Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Síða 4
20 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 Mariah Carey — Daydream Stöðnuð Ég neita að trúa því að Mariah Carey sé stöðnuð fyrir lífstíð. Til þess er hún ailt of ung. Formúlan sem hún datt niður á fyrir tveimur eða þremur plötum er hins vegar orðin nokkuð slitin og mætti söngkonan gjarnan fara að sýna dálitla ævintýralöngun, til dæmis með því að skipta um samstarfsmenn og sjá hvort sköpunin tekur ekki óvænta og ferska stefnu. Það er svo sem ekki margt upp á plötuna Daydream að klaga nema helst það að manni fmnst allt hljóma eins og maður hafi heyrt það áður; rafmagnstrommusláttur, tölvubassi, gervistrengir. Helst að bregði fyrir lifandi gítar en þá er farið afar sparlega með hann. Mariah Carey er óumdeilanlega þokkalegasti lagasmiður en þegar þeim er pakkað í sömu umbúðimar aftur og aftur hætta þau að njóta sín. Meira að segja lagið Open Arms, sem hún fékk lánað frá hljómsveitinni Journey, fellur í heildina eins og flís við rass þegar búið er að fremja það á tölvutromm- ur, tölvubassa og fleiri tölvur. Frú Carey sagði i nýlegu viðtali að henni væri sífellt að aukast sjálf- straust í lífinu og langaði til að hafa meiri afskipti af hijóðversvinnu. laga sinna en hingað til. Vonandi tekst henni að hrista svo upp i sjálffi sér fyrir næstu plötu aö hún hljómi ekki nákvæmlega eins og þær næstu á undan. Ásgeir Tómasson itri* 3 1 Sónata — Hugarflugur irki Ovenjuleg og efnileg hljómsveit Það er ljóst að plötuútgáfa er að taka stakkaskiptum hér á landi með aukinni tækni og lækkandi upptöku- kostnaði. Á markaðinn streymir hver platan á fætur annarri sem við- komandi listamenn eða hljómsveitir gefa út á eigin kostnað. Um þetta er bara gott eitt að segja, breiddin og fjölbreytnin eykst og fleirum gefst tækifæri á að láta fjöldann í sér heyra. Hljómsveitin Sónata er einn af þessum nýju vaxtarbroddum á mark- aðnum og kemur þægilega á óvart. Tónlistin er vissulega af gamalkunn- um toga; ballöðupopp, en það er hljóðfæraskipan sveitarinnar og aðstoð- armanna hennar sem vekur athygli nú á tímum tölvuvæddra hljóðfæra. Til viðbótar hefðbundnum hljóðfærum er óbó til dæmis eitt af fastahljóð- færum hljómsveitarinnar og svo kemur heill strengjakvartett við sögu, Silkikvartettinn sem samanstendur af tveimur fiðlum, selfói og lágfiðlu. Þá má ennffemur heyra í trompeti, horni og kontrabassa. Lögin eru öll frumsamin af Einari Erni Jónssyni, píanó-, bassa- og hljómborðsleikara Sónötu utan eitt sem hann semur með Þorsteini Ein- arssyni gítarleikara. Einar Örn semur líka texta og syngur ásamt hin- um liðsmönnum Sónötu, þeim Önnu S. Þorvaldsdóttur, Gunnari Bene- diktssyni, Jóni Jósep Snæbjömssyni og Theódóru Lind Þorvaldsdóttur. En þrátt fyrir fjölbreyttan söng er hann um leið veikasti hlekkur plöt- unnar; það heyrist um of að óvanir og óslípaðir söngvarar eru á ferð- inni. Hugsanlega hefði með meiri tilkostnaði mátt slípa mestu vankant- ana af söngnum en þá kemur aftur að því atriði að lykillinn að útgáfu af þessu tagi er lítill kostnaður. