Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1995, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1995, Qupperneq 22
34 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 Afmæli Jóhann Már Maríusson Jóhann Már Maríusson, aöstoð- arforstjóri Landsvirkjunar, Brúnalandi 34, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1955, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1959 og prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1962. Jóhann var verkfræðingur hjá A.J. Moe, ráðgjafarverkfræðing- um í Kaupmannahöfn, 1962-63, starfaði hjá Vita- og hafnamála- stjóm 1963, stofnaði og rak, ásamt fleiri, verkfræðistofuna Hönnun hf. 1963-64, var verkfræðingur hjá Rögnvaldi Þorlákssyni ráðgjafar- verkfræðingi 1964-66, var eftirlits- verkfræðingur hjá staðarverk- fræðingum Harza Enineering Co. Int. við Búrfellsvirkjun 1966-70, deildarverkfræðingur og siðar að- stoðaryfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun 1970-77, yfirverk- fræðingur þar 1977-83 og er að- stoðarforstjóri þar frá 1983. Fjölskylda Jóhann kvæntist 3.9.1960 Sig- rúnu Gísladóttur, f. 7.11. 1937, lyfjafræðingi. Hún er dóttir Gísla Gestssonar, safnvarðar í Reykja- vík, og Guðrúnar Sigurðardóttur handavinnukennara. Böm Jóhanns og Sigrúnar em Gísli, f. 18.9.1961, doktor í stærð- fræði er starfar við háskólann í Stokkhólmi, kvæntur Freyju Hreinsdóttur, við doktorsnám í stærðfræði við háskólann í Stokk- hólmi, og er sonur þeirra Nökkvi; Már, f. 27.2. 1963, doktor í lífefna- fræði, kvæntur Sigríði Maack. arkitekt og er sonur þeirra Már; Guðrún, f. 1.12. 1967, þroskaþjálfi, en maður hennar er Örn Orrason verkfræðingur og er dóttir þeirra Ásgerður; Vigdís, f. 20.3. 1970, nemi í fiðluleik í Þýskalandi. Systkini Jóhanns: Ásta, f. 20.2. 1918, húsmóðir í Reykjavík, var gift Páli Aðalbimi Valdimarssyni, sem er látinn, verkamanni; Elín, f. 4.8.1919, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Bimi Guðmundssyni yf- irlyfjafræðingi; Eyrún, f. 21.6. 1923, húsmóðir í Reykjavík, var gift Haraldi Eyland Pálssyni sem er látinn, húsasmiðameistara; Guðbjörg Lilja, f. 19.2. 1929, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Jóni Ingiberg Bjamasyni, kaupmanni og ritstjóra. Foreldrar Jóhanns vora Maríus Jóhannsson, f. 5.6.1891, d. 1.11. 1983, verkamaður í Reykjavík, og k.h., Vigdís Eyleif Eyjólfsdóttir, f. 26.8. 1893, d. 3.5. 1977, húsmóðir. Ætt Maríus var sonur Jóhanns, b. í Ormskoti undir Eyjafjöllum, Ámasonar, b. í Gerðakoti, Stef- ánssonar af ætt Jóns Oddssonar Hjaltalín. Móðir Jóhanns var Margrét Eyjólfsdóttir frá Vallna- túni. Móðir Mariusar var Elín Jóns- dóttir, b. í Indriðakoti, Jónssonar, b. þar, Híerónimusarsonar Hann- essonar, b. á Hellnahóli undir Eyjafjöllum. Móðir ElíncU- var Amdís Þorsteinsdóttir, b. á Eysti- Sólheimum í Mýrdal, Þorsteins- sonar, b. á Vatnsskarðshólum, Eyjólfssonar. Móðir Þorsteins í Eystri-Sólheimum var Karitas, stjúpdóttir Jóns Steingrímssonar eldprests. Móðir Karitasar var Þórann Hannesdóttir Scheving. Vigdís var dóttir Eyjólfs, smiðs