Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1995, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1995, Page 3
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1995 23 DV Knattspyma: Schusteráförum frá Leverkusen? Erich Ribbcck, þjálfari þýska knatíspymuliðsins Bayer Le- verkusen, sagði á laugardaginn að hinn srýalli en erfiði Bemd Schuster myndi ekki framar leika með liðinu, alla vega ekki á með- an hann væri þjálíari. Ribbeck setti Schuster út úr hópnum fyrir leik gegn Hamburger SV á fostu- dagskvöldið og svipti hann fyrir- liðastöðunni en Rudi Völler var valinn fyrirliði í hans stað. Schuster er 35 ára gamall og samningur hans við Leverkusen er til vorsins 1997. Hann mætti á leikinn við Hamburger og tók sér sæti á varamannabekknum. Áhorfendumir hrópuðu nafn hans og heimtuðu að Ribbeck yrði rekinn. „Schuster átti ekki að vera þarna, hann hefði átt að halda sig heima. Nærvera hans hafði ekki góð áhrif á liðið," sagði Rudi Völler. Bochumerað stingaaf Þórður Guðjónsson og félagar í Bochum gerðu góða ferð til Jena í gamla Austur-Þýskalandi á fóstudagskvöldið en þeír unnu þá heimamenn, 0-4, í þýsku 2. deild- inni í knattspymu. Bochum er komið með fimm stiga forystu og stefnir beina leiö í l. deildina á ný. „Þetta var miög góður sigur því Jena var í fimmta sætinu. Við emm með miklu sterkara liö en í fyrra og spilum mun skemmti- legri fótbolta og ég er n\jög bjart- sýnn á að við fómm upp,“ sagöi Þórður við ÐV í gær. Hann leikur á miðjunni hjá Bochum. Eyjólfur Sverrisson og félagar í Herthu gátu ekki leikið um helg- ina, leik þeirra viö Mannheim var frestað vegna si\jókomu í Berlín. Bochmn er meö 32 stig, Duis- burg 27, Bielefeld 26 og Leipzig 25 Stig. Keeganhorfði áBlomqvist Kevin Keegan flaug tíl Svíþjóð- ar í síðustu viku til að horfa á sænska snillinginn Jesper Blomqvist, sem leikur með IFK Gautaborg, en Keegan hefur mik- inn áhuga á að fá Blomqvist til liðs viö Newcastle. Juninhoíburtu ísexvikur Allt bendir til þess að Juninho, nýja síjarnan hjá Middlesboro, missi af síðustu sex vikum enska keppnistímabilsins. Á þeím tíma fer fram undankeppni Suður- Ameríku fyrir ólympíuleikana í Atlanta og Juninho er lykilmaður í liði Brasiliu undir 23 ára og verður örugglega kallaður heim í keppnina. HMíRússlandi árið 2006? Joe Havelange, forseti Alþjóða knattspymusambandsins, hitti Viktor Chemomyrdin forsætis- ráðherra Rússa að máli í Moskvu í gær, og ræddu þeir saman um möguleika Rússa á að halda heimsmeistaramótiö í knatt- spyrnu í Rússlandi árið 2006. Belgía Club Brugge - Molenbeek... Waregem - Ekeren StTruiden - Charleroi ....3,0 ....1-0 ....4-1 Mechelen -Lierse ....0-0 Anderlecht-CercleBrugge.. ....3-0 Beveren - Standard Liege ....0-0 Harelbeke - Gent ....O-l Antwerpen-Lommel ....4-1 Seraing- Aalst..... ....2-4 Club Brugge er meö 31 stig, And- erlecht 30, Lierse 29 og Mólenbeek 27 stig. íþróttir Patrekur Jóhannesson i baráttu við varnarmenn Rússa. íslensku leikmönnunum gekk illa að finna glufur i rússneska varnarmúrnum í gær og skoruðu aðeins 14 mörk. Rússland-ísland 1 Evrópukeppni landsliða í handknattleik: Af leitur sóknarleikur og skellur í Moskvu - íslenska liðið skoraði fimm mörk í seinni hálfleik og Rússar unnu, 22-14 Rússar hefndu ófaranna gegn ís- lendingum í Evrópukeppni landshöa í handknattleik frá því í síðustu viku þegar þeir unnu átta marka sigur, 22-14, á heimavelli