Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Síða 7
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 27 DV McDonalds-mótið í körfu: Houston og Drexler í sérf lokki í London - Real Madrid í miklum ógöngum NBA-liö Houston Rockets varö ör- uggur sigurvegari á alþjóðlegu móti sex liöa í körfuknattleik í London um helgina. Meistararnir úr NBA-deild- inni unnu alla leiki sína af miklu öryggi og sýndu og sönnuöu enn einu sinni aö lið utan Bandaríkjanna standa þarlendum liðum enn langt aö baki. Houston lék til úrslita á mótinu gegn ítalska liöinu Bologna og sigraði Houston, 126-112, eftir aö staðan í leikhléi haföi verið 64-57. Clyde Drexler var stigahæstur í liði Hous- ton með 25 stig en Sam Cassell kom næstur honum meö 23 stig. Hjá Bo- logna var Bandaríkjamaðurinn Or- lando Woolridge stigahæstur með 34 stig en Króatinn Arijan Komazec kom næstur meö 21 stig. Mótiö vakti mjög mikla athygh í London og var uppselt á alla leikina. Leikmenn Houston þóttu sýna flestar sínar bestu hliöar þrátt fyrir aö Hakeem Olajuwon gæti ekki leikið meö hðinu vegna meiösla. Eftir aö sigurinn var í höfn sagði Olajuwon: „Þaö var skemmtilegt að sitja á vara- mannabekknum og fylgjast með strákunum í leikjunum. Ég 'er ánægður. Liðið lék eins og heims- meistari. Við sýndum það og sönnuð- um á þessu móti að við erum hinir einu og sönnu heimsmeistarar. Við vorum með besta hðið,“ sagði Olajuwon. Hann er meiddur á oln- boga en vonast eftir að geta leikið á ný með Houston er keppnin hefst í NBA-deildinni þann 3. nóvember. Fyrir mótið var búist við því að Evrópumeistarar Real Madrid myndu einna helst geta staðið í hði Houston. Það gerðist ekki. Lið Real Madrid tapaði fyrir Bologna og aftur fyrir Perth Wildcats frá Ástralíu í leiknum um bronsverðlaunin á mót- inu. James Crawford skoraði 26 stig fyrir vihikettina og Ricky Grace 26 stig. Hjá Real Madrid var Nikola Loncar stigahæstur með 26 stig en Joe Arlauckas skoraði 14 stig. Leik- menn og aðstandendur Real Madrid voru mjög sárir eftir ósigrana gegn Bologna og Perth Wildcats og afsök- uðu sig með mikilli þreytu. Um þess- ar afsakanir Evrópumeistaranna sagði einn leikmanna Perth Wildc- ats: „Ef þeir eru svona þreyttir áttu þeir aldrei að koma á þetta mót.“ Stuðningsmenn Real Madrid voru mjög óhressir með frammistööu sinna manna og nú þykir ljóst að framtíð þjálfara hðsins er óljósari en áður enda hafði hann lýst því yfir að leikurinn um bronsið væri mjög mikilvægur fyrir Real Madrid. í leiknum um 5.-6. sætið sigraði Maccabi Tel Aviv frá ísrael hð Shef- field Sharks frá Englandi meö 107 stigum gegn 89. Tom Chambers skor- aði 25 stig fyrir Maccabi en hjá Sheffield Sharks var Roger Huggins stigahæstur, einnig með 25 stig. Clyde Drexler hjá Houston var kjörinn besti leikmaður mótsins sem kennt er við McDonalds og fer fram árlega. Hann þótti sýna stórkostleg tilþrif og var vel að viðurkenning- unni kominn. Að launum hlaut Drexler bronsstyttu sem kennd er við Drazen Petrovic sem lék lengi með New Jersey Nets og lést í bíl- slysi árið 1993. Þess má geta að mótið fór fram í sjöunda skipti að þessu sinni og hef- ur hð úr NBA-deildinni jafnan leikið á mótinu. FuUtrúar NBAdeildarinn- ar hafa aldrei tapað leik á mótinu. • Hakeem