Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 2
22
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995
fþróttir
DV í heimsókn hjá Guðna Bergssyni, atvinnuknattspyrnumanni hjá Bolton:
Átti það inni hjá sjálf um mér
að gefa þessu annað tækifæri
Guðni Bergsson, landsliðsfyrirliði
íslendinga í knattspyrnu, hefur verið
að gera góða hluti með enska úrvals-
deildarliðinu Bolton Wanderers.
Hann skrifaði undir eins árs at-
vinnumannssamning við félagið í
fyrra og á eftirminnilegan hátt tókst
Bolton-liðinu að tryggja sér sæti í
úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að liðinu
hafl ekki vegnað vel á nýbyrjaðri
leiktíð hefur Guðni verið að leika
vel. DV heimsótti Guðna og fjöl-
skyldu hans þar sem þau búa í Bol-
ton eftir heimaleik hðsins gegn QPR
um síðustu helgi. Bolton tapaði
leiknum, 0-1, en Guðni stóð fyrir
sínu og var eiim besti maður liðsins.
Er mjög dús við laun mín
„Ég kann mjög vel við klúbbinn en
það á eftir að koma í Ijós síðar á tíma-
bihnu hvort ég verð hér áfram. Ef
ég verð í boltanum hér í Englandi
áfram þá vil ég bara leika í úrvals-
deildinni. Ég vona að viö förum að
ná í fleiri stig og náum að vera áfram
í úrvalsdeildinni því ég gæti vel
hugsað mér að vera hér áfram nema
eitthvað spennandi komi upp. Þó svo
að ég hafi minna upp úr krafsinu hjá
Bolton en Tottenham er ég mjög dús
við laun mín.“
Guðni datt óvænt inn í atvinnu-
mennskuna árið 1989. Honum var
boðið að æfa með stórliði Tottenham
og í kjölfarið var honum boðinn
samningur. Guðni var hjá Totten-
ham í rúm fjögur ár og þar kynnist
hann öllum hliðum atvinnumennsk-
unnar, bæði góðum og slæmum. Erf-
ið meiðsli í baki urðu til þess að hann
ákvað að koma heim og á tímabih
óttaðist hann að geta ekki leikið
knattspymu framar. Eftir tíðar
heimsóknir til lækna og sjúkraþjálf-
ara kom spranga í ljós í einum
hryggjarhðnum en með þrotlausum
styrktaræfingum tókst honum að
komast á fætur á ný. Hann lék með
Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og
um haustið fór hugur hans að stefna
að nýju í atvinnumennskuna.
„Tíminn hjá Tottenham var blend-
inn. Maður náði aldrei að verða
fastamaður í hðinu og auðvitað fór
það í taugarnar á mér. Mér fannst
ég hafa getu og burði til að vera í lið-
inu og eftir að ég lenti í þessum bak-
meiðslum var ég látinn fara í kjölfar-
ið. Mér fannst ég því eiga það inni
hjá sjálfum mér að gefa þessu annað
tækifæri. Ég hafði þá trú að ef ég
fengi að spila þá stöðu sem ég vhdi
spila gæti ég sýnt hvað í mér býr;“
Oft álag og mikil pressa
- Er atvinnumennskan púlvinna?
„Nei, ég myndi ekki segja það. Ég
held að maður geti sagt það með
góðri samvisku miðað við það sem
fólk þarf að leggja á sig svona al-
mennt eins og heima á íslandi. Fólk
heima þarf að hafa mikið fyrir því
að lifa, vinna jafnvel í 12-14 tíma á
sólarhring. Það er samt ákveðið álag
í atvinnumennskunni. Það er pressa
á manni, bæði líkamleg og andleg.
Maður þarf að halda stöðu sinni og
standa sína plikt. Miðað við hvað
kemur inn í þetta, launin, frítíminn
og tíminn með fjöldskyldunni verður
maður að teljast nokkuð lukkulegur
að fá að prófa þetta starf."
Aðspurður hvort hann hafi í
hyggju að snúa sér að þjálfun eftir
aö ferhnum lýkur segir Guðni:
„Nei, ég verð nú að segja að það hef-
ur ekkert verið að trufla mig. Ég hef
haft augastað á lögfræðinni í nokkuð
langan tima en þjálfun og lögfræði
fara ekki vel saman. Menn sem þjálfa
í dag þurfa að gefa sig það mikið í
það. Ég gæti eflaust þjálfað ágætlega
en ég sé það samt ekki eiga við mig
og það heillar mig ekkert.“
Hvet alla til að prófa atvinnu-
mennsku
Alla unga knattspyrnumenn
dreymir um að verða atvinnumenn
en Guðni segist sjálfur ekki hafa
hugleitt það þegar hann var strákur.
