Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1995, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 Spurningin Notar þú ullarnærföt? Aðalheiður Óskarsdóttir húsmóð- ir: Nei, ekki nema bara í veiðitúr- um. Björg Hávarðardóttir húsmóðir: Nei, yfirleitt ekki. Þórunn Kolbeinsdóttir, starfar í frystihúsi: Nei, aldrei. Sergei Guschím, starfar í rúss- neska sendiráðinu: Nei, því miður en ég ætla að fá mér þau. Ásgeir Pálsson íþróttakennari: Þegar ég þarf þess. Jófríður Sveinsdóttir, starfar við aðhlynningu aldraðra: Nei, aldrei. Lesendur Staurar og raf- magnslínur - mikið tjón varð ... Ekki er þetta í fyrsta skipti sem svona nokkuð gerist? H.Þ. skrifar: Ekki líður sá vetur að ekki verði stórtjón á raf- magnslínum, sér í lagi á heiðum uppi. - í hádegis- fréttum útvarps, þann 28. okt. sl., var þess getið að um 250 raflínustaurar hefðu kubbast í sundur, allt frá Vesturlandi og austur á fírði, og tjónið skipt hundruðum millj- óna króna. Einhver kynni nú að spyrja: Ekki er þetta í fyrsta skipti sem svona nokkuð gerist? Nei, auð- vitað ekki. Ég hef heyrt svipaðar fréttir á hverjum vetri frá því ég var unglingur - og þá voru símastaurarnir með í dæm- inu. Símastaurarnir voru reistir hringinn í kringum landið eftir til- komu símans, rétt eftir aldamótin. Mikið vatn hefur runnið til sjávar þessi ár og margir staurar brotnað. En nú eru þeir hættir að brotna. Hvers vegna? Svarið er ofureinfalt: Allar línur á vegum Landssímans eru komnar í jörðu. - Húrra fyrir Símanum. Var einhver að tala um rafmagns- línur? - Þrátt fyrir geipilega fram- þróun á sviði tækni og vísinda hef- ur RARIK ekki stigið nema örfá hænufet fram á við í byggingu loft- raflína, enda kubbast staurarnir enn 1 sundur eins og tannstönglar í verstu veðrum - og þrátt fyrir hug- myndir sem fram hafa komið til úr- bóta!! Fyrir fáum árum var RARIK bent á frábæra lausn til styrkingar raf- magnsloftlínustaura til að koma mætti í veg fyrir staurabrot eins og verða vill er vond veður geisa. Nokkur umræða hefur verið um íslenskt hugvit og útflutning þess. Er ekki tími til kominn að íslenskir ráðamenn líti sér nær og kanni heimamarkaðinn gaumgæfllega og snúi sér að þeim málum svo spara mætti þjóðarbúinu nokkurt fé og minnka halla þjóðarskútunnar? Það væri fróðlegt að heyra eitthvað frá RARIK um hvers vegna ekkert hef- ur verið gert til lausnar í þessum málum. Hver borgar svo reikning- inn? Við fyrstu framvísun borgar ef- laust RARIK, en eru það ekki borg- ararnir sem verða að standa skil á greiðslunni þá upp er staðiö? Það hlýtur að vera krafa allra sem við það öryggisleysi búa aö raf- magn geti farið af umsvifalaust, að hugmyndin um styrkingu rafmagns- stauranna, sem hér er minnst á, verði prófuð á nokkurra kílómetra kafla á einhverjum þeirra fjallvega, þar sem skaðinn hefur verið mest- ur. Hugmynd þessi, sem prófuð hef- ur verið af viðurkenndum aðilum, og notuð sem kennslugagn vð brottf- ararpróf í byggingarfræði við Tækniskóla íslands, reyndist við prófun hafa margfaldan styrk á við staura þá, sem nú eru notaðir. - Kemur þetta okkur kannski lítið við, eða hvað? íslenskt hugvit, takk. Sjónvarpsskattur RUV E.B.Á. skrifar: Enn nokkur orð um sjónvarps- mál. - Þorri landsmanna er hneppt- ur í ánauð ríkisbáknsins. Ekki telja ráðamenn nóg að pína hinn al- menna launþega með alls kyns skattafári. Það þarf líka að leggja á hverja einustu fjölskyldu „sjónvarpsskatt", sem búinn var til með nauðungar- innheimtum á afnotagjaldi frá Rík- isútvarpinu Sjónvarpi. Ég tel að nær hver einasta fjöl- skylda í landinu eigi eins og eitt sjónvarpstæki eða fleiri, og fólki ætti að vera það í sjálfsvald sett hvar það greiðir sínar áskriftir. Fellur þá eða stendur sá fjölmiðill með því. En samkvæmt lögum á Ríkisútvarpið að senda út tvær hljóðvarpsdagskrár og eina sjón- varpsdagskrá. Mér finnst tími til kominn að af- nema þessi fáránlegu lög og gera róttækar breytingar. Ríkið á alls ekki að reka þessa fjölmiðla, og allra síst að rembast við að halda uppi sjónvarpsdagskrá. - Gamla Gufan getur svo sem verið í hönd- um ríksins, og þá rekin af ríkissjóði með innheimtu gjalda gegnum skattakerfið. Nú er verið að endurskoða stöðu Ríkisútvarpsins, og talað er um að hækka þurfi afnotagjöldin I 2.900 krónur á mánuð! Ég segi STOPP! hingað og ekki lengra. - Ég vil frelsi til að velja og hafha. Hugsum okkur ef blaðaútgáfa á vegum