Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Side 7
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995 27 Skagatvíburarnir: Fyrirspurnir frá Sviss, Frakklandi og Þýskalandi „Við höfum frétt af fyrirspurnum frá Sviss, Frakklandi og Þýska- landi. Það er bara vonandi að eitt- hvað fari að skýrast í þessum mál- um en ég hef samt trú á að jafnvel ekkert gerist fyrr en eftir leikinn gegn Tyrkjum hér heima 11. októb- er,“ sagði Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugsson í samtali við DV í gærkvöldi. Aðspurður sagði Arnar að þeim tvíburum htist vel á að fara til Frakklands en maður frá franska félaginu Sochaux fylgdist með þeim í Evrópuleiknum gegn Raith Ro- vers í síðustu viku. Hann hreifst af tvíburunum og sagði að þeir myndu eflaust styrkja það. Útsend- ari franska liðsins setti sig í sam- band við umboðsmann tvíburana. Ekki hefur komið í ljós hvað hefur komið út úr þeim viðræðum. „Við ætlum okkar að fara hægt í þessum málum og velja rétta kost- inn í ró og og næði,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. • Arnar Gunnlaugsson og Bjarki Gunnlaugsson eru undir smásjánni hjá mörgum liðum í Evrópu. 2. deild karla í handknattleik: Stórsigur HK gegn Þórsurum Fjórir leikir fóru fram í 2. deild karla á íslandsmótinu í handknatt- leik um helgina. Fylkir sigraði Breiðablik, 24-22. Magnús Bald- vinsson skoraði sex mörk fyrir Fylki en hjá Breiðabhki var Er- lendur Stefánsson markahæstur með sex mörk. Þór frá Akureyri kom suður og lék tvo leiki. Þann fyrri gegn Ár- manni sigraði Þór með yfirburð- um, 19-32. í síðari leiknum gegn HK mættu liðið hins vegar ofjörl- um sínum og tapaði stórt, 31-17. Leik BÍ og Fjölnis var frestað því ekkert var flogið vestur í gær. • Bernhard Langer fagnar sigri á opna Evrópumófinu í Dublin. Langer hefur ekki púttað betur á sínum ferli en um helgina. Símamynd Reuter Otrúleg pútt og Langer vann glæsilegan sigur Þýski kylfmgurinn Bernhard Lan- ger sýndi ótrúleg tilþrif á lokaspretti European Open stórmótinu í golfi á írlandi um helgina. Langer púttaði af hreinni snilld og tryggði sér ein- vígi um sigurinn við Barry Lane með því að setja niður 70 feta pútt á loka- holunni. Langer hafði áður í keppninni sett niður 60 feta pútt og sýndi ótrúlegt öryggi með pútterinn um helgina. Englendingurinn Barry Lane hafði haft forystuna á mótinu allt þar til komið var að 72. og síðustu holunni. Langer lék holurxa á erni, tveimur höggum undir pari og jafnaði þar með metin við Lane. í bráðabanan- um hélt Langer áfram á sömu braut og á annarri holunni setti hann niður 22 feta pútt og tryggði sér sigurinn. Langer lék á 280 höggum, 8 höggum undir pari vallarins. Fyrir sigurinn fékk Langer um 12 milljónir króna í verðlaun. Þetta var þriðji sigurinn hjá Langer á „Evróputúrnum“ á þessu ári. „70 feta púttið er líklega mikilvæg- asta pútt sem ég hef framkvæmt á mínum ferh. Ég vissi auðvitað ekki hvort ég gæti unnið þegar kúlan datt niður í holuna en þetta draumapútt lagði grunninn að þessum sæta sigri. Það kom í ljós síðar og ég er í sjö- unda himni með þennan sigur," sagði Langer sem fagnaði sigrinum með óvenjulega miklum látum enda maðurinn jafnan álitinn rólegur að eðlisfari: „Fólk heldur að ég sé ekki mjög tilfinningaríkur kylfingur en ég er jafn spenntur og hver annar. Kannski ekki eins spenntur og Bal- lesteros og nokkrir aðrir en ég held að þið getið vel séð að ég er mjög ánægður maður í dag,“ sagöi Langer eftir sigurinn. Colin Montgomerie, Bretlandi, og Bandaríkjamaðurinn Jay Townsend urðu jafnir í 3.