima. Félagar úr Kór Laugar- 'neskirkju syngja. Fundur með forráða- •mönnum væntanlegra fermingarbarna eftir guðsþjónustu. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jóhannsson. Mosfellsprestakall: Messa i Lágafells- kirkju kl. 14. Barnastarfið hefst í safnaðar- heimilinu kl. 11. Blll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14, Prófastur, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, setur sr. Halldór Reynis- son inn I embætti aðstoðarprests. Sóknar- nefndin. Innri-Njarðvikurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 13. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Vetrarstarfið hefst formlega. Ferming- arbörn og foreldrar hvött til að mæta. Sunnudagaskóli kl. 11. Baldur Rafn Sig- urðsson. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar. Kvennakórinn Seljur leiðir safnaðarsöng. Prestarnir. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma. ____ Viðamikil tölvusýning verður i Laugardalshöll fram á sunnudag en þema hennar er að að gefa til kynna þá há- tækni sem mun fylgja okkur inn í nýja og spennandi öld. Laugardalshöll um helgina: Tækni og tölvur inn í nýja öld í dag verður opnuð í Laugardals- höll sýning sem ber yflrskriftin „Tækni og tölvur - inn í nýja öld“. Að henni standa Samtök tölvuselj- enda (STS) en sýningin gengur út á allt það nýjasta og áhugaverðasta í tölvuheiminum, s.s. tölvur, hugbún- að, upplýsingakerfi, Alnet, tölvupóst, margmiðlun, sýndarveruleika, CD- ROM, fræðsluefni, gagnvirka leiki og fjölmargt fleira á öllum mögulegum sviðum. Sýnendur eru 75 talsins en sýning- in stendur til sunnudags og er opið alla sýningardagana frá kl. 10-18. Sýningarsvæðið er alls 1400 fermetr- ar og sýnendur verða bæði í and- dyri, aðalsal og í nýju viðbygging- unni. Aðgangseyrir fyrir 13 ára og eldri er 400 kr. en 200 kr. fyrir börn 7-12 ára. Hátækni nýrrar aldar Þema sýningarinnar á að gefa til kynna þá hátækni sem mun fylgja okkur inn í nýja og spennandi öld, árið 2000. Sýningin er hugsuð fyrir fyrirtæki, fjölskyldur og námsfólk á framabraut en í dag verður lögð sér- stök áhersla á fyrirtækin með sér- stökum boðsmiðum frá sýnendum. Laugardagur og sunnudagur verða hins vegar undirlagðir viðburðum við allra hæfi og áhersla lögð á fjöl- breytta sýningu fyrir börn, unghnga og fullorðna á öllum aldri. Athygli er vakin á því að anddyri Laugardalshallar er sérstaklega hugsað fyrir börn og unghnga þar sem sýnendur munu bjóða upp á sér- stök svæði fyrir gagnvirka leiki, fræðsluefni o.fl. tengt margmiðlun, skemmtun hvers konar og viðburði því tengdu. Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson verður í aðalhlutverkinu á Hótel ís- landi á laugardagskvöldiö. Ferðagleði um helgina Ferðafélag Islands: Grillveisla 1 Þórsmörk í haustlitaferð Ferðafélags íslands í Þórmörk um helgina verður slegið upp grillveislu. Brottför er kl. 20 i kvöld en komið er aftur á sunnudag- inn. Farið verður í gönguferðir og kvöldvaka sett upp. Á sunnudaginn eru tvær dagsferðir í boði á sama tíma, kl. 13. Það er annars vegar ferð á Vífilsfell (656 m) og fjölskylduganga í Þórsmörk. Heimkoma úr báðum ferðum er um kl. 18. Brottför verður frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin, og Mörk- inni 6. Ný raðganga hjáútivist - fom frægðarsetur