Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1995 27 Úrvalsdeildin í körfubolta: Þetta er allt að smella hjá okkur - sagði Guðjón Skúlason eftir sigur Keflavíkur á KR Bjöm Leósson skriíar: „Þetta hefur verið erfið törn að undanfórnu, 4 leikir á 8 dögum og þessi leikur var aUs ekki léttur. Þeir voru aldrei langt undan, en sigur okkar var þó aldrei í hættu. Sóknin var ekki nógu góð hjá okkur, en við bættum það upp með góðri vörn þar sem þeir skoruðu aðeins 32 stig á okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Guöjón Skúlason Keflvíkingur, eftir öruggan 73-88 sigur á Nesinu. Heimamenn náðu sér aldrei al- mennilega á strik að þessu sinni. Aðeins þeir Bow og Herman voru sjálfum sér líkir, en villuvandræði settu verulega strik í reikninginn hjá liðinu. fngvar Ormarsson komst til dæmis aldrei inn í leikinn, en hann var í villuvandræðum frá fyrstu mín- útum. Baráttan var í lagi í vörninni, en í sókninni gekk erfiðlega að kom- ast í gegnum svæðisvörn gestanna. Sterk vörn hjá Keflavík Keflvíkingar léku vörnina mjög vel og ófáa boltana hirtu þeir af heima- mörmurn. Burns og Guðjón voru góð- ir í sókninni og Gunnar Einarsson kom sterkur inn undir lokin. Falur stjómaði sókninni vel, en Jón Kr. hefur flutt sig yflr í stöðu framherja. Sóknin hefur oft gengið betur og hittnin var slök eins og hjá KR- ingum. Reyndar virðast flest liðin í deildinni eiga nokkuð langt í land að ná jafn góðum leikjum og t.d. í fyrra og gæti skýringin verið sú að upp til hópa séu leikmenn séu yfirleitt ekki komnir í sitt besta form. „ Já, liðin virðast almennt ekki vera komin á fulla ferð. En þetta er allt að smella saman hjá okkur. Næstu leikir verða erfiðir, gegn Haukum, Njarðvík, ÍR og Tindastóli, en barátt- an í riðlinum okkar er mjög hörð. Við erum með breiðan og góðan hóp og ætlum okkur alla leið,“ sagði Guð- jón Skúlason Keflvíkingur. Ekki búiðaðfinna eftirmann Axels KR-liðið lék undir stjórn Kristins Vilbergssonar, framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildar KR, í þessum leik, eins og gegn Tindastóli á fimmtudag. Ekki hefur enn verið fundinn eftirmaður Axels Nikulás- sonar, sem hætti með liðið í síðustu viku. Að sögn Sófusar Guðjónssonar, formanns deildarinnar, munu þau mál skýrast 'fiótlega í vikunni. KR-Keflavík (32-42) 73-88 3-2, 11-9, 16-22, 22-26, 22-36, 32-42. 40-53, 52-59, 58-70, 68-80, 73-88. Stig KR: Jonathan Bow 28, Her- mann Hauksson 24, Óskar Kristj- ánsson 8, Ósvaldur Knudsen 6, Lárus Árnason 4 og Arnar Sig- urðsson 3. Stig Keflavíkur: Lenear Burns 28, Guðjón Skúlason 24, Falur Harðarson 12, Albert Óskarsson 8, Gunnar Einarsson 7, Sigurður Ingimundarson 6 og Jón Kr. Gísla- son 1. Fráköst: KR 27 (Bow 19, Ósvald- ur 10), Keflavík 33 (Bums 15). 3ja stiga körfur: KR 4, Keflavík 5. - Stoðsendingar: KR: Lárus 13, Keflavík: Falur 7. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Bender: Mjög smámuna- samir og kom það niður ó leiknum. Áhorfendur: Um 250. Maður leiksins: Lenear Burns, Keflavik. Staðan A-riðill: Keflavík....11 9 2 1045-883 18 Haukar.......11 9 2 942-789 18 Tindastóll... 1-1 8 3 856-826 16 Njarövík.....11 8 3 986-867 16 ÍR...........11 6 5 916-875 12 Breiðablik... 11 2 9 860-1042 4 B-riðill: Grindavik... 11 7 4 1027-872 14 KR...........11 6 5 935-933 12 Skallagr.....11 5 6 846-876 10 Þór A........11 4 7 919-912 8 Akranes......11 2 9 874-992 4 Valur........11 0 11 725-1064 0 Stigahæstir: Milton Bell, Akranesi....;...281 JonathanBow.KR...............268 Michael Thoele, Breiðabliki..267 Torrey John, Tindastóli......264 Teitur Öriygsson, Njarðvík....... 