Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1995, Qupperneq 1
6. NÓVEMBER. 1995
IÞROTTIR
Getraunir:
Enski boltinn:
11x-22x-11x-1112
ítalski boltlnn:
txx-121-x21-11x2
Lottó 5/38:
1 314 21 29 (16)
ifliiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiUtiiiiiíii
Cogicí
Fylki
Bosníumaðurinn Enes Cogic er
genginn í raðir Fylkis og mun leika
með Árbæjarliðinu í 1. deildinni í
knattspymu á næsta keppnistíma
bili. Cogic er sterkur vamarmaður
sem leikið hefur með ÍR-ingum síð-
ustu tvö árin en þar á undan lék
hann eitt tímabil með Haukum.
Cogic er ætlað að fylla skarð Guð
mundar Torfasonar sem lék sem afl-
asti vamarmaöur með liðinu i sum-
ar. Þetta em einu breytingamar sem
hafa átt sér stað á leikmannahópi
Fylkis.
Grindavík og ÍBV
á eftir Þórhalli
Eins og kom fram í DV í síðustu
viku er Þórhallur Dan Jóhannsson
með tilboð frá norska 2. deildar liðinu
Stryn og í samtali við DV i gær sagð-
ist Þórhallur ekki hafa tekið ákvörð-
un hvort hann færi til Noregs. Þór-
hallur hefur ekki skrifað undir
samning við Árbæjarliöið og sam
kvæmt heimildum DV hafa Grinda-
vik og ÍBV áhuga á að fá hann í sín-
ar raðir. GH
Mourning
til Miami
Bandaríska körfuknattleiksliðið
Miami Heat gekk á fostudagskvöldið
frá kaupum á hinum snjalla fram-
herja frá Charlotte, Alonzo Mouming.
Félögin skiptu á þremur leikmönnum,
auk Moumings fóm bakvöröurinn
Pete Myers og miðherjinn LeRon Ellis
til Miami, en Charlotte fékk í staöinn
bakvörðinn Glen Rice, miðherjann
Matt Geiger og bakvörðinn Khalid
Reeves.
Mouming skrifaði undir fjögurra
ára samning við Miami og talið er að
hann sé 2,8 milljarða króna virði.
Hann lenti i launadeilum við stjóm
Charlotte sem neitaði að greiða hon-
um 845 miUjónir króna á ári í fjögur
ár. Mouming hefur tvivegis verið
valinn í stjömuleik NBA-deildarinnar
og skoraði 30 sinnum 30 stig eöa meira
fyrir Charlotte síðasta vetur.
Mouming lék sinn fyrsta leik með
Miami í fyrrinótt og liðið vann ömgg -
an sigur á Cleveland. FjaHað er um
NBA-deildina á bls. 28.
Shearer til
Newcastle?
Ensk blöð skýrðu frá því í gær
að Kevin Keegan, fram-kvæmda-
sfjóri enska knattspymufélagsins
Newcastle, hygðist bjóða Black-
bum einn milijarð króna í enska
landsliösmið herjann Alan Shearer.
Newcastle er komið með ftmm
stiga forystu í úrvalsdeildinni en
Keegan virðist ekki ætla að láta
þar viö sitja og framlína liðsins
yrði orðin ógnvænleg með bæði
Shearer og Les Ferdinand, sem
hefur gert 17 mörk á tímabilinu.
Þá er reiknað með því að
Middlesborough reyni að fá til sin
hinn sóknarmann Blackbum.Chris
Sutton.
Gunnar þjálfar Hácken
- fyrsta verkefnið að finna íslenskan leikmann fyrir liðið
Gunnar Gíslason
Fréttaritari:Eyjólfur Harðarson, DV, Svíþjóð:
Gunnar Gíslason, fyrrum
landsliðsmaöur í knattspymu,
hefur verið ráðinn aðstoðar-
þjálfari hjá sænska 1. deildar
liðinu Hacken. í samtali við
DV í gær sagði Áke Nilsson,
framkvæmdastjóri Hácken, að
innan 14 daga yrði ákveðið
hvort ráðinn yrði aðalþjálfari
hjá félag inu en ef ekki þá yrði
Gunnar einn við stjómvölinn.
Pyrsta verkefni Gunnars er
að fara til Ungverjalands og
fylgjast með leikjum íslendinga
og Ungverja í Evrópukeppni
landsliða, u-21 árs leiknum og
A-leiknum. „Við viljum endi-
ega fá íslenska leikmenn í
okkar raðir því við náum
engum árangri ef við höfðum
ekki íslending í liðinu,“ sagði
Nilsson við DV.
Gunnar er ekki ókunnugur
félaginu því hann lék með
liðinu í samtals fjögur ár.
Fyrst árin 1989-1991 og síðan
1993 en á milli köm hann heim
til íslands og þjálfaði og lék
með KA. Síðustu tvö árin
hefur Gunnar verið aðstoðar-
þjálfari hjá sænska 3. deildar
liðinu Lerum jafnframt því
sem hann hefur leikið með
liðinu.