Á sunnudaginn fer'Útivist af stað með nýja raðgöngu: Forn frægðar- setur, sem gengin verður í áföngum annan hvem sunnudag til 25. nóv- ember. Gengið er eftir gömlum al- faraleiðum frá sögufrægum býlum. Göngukort verða afhent og stimpluð í hverri ferð. Fyrir vahnu í fyrstu raðgönguna varð bæjarstæði Víkur í Reykjavík. Mæting í gönguna á sunnudag er kl. 10.30 á Ingólfstorgi og farið þaðan út á bæjarstæðiö. Ekkert þátttöku- gjald verður 1 þessum fyrsta áfanga. Ferðagleði verður haldin nú um helgina í annað sinn. Hátíðin hefst á morgun kl. 18 á Hótel íslandi þar sem nokkrir aðhar í ferðaþjónustu veröa heiðraðir. Síðan tekur við borðhald, skemmtun þar sem Björgvin Hah- dórsson verður í aðalhlutverki og loks dansleikur. Vinir Dóra verða um borð í Ames- inu í kvöld og annað kvöld og ætla að halda þar uppi stemningunni. Félagamir ætla aö spha frá kl. 11-3 Ferðagleðin heldur áfram í Fjöru- kránni í Hafnarfirði á sunnudaginn undir veislustjórn Eghs Ólafssonar. Margt verður th skemmtunar og m.a. farið í Bláa lónið en hátíðinni lýkur með dansleik sem stendur fram á nótt. en Arnesið leggur upp frá Ægis- garði. Væntanlegir gestir geta byrjað að tínast um borð um tíuleytið. Miönætur sigling Viðburðarík helgi á íþrótta- sviðinu Helgin sem nú fer I hönd er nokkuð viðburðarík á Iþróttasvið- inu og finna allir Iþróttaáhuga- menn örugglega eitthvað við siti hæfi á þeim vettvangi. Stærstu viðburðirnir verða tveir landsleik- ir á Evrópumótum, annars vegar í knattspyrnu kvenna og hins vegar í handknattleik karla. íslenska kvennalandsliðið mætir Frökkum á Akranesi klukk- an 14 á laugardag. Stúlkurnar lágu eins og kunnugt er fyrir Rússum í fyrsta leiknum á dög- unum og olli leikur íslenska liðs- ins vonbrigðum. Liðið fær nú tækifæri tíl að sýna hvað í því býr en leikurínn verður erfiður því franska liðið er sterkt. Patrekur Jóhannesson og félag- ar hans I landsliðinu mæta Rúm- enum á sunnudagskvöldið. Landsleikur l8le!ska,SrnamtíS*fSnd. knattleik mætir Rúmenum öðru sinni í þessari viku í Kaplakrika á sunnudag kl. 20.30. Þjóðirnar mættust í fyrri leiknum í Rúmenlu fyrr í vikunni og urðu íslendingar þar undir, 21-19. Svo að liðið eigi einhverja möguleika í ríðlin- um verður leikurinn í Kaplakrika að vinnast og það helst með ein- hverjum mun. Heil umferð verður I úrvals- deíldinni í körfuknattleik á sunnudagskvöldið og hefjast allir leikirnir klukkan 20. ÍA mætir KR á Skaganum, Skallagrímur og Grindavik leika í Borgarnesi, Þór og Valur á Akureyri, Njarðvík og Tindastóll I Njarðvík, ÍR og Kefla- vik i Seljaskóla bg Breíöablik og Haukar í Smáranum. í 1. deild kvenna verða fjórir leikir á dagskrá. IBV og Fram leika í Eyjum kl. 13.30 og klukkan 16 á laugardag leika KR og ÍBA í Austurbergi og FH og Víkingur í Hafnarfirði. Klukkan 17 mætast síðan Valur og Fylkir að Hliðar- enda. Norrænahúsið: Fyrirlest- urum fjölmiðla Erling Zanchetta, fram- kvæmdastjóri Árhus Stiftstid- ende og konsúll íslands í Árósum, flytur fyrirlestur í Norræna hús- inu á morgun kl. 17.15. Zanchetta mun í fyrirlestri sín- um fjalla ura áskorun rafrænu miðlæma fyrir dönsku dagblööin almennt, um frumkvæði Árhus Stiftstidende þessu tengt og að iokum starfsemi Fjölmiölanefnd- arinnar svoköhuðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.