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að Einar Öm Jónsson er sérlega efnilegur lagasmiður; hér er hvert lagið öðm faUegra og hver veit nema að þessi plata verði til þess að vekja á honum athygli þannig að Sónata geti kostaö meim til næst. Hún á það skilið. Sigurður Þór Salvarsson XIII — Serpentyne ** Magn er ekki sama og gæði Serpentyne er önnur plata hljómsveitar- innar XHI og það má ljóst vera að hér em metnaðarfúllir menn á ferð enda fékk fyrsta plata sveitarinnar prýðisviðtökur. Prímusmótor hljóm- sveitarinnar er Hallur Stefánsson sem syngur, leikur á gítar, trommur, píanó og munnhörpu og semur auk þess öll lög og texta. Hallur er auð- heyrilega hæfileikarikur lagasmiður en kappið er hins vegar meira en forsjáin sem glöggt má sjá af því að á plötunni em heil 13 lög sem em heilar 72 mínútur í spilun! Minna má nú gagn gera þótt menn séu ffjóir því þessi lagafjöldi er tvímælalaust helsti akkilesarhæll plötunnar. Bæði er tónlistin frekar eintóna í þyngri kantinum og því getur svona mikill skammtur í einu virkað ákaflega þreytandi. En meginástæðan er þó sú að lagasafnið held- ur ekki dampi aha plötuna á enda. Þetta eru grundvallarmistök að mínu mati; með verulega gagnrýnum niðurskurði hefði mátt gera þetta að virkilega áheyrilegri plötu því að hér er nokkur mjög góð lög að finna og nokkur þokkalega góð til viðbót- ar. Fækkun laga á plötunni um helming eða svo hefði breytt öllu fyrir útkomuna. Hallur hefur greinilega gott eyra fyrir melódíum og ef hann vandar sig betur við niðurskurðinn næst má hugsanlega búast við tíð- indum. Sigurður Þór Salvarsson DV Cigarette sendir frá sér Double Talk Hljómsveitin Cigarette hefur tiltölulega lít ið leikið opinberlega ff á því að hún varð til í vor. Ástæðan er einfold, að sögn Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur söngkonu. Hópurinn hefur verið önnum kafinn við annað: „Við höfum aðallega haldið okkur í stúdíó- inu eða verið að búa okkur undir vinnu í því,“ segir hún. „Við spiluðum að vísu allar helgar í júlí en síðan kom að því að við þurftum að búa okkur undir að taka upp plöt- una okkar og við vildum þá ekki trufla þá vinnu með því að halda tónleika. Meðan á upptökunum stóð héldum við einnig að okkur höndum. En nú stenduf til að láta í sér heyra sem oft- ast og mest.“ Plata Cigarette, Double Talk, kom út um mánaða- mótin. Þessa dágana er hljómsveitin í óðaönn að æfa fyr- ir útgáfutónleika sem verða í Loftkastalanum sextánda nóvember. í kjölfar þeirra er ætlunin að koma víðar fram. „Okkur langar mest til að halda okkur við að spila á tón- íeikum en sleppa dansleikjahaldi,“ segir Heiðrún Anna. „Við erum reyndar með frekar fá lög á prógramminu þannig að við erum nú að undirbúa okkur fyrir spila- mennsku á böllum. Eftir áramótin reiknum við þó með að þurfa að breyta nokkuð um stefhu en hins vegar iíst engu okkar á að taka þátt í sveitaballaslagnum næsta sumar. Það er markaður sem ég held að við eigum lítið erindi á.“ Heiðrún bætir því við aö til tals hafi komið að eiga sam- starf við dúettinn Zebra um tónleikahald en hann skipa tveir liðsmenn Sálarinnar hans Jóris míns, þeir Guðmund- ur Jónsson og Jens Hcmsson. Þeir senda einmitt frá sér plötu síðar í mánuðinum. Þá stendur til að liðsfólk Cigar- jrinn á svertaballamarkaðnum næsta sumar er liðsfólki hljómsvertarinnar Cigarette Irtt að skapi. Ljósm. Arna dóttir ette fari til Lundúna í janúar „til að athuga stöðuna," eins og Heiðrún Anna orðar það, „hugsanlega spilum við eitthvað en erum aðallega að kanna hvemig landið ligg- ur.“ Cigarette vakti fyrst athygli í sumar þegar lag hljóm- sveitarinnar, I Don’t Believe You, kom út á safnplötu og fékk hlýjar viðtökur. Því var síðan fylgt eftir með öðru safnplötulagi, Bleeding Like a Star. Bæði þessi lög em á Double Talk og síðan átta til viðbótar. En hver semur lög- in: „Við skiptum því nokkuð jafnt með okkur,“ svarar Heiðrún Anna. „Ég held að það sé stór kostur við plötuna að allir í hljómsveitinni semja tónlist. Þannig skapast meiri breidd en ella.