„Það stefndi í raun og veru allt í það
aö ég myndi velja handboltann sem
Guðni er hér með nýja fjölskyldumeðliminn, hundinn Depil.
Guðni er hér i baráttunni með Bolton i leik gegn QPR um síðustu helgi. Með honum á myndinni er Steve McA-
nespie sem var að leika sinn fyrsta leik með Bolton en hann lék áður með Raith Rovers, andstæðingum ÍA í
Evrópukeppninni. DV-myndir Brynjar Gauti
íþrótt númer eitt og það var ekki fyrr
en ég fékk óvænt tækifæri árið 1983
með meistaraflokki Vals í knatt-
spyrnu að ég valdi fótboltann. Ef
ungir strákar eða stelpur fá tækifæri
til aö fara út og reyna sig í atvinnu-
mennskunni hvet ég þau til að prófa
það. Ég held að það geri öllum gott
að prófa að búa erlendis. Það víkkar
sjóndeildarhringinn og er þroskandi
fyrir hvern sem er. Þetta er mjög
spennandi og svo getur þetta gefið
mjög vel fjárhagslega."
Guðni, konan hans, Elín Konráðs-
dóttir, og sonur þeirra, Bergur
Guðnason, sem er tveggja og hálfs
árs, eru mjög ánægð með dvölina í
Bolton sem er 300.000 manna bær,
stærsta „kauptún" í Bretlandi. Elín
er heimavinnandi húsmóðir og Berg-
ur er hálfan daginn á leikskóla. Fjöl-
skyldan getur verið mikið saman og
það segja þau vera mikinn plús.
Guðni æfir ahtaf fyrir hádegi og er
því heima allan daginn frá hádegi.
Elín er félagsráðgjafi og ætlar að
mennta sig meira í faginu í vetur
þegar hún sækir háskólann í Manc-
hester. Guðni á bara eftir að semja
lokaritgerðina í lögfræðinni og þá
hefur hann lokiö sínu námi.
„Bergur er í leikskóla fyrir hádegi
en stundum frnnst manni svona í
eftirmiðdaginn að hann vanti félags-
skap sem við reynum að bæta úr.
Ég held samt að barnamenningin sé
meiri heima á íslandi en hér úti.
Bergur er sáttur og glaður og það er
eitt af þessum stórum málum gagn-
vart okkur. Ef við finnum að hann
er sáttur verðum við frekar hér
áfram. Viö myndum aldrei vera með
hann hér úti ef viö fyndum að hann
væri vansæll," segir Guðni.
Guöni segir að það sé mikið atriði
að eiga maka til stuðnings í þessu,
bæði á góðum og slæmum stundum.
„Eha hefur farið í gegnum allar
sveiflurnar upp og niður í gegnum
tíðina með mér og þar fyrir utan er
hún orðin mjög góður „krítiker" og
hefur mikiö vit á fótboltanum.
Er ekki alltaf dans á rósum
Mér hefur fundist þetta gott tæki-
færi til að búa erlendis. Þetta er að
mörgu leyti sérstakt líf. Það er mikið
og gott fjölskyldulíf hjá okkur en
þetta hefur sína kosti og galla eins
og allt annað. Fjölskyldumar okkar
og vinir eru heima á íslandi svo að
við erum mikið bara þrjú og það get-
ur oft verið svolítið tómlegt. Fólk sem
er heima lítur á þetta sem mikinn
lúxus en þetta er ekki alltaf dans á
rósum,“ segir Elín.
Guðni Bergsson, kona hans, Elín Konráðsdóttir, og sonurinn Bergur Guðna-
son fyrir utan heimili þeirra í Bolton. Svo skemmtilega vill til að fjölskyldur
þeirra heima á íslandi sáu Berg litla fyrst á Ijósmynd í DV sem tekin var
skömmu eftir að hann kom í heiminn.
Mikil tímamót þegar ég verð
leiddur upp á svið í Höllinni
„í náinni framtíð vonast ég til að
verða leiddur upp á svið í Höhinni
til að ná í mína gráðu. Það verða
mikil tímamót því þetta nám hefur
tekið dágóðan tima, fyrst og fremst
vegna fótboltans," segir Guðni.
Guðni segir að vegna smæðar
klúbbsins og þar sem bærinn er ekki
stærri en raun ber vitni sé auðveld-
ara fyrir leikmenn og fjöldskyldur
að blanda geði og halda hópinn held-
ur en hjá Tottenham.
Guðni og Elín segja það alveg á-
gætt að ala upp barn í Englandi.