Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Qupperneq 8
28
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995
íþróttir____________________ dv
Tveir Grindvíkingar í
króatísku 1. deildina?
- Olafur og Þorsteinn æfa þessa dagana í Króatíu
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum;
Flest bendir til þess að tveir leik-
menn 1. deildar liðs Grindavíkur í
knattspymu, Ólafur Ingólfsson og
Þorsteinn Guðjónsson, gangi til liðs
við króatíska 1. deOdar félagið Istra
Pula og leiki meö því frá áramótum
til vors.
Ólafur og Þorsteinn fóru til Króatíu
á fimmtudaginn fyrir tilstilli Lúkas-
ar Kostic, þjálfara Grindvíkinga, en
vinur hans er framkvæmdastjóri
Istra Pula. Að sögn Lúkasar gekk
þeim mjög vel á fyrstu æfingum sín-
um með liðinu og Ólafur er tilbúinn
til að ganga strax frá samningi við
félagið.
Ólafur og Þorsteinn koma heim á
fimmtudaginn og þá skýrist betur
hvort af þessu verður en að sögn
Lúkasar greiða króatísku félögin
mjög góð laun auk þess sem verðlag
í landinu er afar hagstætt.
Þetta yrði í fyrsta skipti sem ís-
lenskir knattspyrnumenn ganga til
liös við félag í fyrrum Júgóslavíu en
hingað til hefur straumurinn verið
þaðan og hingað.
Istra Pula hefur ekki byijað tima-
bilið vel og er næstneðst af 11 liðum
í 1. deildinni. Félagið er frá bænum
Pula, vestast í Króatíu á strönd Adr-
íahafsins. Það skammt frá landa-
mærunum við Slóveníu og Ítalíu og
því fjarri átakasvæðunum í landinu.
Götuhlaup:
Smári B. Guðmundsson og
Laufey Stefánsdóttir úr FH fengu
bestan tíma í karla- og kvenna-
flokkum í 5 km hlaupi í götu-
hlaupi Búnaðarbankans og Vina
Hafiíarfiarðar sem fram fór við
Suðurbæjarlaugina í Hafnarfirði
á laugardaginn. Smári hljóp á
17,12 minútum og Laufey á 19,43
mínútum.
Jón Jóhannesson, ÍR, fékk best-
an tíma karla í 10 km hlaupi, 37,15
mínútur, en Anna Jeeves, ÍR, i
kvennaflokki, 37,22 mínútur. Jón
keppti í flokki hlaupara 35 ára og
eldri. Alls tóku rúmlega 100
manns á öllum aldri þátt í hlaup-
inu.
Gull
silfur
brons
Gullskór Adidas var afhentur i
13. skipti á lokahófi knatt-
spyrnumanna á Hótel íslandi á
laugardagskvöldió en hann fær
jafnan markahæsti leikmaður
1. deildar karla ár hvert. Arnar
Gunnlaugsson, sem er í miðj-
unni, tók við gullskónum í ann-
að skipti.
Silfurskóinn hlaut Tryggvi Guð-
mundsson úr ÍBV, sem er til
hægri, og bronsskóinn hlaut
Mihajlo Bibercic úr KR, til
vinstri, en hann fékk gullskóinn
i fyrra.
DV-mynd GS
Sjöúr
ÍAogKRí
liði ársins
Sjö leikmenn úr toppliðunum ÍA
og KR voru valdir í lið ársins í Sjóvá-
Almennra deildinni í knattspyrnu
sem tilkynnt var í lokahófinu á laug-
ardagskvöldið. Það voru íþróttaf-
réttamenn sem völdu liðið og það er
þannig skipað:
Birkir Kristinsson, Fram, Sigurður
Örn Jónsson, KR, Ólafur Adolfsson,
ÍA, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, Ólaf-
ur Þórðarson, ÍA, Sigurður Jónsson,
ÍA, Marko Tanasic, Keflavik, Heimir
Guðjónsson, KR, Einar Þór Daníels-
son, KR, Amar Gunnlaugsson, ÍA,
og Tryggvi Guðmundsson, ÍBV.
Mizuno-lið 1. deildar kvenna var
einnig kynnt í hófinu en það hefur
áður verið birt í DV.
Gylfi Þór Orrason var útnefndur
dómari ársins í 1. deild karla en það
voru leikmenn sem völdu hann.
ÞorlákurmeðÆgi
Þorlákur Ámason, fyrrum leik-
maður með KR, Þrótti N., Leiftri og
Grindavík, verður næsti þjálfari 3.
deildar hðs Ægis í knattspymu. Þor-
lákur meiddist illa £ leik með Val í
Skotlandi fyrir hálfu öðru ári og hef-
ur ekki getað leikið síðan.
