Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Síða 6
26
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995
íþróttir________________
Fer Leiftur í
TOTO-keppni?
Helgi Jánsson, DV, Ólafafirdi:
Þrátt fyrir allt eru taldar helm-
ingslíkur á því aö Leiftur fái sæti
i TOTO-keppninni á næsta sumri.
Leiftur varð undir í baráttunni
við Keflavík um fjórða sætið í 1.
deild og var þá talið að möguleik-
ar Leifturs um sæti yæru þar með
úti. í fyrra sótti KSÍ um tvö sæti
fyrir íslensk félagslið en fékk að-
eins eitt sem féll i skaut Keflvik-
inga.
Að sögn Þorsteins Þorvaldsson-
ar, formanns Knattspyrnudeildar
Leifturs, eru líkur fyrir því að
mörg lið dragi sig út úr keppninni
næst vegna þess að tímasetning
hennar hentar þeim ekki. Mörg
þeirra eru þá ennþá í sumarfríi
og ekki komin i æfingu af þeim
sökum. Þorsteinn taldi að helm-
ingslíkur væru á því að Leiftur
fengi sæti eftir samtal við Eggert
Magnússon, formann KSÍ.
TekurSieinnvið
kvennaliði ÍA?
Eins og komið hefur fram í DV
hyggst Smári Guðjónsson, þjálf-
ari kvennaliðs ÍA i knattspymu,
ekki þjálfa liðið á næstu leíktiö.
Samkvæmt heimildum DV eru
hreyfingar um það að Steinn
Helgason taki við stjórninni af
Smára.
Steinn hefur áöur þjálfað ÍA og
Breiðablik ogverið aöstoðarþjálf-
ari karlaliðs ÍA.
Papinhótarað
fara frá Bayern
Annar franskur knattspyrnu-
maður er í sviðsljósinu þessa dag-
ana, Jean-Pierre Papin hjá Bay-
era Múnchen.
Papin er ævareiður út í Otto
Rehhagel, þjálfara Bayern, og
segir veru hans hjá félaginu stórt
vandamál. Þá 14 mánuði sem
Papin hefur verið hjá Bayern hef-
ur hann að mestu setið á vara-
mannabekknum og fellur það
eðlilega illa: „Ef þetta breytist
ekki snarlega þá vil ég fara frá
Bayem. Ef ég er ekki valinn i lið-
ið vil ég fá skýringar á því. Þjálf-
arinn talar ekki viö mig."
„Leyfiðhonum
aðkvarta"
Otto Rehhagel, þjálfari Bayern,
hefur svarað ásökunura Papins
og veit vel af óánægju hans.
„Ef hann vill kvarta þá leyfiö
honum það. Ef ég þarf að gera
breytingar á líöi minu er þaö
mitt mál. Ég þarf ekki aö eyða
klukkustundum í að tala við leik-
menn,“ segir Rehhagel. Franz
Beckenbauer er lika meðvitaður
um hugarástand Papins: „Ég
þekki Papin og veit hve brjálaður
hann er. Hann verður hins vegar
að sýna skilning og ég er viss um
að við munum einhvem tímann
þurfa á honum aö halda," segir
Beckenbauer.
SeveBallesteros
tekursérhvfld
Einn frægasti kylfingur heims,
Spánverjinn Severiano Ballest-
eros, hefur ákveðið að taka sér
fimm mánaða hvíld frá keppni í
goifi.
Ástæöan fyrir þessari ákvörö-
un Spánveijans er þrálát bak-
meiðsli. í yfirlýsingu frá kylf-
ingnum i gær segir hann aö eng-
inn megi láta sér detta í hug aö
hann sé að hætta 38 ára gamall.
Ballesteros sagðist í gær ætla aö
nota fríið til að eyða meiri tíma
með fjölskyldu sinni og hefia sið-
an leik aö nýju í byxjun næsta
árs. Ballesteros sagði í gær að
hann ætlaöi aö hætta sem at-
vinnumaður 54 ára gamall.
DV
Arsþing HSI um helgina í Hafnarfirði:
Sambandsstjórn
var lögð niður
- 7,7 miUjóna hagnaður af HM ’95
Leiktímar, einn í hvorum hálfleik,
lenging hálfleiks úr 10 mínútum í 15
mínútur voru meðal nýrra reglna
sem samþykktar voru á þingi HSÍ
sem haldið var i Hafnarfirði um helg-
ina. Stór breyting var gerð á yfir-
stjóm HSÍ en sambands- og fram-
kvæmdastjórn var lögð niður. Stjórn
HSÍ mun því í framtiðinni skipa sjö
menn. Áður fyrr voru í sambands-
stjórninni 21 og 7 í framkvæmda-
nefhdinni.