ríkisins væri í sama farvegi. Það gæti orðið með þessum hætti: „Þú verður að borga áskrift blaðanna, því þú ert með bréfalúgu - annars fer þetta í lögfræðing, eða hurðin með lúgunni fjarlægö upp í skuld“! Salmonellan Guðný Guðmundsdóttir skrifar: Mér þykir nú skörin vera farin að færast upp í bekkinn þegar íslenska landbúnaðarráðuneytið er farið að kenna sænskum framleiðendum fuglakjöts hvernig þeir eigi að standa að frágangi kjúklinga sinna og kalkúna. - En þetta las ég í Tím- anum mínum nýlega. Og þar með að landbúnaðarráðuneytið hér hygðist nú setja reglur (vegna atburðar „fyr- ir nokkrum árum“ þegar kjúklinga- rækt á íslandi varð fyrir áfóllum sökum salmonellusýkingar) um að banna að innmatur fylgdi í kjúkling- um og kalkúnum hér á landi. Hvílík heimska! Veit ekki land- búnaðarráðuneytið að hvarvetna í heiminum fylgir innmatur í heilum fuglum? Hann er notaður til sósu- gerðar og annarrar matreiðslu þessa hráefnis. - Innmaturinn fylgir ekki í íslenskum kjúklingum og eru það auðvitað vörusvik. Líklega selja framleiðendur þennan innmat, svo sem kjúklingalifur o.fi., til annarra framleiðenda sem nota þetta í kæfu eða annað. - Og ef svo er þá er það enn ein óhæfan til í viðskiptahátt- um. En hvað sem líður þeirri hliöinni í landbúnaðarráðuneytinu Alls staðar innmatur í heilum fuglum nema hér, segir bréfritari. væri það hlægilegt ef einhverjir á matvælaframleiðslu, ætluðu að spekingar í landbúnaðarráðuneyt- loka á það að innmatur í heilum inu, sem ekki hafa græna þekkingu fuglum fylgdi til neytenda. Bréfið til íslands klippt upp íris Erlingsdóttir skrifar: Ég sendi foreldrum mínum bréf frá Bandaríkjunum til ís- lands í haust. Við vorum öll mið- ur ánægð með ástand bréfsins á áfangastað. Búið var að klippa eða rifa af bréfinu og hluti les- málsins var farinn. Einnig var búiö að opna bréfið og líma síð- an aftur. Maður hefur nú alltaf vitað að lítið má fara fram hjá árvökulum Stóra-bróður heima á íslandi, því vel þarf að passa aö þegnarnir fái ekki eitthvað í pökkum að utan sem talið er að gæti verið miður gott fyrir þá. - I vor sendi ég mági mínum tvær vítamíndósir sem ég keypti í búð hér ytra, og þegar pakkinn kom til íslands var maðurinn kallað- ur niður á toll í yfirheyrslu. Er þetta ekki fulllangt gengið? Mér er spurn: Að hverju leita menn í sendibréfi? Þarf kannski að fara að gæta sín hvað maður skrifar heim? Falda skýrslan um snjóflóðin Sigurður Kristjánsson hringdi: Ég las fréttir og fréttaskýringu í DV um norsku skýrsluna svo- nefndu, og hættumat þeirra norsku sérfræðinga sem hingað komu til að kynna sér hættuá- stand á Vestfjörðum vegna snjó- flóöa. Enginn vifi kannast við uppruna skýrslunnar. Einhver hér á landi hlýtur að hafa greitt fyrir vinnu þessara manna. Eða var skýrslan kannski ókeypis? Þetta á auðvitaö að koma fram og svo hitt hver ábyrgur sé fyrir að stinga skýrslu þessari undir stól. SÍSí fíkniefna- málin? Gunnsteinn skrifar: Mér finnst hið „nýja SÍS“ held- ur betur taka við sér. Hér á ég við Samband íslenskra sveitarfé- laga sem nú hefur sent frá sér ályktun sem hvetur sveitar- stjómirnar til að rannsaka fikni- efnanotkun unglinga, þar sem hún sé ekki bundin við höfuð- borgarsvæðið eingöngu. Þarna hefur SÍS sannarlega verk að vinna og er nú gamla „SÍS-ið“ fjarri vandasömu verki, en for- ráðamenn þar á bæ hefðu áreið- anlega lagt þessu máli lið stæðu þeir enn við fjármálavölinn. - En nú er gamla „SÍS-ið“ dautt, það gafst upp á lánunum. Margir sam- mála Siv Magnús Sigurðsson skrifar: Áreiðanlega eru margir sam- mála frumvarpi hins unga þing- manns, Sivjar Friðleifsdóttur, um að kanna eigi fækkun þing- manna og að ráðherrar skuli ekki sitja á Alþingi. í dag er lög- gjafar- og framkvæmdavaldið í raun í höndum embættismanna. Þetta þarf allt að stokka upp og því er frumvarp Sivjar og um- ræðan um það meira en tíma- bær. 47 milfjarðar í vexti! K.J.K. skrifar: .Nú er frá því skýrt að íslend- ingar greiði 47 milljarða króna í vexti af erlendum skuldum okk- ar á tveggja ára tímabili! Skyldi almenningur hér gera sér nokkra grein fyrir hinni alvar- legu stöðu okkar íslendinga gagnvart hinum erlendu skuld- um? Afborgahir eru t.d. áætlaðar um 267 milljarðar á þessu ári. Og hvert þetta stefnir er ekkert rætt af ráðamönnum okkar. Þeir virð- ast hafa frítt spil og vera í raun ábyrgðarlausir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.