Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1995, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1995, Síða 24
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 Ummæli Benedikt Davíðsson og félagar hans fá óblíðar kveðjur. Þeir sem skapa vantrú og vonleysi „Það er ekki aldeilis svo að forystumenn Alþýðusambands- ins spúi eldi og brennisteini þar sem samtök fólks sæki sinn kraft... Þeir eru famir að skapa vantrú og voníeysi.“ Guðmundur J. Guðmundsson, í Alþýðublaðinu. Áhugmál passi við ímyndina „ímyndUnaraflsfirrtir menn passa upp á að áhugamálin passi við ímyndina. Það þýðir að það eru þá raunverulega ekki þeir sem hafa áhugamál, heldur eru það áhugamálin, sem hafa þá.“ Sverrir Slormsker í DV. Sjaldan breytingar „Maður má víst þakka fyrir að vera í landsliðshópnum því þaö eru sjaldan gerðar breytingar á honum.“ Einar Þór Daníelsson, f DV. Krókódílatár í stríðum straumum „Krókódílatár leka í stríðum straumum þegar þessir nýju sér- fræðingar okkar lýsa þeim hörm- ungum sem bíða alþýðu manna í Nígeríu ef hún fær ekki sína skreið áfram.“ Hrafn Jökulsson, í Alþýðublaðinu. Seglskútur eru mörgum stærðum og gerðum með það fyrir augum að ná sem mestum hraða. Siglingar verða íþróttagrein Á sautjándu öld voru Hollend- ingar auðugasta þjóð Evrópu og voru þá 3500 skip í hollenska flot- anum. Samgöngur innanlands fóru fram á síkjunum og voru því seglbátar notaðir í stað hest- vagna og er talið að þar hafi seglskútuíþróttin orðið til. Karl II Englandskonungur fékk áhuga á seglskútum meðan hann lifði í útlegð í Hollandi fyrir konungs- skeið sitt. Hann varð frumkvöð- ull siglingaíþrótta í Englandi árið 1664. Á sex árum eignaðist hann hvorki meira né minna en sautján seglbáta. Blessuð veröldin Konungleg íþrótt Siglingar voru konungleg íþrótt og barst áhugi á þeim til annarra konungshirða í Evrópu. Lúðvík XIV lét smíða seglbáta í smækkaðri mynd, sem siglt var um tjarnirnar í Versölum og enn fremur lét hann flytja gondól frá Feneyjum norður yfir Alpafjöll. Seglbátar urðu einnig vinsælir meðal efnaðra borgara í bænum Cork á írlandi og þar stofnuðu menn Water Club 1820. Víða léttskýiað í dag verður norðaustangola eða hægviðri á landinu. Léttskýjað verður sunnan- og vestanlands og léttir einnig til norðaustan til er líð- ur á daginn. Snýst I suðvestan golu og síðan kalda og þykknar upp vest- Veðrið í dag anlands í kvöld og nótt. Frost verð- ur 0 til 7 stig en fer heldur að hlýna í nótt, fyrst vestanlands. Á höfuð- borgarsvæðinu verður norðaustan- gola og síðan hæg breytileg átt, létt- skýjað. Þykknar heldur upp með suðvestangolu í nótt. Frost verður 4 til 7 stig fram eftir degi en minnkar þegar líður á daginn og í nótt verð- ur hitinn við frostmark. Sólarlag í Reykjavík: 16.29 Sólarupprás á morgun: 9.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 00.24 Árdegisflóð á morgun: 00.24 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl , 6 í morgun: Akureyri alskýjaö -1 Akurnes alskýjaó -2 Bergsstaóir léttskýjaó -2 Bolungarvlk snjóél -1 Egilsstaðir alskýjaö -2 Keflavikurflugvöllur alskýjaö -1 Kirkjubœjarklaustur alskýjaó -4 Raufarhöfn alskýjaö -2 Reykjavík alskýjaó -1 Stórhöfói alskýjaö 2 Helsinki snókoma 0 Kaupmannahöfn alskýjaö 4 Osló léttskýjað -4 Stokkhólmur snókoma 0 Þórshöfn snjók. á síó.klst. 0 Amsterdam þokumóóa 9 Barcelona súld á síö.klst. 17 Chicago skúr -1 Frankfurt rigning á síó.klst. 10 Glasgow skýjaö 3 Hamborg þokumóóa 9 London léttskýjaö 10 Los Angeles þokumóóa 15 Lúxemborg alskýjaó 10 Madríd súld 11 Mallorca hálfskýjaó 17 New York léttskýjaö 3 Nice alskýjað 13 Nuuk snókoma á síó.klst. -3 Orlando heióskírt 7 Valencia skýjaö 13 Vín þokumóöa 6 Winnipeg skýjaö -6 Margrét Elísabet Kristjánsdóttir: Leið vel eftir að allt var afstaðið „Það var ljúf tilfinning eftir á þegar kom í ljós að Sifju Elísabetu hafði ekki sakað," segir Margrét Elísabet Kristjánsdóttir leikskóla- kennari, sem bjargaði lítilli frænku sinni á síðasta augnabliki á leikskólanum Rauðagerði í Vest- mannaeyjum, en Silja litla hafði verið að vega salt með öðrum krökkum og sneri sér öfugt á vega- saltinu. Hettan kræktist í hand- Maður dagsins fangið og sat Silja þar fost, hang- andi í lausu lofti. Úlpan hafði herst um hálsinn á henni og var hún hel- blá og andaði ekki þegar fóstrurn- ar komu að. „Hjá mér voru það ósjálfráð viðbrögð. Ég hugsaði ekki um neitt, byrjaði strax í ofboði að fá Silju til að anda á ný. Á svona stundu er enginn tími til að hugsa og rifja upp eitthvað sem maður hefur lært. Maður gerir bara eitt- Margrét Elísabet Kristjánsdóttir. hvað og mér leið óneitanlega vel þegar allt var afstaðið." Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og er litla stúlk- an sem hún bjargaði bróðurdóttir hennar. Hún lærði starf sitt í Reykjavík og vann þar í smátíma áður en hún fór aftur til Vest- mannaeyja og hefur starfað á dag- heimilinu Rauðagerði síðan 1990. Hún sagði að þar væru sextíu og tvö börn í gæslu og væri þrískipt. Margrét var spurð hvort hún hefði þurft að standa I einhverju í líkingu við þetta atvik áður: „Það hefur aldrei komið upp svona al- varlegt atvik, en við höfum þurft að sinna ýmsum meiðslum, bein- brotum og minni háttar áverkum, en sem betur fer aldrei neinu mjög alvarlegu tilfelli." Margrét er í sambúð með Sig- urði Alfreðssyni og eiga þau tvö böm, tvær telpur, Ólöfu og Krist- jönu. Þegar Margrét var spurð um áhugamál sín sagði hún það vera tónlist: „Ég er búin að vera í Sam- kór Vestmannaeyja undanfarin tvö ár og hef mjög gaman af.“ -HK Myndgátan Skapsmunir Sex leikir í úr- valsdeildinni Það hefur þegar skapast mikil spenna í Úrvalsdeildinni í körfu- bolta þar sem nokkur lið berjast um efstu sætin. í kvöld verður leikin heil umferð og fara leik- imir fram víös vegar um landið. Hæst ber nágrannaslagurinn á milli Njarðvíkur og Keflavíkur qg fer leikurinn fram í Njarðvik. Á Akranesi leika heimamenn í íþróttir ÍA við Grindavík, í Borgarnesi er leikur Skallagríms og Vals. Þór á Akureyri fær KR-inga í heimsókn, í Kópavogi leikur Breiðablik við Tindastól og éini leikurinn í Reykjavík er viður- eign ÍR og Hauka. Skák Kasparov stóð uppi sem sigurveg- ari á PCA-atskákmótinu í París á dögunum - vann Anand í undanúr- slitum og síðan Kramnik í úrslita- einvígi eftir að hafa tapað fyrstu skákinni. Lítum á skemmtilega stöðu úr skák Kasparovs við Búlgarann Kiril Georgiev fyrr í mótinu. Kasparov hafði svart og átti leik en síðasti leikur hvíts var 28. Rb7xd6, því að ekki gengur 28. - Bxd6?? vegna 29. Dxf6 mát. Kasparov kunni ráð við þessu: 8 7 *I1 Jl A & 41 5 A .v * m 4 3 * A 2a;a * 2 ABCDEFGH 28. - Hh5! 29. Dg2 Bxd6 Nú er óhætt að þiggja riddararann. Eftir 30. f4 e4 31. Kcl Hh6 32. f5 Rxf5 náði Kasparov að knýja fram sigur. Jón L. Árnason Bridge Danir hafa þann háttinn á lands- keppni sveita að spilað er í deildum, fyrstu, annarri og þriðju deild. Sveitir verða að vinna sig upp á milli deilda, svipað og gerist til dæmis með knatt- spymulið. Hér er eitt spil sem kom fyrir í fyrstu deildinni á dögunum. Á öðru borðanna í leiknum varð að kalla til keppnisstjóra vegna þess að suður opnaði þegar norður átti að hefja sagn- ir. Suður var Stig Werdelin og opnaði á einu laufi. I vestur sat landsliðsspil- arinn Koch-Palmund og keppnisstjóri bauð honum, reglum samkvæmt, að samþykkja opnun suðurs. Það gerði hann ekki og þá úrskurðaði keppnis- stjóri að norður yrði að passa allan tímann en suður mætti segja að vild (eins og reglur segja til um). Jens Áuken i austur ákvað aö opna á þrem- ur hjörtum og Werdelin kom inn á 4 laufum. Sá samningur var snarlega do- blaður hjá vestri og fór 5 niður (1100 í AV). Auken og Koch bjuggust við að græða stórlega á spilinu en annað kom í ljós. Sagnir gengu þannig á hinu borðinu, norður gjafari og enginn á hættu: 4 D107643 V KD1042 * 7 * 4 * 85 * ÁG9875 4 9632 * Á 4 G2 * 6 ♦ ÁG104 * KD9653 Norður Austur Suður Vestur Moller Shaltz Christia. Norris pass 24 3* pass 34 pass 44 dobl p/h Tveggja tígla opnun austurs var multi og af einhverjum ástæðum ákvað landsliðsspilarinn Soren Christ- iansen að segja fjögur lauf við þriggja spaða sögn norðurs og þess vegna féll spilið, 1100 í AV var niðurstaðan á báðum borðum! ísak Örn Sigurðsson 4 AK9 * 3 4 KD85 * G10872

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.