250 Fred Wilbams, Þór.......... 248 Herbert Araarsson, ÍR........235 fþróttir Kristinn Vilbergsson stjórnar KR-ingum á meðan ekki hefur fundist arftaki Axels Nikulássonar. Kristinn hefur ástæðu til að vera áhyggjufullur. DV-mynd ÞÖK StaðaÍA orðin slæm Daníel Ólafsson, DV, Akranesi: Það var mikið skorað á Skagan- um í gærkvöldi og enn einu sinni urðu heimamenn að játa sig sigr- aða í úrvalsdeildinni. Nú voru það Njarðvíkingar sem unnu auðveldan sigur á Skagamönn- um, 117-91. Njarðvíkingar náðu strax góðu forskoti en góður kafli heima- manna í fyrri hálfleik varð þess valdandi að munurinn var lítill í hálfleik. í síðari hálfleik yfirspil- uðu Njarðvíkingar Skagamenn hins vegar algerlega. Staðan Skagamanna er orðin allt annað en glæsileg og þeir verða að taka sig verulega á ef þeir ætla að halda sæti sínu f deildinni. Bestir í liði Skagamanna voru þeir Milton Bell, Elvar Þórólfsson og Haraldur Leifsson, og hjá Njarðvíkingum voru þeir Teitur Örlygsson, Rondey Robinson og Kristinn Einarsson bestir. Akmnes - Njarðvík (42-50) 91-117 7-10, 11-22, 21-31, 34-44, (42-50), 48-63, 67-82, 72-92, 91-117. Stig ÍA: Milton Bell 31, Elvar Þórólfsson 17, Haraldur Leifsson 16, Jón Þ. Þórðarson 10, Bjarni Magnússon 8, Dagur Þórisson 7, Guðmundur Sigurjónsson 2. Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygs- son 30, Rondey Robinson 21, Krist- inn Einarsson 20, Friörik Ragnars- son 16, Jón Júlíus Ámason 9, Jó- hannes Kristbjömsson 8, Rúnar Árnason 7, Páll Kristinsson 6. Fráköst: 3ja stiga körfur: IA 7, Njarövík 7. Dómarar: Georg Andrésson og Bergur Steingrímsson, dæmdu vel. Áhorfendur: Um 200. Maðurleiksins: Milton Bell, ÍA. Bragi fór ákostum Einar Páisson, DV, Borgamesi: „Þetta var mikilvægur sigur eftir frekar slakt gengi upp á síðk- astiö. Þetta gekk upp frá fyrstu mínútu. Ég vona aö við séum komnir á rétta braut,“ sagði Tóm- as Holton, þjálfhri Skallagríms, eftir leikinn. - Leikurinn var ójafn strax frá fýrstu mínútu og fijótlega dró í sundur með liðunum. Það var ljóst eftir upphafsmínúturnar i hvaö stefhdi. Heimamenn tóku öll völd á vellinum og voru búnir að gera út um leikinn í leikhléi. Bragi Magnússon fór á kostum í liði Skallagrims. Þá var Sigmar Egilsson sterkur en Borgnesingar gátu leyft sér þann munað að hvíla Ermolinskij mestallan síð- ari háliMkinn. í liði Blika var Halldór Krist- mannsson einna bestur. Skallagr - Breiðabl (49-23) 96-67 10-7, 22-13, 34-18, (49-23), 58-28, 67-36, 78-56, 85-60, 96-67. Stig Skallagríms: Bragi Magn- ússon 40, Ermolinskij 12, Grétar Guölaugsson 11, Sigmar Egilsson 10, Gunnar Þorsteinsson 6, Ari Gunnarsson 5, Tómas Holton 5, Sveinbjörn Sigurðsson 3, Guðjón Þórisson 2, Andri Theodórsson 2. Stig Breiðabliks: Michael Tho- ele 27, Halldór Kristmannsson 17, Daði Sigurþórsson 6, Erlingur Erl- ingsson. 5, Birkir Mikaelsson 5, Agnar Ólsen 4, Einar Hermanns- son 2, Finnur Sigurðsson 1. Fráköst: Skailagrímur 41, Breiðab 38. 3ja stiga körfur: Skallagr 8, Breiðabi 6. Dómarar: Rögnvaldur Hreið- arss. og Einar Einarsson. Áhorfendur: 369. Maður leiksins: Bragi Magnús- son, SkaUagrími. ÍR-ingarréðu ekkiviðBirgi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þegar stjömurnar eiga ekki góðan leik verður einhver að taka af skarið. Mér gekk mjög vel og ég er ánægður með að nú náðum við að hefja leikinn vel en sátum ekki eftir eins og svo oft áður,“ sagði Birgir Birgisson, hetja Þórs- ara þegar þeir unnu ÍR-inga, 86-75. Birgir er yfirleitt ekki með stigahæstu mönnum í liði Þórs en hins vegar ákaflega mikilvæg- ur liðinu fyrir baráttu sína, góöan varnarleik og fráköst. Leikurinn var jafn allan tím- ann, byrjunin mjög góð og fjörug hjá báðúm liðum og Herbert hélt ÍR-ingum inni í leiknum með frá- bærri hittni í fyrri hálfleik. í síð- ari hálfleik var það barátta og aftur barátta sem fram fór á vell- inum en minna um falleg tilþrif. Hefði Herbert ekki veriö jafn „heitur" framan af og raun var á hefði ÍR fengið skell: Sem fyrr sagði var Birgir langbestur Þórs- ara og Kristinn átti ágæta spretti. Þór-ÍR (42-37)80-75 4—4, 16-6, 27-25, 33-25, 33-34, (42-37), 46- 50, 52-50, 57-58, 65-70, 84-70, 78-75, 80-75. Stig Þórs: Birgir Birgisson 23, Kristinn Friðriksson 20, Fred Will- iams 14, Konráð Óskarsson 9, Kristján Guðlaugsson 9, Hafsteinn Lúðvíksson 3, Stefán Hreinsson 2. Stig ÍR: Herbert Arnarson 31, Rodes 12, Eiríkur Önundars. 