í Múlakoti, bróður Guðbjargar, garðyrkjukonu í Múlakoti, móður Ólafs Túbals listmálara. Eyjólfur var sonur Þorleifs, silfursmiðs í Múlakoti, Eyjólfssonar, hrepp- stjóra í Fljótsdal, Oddssonar á Fossi Guðmundssonar. Móðir Eyj- ólfs hreppsijóra var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi, Bjarnason- ar, ættfoður Víkingslækjarættar- innar, Halldórssonar. Móðir Eyj- ólfs smiðs var Þuríður Jónsdóttir, hreppstjóra í Kaldaðarnesi i Mýr- Jóhann Már Maríusson. dal, Jónssonar. Móðir Þuríðar var Þuríður Þorsteinsdóttir, b. á Hvoli, bróður Bjama amtmanns, föður Steingríms Thorsteinssonar skálds. Þorsteinn var sonur Þor- steins í Kerlingadal, bróður Jóns eldprests. Móðir Þuríðar var Þór- unn, systir Þorsteins i Eystri-Sól- heimum. Jóhann Már og Sigrún taka á móti gestum i Mánabergi, á efstu hæð í Úrvals-Útsýnar-húsinu, Lág- múla 4, í dag milli kl. 17.00 og 19.00. Guðrún E yi ólfsdóttir Guðrún Eyjólfsdóttir, fyrrver- andi bóksali, Aflagranda 40, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Guðrún fæddist á Grímsstaða- holtinu í Reykjavík og ólst þar upp. Hún starfaði lengst af við verslunarstörf, m.a. hjá verslun- inni Hamborg og KRON. Guðrún rak Bókabúð Vesturbæjar í Reykjavík í um tvo áratugi. Á seinni áram hóf hún aftur störf við verslunina Hamborg og hefur starfað þar af og til. Fjölskylda Guðrún giftist 17.5. 1949 Þórólfi Meyvantssyni frá Eiði, f. 23.8. 1923, fýrrv. sjómanni í Reykjavík, syni Meyvants Sigurðssonar, b. á Eiði, Seltjamamesi, f. 5.4. 1894, d. 8.9. 1990, og Bjargar Maríu Elísa- betar Jónsdóttur frá Fáskrúðs- firði, f. 26.12. 1891, d. 13.1. 1974. Sonur Guðrúnar og fóstursonur Þórólfs er Brynjólfur Ásgeir Guð- bjömsson, f. 12.12. 1943, prentari í Til hamingju með afmælið 16. nóvember 90 ára Ingibjörg Sig- urðardóttir, Aðalgötu 7, Blönduósi. Ingibjörg tekur á móti gestum á Sveitasetrinu á Blönduósi laug- ardaginn 18.11. nk. milli kl. 15.00 og 19.00. 85 ára___________________ Þórarinn Ámason, Aðalstræti 22, Bolungarvík. Rósbjörg Sigurðardóttir, Nesvegi 67, Reykjavík. 80 ára Ingibjörg Guðmundsdóttir, Snorrabraut 75, Reykjavík. Sigfús Þór Baldvinsson, Litlahvammi 1, Húsavík. 75 ára Óttar Guðmundsson, Frostafold 20, Reykjavík. Björn Ólafsson, Selvogsgranni 3, Reykjavík. Bjami Ólafsson, Ölduslóð 21, Hafnarfirði. Valgerður Höskuldsdóttir, Hátúni 10, Reykjavík. 70 ára Jón Kristinsson bóndi og mynd- listamaður í Lambey, Fljóts- hlíðarhreppi. Eiginkona hans er Ragnhildur Sveinbjamar dóttir, húsfreyja og bóndi. Þau taka á móti gestum í félags- heimilinu Goðalandi, Fljótshlíö, í kvöld milli kl. 20.00 og 23.00. Ema Guðmundsdóttir, Sæviðarsundi 68, Reykjavík. Jónas Scheving Arfinnsson, Vesturgötu 155, Akranesi. Fífa G. Ólafsdóttir, Hjarðarhaga 46, Reykjavík. Bogi Guðbrandur Hallgrímsson, Mánagerði 7, Grindavík. Páll Gunnar Halldórsson, Árskógtun 6, Reykjavík, verður sjötugur á morgun. Eiginkona hans er Ásgerður Alda Guð mundsdóttir. Þau taka á móti gestum í sam- komusalnum, Árskógum 6-8, á morgun milli kl. 18.00 og 20.00. 