Ólafur B. Schram var endurkjör-
inn formaður HSÍ. Velta sambands-
ins i fyrra nam 67 milljónum en í ár
stefnir í að veltan verði um 54 millj-
ónir. Munurinn á milli ára felst með-
al annars í færri landsleikjum en
þeir voru drjúg tekjulind í undirbún-
ingi landsliðsins fyrir heimsmeist-
arakeppnina sem haldin var hér á
landi á sl. vori.
Leikhlé, sem fram að þessu hefur
staðið í 10 mínútur, verður hér eftir
15 mínútur. Enn fremur var sam-
þykkt að stoppa leiktímann í eina
mínútu í hvomm hálfleik en með því
gefst þjálfurum tækifæri til að koma
ábendingum til leikmanna sinna.
Þessar breytingar taka þegar gildi á
mótum á vegum HSÍ.
Svona fyrirkomulag hefur um ára-
bil verið við lýði í körfuboltanum.
Fleiri Evrópuþjóðir hafa farið inn á
þessa braut og er taliö að hún verði
samþykkt innan Alþjóða handknatt-
leikssambandsins á þinginu sam
haldið verður samhliða ólympíuleik-
unum í Atlanta næsta sumar.
Meðal annarra breytinga sem þing-
heimur samþykkti var að kostnaður
félaga vegna dómara skyldi greiddur
fyrir leiki en ekki eftir á eins og ver-
ið hefur um langt árabil. Reglugerð
um meistarakeppni var samþykkt og
verður HSÍ framkvæmdaaðili henn-
ar hér eftir.
Tveimur tillögum var vísað til laga-
nefndar til umfiöllunar fyrir næsta
þing 1 vor. Sú fyrri lítur að fiölgun
útlendinga úr einum í tvo í hverju
liði og hinn síðari að breyttu úrslita-
fyrirkomulgi á 2. deild karla.
7,7 milljóna króna
hagnaður af HM ’95
í skýrslu framkvæmdastjórnar HM
’95, sem lögð var fram á þinginu, kom
fram að hagnaður af heimsmeistara-
keppninni hefði verið 7,7 milljónir
króna. Velta keppninnar var 241
milljón króna. Merjn voru almennt
sáttir með þessa niðurstöðu eftir
ýmis áföll fyrir keppnina.
Óvæntur kostnaðarliður varð
vegna upptöku á sjónvarpsefni en
ekki var vitað um hann áður en lagt
var upp. Hann nam samtals 38 millj-
ónum króna. Aldrei áður hafði
inn formaður HSÍ um helgina.
kostnaður af þessu tagi fallið á móts-
haldara. Á þessu sést að hagnaður-
inn hefði orðið mun meiri ef kostnað-
ur vegna upptöku á sjónvarpsefni
heíði ekki komið til.
„Þetta var gott þing í alla staði. Ég
var ánægður með skýrslu stjórnar
framkvæmdanefndar HM ’95 sem
var undir sfiórn Hákonar Gunnars-
sonar. Ég lít bara björtum augum til
næsta starfsárs HSÍ,“ sagði Ólafur
B. Schram, formaður HSÍ, eftir þing-
slit í gær.
í stjórn HSÍ eru eftirtaldir: Ólafur
B. Schram formaður, Kjartan
Steinbach varaformaður, Jóhanna
Ágústa Sigurðardóttir gjaldkeri, Gú-
staf Adolf Gústafsson ritari, Ragn-
heiður Karlsdóttir, Bjarni Snæbjörn
Sigurðsson, Ásgerður Halldórsdóttir
eru meðsfiórendur.
Víkingar úr leik á EM í borðtennis
Víkingar em úr leik í Evrópukeppni meistaraliða í borötennis eftir 4-0
ósigur gegn ísraelska meistaraliðinu Hapoel-Ramat-Gan í Reykjavík á laugar-
dag. í einliðaleiknum lék Ólafur Rafnsson fyrst gegn Josef Bogen og tapaði,
9-21, 13-21. Guðmundur E. Stephensen lék gegn Erez Seia og tapaði, 18-21,
og 20-22. Kristján Jónasson tapaði fyrir Guy Basis, 14-21, og 14-21. Loks léku
þeir Guðmundur E. Stephensen og Peter Nilsson í tvíliðaleik gegn Josef
Bogan og Guy Basis. ísraelsmennimir sigruðu, 16-21, og 18-21. DV-mynd S
Umted ser e
eftir peningum
- verðbréf félagsins faUa einnig í verði
Guðmundur Hilmarason, DV, Líverpool;
Ensk dagblöð eyddu þó nokkru
plássi undir frammistöðu liða
sinna á Evrópumótunum í knatt-
spymu fram að þessu í haust. Ensk
félög hafa átt undir högg að sækja
og sum þeirra komist áfram í 2.
umferö á elleftu stundu.
