Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnariormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Statræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@ismennt.is - Áuglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: fSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Vestrænir ábyrgðarmenn Kvöm stríðsglæpadómstólsins í Haag malar hægt en örugglega. Dómstóllinn hefur þegar einn Serba í haldi og hefur ákært nokkra tugi Serba og nokkra Króata fyrir stríðsglæpi. Glæpir þeirra em taldir miklu ógeðfelldari en glæpir nazista í síðari heimsstyrjöldinni. Komið hefur í ljós, að ekki eiga við rök að styðjast kenningar ýmissa bjáifa á Vesturlöndum um, að stríðs- glæpir Serba séu uppfmning auglýsingastofu á vegum Bosníustjómar. Þvert á móti hefur verið vanmetið, hve víðtækir og alvarlegir glæpimir hafa verið. Þá hefur breytilegt gengi stríðsaðila opnað aðgang blaðamanna að svæðum, sem áður vom bannsvæði. Þeim hefur með hjálp sjónarvotta tekizt að opna fjölda- grafir, sem staðfesta, að Serbar hafa framið miklu víð- tækari og skipulegri fjöldamorð en áður hafði verið talið. Þessar uppljóstranir hafa ennfremur leitt í ljós, að ýmsir æðstu embættismenn Sameinuðu þjóðanna í lönd- um fyrrverandi Júgóslavíu hafa reynt að leyna ógnar- verkum Serba til þess að draga úr kröfum frá Vestur- löndum um réttarhöld gegn stríðsglæpamönnum. Ömurleg frammistaða þessara embættismanna Sam- einuðu þjóðanna er í stíl við samábyrgð samtakanna á nýjustu stríðsglæpum Serba í Srebrenica, þar sem 6000 borgurum undir yfirlýstum verndarvæng Sameinuðu þjóðanna var slátrað undir þeim sama vemdarvæng. Þrátt fyrir mikið umtal á Vesturlöndum hafa Serbar haldið áfram óbreyttum stríðsglæpum alveg frá upphaf- inu í Vukuvar til endalokanna í Srebrenica. Enginn ein- stakur glæpur nazista í síðari heimsstyrjöldinni var stór- tækari en hinn nýlegi glæpur Serba í Srebrenica. Eftir því sem sönnunargögnin hlaðast upp verður síð- ur hægt að komast hjá því áliti, að Serbar séu geðbilaðir þúsundum saman, trylltir af sagnfræðilegu mgli og eigi alls ekki heima í siðuðu samfélagi Vesturlanda. Öll hin krumpaða þjóð verður að bera glæpinn fram á veginn. Forustumenn Serba í Bosníu, Radovan Karadzic og Ratko Mladic, hafa verið ákærðir af stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. Síðan hefur bætzt við ábyrgð Mladics á morðunum í Srebrenica, sem hann stjómaði persónu- lega. Sjónarvottar em að því Evrópumeti í glæpum. Bönd stríðsglæpadómstólsins í Haag berast smám sam- an nær Slobodan Milosevic Serbíuforseta, sem stóð fyrir ógnaröldinni á Balkanskaga og steöiu þjóðahreinsana, sem fæddi af sér stríðsglæpina. Tveir foringjar Serbíu- hers hafa þegar verið ákærðir af dómstólnum. Því miður em horfur á, að Milosevic sleppi, því að hann hefur nú snúið við blaðinu og þykist vera friðar- sinni. Ef hann nær völdum í hinum serbneska hluta Bosníu af Karadzic og Mladic og sér um, að friðarsamn- ingar haldi, verður hann líklega látinn njóta þess. Uppljóstranir stríðsglæpanna í Serbíu em svo vel á veg komnar, að ólíklegt er, að ráðamönnum og embætt- ismönnum á Vesturlöndum takizt að stöðva framgang réttarhalda og dómsniðurstaðna í Haag, þótt þeir hafi margir hverjir reynt að hefta framgang málsins. Helztu aðferðfrnar gegn dómstólnum hafa hingað til falizt í að reyna að koma í veg fyrir, að hann komizt yfir leyndarskjöl um stríðsglæpina. Það hefur aðeins tekizt að hluta. Næst verður reynt að draga úr fjármögnun dómstólsins og svelta hann til að rifa seglin. Þegar stríðsglæpir Serba verða krufnir til beins, verð- ur ekki gleymt aðild ýmissa vestrænna ráðamanna og embættismanna, sem reyna enn að drepa málinu á dreif. Jónas Kristjánsson „Til hvers vorum við að færa út landhelgina og fara í þorskastríð við Breta?“ spyr Önundur í greininni. Óvinir samfélagsins Það getur verið erfitt að þurfa að segja sannleikann. Samt er það sannleikurinn einn sem gerir menn frjálsa, eins og skrifað stend- ur. Blekkingin frelsar enga sál. Sameining Alþingis í eina mál- stofu og ný þingsköp áttu að auð- velda og flýta meðferð mála, en fjölgun þingflokka og sérstaklega beint sjónvarp frá Alþingi hefir spillt stórlega fyrir allri fram- kvæmd. Það er nú næsta dapurlegt að horfa á þingmenn rembast við að standa sem lengst i stólnum fyrir framan sjónvarpsvélarnar, enda hrakar áliti Alþingis stöðugt. Meiri háttar geggjun Veigamesta mál fslendinga nú og um alla framtíð er afhám kvóta- kerfísins og réttur íslands til veiða umhverfis landið og á úthafinu. Síðasta rískissfjóm gaf EB veiði- rétt á 3000 tonnum af karfa innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar i tveim