Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Síða 6
26 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 Jþróttir Reykjavíkurmeistaramótið 1 júdó: Þorvaldur vann tvöfalt - KA-menn sterkastir í þyngri flokkunum en Ármenningar unnu í þeim léttari Þorvaldur Blöndal úr KA varö tvö- faldur sigurvegari á ReyKjavíkur- meistaramóti karla í júdó sem fram fór í iþróttahúsinu Austurbergi á laugardaginn. Þorvaldur kom, sá og sigraöi bæöi í -95 kg ilokki og í opnum flokkí. í opna flokknum lagöi hann félaga sinn að norðan, Gísla Magnússon, í úrslitagiímu en Gísli sigraði í +95 kg flokkí. KA-menn sigruðu í þyngri flokk- unum á mótinu en Ármcnningar í þeim léttari. Úrslit í einstökum flokkum urðu þannig: -60 kg flokkur:, 1. Höskuldur Einarsson, Ármanni 2. Andri Júlíusson, Ármanni 3. Kristján Gunnarsson, Ármanní -71 kg flokkur: 1. Vignir Stefánsson, Ármanni 2. Sævar Sigursteinsson, KA 3. Höröur Jónsson, Ármanni -78 kg flokkur: 1. Halldór Guöbjömsson, Ármanní 2. Daniel Reynisson, Ármanni 3. Bjami Skúlason, Selfossi -86 kg flokkur: 1. Karel Halldórsson, Árraanni 2. Einar Hreinsson, Kjama 3. Máni Andersen, Ármanni -95 kg flokkur: 1. Þorvaldur Blöndal, KA . 2. Ingibergur Sigurösson, Ármanni 3. Jón A. Jónsson, Ármanni + 95 kg flokkur: 1. Gísli Magnússon, KA 2, Heimú Haraldsson, Ármanni Opinn flokkur: 1. Þorvaldur Blöndal, KA 2. Gísli Magnússon, KA 3. Ingibergur Sigurðsson, Ármanni 3. Vignir Stefánsson, Ármarmi Gísli kom fram hefndum Haustraót JSÍ fyrir yngrí en 21 árs fór fram á sama stað og þar kom Gísli fram hefndum þegar hann sigraði Þorvald í úrslitaviðureign í +86 kg ílokki. Heimir Haraldsson, Ármanni, varð þriðji. Vignir Stefánsson, Ármanni, sigraði í -86 kg flokki, vann Bjama Skúlason frá Selfossi í úrslitum. Ármenningarnir Steinþór Stein- grímsson og Máni Andersen deildu þriðja sætinu. Vignir Stefánsson sigraöi í sinum flokki á báðum mótunum á laugar- daginn. Körfubolti -1. deild: ÍS og Leiknir ósigruð ÍS og Leiknir eru einu ósigruðu liðin í 1. deild karla í körfuknattleik eftir leiki helgarinnar. ÍS vann Þór í Þor- lákshöfn í hörkuleik á fimmtudags- kvöldið og Leiknir vann Selfoss í gærkvöldi. Á laugardaginn tapaði KFÍ á heimavelli fyrir Snæfelli. Úrslit um helgina uröu þannig: ÍS - Þór Þ...................64-63 Reynir S - Höttur............74-57 KFÍ - Snæfell................76-87 Stjaman - Höttur.............63-52 Selfoss - Leiknir R............84-97 Staðan: IS 3 3 0 243-207 6 Snæfell 3 2 1 267-228 4 LeiknirR 2 2 0 183-145 4 ÞórÞ 3 2 1 212-199 4 KFÍ 3 2 1 283-244 4 Selfoss 3 1 2 251-235 2 Stjaman 3 1 2 193-232 2 Reynir S 3 1 2 227-263 2 Höttur 3 0 3 153-213 0 ÍH 2 0 2 171-237 0 Handbolti - 2. deild: Fylkir í annað sætið Fylkir er í öðru sæti 2. deildarinn- ar í handknattleik eftir auðveldan sigur á Ármanni í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi, 30-19. Þórsarar unnu stórsigur á Breiða- bliki á Akureyri á laugardaginn, 29-19, og komust með því í þriðja sætið og ÍH vann Fjölni í Grafar- vogi, 15-19. Leik BÍ og HK, sem fram átti að fara á ísafiröi á laugardag, var frestað þar sem körfuboltaleikur hafði verið settur á sama tíma þar. Liðin mætast ekki fyrr en 20. janúar. Staðan í 2. deild: HK 4 4 0 0 123-70 8 Fylkir 4 3 0 1 103-83 6 Þór A 3 2 0 1 78-69 4 Fram 3 2 0 1 70-64 4 ÍH 3 2 0 1 56-61 4 BÍ 3 1 0 2 80-83 2 Breiðablik 3 1 0 2 72-76 2 Fjölnir 3 0 0 3 44-77 0 Ármann 4 0 0 4 89-132 0 Evrópukeppni meistaraliða í blaki: Holte vann yf irburðasigur Karlahð HK í blaki er úr leik í Evrópukeppninni. HK lék um helg- ina síðari leik sinn gegn danska