60 ára Gísli Sigurðsson, Lagarási 26, Egilsstöðum. Bragi R. Ingvarsson, Hafnarbraut 4, Kópavogi. Halldóra Pálsdóttir, Eikjuvogi 15, Reykjavik. Anna Ingibjörg Hjartardóttir, Lindarflöt 38, Garðabæ. 50 ára Jóhanna Edda Sigfúsdóttir, Kambaseli 15, Reykjavík. Guðný J. Hallgrímsdóttir, Borgarhrauni 20, Grindavík. Anna Hannesdóttir, Merkigerði 10, Akranesi. Magnea Guðlaugsdóttir, Ægisíðu 111, Reykjavík. Valgerður Elín Valdemarsdóttir, Lerkilundi 27, Akureyri. 40 ára____________________ Jón Ólafúr Svansson, Túngötu 11, Vestmannaeyjum. Hjördís Guðmundsdóttir, Hlíðargötu 22, Þingeyri. Sigurður E. Rögnvaldsson, Koltröð 22, Egilsstöðum. Guðbjörg Ósk Baldursdóttir, Heiðartúni 1, Vestmannaeyjum. Hrönn Leósdóttir, Móholti 8, Bolungarvík. Margrét H. Guðmundsdóttir, Efri-Þverá, Þverárhreppi. Kjartan Konráðsson, Dverghömrum 16, Reykjavík. Reykjavík, kvæntur Sigríði S. Halldórsdóttur og era börn þeirra Helena Svanhvít, Eyjólfur Krist- inn (látinn), Guðrún Lind og Brynjólfur Ásgeir. Böm Guðrúnar og Þórólfs eru Gunnar, f. 28.7.1949, símamaður i Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Friðgeirsdóttur, skrifstofumanni hjá Pósti og síma, og eru böm þeirra Þórólfúr og Kristín; Elisa- bet, f. 22.9. 1950, skrifstofumaður og húsmóðir í Garðabæ, gift Hall- dóri M. Sigurgeirssyni flug- vélstjóra og era böm þeirra Am- ar og Elsa Steinunn; Meyvant, f. 22.8 1951, kennari í Reykjavík, kvæntur Rósu Guðbjartsdóttur kennara og era böm þeirra ívar og Guðrún; Bjami Þór, f. 1.8. 1968, viðskiptafræðingur í Reykjavík, en unnusta hans er Heiða Hauks- dóttir háskólanemi. Systkin Guðrúnar: Brynjólfur; María B. Jakobína, látin; Ásdís; Margrét; Ingvar, látinn; Ingunn; Tryggvi; Haraldur Gísli; Matthías. Foreldrar Guðrúnar vora Eyjólfur Brynjólfsson, f. 25.7.1891, d. 5.9. 1973, verkamaður í Reykja- vik, og k.h., Kristín Árnadóttir, f. 3.11. 1899, d. 16.6. 1974, húsmóðir. Ætt Eyjólfúr var sonur Brynjólfs, b. í Miðhúsum í Biskupstungum, Ey- jólfssonar, hálfbróður Ingunnar, konu Böðvars Magnússonar á Laugarvatni. Móðir Eyjólfs var Ásdís Sigurðardóttir frá Stardal, systir Kristófers, varaslökkviliðs- stjóra í Reykjavík. Kristín var dóttir Árna, b. í Miðdalskoti í Laugardal, Guð- brandssonar, b. í Miðdal, bróður Áma, langafa Júlíusar Sólness og Hrafns Pálssonar, deildarstjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Annar bróðir Guðbrands var Jón, afi Margrétar Guðnadóttur prófess- ors. Guðbrandur var sonur Árna, b. á Galtalæk, Finnhogasonar, bróður Jóns, afa Guðrúnar, ömmu Þórs Jakobssonar veðurfræðings og Boga Ágústssonar fréttastjóra. Móðir Guðbrands var Margrét Jónsdóttir, b. á Ægissíðu, Jóns- sonar. Móöir Jóns var Guðrún Brandsdóttir, bónda á Felli í Mýr- dal, Bjarnasonar, ættföður Vík- ingslækjarættarinnar, Halldórs- sonar. Móðir Áma var Sigríður, systir-Ófeigs, afa Tryggva Ófeigs- sonar útgerðarmanns. Sigríður Guðrún Eyjólfsdóttir var dóttir Ófeigs, b. á Fjalli á Skeiðum, Vigfússonar og k.h., Ing- unnar Eiríksdóttur, ættföður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Móðir Kristínar var