Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Side 1
IÞROTTIR
2. OKTÓBER 1995
Getraunir:
Sænsk/enski boltinn:
X11-X21-111-2122
Italski boltinn:
xx1 -212-1 x1 -1212
Lottó 5/38:
9131529 31 (6)
KR-ingar vilja fá Guðjón
Guðmundux Hilmarsson, DV, Liveipool:
Stjóm Knattspymudeildar KR
átti fund meö Guðjóni Þórðarsyni
í gasr um áframhald hans sem
þjálfari meistaraflokks félagsins.
Engin niðurstaða fékkst í málið
en þráðurinn verður tekinn upp
þegar heim er komið.
Það er vilji innan stjómar
Knattspymudeildar KR að halda
Guðjóni. Lið KR kom heim í nótt
eftir að hafa dvalið nokkra daga í
Liverpool eftir Evrópuleikinn við
Everton.
Malin Lake til ÍBV
Þorsteinn Gurmarsson, DV, Eyjum:
Kvennalið ÍBV í handknattleik
hefur fengið góðan liðsstyrk.
Sænska landsliðskonan, Malin
Lake, hefur ákveðið að ganga til
liðs við félagið og er hún væntan-
leg til landsins á miðvikudaginn.
Malin hefur leikið með Örebro og
á að baki um 50 landsleiki fyrir
sænska landsliðið. Malin er al-
hliða útileikmaður.
Knattspyrna:
Slæmt tap
hjá topp-
liði Milan
- sjá bls. 23
Handknattleikur:
Díana með
ellefu mörk
og FH vann
Víking
- sjá bls. 26
Allt um leik
íslendinga
og Rúmena
í gærkvöldi
- sjá bls. 28
Knattspyrna:
Jafntefli
í miklum
rokleik á
Skaganum
- sjá bls. 23
Golf:
Langer sló
best allra
á írlandi
- sjá bls. 27
Ólafur B. Schram
áfram formaður HSÍ
Ólafur B. Schram var
endurkjörinn formaður HSÍ á
þingi þess sem lauk í Hafiiarfirði
síðdegis í gær. Nokkrar
veigamiklar breytingar vom sam-
þykktar á þinginu og þar á meðal
stjóm sambandsins. Hún felst í
því að sambandsstjóm og
framkvæmdastjóm vom lagðar
niður en í staö þeirra mun stjóm
HSÍ fara með yfirstjóm.
Velta HSÍ í fyrra nam um 67
milljónum en í ár er búist við að
veltan verði í kringum 54
milljónir. Munurinn á milli ára
felst í fleiri landsleikjum sem
háðir vora til undirbúnings fyrir
heimsmeistarakeppnina á sl. vori.
í skýrslu framkvæmdanefndar
HM ’95 kom fram að um 7,7
milljóna króna hagnaður var af
heimsmeistarakeppninni. Velta
keppninnar var um 241 milljón
króna.
Nánari umfjöllun af þinginu
á bls. 27.
Guðni bestur
hjá Bolton
Gúðmundur Hilmarsson, DV, Liverpool:
Guðni Bergsson var besti
maður Bolton í leiknum gegn
Q.P.R. á laugardaginn. Hann
átti mjög góðan leik í vöminni
en ekki nægði það liðinu því
Lundúnaliðið sigraði í leiknum
með marki á lokamínútunni.
Bolton átti meira í leiknmn
en miðjan og sóknin hjá liðinu
er veik, sem og staða liðsins í
úrvalsdeildinni.
Sjá enska boltann bls. 22.
Atli endurráðinn
þjálfari hjá ÍBV
Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum:
Atli Eðvaldsson var um helg-
ina endurráðinn sem þjálfari ÍBV
næsta sumar. Undir hans stjórn
náði ÍBV þriðja sætinu á nýaf-
stöðnu íslandsmóti og Evrópu-
sæti sem er besti árangur ÍBV
síðan 1990.
Af þesum tilefni sagði Atli að
enn betur yrði vandað til undir-
búnings fýrir næsta sumar en
ÍBV fer í tvær ferðir til útlanda í
vetur, m.a. til Kýpur i febrúar.
Búist er við að allir leikmenn
liðsins verði áfram en jafnframt
er stefnt að því að styrkja hópinn
enn frekar með nýjum leikmönn-
um.