lið- inu Holte, í Kaupmannahöfn, og mátti þola 3-0 tap eins og í fyrri leik hðanna. Úrslit í einstökum hrinum urðu þessi: 15-0,15-1 og 15-10. Danska liðið hefur verið ósigrandi heima fyrir undanfarinn áratug en HK tókst að veita því nokkra keppni í fyrri leiknum. Orri Björnsson er efstur í stigakeppni landsglímunnar eftir sigurinn á Laug- um í gær. Landsglíman: Orri skellti öllum á Laugum Orri Bjömsson úr KR lagði alla mótherja sína í fyrstu landsglímu vetrarins sem háð var á Laugum í Reykjadal í gær. Hann er þar með búinn aö taka forystuna í stigakeppni vetrarins en landsglíman er nýtt keppnisfyrirkomulag. Mótin eru fjögur og sá sem nær bestum árangri i heild verður krýndur landsglímu- meistari. Orri fékk 5 vinninga en Jón Birgir Valsson úr KR kom næstur með 3 vinninga. Þeir Arngeir Friðriksson, HSÞ, og Helgi Kjartansson, HSK, urðu jafnir með 2,5 vinninga en í úrslitaglímu um þriðja sætið hafði Arngeir betur. Ingibergur J. Sigurðs- son, Ármanni, fékk 2 vinninga en Yngvi Ragnar Kristjánsson, Ár- manni, tapaði öllum sínum glímum. Lárus sigraði í unglingaflokki í unghngaflokki, 16-19 ára, sigraði Lárus Kjartansson, HSK, og hann vann alla fjóra mótherja sína. Pétur Eyþórsson og Ólafur Kristjánsson úr HSÞ urðu jafnir með 2,5 vinninga en Pétur vann úrslitaglímu þeirra um annað sætið. Sveinn R. Júlíusson, HSK, fékk einn vinning en Yngvi H. Pétursson engan. 1. deild kvenna 1 körfuknattleik: Breiðablik og Kef lavík ósigruð Ingíbjörg Hinriksdóttir skrifar: Breiöablik og Keflavik eru enn ósigruð í 1. deild kvenna í körfu- knattleik og Valur, ÍS og Akranes eru enn án stiga, en heil umferð fór fram um helgina. Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í leik Vals og Njarövíkur á laugardag. Valsstúlk- ur leíddu leikinn nær allan tímann en Njarðvíkingar náðu aö jafha leikinn, 50-50, og komast yfir, 54-52. Valsstúlkúr jöfnuöu sföan og fengu framlengingu. Þar voru Njarðvikingar sterkari og sigruðu, 57-59. Signý Hermannsdóttir átti frá- bæran leik í liði Vals og varði m.a. 10 skot og er það ekki oft sem það gerist í íslenskum körfuknattleik. Penny Grindavík vann KR Grindavik sigraði KR, 75-70, í Grindavík. Penny Peppas fór fremst í flokki heimamanna, átti frábæran leik og lék meira fyrir liöið heldur en hún gerði á meöan hun lék með Breiðablikl Guðbjðrg Noröfjörö og Helga Þorvaldsdóttír léku best í liði KR, sem saknaði greinilega Colleen McNamara, en hún fór aftur heim til Bandaríkj- airna á fóstudag. Öruggur sigur Breiðabliks Breiðabhk sigraöi Tindastól með 30 stiga mun, 79-49, í Smáranum. Betsy Harris var stigahæst í liði Breiðabliks meö 21 stig og Hanna Kjartansdóttir skoraði 18. Audrey Codman hafði mikla yfirburði í liði Tindastóls og skoraði 23 stig. Stórsigrar Keflavíkur og ÍR Þá vann Keflavik auðveldan sigur á ÍA, 31-91, á laugardag og á fóstu- dag sigraði ÍR Stúdínur meö 44 stiga mun, 79-35. Linda Stefáns- dóttir skoraði 17 stig fyrir ÍR, Gréta Grétarsdóttir 14 og Anna Dis Svein- björnsdóttir 13. Ulrika Hettler og Þórunn Marinósdóttir skoruðu 8 stig hvor fyrir ÍS. Staðan Staðan í 1. dcild kvenna aö loknum þremur umferðum er þannig: Breiðablik....3 3 0 246-135 6 Keflavík.......3 3 0 225-130 6 Grindavík......3 2 1 218-157 4 Tindastóll.....3 2 1 194-169 4 Njarðvík.......3 2 1 178-183 4 KR............3 2 1 241-186 4 ÍR.............3 1 2 189-177 2 Valur..........3 0 3 162-210 0 ÍS.............3 0 3 97-246 0 Akranes........3 0 3 101-258 0 Linda Stefánsdóttir skoraði meat fyrír ÍR sem vann yfirburðasigur á ÍS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.