sínum í CSKA höllinni í Moskvu í gær. Rússar höfðu yfirhöndina í leikhléi, 12-9, og í síðari hálfleik juku þeir muninn og jafnt og þétt. Byijunin lofaði góðu, íslendingar ' skomðu fyrsta markið og leikurinn var jafn lengi vel í fyrri hálfleik. Undir lok hálíleiksins sigu Rússarnir fram úr og höfðu þriggja marka for- skot í leikhléi. í síðari hálfleik fór að síga á ógæfu- hliðina hjá íslenska liðinu. Hver sóknin af annarri fór forgörðum og það færðu Rússarnir sér vel í nyt. Það var afar slakur sóknarleikur, einkum í síðari hálfleik, sem varð íslenska hðinu að falli. Andrei Lavrov, markvörður Rússa, var í miklu stuði og hvað eftir annað varði hann frá íslensku leikmönnunum. Eins og í leiknum í Kaplakrika var vamarleikur íslenska liðsins góöur og Guðmundur Hrafnkelsson stóð fyrir sínu í markinu. • Mörk íslands: Júlíus Jónasson 3, Valdimar Grímsson 3/2, Dagur Sig- urðsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Pat- rekur Jóhannesson 2, Gunnar Bein- teinsson 1, Ólafur Stefánsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkels- son 12/2, Bergsveinn Bergsveinsson 1/1. Evrópukeppnin 1 handknattleik: Danir unnu tvo sitpa á Utháum Danska karlaliðið í handknattleik vann tvo sigra á Litháum í Evrópu- keppni landshða um helgina. Fyrri leikurinn fór 22-20 og sá síðari 24-20 eft- ir að staðan hafði veriö jöfn í hálfleik, 11-11. í þessum sama riðh unnu Sviss- lendingar öruggan sigur á Þjóðveijum, 23-16. Danir eru efstir í riðlinum með 7 stig, Svisslendingar og Þjóðverjar hafa 3 stig og hafa leikið einum leik minna og Litháar reka lestina með 1 stig. Þær þýsku bestar Þjóðveijar sigruðu á sex landa móti í handknattleik kvenna sem lauk í Noregi í gær. Þýsku stúlkurnar lögðu stöllur sínar frá Rússlandi í síðustu umferðinni í gær og hlutu fullt hús stiga eða 10 stig. Dönsku stúlkurnar sem lögðu þær norsku í gær, 25-29, urðu í öðru sæti með 8 stig. Noregur hafnaði í þriðja sæti með 6 stig. Svíþjóö sem lagði Tékklandi, 17-20, varð í fjórða sæti með 4 stig, Rússland í fimmta sæti með 2 stig og tékknesku stúlkurnar ráku lestina með ekkert stig. Auðunní ham í Garðabænum Mikið metaregn var á bikarmóti Kraftlyftingasambands íslands sem fram fór í Garðaskóla í Garðabæ um helgina. Jón Gunnarsson setti ís- landsmet í hnébeygju þar sem hann lyftd 340 kg og í bekkpressu þar sem hann lyfti 195 kg. Björgúlfur Stefánsson tvíbætti íslandsmetið í bekk- pressu, lyfti fyrst 208 kg og síðan 210 kg. Auðunn Jónsson bætti öll unglingametin í sínum flokki og tvíbætti sum. Þá setti Auðunn íslandsmet í hnébeygju þegar hann lyfti 360,5 kg og bætti þar meö átta ára gamalt met Haröar Magnússonar. Auðun tví- bætti metiö í samanlögðu, fyrst í 917,5 kg og svo i 930 kg. Gamla metiö átti Guöni Sigurjónsson, 915 kg, sem hann setti á HM árið 1993 og hlaut silfurverðlaun. Veitt voru verölaun fyrir besta stigaárangur í einstökum greinum og fékk Jón Gunnarsson verðlaun fyrir hnébeygju en Auðunn Jónsson fékk öll hin verðlaunin, í bekkpressu, réttstöðulyftu og í samanlögðu. Jóhannes Eiríksson setti unglingamet í bekkpressu þar sem hann lyfti 130 kg, i réttstööulyftu 231 kg og í samanlögðu 585 kg. Hjalti „Úrsus“ Árnason keppti eftir fjögurra ára hlé og varð sterkasti maður mótsins. Hann lyfti 360 kg í hnébeygju, 230 kg í bekkpressu, 350 kg í réttstöðulyftu og þvi samanlagt 940 kg. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.