Olajuwon lék ekki með liði sínu um helgina en hitaði þó upp fyrir leiki liðsins. „Við lékum eins og sannir heimsmeistarar," sagði hann þegar sigurinn var i höfn. • Nick Price frá Zimbabwe mátti þola ósigur ásamt félögum sinum gegn sterku liði Skota. Símamynd Reuter DimhlU Cup í golfi: Fyrsti sigur Skotlands - Coltrat fór holu í höggi Sam Torrance tryggði Skotum sig- ur í fyrsta skipti í sögunni á Dunhffl Cup stórmótinu í golfi sem lauk í Skotlandi í gær. Skotar sigruðu hð Zimbabwe í úr- shtum, 2-1. Andrew Coltrat sigraði Tony Johnstone. Coltrat lék á 67 höggum en Johnstone á 71 höggi. Colin Montgomerie lék iha og tapaði fyrir Nick Price. Montgomerie lék á 74 höggum en Nick Price á 68 högg- um. Og loks sigraði Sam Torrance Mark McNulty. Torrance lék á 68 höggum og McNulty á 70. Tojrance hefur átt mjög gott keppnistímabil og þaö var einmitt hann sem tryggöi Evrópuhðinu sigurinn sæta í Ryder Cup keppninni gegn Bandaríkjunum í haust. Torrance var fyrirhði skoska hðsins og hampaöi Dunhih bikarn- um á St. Andrews velhnum í gær. fþróttir Knattspyma: Stoichkov óhress með félagana „Það virðist alltaf vera sama vandamáhö hjá Parma. Gegn smærri liðunum leikum viö ekki nema á hálfum hraða," segir Hristo Stoichkov, Búlgarinn hjá Parma á ítahu. Stoichkov er þekktur fyrir að se'gja hlutina eins og þeir eru og dregur ekki af sér í gagnrýni sinni á lið Parma í kjölfar ófara liðsins gegn „vörubílstjórafélag- inu“ Halmstad í Evrópukeppn- inni í hðinni viku: „Þegar þessi htlu lið leika gegn Parma leggja þau meira á sig en venjulega. Þá leikum víð aldrei eins og við eig- um að okkur. Þetta er spurning um hugarfar og karakter.“ Enskiboltinn: Ferdinand er markahæstur Les Ferdinand hjá Newcastle er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, Ferdinand hefur skorað 15 mörk í 10 leikjum og veriö nær óstöðv- andi. Alan Shearer hjá Blackburn kemur næstur með 13 mörk og gengur betur að.skora hjá Black- bum en enska landshðinu þar sem Ferdinand fær ekkert tæki- færi. Þrír Ieikmenn hafa skorað 11 mörk í úrvalsdeildinni. Þeir eru Teddy Sheringham, Totten- ham, Tony Yeboah, Leeds, og lan Wright, Arsenal. Robbie Fowler, Liverpool, og Paul Scholes, Manc- hester United, koma næstir með 9 mörk. Tennis: Ferreira tók Sampras í bakaríið Wayne Ferreira frá Suður-Afr- íku vann nokkuð óvæntan sigur á einum besta tennisleikara heims, Bandaríkjamanninum Pete Sampras, á Grand Prix móti í Lyon í Frakklandi í gær. Ferreira sigraði 7-6, 5-7 og 6-3 og lék mjög vel. „Þetta var eínn besti leikur minn á ferlinum til þessa. Ég gaf honum ekki tæki- færi á að komast neitt áleiðis all- an leikinn og sigur minn var ör- uggur,“ sagði Ferreira eftir sigur- inn. Hann er í íjórða sæti á listan- um yfir bestu tennisleíkara heims en Sampras er sem stendur í öðru sæti. Bandaríkjamaðurinn Michael Chang vann sigur á stórmóti at- vinnumanna í Peking um helg- ina. Knattspyma: Hollenski knattspyrnumaður- inn John Bosman, sem er fyrr- verandi landshðsmaður Hohands og belgiska liösins Anderlecht, er á fórum frá Anderlecht og mun skrifa undir samning við franska höið Martigues til eins árs á mið- vikudaginn. Bosman lék 22 lands- leiki fyrir Holland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.