SævaríFram
Sævar Guðjónsson knattspyrnu-
maður er genginn til liðs við Fram-
ara á ný eftir að hafa leikið í tvö ár
með Þrótti úr Reykjavík. Líklegt er
að Guðmundur Páll Gíslason fari
sömu leið en hann hefur æft með
Fram að undanfomu.
Ingibjörg og Tryggvi ef nilegust
Ingibjörg H. Ólafsdóttir úr ÍA og Tryggvi Guðmundsson úr ÍBV voru kjörin
efnilegustu leikmenn 1. deildar kvenna og karla á lokahófi knattspyrnu-
manna á Hótel íslandi á laugardagskvöldið. DV-mynd GS
KostictilKR:
Samningar eru
nánastíhöfn
Flest bendir til þess að Lúkas KR sagði í samtali við DV eru
Kostic verði næsti þjálfari 1. deild- samningar nánast í höftt.
ar liðs KR í knattspymu og skrifi Grindvíkingar hafa ekki gefið
undir hjá vesturbæjarliöinu í dag upp alla von um að Kostic veröi
eöa á morgun. Samningaviöræður áfram viö stjómvölinn í Grindavík
á milli Kostic og knattspyrnudeild- og hyggjast þeir hitta hann á fundi
ar KR hafa staðiö yfir síðustu dag- í dag.
ana og eftir þvi sem stjómarmaður
íslensku strák-
arnir mæta írum
- unglingalandsliöiö í 16-liöa úrslit EM
ísland mætir írlandi í 16-liða úrsht-
um Evrópukeppni unglingalandsliða
í knattspyrnu. Island tryggði sér sig-
ur í sínum riðh á Norður-írlandi á
fóstudaginn og á sama tíma unnu
írar sinn riðil. Leikjunum á að vera
lokið þann 15. maí næsta vor og verð-
ur heimaleikur íslands væntanlega
nálægt þeirri dagsetningju. Hins veg-
ar er óljóst hvenær fyrri leikurinn
fer fram og mögulegt er að hann
verði í nóvember.
í^land vann Norður-íriand, 3-2, á
fóstudaginn og vann þar með riðh-
inn. Norður-írar höfðu unnið Hvít-
Rússa, 2-0, en íslendingar pg Hvít-
Rússar gerðu 0-0 jafntefli. íslenska
hðið lenti 1-2 undir í fyrri háifleik
en ívar Ingimarsson skoraði sigur-
markið 17 mínútum fyrir ieikslok.
Þorbjöm Ath Sveinsson og Valur
Fannar Gíslason skoruðu hin mörk-
in.
Eiður Smári með
gegn írunum
Eiður Smári Guðjohnsen, atvinnu-
maður hjá PSV Eindhoven, var ekki
með íslenska liðinu á Norður-írlandi
en stefnan er sú að hann spih gegn
írum.
„Við ætluðum að fá hann til Norð-
ur-írlands en læknir PSV gaf honum
ekki leyfi vegna meiðsla á læri. Það
er hins vegar á hreinu að hann verð-
ur með gegn írunum og það verður
að sjálfsögðu mikih styrkur. Viö ætl-
um að ná eins langt með þetta hð og
kostur er en íramir em með mjög
gott lið í þessum aldursflokki og
veröa afar erfiðir," sagði Eggert
Steingrímsson, stjómarmaður KSÍ,
sem var fararstjóri í ferðinni til
Norður-írlands, í samtali við DV.
Carl vann tvöfalt
Keppnistímabil skotmanna innan-
húss hófst um helgina. Ágætur ár-
angur náðist og var þátttaka meiri
en mörg undanfarin ár. í keppni með
staðlaðri skammbyssu, þar sem skot-
ið var af 25 metra færi, sigraði Carl
J. Eiríksson, UMFA, en hann hlaut
537 stig. Kjartan Friðriksson, SR,
varð annar með 510 stig og Sigurgeir
Arnþórsson þriðji með 507 stig. í
keppni með loftskammbysu, þar sem
skotið var af 10 metra færi, sigraöi
Jónas Hafsteinsson, SFK, með 552
stig. Gylfi Ægisson, SFK, varð annar
með 549 stig og Bjöm E. Sigurðsson,
SFK, þriðji með 537 stig. Þá var keppt
í riffilskotfimi á 50 metra færi. Sigur-
vegari varð Carl J. Eiríksson, UMFA,
með 587 stig. Gyifi Ægisson, SFK,
varö annar með 580 stig og Jónas
Bjargmundsson, SFK, þriðji með 572
stig.