-4. sæti og það nægði Montgomerie til að komast í efsta sætið á peningalistanum í Evrópu. Einu stórmóti er ólokið hjá at- vinnukylfingunum. Það er Volvo masters sem fram fer þann 29. októb- er. Með góðri frammistöðu þar gæti Bemhard Langer skotist í efsta sætið á peningalistanum. Lokastaða efstu manna á opna Evr- ópumótinu varð þessi: Barnhard Langer.............280 Barry Lane..................280 Colin Montgomerie...........283 JayTownsend.................283 Costantino Rocca............284 SteenTinning................285 Fabrice Tarnaud.............285 Joakim Haeggman.............286 íþróttir RuelFoxseldur tilTottenham Tottenham og Newcastle kom- ust að samkomulagi um helgina aö Tottenham keypti Ruel Fox fyrir fjögur hundruð milljónir króna. Fox kom frá Norwich til Newcastle fyrir 19 mánuðum en náði aldrei að vinna sér fast sæti í liðinu. „Viö höfum haft augastað á Fox um tíma og erum ánægðir að hafa krækt i þennan snjalla leikmann,“ sagði Gerry Francis, framkvæmdastjóri Tottenham. GóðursigurDana áSvisslendingum áEMíhandbolta Danska landsliöið í handknatt- leik hóf ríðlakeppni Evrópumóts- ins af krafti þegar liðið sigraði Svisslendinga, 23-19, í Kaup- mannahöfn. Þetta var fyrsti leik- urinn í riðlinum og sýnir hann að Danir mæta sterkir til leiks. Nikolaj Jakobsen og Morten Bjerre skoruðu sex hvor fyrir Danina en hjá Sviss var stór- skyttan Marc Baumgartner markahæstur með sex mörk. Amokachiallur aðkomatil Daniel Amokachi, sem fékk höfuðhögg í leiknum gegn KR sl. fimmtudagskvöld, er allur að koma til og yfirgaf Fazakerley sjúkrahúsið í Liverpool á laugar- dagsmorguninn. Hann var hress i bragði og taldi hann yrði að taka sér frí frá æftngum og keppni næstu tvær vikurnar meðan hann væri aö jafna sig fullkom- lega. Mcanespie í raðir Bolton Hinn sterki bakvörður skoska liðsins Raith Rovers, Stewe Mca- nespie, lék sinn fyrsta leik með Bolton gegn QPR á laugardaginn var. Deginum áður gengu féiögin frá kaupunum sem voru upp á 70 milljónir. Mcanespie þykir mjög efnilegur og höfðu nokkur liö haft hann undir smásjánni. Hann lék með Raith Rovers gegn Skagamönnum sl. fimmtudag. Hermann bestur hjá Eyjamönnum Þorsteinn Guimaisson, DV, Eyjum: Hermann Hreiðarsson, hinn ungi og efnilegi vamarmaður, var valinn leikmaður ársins á lokahóíl ÍBV á laugardaginn var. Heimann átti frábært sumar með ÍBV og varð meðal annars stiga- hæstur í boltagjöf DV ásamt 01- afi Þórðarsyní. Tryggvi Guð- mundsson var valinn efnilegasti leikmaður ÍBV auk þess sem hann fékk markakóngsbikarinn. Þá fékk Jóhann Sveinn Sveinsson (Sveinssonar) Fréttabikarinn sem besti leíkmaður 2. flokks. Sigurður bestur áSkaganum Daniel Ólafeson, DV, Akranesi: Knattspymufólk á Akranesi hélt uppskeruhátíð sína á laugar- dagskvöldið. Siguröur Jónsson var kosinn bestur í meistara- flokki karla og Kári Steinn Reyn- isson var kiörinn efnilegastur. Mai*grét Ákadóttir var kosín best í meistaraflokki kvenna og Ingi- björg Ólafsdóttir efnilegust. Ólafur Þórðarson var kjörinn Búnaðartenkaleikinaður ársins en það eru stuðningsaðilar sem veita þau verðlaun,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.