Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1995, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1995, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1995 25 iinnar eflaust góður styrkur í baráttunni Helgi í Stjörnuna Helgi Björgvinsson, varnarmaður- inn sterki sem lék með Keflvíkingum' í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar, er genginn til liðs við Stjörnuna. Helgi lék mjög vel með Keflvíkingum í sumar í stöðu aftasta varnarmanns og styrkir hann örugglega Garðabæj- arliðið til muna en liðið vann sér eins og kunnugt er sæti í 1. deildinni á næstu leiktíð. „Það er ekki spurning að Helgi er mjög góður liðsstyrkur fyrir okkur. Við ætlum okkur stóra hluti á næstu leiktíð og ég reikna með að fleiri nýir leikmenn eigi eftir að bætast í hópinn,“ sagði Þórður Lárusson, þjálfari Stjörnunnar, við DV í gær. Helgi er annar nýi leikmaðurinn sem Stjörnumenn fá en á dögunum gekk Reynir Björnsson til lið við fé- lagið frá HK. -GH Olga valin leik- maður vikunnar - í bandarísku háskóladeildinni Knattspyrnukonan Olga Færseth, sem leikur með bandaríska háskóla- hðinu Brewtön Parker í Georgíu, var í síöustu viku valin besti leikmaður háskóladeildarinnar. Vahð er miili allra leikmanna sem taka þátt í háskólakeppninni um öll Bandaríkin og er þetta því mikill heiður fyrir Olgu. „Þetta kom mér mjög á óvart. Valið er einu sinni í viku og stendur á milli allra leikmanna háskóladeild- arinnar í Bandaríkjunum og því mörg þúsund leikmenn sem keppa að þessum titli. Enginn leikmaður Brewton Parker hefur hlotið þennan titil í þrjú ár svo þetta er mikill heið- ur fyrir mig. Ég held að ég hafi sjald- an leikið betur og er búin að skora 30-40 mörk í 10 leikjum,“ sagði Olga í samtali við DV. -ih íþróttir 2. dejldar hði Þróttar, Reykjavik, í knattspyrnu hefur borist liösauki fyrir næsta keppnistímabil. Þorsteinn Halldórsson og Einar Örn Birgisson hafa báðir skrifað undir 2ja ára samning við félagið. Þorsteinn kemur frá FH, þar sem hann hefur leikið undanfarin ár, en hann lék áður með KR og Þrótti, Neskaupstað. Einar Örn lék með Víkingi á síðustu leiktíð en þar á undan lék hann með Valsmönnum. Ágúst Hauksson verður áfram við stjórnvöhnn hjá Þrótturum en hann hefurþjálfaðogleíkiðmeðÞróttiundanfarintvöár. -GH Daníel Ólafeson, DV, Akranesi: Brynjar Karl Sigurðsson körfuknattleiksmaður, sem ieikið hefur með Skagamönnum, hefur gengið frá félagaskiptum frá Akranesi til síns gamla félags, Vals. Brynjar hefur ekki fundið sig í hði Skagamanna á þessu keppnistímabih og éftir fund með forráðamönnum Akraness varð það að samkomulagi að Brynjar færi aftur til Vals. Rosenborg varð í gær norskur bikarmeistari í knattspymu þegar liðið lagöi Brann, lið Ágústs Gylfasonar, 3-1, i endurteknum úrshtaleik á Uhevaal-leikvanginum í Ósíó. Brann náði forystu í leiknum með marki frá Inge Ludvigsen á 21. mín- útu en aðeins mínútu síðar jafnaði Tom Káre Staurvik úr vítaspyrnu. Erik Hoftun bætti við öðru á 37. mínútu og Steffen Iversson innsiglaði sigur Rosenborg með marki á 50. mínútu. Eins og í fyrri úrshtaleik liöanna, þar sem úrslitin urðu 1-1, var Ágúst Gylfason eiim af bestu leikmönnum Brann í leiknum. Liö Rosenborg hefur haft mikla yfirburði i norsku knattspyrnunni und- anfarin ár. Liðið vann deildarkeppnina með yfirburðum og hefur unniö' tvöfalt undanfarin fjögui’ ái\ -GH/DÓ Tvö íslandsmet voru sett á unglingameistaramóti íslands sem fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Örn Arnarson, SH, bætti drengjamet Eðvarðs Þórs Eðvarssonar, Njarðvík, í 200 metra baksundi í 2:14,38 mín. en gamla metið var 2:14,60 mín. Tíminn dugði honum til sigurs í pilta- flokki. Öm var einnig i piltasveit SH sem setti íslenskt met í 4x50 metra fjórsundi, hlaut tímann 1:55,22 mín. Gamla metiö var 1:55,73 mínútur. - NánarummótiðáunglingasíöuDV. -Hson Kl. 12 í dag opnum við langstærstu útsölu á notuðum bílum sem haldin hefur verið. Yfir 130 bílar. Meiri afsláttur en nokkru sinni fyrr. Opið frá kl. 12 til 22 - aðeins þessa viku (5f£> TOYOTA ■■■ Notaðir bflar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.