“ í Cigarette em auk hennar Einar Tönsberg bassaleik- ari, Haraldur Jóhannesson gítarleikari, Sigtryggur Ari Jó- hannsson, sem leikur á hljómborð, og Rafn Marteinsson trommuleikari. -ÁT- Byltingarmenn senda frá sér plötuna Ekta Ein þeirra hljómsveita sem kveður sér hljóðs á hljóm- plötu á þessu hausti er Bylting frá Akureyri. Platan henn- ar, Ekta, kom út fyrr í vikunni. Hún hefur að sögn Bylt- ingarmanna að geyma blöndu af poppi, rokki, diskótónlist og ballöðum, sem sagt eitthvað fyrir sem flesta, eins konar þversnið af þvi sem er að finna á prógrammi hljómsveitar- innar. Bylting hefur til þessa einskorðað sig við dans- leikjahald. „Við gerum út frá Akureyri og for- um hvert á land sem er til að spila,“ segja Byltingarmenn. „Það má segja að hver helgi sé bókuð hjá okkur. Við höfum farið um Norðurland, Vesturland og Austurland að undan- förnu og hyggjum senn á land- vinninga á Suðurlandi!" í Byltingu eru þeir Tómas Sævars- son hljómborðsleikari, Þorvaldur Eyfjörð gít- arleikari, Valur Halldórsson, sem leikur á trommur og syngur, Bjarni Valdimarsson bassaleikari og Frímann Rafrisson sem leikur á gítar. Allir radda þeir piltamir með Val. Hann segist reyndar hafa í hyggju að fara að dæmi Phils Collins, standa upp frá trommusettinu og sjá eingöngu um sönginn á útgáfutónleikum sem eru fyrirhugaðir á skemmtistaðnum 1929 á Akureyri 30. nóvember. Þá ætlar Sigfús Óttarsson að leysa Val af og það er á honum að heyra að helst vildi hann að Sigfús sæti við settið áfram. Bylting ætlar síðan að halda annan og þriðja i útgáfutónleikum á Kaffi Reykjavík fyrstu tvo dagana í desember. Bylting gefur plötuna Ekta út sjálf. Sjö lög af tíu á henni eru eftir liðsmenn hljómsveitarinnar sjálfa. Þrjú semur Karl 0. Olgeirsson sem einnig kom við sögu við hljóðritun plötunn- ar. Hún var tekin upp á Akureyri, í Stúdíói Hljóðlist, sem er í eigu Kristjáns Edel- steins. Textar plöt- unnar eru eftir Odd Bjarna Þorkelsson ljóðskáld í Aðaldal. Liðsmenn Byltingar segja um tónlistarlífið á Akureyri að þar sé lítil sam- keppni um þessar mundir. „Við fundum meira fyr ir henni meðan við vorum eingöngu að fást viö að spila á pöbb- um,“ segja þeir. „Okkur þykir metnaðurinn heldur lítill hjá þeim sem ættu að vera keppinautar okkar. Helst að þeir hafi horn í síðu okkar fyrir að við skulum vera að gera eitt- hvað metnaðarfyllra en að hanga á pöbb og spila tónlist eft- ir aðra. Þetta er því miður staðreynd málsins. Við látum það þó ekkert á okkur fá og ætlum að halda áfram að gera okkar hluti eins og við teljum best að gera þá.“ -ÁT- Red Hot Chili Peppers — One Hot Minute: ★★★ Dave Navarro gítarleikari er í öflugu formi og aðrir liðsmenn sveitarinnar standa sig ágætlega. Rick Rubin pródúsent heldur vel utan um pakkann og skapar þokkalega heild utan um fjölbreytta plötú. -ÁT Islandica — Römm er sú taug: ★★★ Þetta er áheyrileg plata, svolítið skrýtin og skondin á köflum en gripur sem maður væri alveg til í að mæla með við erlenda kunningja. -ÁT Appollo 13 — Úr kvikmynd: ★★★ Þama gefúr að heyra úrvalstónlist með blönduðum hópi og má þar nefna Santana, Trini Lopez, Thrre Dog Night og Chuck Berry. -ÁT Blome —The Third Twin: ★★★ Platan kemur rækilega á óvart. Þetta er dapurleg og stundum þunglyndisleg tónlist sem er vönduð og úthugsuð og maður þarf að hafa fyrir því að hlusta á hana. -ÁT Litir—Kristín Eiríksdóttin ★★★ Tónlistin á plötunni er vissulega hrá á köflmn. Það er bara af hinu góða því að nóg kemur út af fullslípuðum og jafrivel ofslípuðum afurðum á landi hér. -ÁT — Southpaw Gramman ★★★ Morrissey-töfrarnir koma í ljós hver af öðrum og maður hrífst með af kraftinum og keyrslunni. -SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.