Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Síða 8
28 MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995 íþróttir_____________________ ísland- Rúmenía (12-11) 24-23 0-1, 1-2, 3-2, 7-3, 9-5, 9-7, 11-8, 12-9, (12-11), 12-12, 14-14, 15-16, 17-16, 18-18, 19-19, 20-21, 23-21, 23-23, 24-23. Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson 6, Gunnar Beinteinsson 5, Júlíus Jónasson 4/1, Patrekur Jóhannes- son 3, Ólafur Stefánsson 3, Geir Sveinsson 2, Valdimar Grímsson 1/1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 11/1, Bergsveinn Berg- sveinsson 1. Mörk Rúmeníu: Licu 6, Voica 5/1, Popovici 5, Dedu 2, Prisacaru 2, Pop 2, Besta 1. Varin skot: Apostu 6, Toacsen 5. Brottvisanir: ísland 12 mínútur, Rúmenía 6 mínútur. Dómarar: Wille og Vorderleitn- er frá Austurríki, ágætir. Áhorfendur: Um 1100 manns greiddu aðgangseyri. Maður leiksins: Bjarki Sigurðs- son. Vil þakka áhorfendum fyrir leikinn Róbert Róbertsson skrifer: „Ég er nokkuð sáttur við leik- inn. Sigur er alltaf sigur og við fengum 2 stig í þessum leik. Markmiðið var að vinna leikinn með þremur mörkum en það tókst því miður ekki. Ég held að leikurinn hafi veriö prýðileg skemmtun. í þessum leik var sóknarleikurinn betri en í þeim fyrri og það var margt jákvætt við þetta. Ég vU sérstaklega þakka áhorfendum sem voru mjög góðir og studdu vel við bak- ið á okkur. Ég er búinn að vera með liðiö á 5-6 æfingum þannig að það er ekki hægt að ætlast til of mikils enn þá. En ég held að við séum á réttri leið. Riðillinn er galopinn enda lítið búið og það getur allt gerst í þessu,“ sagði Þorbjöm Jensson landshðsþjálf- ari við DV eftir leikinn. Skipti miklu máli að vinna leikinn „Við stefndum á þriggja marka sigur en það skipti öllu máli að vinna leikinn og það hafðist. Rúmenar eru með mjög gott lið og það er frábær árangur að ná að sigra þá. Við stefnum að því aö taka stig af Rússum í næsta leik og það getum við ef við náum toppleik,“ sagði Gunnar Bein- teinsson, leikmaður íslenska liös- ins. Sýndum karakter í lok leiksins „Við sýndum mikinn karakter í lok leiksins og náðum að tryggja okkur sigurinn. Þaö var góð stíg- andi í þessu, fannst mér, og við lékum lengst af vel sóknarlega. Vörnin var erfið og við náðum ekki að leika hana nógu vel eftir miðjan fyrri hálfleik. Þeir léku alveg eins og ég átti von á en þessi leikur var betri en leikurinn í Rúmeníu," sagði Bjarki Sigurös- son, leikmaður íslenska liðsins. Þetta eru tvö mjög góð lið „Þetta eru tvö mjög góð lið og ég held að jafntefli hefði verið sann- gjörnustu úrslitin í þessum leik. Islendingar höfðu meiri sigur- vilja í lokin og ég vil óska þeim til hamingju með sigurinn. Þetta verður hörð barátta milli Rúmen- íu og íslands um annað sætið í riðlinum. Það eru margir erfiðir leikir eftir og ómögulegt að spá hvor hefur betur. Mér fannst þessi leikur mjög góöur, sérstak- lega sóknarlega séð, en við getum leikið betri vörn og hefðum átt meiri möguleika ef vömin hefði verið sterkari hjá okkur,“ sagði Doru Simion, aðalþjálfari rúm- enska landsliðsins, eftir leikinn. Sirkusmark Bjarka gerði gæf umuninn - ísland áfram með í baráttunni í Evrópukeppninni eftir sigur á Rúmeníu Víðir Sigurðsson skrifar: ísland er áfram með í baráttunni um sæti í úrslitum Evrópukeppninn- ar eftir frækilegan sigur á Rúmeníu í Kaplakrika í gærkvöldi, 24-23. Bjarki Sigurðsson skoraði sigur- markið með sirkustilþrifum, 13 sek- úndum fyrir leikslok, eftir aukakast Patreks Jóhannessonar, en íslenska liðið hafði þá misst niður tveggja marka forskot og var einum manni færri síðustu mínútu leiksins. Liðin eru því jöfn að stigum eftir innbyrðis leiki þeirra en bæði lið eiga eftir að mæta Rússum tvívegis og Pólverjum tvívegis. Mikið er í húfi, tvö efstu lið riðilsins komast í úrslita- keppnina, sem hefur mikið að segja varðandi þátttöku á stórmótum næstu árin. Rúmenar standa hins vegar betur að vígi