Blöðin velta fyrir sér slæmu
gengi Manchester United í Evrópu-
keppni félgsliöa en rússkneska lið-
ið Volgograd sló enska liðið út úr
keppninni í vikunni með því að
gera jafntefli á Old Trafíbrd.
Reiknimeistarar blaðanna segja að
Manchester United hafi tapaö um
tiu milljóna punda, sem er um einn
milljarður íslenskar króna, úr því
aö liðið var slegið út.
Þá kom einnig fram að í kjölfar
ósigursins heföu verðbréf i félag-
inu fallið vemlega i verði.
íslandsmótið 11. deild kvenna í handknattleik um helgina:
FH-stúlkur komu mjög á óvart
og sigruðu Víkinga í Krikanum
Helga Sigmundsdóttir skritar:
FH-ingar byrjuðu keppnistímabilið
vel í kvennahandboltanum um helg-
ina með sigri á Víkingi, 23-20, í Krik-
anum. Díana Guðjónsdóttir átti stór-
leik fyrir sitt nýja félag, skoraði 11
mörk, en hún lék sem kunnugt er
áður með Fram. Þá kom ungur
markvörður, Sara Frostadóttir, á
óvart og átti góðan leik. Hún er að-
eins 18 ára gömul en hún hefur und-
anfarin ár búiö í Noregi og leikið þar
handknattleik.
„Þetta var mjög góður leikur hjá
okkur. Ég er ánægður með vamar-
leikinn og markvörsluna. Viö spiluð-
um einnig vel í sókninni og þaö skil-
aði okkur sigri,“ sagöi Stefán Arnar-
són, þjálfari FH.
Fyrri hálfleikur var jafn, FH hafði
yfir í leikhléi 10-9. í síðari hálfleik
var FH 2-3 mörkum yfir lengst af.
Víkingur jafnaði þó 16-16 en lið FH
var sterkara á endasprettinum.
O Mörk FH: Díana 11, Bára 4, Hild-
ur P. 3, Björg 2, Hildur E. 2 og Ólöf 1.
• Mörk Víkings: Halla 6, Guð-
munda 5, Svava S. 3, Hanna 2, Mar-
grét 2, Þórdís 1 og Helga 1.
Fylkir vann Val
Valsstúlkur töpuðu fyrir Fylki á
heimavelli sínum, 20-23 (13-13). Leik-
urinn var jafn lengst af en Fylkir var
þó með frumkvæðið í síðari hálfleik.
• Mörk Vals: Krisfiana 10, Geröur
3, Lilja 2, Björk 2, Soifia 1, Sigurlaug
1 og Hafrún 1.
• Mörk Fylkis: Anna H. 4, Anna
E. 3, Ágústa 3, Helena 3, Lilja 3, Irina
2, Eva 2 og Rut 2 og Helga 1.
ÍBA tapaði stórt
Nýliðar ÍBA léku tvo leiki sunnan
heiða um helgina og töpuðu þeim
báðum stórt. Á fostudag mætti liðið
Haukum í Strandgötu og þar urðu
lokatölur 36-11 (17-3).
• Markahæstar hjá Haukum:
Auður 7, Heiðrún 7, Hulda 5.
• Markahæstar hjá ÍBA: Sólveig
4, Magnea 3.
Á laugardag tók KR á móti Akur-
eyrarstúlkunum í Austurbergi. KR
sigraði 34-17 (17-7). KR-stúlkur vom
seinar í gang og komst ÍBA í 0-4 en
KR jafnaði 6-6 og náði síðan góðri
forystu allt upp frá því.
• Mörk KR: Helga 7, Valdís 6,
Harpa 5, Ólöf 3, Selma 3, Brynja 3,
Sæunn 2, Anna 2, Edda 2 og Lísbeth 1.
• Mörk ÍBA: Valdís 5, Anna B. 4,
Magnea 2, Dóra 2, Sólveig 2, Elín 1
og Heiða 1.
Öruggt hjá Fram í Eyjum
Þoisteiim Gunnaisson, DV, Eyjum:
Fram sigraði ÍBV örugglega í Eyj-
um, 17-23. Staðan í leikhléi var 12-13.
Fram tók leikinn í sínar hendur í
upphafi síðari hálfleiks er þær Guðr-
íður Guðjónsdóttir og Kolbrún Jó-
hannsdóttir hristu af sér slenið. Stað-
an breyttist úr 13-13 í 14-19 og sigur
Fram var öruggur.
• Mörk ÍBV: Ingibjörg 5, Sara 3,
Andrea 3, Stefanía 3, Katrín 2/1,
Helga 1. Þórunn og Hulda vörðu 5
skot hvor.
• Mörk Fram: Guðríður 8/4, Haf-
dís 5, Kristín 4, Þuríður 2/1, Berglind
2, Arna 2. Kolbrún varði 15/2 skot.