10, Jón Öra Guðmundss. 7, Guðni Ein- arsson 6, Márus Amarson 4, Broddi Sigurðsson 3, Eggert Garðarsson 2. Þriggja stiga körfur: Þór 7, ÍR 5. Fráköst: Þór 34, ÍR 38. Dómarar: Leifur Garðarsson og Helgi Bragason, mjög góðir. Áhorfendur: Um 200. Maður ieiksins: Birgir Birgis- son, Þór. Sigfúsátti stórleik Ingibjörg Hiniiksdóttir skiiíar: Sigfús Gissurarson átti stórleik þegar Haukar lögðu Valsmenn aö Hlíðarenda í gær, 75-94. Með sigr- inum halda Haukar stöðu sinni á toppi A-riðils ásamt Keflavík. Valsmenn teíldu fram nýjum bandarískum leikstjómanda í gær, Ronald Bayleis. „Mér líst bara vel á strákinn. Þaö munaði mikið um það að Ragnar Jónsson lék ekki með og það verður gott að fá hann aftur inn í leikinn. Hins vegar verðum við að spiia af meiri skynsemi heldur en við gerðum í seinni hálfleik. Ronald virðist vera mjög góöur, hann er góður leikstjómandi, fer vel með boltann, á góðar sendingar og getur skorað þegar á því þarf aö halda,“ sagði Torfi Magnússon, þjálfari Vals. Valur - Haukar (37-41) 75-94 6-5, 5-11, 17-18, 19-26, 32-33, (37-41), 37-47, 45-47, 48-57, 54-70, 60-81, 63-86, 75-94. Stig Vals: Ronald Bayleis 27, Bergur Emilsson 13, Bjarki Gú- stafsson 12, Bjarki Guðmundsson 10, Ivar Webster 7, Sveinn Zóega 4 og Guðmundur Guðjónsson 2 Stig Hauka: Sigfús Gissurarson 28, Jason Willford 23, Sigurður Jónsson 9, Pétur Ingvarsson 8, ívar Ásgrimsson 8, Þór Hermannsson 7, Jón Amar Ingvarsson 6, Guðni Hafsteinsson 3 og Björgvin Jóns- son 2. Fráköst: Valur 31, Haúkar 24 3ja stiga körfur: Valur 8/22, Haukar 9/18 Vítanýting: Valur 14/16, Haukar 9/17 Dómarar: Kristján Möller og Þorgeir Jón Júlíusson, þokkalegir. Áhorfendur: 175 Maður leiksins: Sigfús Giss- urarson' Haukum Hefekkiséð þaðsvartara Ægir Mar Karason, DV, Suöumesjum:: „Það gekk nánast allt upp hjá okkur og áttum við stórgóða kafla í leiknum þar sem gestirnir sáu ekki til sólar,“ Saagði Friörik Rúnarsson, þjálfari Grindvík- inga, eftir stórsigur á spútnikliði Tindastóls, 97-68. Það voru flestir sem bjuggust við hörkuleik en annað kom á daginn. Grindvíkingar tóku fljót- lega öll völd og voru búnir að gera út um leikinn í fyrri hálf- leik. Stólarnir virkuðu mjög þreyttir og þungir en heimamenn léku vel og eru í uppsveiflu. „Ég hef ekki séð það svartara í þau 2 ár sem ég hef verið með liðið. Þetta var lélegasti leikur okkar og stærsta tapiö. Það gekk ekkert upp hjá okkur,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls. Liðsheild Grindvíkinga skóp sigurinn en hjá Tindastóli var Torrey allt í öllu. Grindavík - Tindastóll (47-31) 97-68 2-4, 9-9, 15-9, 30-18, 30-23, 43-23, (47-31), 67-37, 83-52, 90-55, 97-68. Stig Grindavíkur: Herman My- ers 24, Helgi Guðfmnsson 15, Guö- mundur Bragason 13, Hjörtur Harðarson 13, Marel Guðlaugsson 9, Unndór Sigurðsson 8, Páll Vil- bergsson 6, Ingi K. Ingólfsson 6, Sigurbjörn Einarsson 3. Stig Tindastóls: John Torrey 34, Arnar Kárason 9, Lárus D. Pálsson 8, Pétur Guðmundsson 7, Hinrik Gunnarsson 6, Baldur Einarsson 3, Ómar Sigmarsson 2. Fráköst: Grindavík 34, Tinda- stóll 29. 3ja stiga körfur: Grindavík 10, Tindastóll 5. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson, góðir. Áhorfendur: 420. Maður leiksins: Herman Myers, Grindavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.