því samanlögð úrslit innbyrð- is leikja ráða ef liðin verða jöfn að stigum í lokin. Því bendir allt til þess að ísland þurfi að ná að minnsta kosti einu stigi af Rússum, sem verð- ur þrautin þyngri. íslenska Uðiö náði undirtökunum á fyrstu tíu mínútum leiksins þegar þaö komst í 7-3. Þau náðust með grimmum vamarleik og markvörslu Guðmundar Hrafnkelssonar sem varði 5 skot á þessum upphafskafla. Grimmdin tók hins vegar sinn toll í brottvísunum og Rúmenar minnk- uðu muninn smám saman. Þeim tókst þó ekki að jafna þrátt fyrir fjölda færa til þess en staðan hélst óbreytt, 12-11, síðustu 8 mínútur fyrri hálfleiksins. Síðari hálfleikurinn var gífurlega spennandi. Rúmenar jöfnuðu strax, 12-12, og eftir þaö var jafnt á öllum tölum, allt til leiksloka. ísland komst yfirleitt yfir, en þó leit ekki vel út þegar staðan var 20-21, Rúmenum í hag, og talsvert var farið að gæta mistaka i leik íslenska liðsins, bæði í sókn og vörn. En þrjú mörk í röð sneru leiknum íslandi í hag, og síðan kom hinn æsispennandi lokakafli. Baráttan og leikgleðin voru svo sannarlega til staðar hjá íslenska lið- inu og Þorbimi Jenssyni hefur greinilega tekist að byggja þá þætti upp eftir ófarimar á HM. Vömin er spiluð framar en áður, sem hefur sína kosti og galla, en það gefur fleiri möguleika á hraðaupphlaupum en áður. Ánægjulegast var að sjá til homa- mannanna, Bjarki Sigurðsson var kannski hlekkurinn sem vantaði í fyrri leiknum í Rúmeníu, og Gunnar Beinteinsson hefur greinilega öölast nýtt líf með landsliðinu. Markvarsla Guðmundar í fyrri hálfleiknum var geysilega mikilvæg, en hins vegar vörðu íslensku markverðirnir aðeins tvö skot í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök, góö vörn sá til þess að rúmensku mörkin urðu samt ekki nema 12 í hálfleiknum. Skyttumar Licu og Voica voru í aðalhlutverkum hjá Rúmenum, af Licu mátti ekki líta, þá var hann búinn að skora. Leikurinn í gær- kvöldi og úrslit leikjanna tveggja sýna að þessar þjóðir eru afar svipað- ar að styrkleika og nú skiptir frammistaða þeirra gegn hinum lið- unum öllu máli. Bjarki bættistvið Einn leikmaður bættist í ís- lenska landsliðshópinn frá því í fyrri leik liðanna í Rúmeníu, Bjarki Sigurðsson. Sá fyrsti á heimavelli Leikurinn í gærkvöld var fyrsti leikur Þorbjarnar Jenssonar landsliðsþjálfara með íslenska liðið á heimavelli. Ekkifultthús Það var ekki fullt hús í Kapla- krika í gærkvöld þótt það væri sæmilega þétt setið. Það kom á óvart þegar um svona mikilvæg- an leik var að ræða. Laugardals- höllin var upptekin vegna tölvu- sýningar. Engar skiptingar Varamannabekkur íslenska landsliðsins hefur í gegnum árin oft á tíðum verið með miklar innáskiptingar og því var óvenju- legt að sjá að í gær var ekkert skipt inn á, hvorki í vörn né sókn, fyrr en eftir 20 mínútna leik. Þá kom Jón Kristjánsson inn á og var umsvifalaust rekinn út af! Peysan í tætlur Júlíus Jónasson tók heldur harkalega á rúmenska línu- manninum Alexandru Dedu í fyrri hálfleiknum, reif bókstaf- lega utan af honum treyjuna svo Dedu stóð eftir ber að ofan. Júlíus var að sjálfsögðu rekinn af velli, enda sekt hans öUum ljós. Dedu • fór út af en kom inn á skömmu síðar í samanlímdri treyjunni. Filippovmeðll Dmitri Filippov, hinn snjalli leikmaður Stjörnunnar, skoraði 11 mörk á miðvikudaginn þegar Rússar unnu Pólverja, 33-23, í fyrstu umferð riðilsins á mið- vikudaginn. Liðin mættust aftur í Póllandi í gærkvöld en úrslit höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Allirnotaðir Allir 12 leikmenn íslenska liðs- ins voru notaðir í gærkvöld. .Valdimar Grímsson kom síðastur inn á, þegar 8 mínútur voru eftir, til að taka vítakast. Hann jafnaði þá, 21-21. • Geir Sveinsson í kröppum dansi á línunni gegn Rúmenum i Kaplakrika i gærkvöldi. Rúmenar höfðu góðar gætur á honum en Geir náði samt að skora tvö mörk. DV-mynd ÞÖK i f /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.