Guðrún Jóns- dóttir, b. í Ranakoti í Stokkseyr- arhreppi, Jónssonar og Guðfinnu Bjarnadóttur, vinnumanns í Efri- Gegnishólum, Sigurðssonar. Móð- ir Bjama var Margrét Aradóttir, systir Álfs i Tungu. Guðrún og Þórólfur taka á móti gestum í Þjónustumiðstöð aldr- aðra að Aflagranda 40 i Reykjavík laugardaginn 18. nóvember nk. milli kl. 15.00 og 18.00. Pétur Júlíus Blöndal Pétur Júlíus Blöndal forstjóri, Túngötu 12, Seyðisfirði, er sjötug- ur í dag. Starfsferill Pétur fæddist í Glaumbæ í Austur- Húnavatnssýslu en ólst upp á Seyðisfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MA 1943 og sveinsprófi í rennismíði 1947. Pétur stofnaði, ásamt bróður sínum, Ástvaldi Kristóferssyni, Vélsmiðjuna Stál á Seyðisfirði 1948, og var forstjóri hennar til 1993. Þá var hann einn af stofn- endum Iðnskóla Seyðisfjarðar og kenndi við skólann um skeið, hef- ur verið umboðsmaður breskra togaraeigenda frá 1958 og verið slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði í um tuttugu ár. Pétur sat í bæjarstjórn Seyðis- íjarðar 1954-66 og var um skeið forseti hennar, sat á Alþingi sem varaþm. 1972,1974 og 1975, var vararæðismaður Sambandslýð- veldisins Þýskalands 1962-94, sat í stjóm Lífeyrissjóðs Austurlands frá stofnun 1970 og í stjóm Sam- bands almennra lífeyrissjóða frá stofnun, í úthlutunamefnd at- vinnuleysisbóta frá stofnun At- vinnuleysistrygginga og til 1994, var einn af stofnendum Ferðamið- stöðvar Austurlands hf. og for- maður hennar frá stofnun og einn af stofnendum Lionsklúbbs Seyð- isfjarðar og fýrsti formaður hans. Fjölskylda Pétur kvæntist 14.5.1946 Mar- gréti Gísladóttur Blöndal, f. 30.10. 1923, húsmóður. Hún er dóttir Gísla Jónssonar, kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki og síðar verslunar- fulltrúa á Seyðisfirði, og k.h.,' Guðrúnar Guðmundsdóttur hús- móður. Böm Péturs og Margrétar era Theodór, f. 22.11. 1946, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Stáls hf„ kvæntur Björgu Sigurð- ardóttur og era böm þeirra Hall- dóra Rannveig, Pétur og Andri Már; Gísli, f. 26.2. 1948, markaðs- ráðgjafi í Reykjavík, í sambýli með Erlu Harðardóttur og eru börn hans Elsa, Birna og Gylfi; Ásdís, f. 29.9.1953, fóstra á Egils- stöðum, gift Antoni Antonssyni framkvæmdastjóra og eru böm þeirra Daniel Vincent, Pétur Atli, Emelía og Davíð; Margrét, f. 26.11. 1964, búsett í Reykjavík, gift Ólafi Einarssyni líffræðingi og eru böm þeirrar Einar og Axel Pétur; Em- elía, f.27.12.1968, hárgreiðsludama í Reykjavík, gift Þórði Hjörlefis- syni rafvirkja og era börn þeirra Margrét Eva og Hjörleifur. Systkini Péturs: Ingibjörg Guð- munda Kristófersdóttir, f. 27.7. Pétur Júlíus Blöndal 1922, húsfreyja á Seyðisfirði; Ást- valdur Anton Kristófersson, f. 6.1. 1924, framkvæmdastjóri á Seyðis- firði. Foreldrar Péturs voru Friðrik Theodór Blöndal, f. 24.10. 1901, d. 7.2. 1971, bankaútibússtjóri á Seyð- isfirði, og k.h., Hólmfríður Emelía Antonsdóttir Blöndal, f. 6.3. 1897, húsmóðir. Pétur verður að heiman á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.