hólfum, annað suður af Reykjanesi en hitt í Rósagarðin- um, sem nú hefir verið stækkað þegjandi. Alþingi samþykkir þetta að venju, því að það er upptekið við að ræða myrkranna á milli um hluti sem engu máli skipta, og vís- ar frá sér að ræða um framtíð fisk- veiðanna. Almenningi er sagt að í staðinn fái íslendingar að veiða loðnu við Jan Mayen, þar sem að- eins einu sinni eða tvisvar hefir fundist veiðanleg loðna, og ekkert skip frá EB leitar hennar. Sumir minnast þess enn að sl. sumar sendu Norðmenn 15 skip til loðnuveiða í íslenskri fiskveiðilög- sögu fyrir Norðurlandi á sama tíma og íslensku skipi var synjað um aðstoð í norskri höfn, hvað þá heldur að þau fengju að veiða nokkuð í norskri fiskveiðilögsögu. Þetta er meiri háttar geggjun. Jan Mayen er óbyggt eyðisker, og hefir því enga fiskveiðilögsögu, og ís- Kjallarinn Onundur Asgeirsson fyrrv. forstjóri Olís útþenslustefnu Norðmanna á fisk- veiðilögsögu í öllu Norðurhafinu, sem þeir hafa verið að kasta eign sinni á, einhiiða og án samráðs við aðrar þjóðir. Að semja við Norð- menn um fiskiréttindi á þessum fiskislóðum er að viðurkenna stjómvald þeirra og yfirgang all- an. „Séreignakvótar“ Og enn syrtir i áiinn. Fjármála- ráðherrann mælir með því að opn- að verði fyrir erlent fjármagn til fjárfestingar í íslenskum fiskveið- um og útvegi öllum. Þetta þýðir, að íslenzkar útgeröir gætu selt „séreignarkvóta" sína til erlendra aðila án þess að spyrja kóng né prest. Er nema von að mönnum blöskri? Til hvers vorum við að „Þaö er íhlutun stjórnmálamanna með kvótakerfinu og þjónkun þeirra við hags- muni nokkurra útgerða í LÍÚ sem hefir valdið hinni erfiðu afturför í atvinnulífi landsins.“ lensk skip eiga þar rétt til veiðatil jafhs við og umfram alla aðra, en nálægð þess gerir aðstöðu ís- lenskra skipa miklu betri og því eðlilegri en annarra. Endurgjaldið fyrir 3000 karfatonnin er þannig ekkert. Alþingi á að synja Samt er núverandi ríkisstjóm að stækka veiðislóðina í Rósagarð- inum og skýrir það út með þeirri firra að skip EB hefðu ekki náð neinum karfa á svæðinu. Alþingi á auðvitað að synja um þessa stækk- un, og það á að segja upp loönu- samningnum við Jan Mayen frá árinu 1980, og krefjast ógildingar á færa út landhelgina' og fara í þorskastríð við Breta? Ríkisskuldimar eru að buga fjármálaráðherrann. Þær hefðu aldrei þurft að vera neinar ef kvótakerfið heföi ekki teflt öllum úthafsveiðiflota LÍÚ gegn ríkjandi fiskveiðum og vinnslu í landi. Það er íhlutun stjórnmálamanna með kvótakerfinu og þjónkun þeirra við hagsmuni nokkurra útgerða í LÍÚ sem hefir valdið hinni erfiðu afturför í atvinnulífi landsins. Allt er þetta samþykkt af tagl- hnýtingum á Alþingi. Hvenær skyldu þeir skynja að þeir eru orðnir hættulegustu óvinir samfé- lagsins? Önundur Ásgeirsson Skoðanir annarra Skilyrt skattgreiðsla „Um langt skeið hefur undirritaður greitt tilskil- in opinber gjöld og ekki áður freistað þess að láta fylgja fyrirmæli um, hvemig þeim skuli varið. Nú er þess krafist að forgangsröðun verði með þeim hætti, að varúðarráðstafanir á Vesttjörðum og raun- ar víðar vegna hættu af snjóflóðum hafi algjöran forgang. Alit, hverju nafni sem nefhist, raðist á eft- ir ráðstöfun fjár sem telst tryggja svo sem framast er kostur, að hörmungamar á Vestfjörðum skelii ekki á landsmönnum á ný.“ Sigurður E. Haraldsson í Mbl. 15. nóv. Tilvistarkreppa stjórnmálaflokks „Landsfundur Kvennalistans, sem haldinn var um gíðustu helgi, bar merki þessarar tilvistar- kreppu. Stjómmálaflokkur þar sem umræðan snýst fyrst og fremst um það hvort hann eigi tilvemrétt eða ekki, er í verulegum vanda. Það er verðug spuming til íhugunar og svara hvers vegna svona er komiö. Þar kemur margt til. Flokkurinn er í eðli sínu þrengri en aðrir stjómmálaflokkar, þar sem hann er byggöur upp með kvennabaráttuna eina í huga og leyfir aðeins framboð kvenna ... Sýnt er að grasrótarfyrirkomulagið er flokknum fjötur um fót.“ Úr forystugrein Tímans 14. nóv. Alþýðusambandið í makki? „Það getur orðið erfitt og snúið ef Alþýðusam- bandið er í einhverju makki. Þeir slá úr og í og eru dularfullir í svörum. Telja möguleika á samningum eða ekki möguleika á samningum. Þetta er svona eins og að koma á miðilsfund og tala við forseta ASÍ eða helstu leiðtoga þar. Það koma engar dásamlegar sannanir út úr þessum miðilsfundum. Þetta er allt í þoku. Kannski sleppa þeir lifandi út úr þessu, en ég held að þeir drepi trúna á Alþýðusambandið og verkalýðsfélögin. Ef þeir fara ekki að taka ákveðna og afgerandi afstöðu þá er staða þeirra orðin mjög krítísk og alvarleg." Guðmundur J. Guðmundsson í Alþbl. 15. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.