Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1995, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 :< :<a&ist T6NL I S IA R ..ÖiíJÍfílJII Piltur og stúlka - Endist varla... Með Pollyönnuróm Pilturinn og stúlkan eru Tómas Hermannsson og Ingunn Gylfadóttir. Þau vöktu athygli fyrir einum tveimur árum fyrir góða frammistöðu í Söngvakeppni Sjónvarpsins og reyndar söng Ingunn inn á heila breið- skífu fyrir þrettán árum, þá bam að aldri. Endist varla ... er ósköp látlaus og snyrtileg plata. Höfuðprýði henn- ar eru textamir eða ljóðin, flest eftir Þorvald Þorsteinsson, Odd Bjarna Þorvaldsson og Sjón. Ingunn syngur öll lögin nema eitt. Söngrödd henn- ar er viðfelldin og hlý og rómurinn svo yfirmáta jákvæður að ef sögu- persónan Pollyanna mætti mæla er ég viss um að rödd hennar væri svip- uð og Ingunnar. Galli plötunnar er hins vegar hve „hógvær" hún er út í gegn. Útsetn- ingar eru fremur einlitar og lyfta lögunum ekki á flug að neinu marki. En fyrir vikið njóta textarnir og ljóðin sín kannski betur en ef lögin stælu frá þeim athyglinni. Ásgeir Tómasson KK - Gleöifólkiö A A A Kominn á sinn stað aftur Kristján Kristjánsson eða KK hinn yngri hefur notið vinsælda og virðingar í islensku tónlistarlífi frá því hann sneri heim frá S víaríki um 1990. Hann sló í gegn með plötunni Lucky One þar sem hann fléttaði saman létta sveitatónlist, þjóð- lagatónlist, blús og rokkabillý með miklum ágætum og blik í auga. Síðan kom platan Hotel Föroyar sem ekki náði alveg sama Qugi og Lucky One þótt þar væri margt góðra laga. Og nú kemur svo þriðja plat- an, Gleðifólkið, og eins og nafnið gefur til kynna hefur KK léttleikann og gleðina aftur í fyrirrúmi og ber platan það með sér. Samt er þetta ekki samfelldur gáski og gleði, því fer fjarri; hér er til að mynda gullfal- legt, tregablandið minningarlag KK um systur sína Inger Ágústu (d. 1992) sem önnur systir hans, Ellen, syngur frábærlega vel. Lagið minnir reynd- ar lítillega á lag Bobs Dylans, The Times They Are a Changing, án þess þó að það trufli verulega og einhverra hluta vegna er texti lagsins á ensku, sá eini á plötunni. Reyndar eru fleiri lög á plötunni því marki brennd að þau hljóma ei- litið kunnuglega en þar er þó frekar um það að ræða að KK sé að fara í eigin smiðju frekar en annarra. Það lækkar vissulega aðeins risið á plöt- unni en samt rís hún hátt og er tvímælalaust það besta sem KK hefur látið frá sér fara síðan Lucky One kom út. Gleðifólkið tekur þeirri plötu að sumu leyti fram og að öðru ekki, til dæmis eru útsetningar og hljóðfæraleikur alíur mun betri og vandaðri á þessari plötu og þar á Eyþór Gunnarsson mestan heiðurinn, býst ég við, en flest það sem hann snertir á í tónlist verður að gulli. Áðrir að- stoðarmenn eru heldur ekki af lakara taginu eða þeir Þorleifur Guðjóns- son, Pálmi Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Tómas M. Tómasson. Textar plötunnar eru allir eftir KK og þar dregur hann upp hinar og þessar mannlífsmyndir og gerir það vel. Enski textinn sem áður var minnst á er sérlega fallegur. Með Gleðifólkinu geta aðdáendur KK tekið gleði sína á ný og hún set- ur KK aftur í fremstu röð þar sem hann á heima. E.S. Sendi KK bestu óskir um góðan bata. Sigurður Þór Salvarsson Gus gus - Gus gus irki< Frambærilegt íslenskt tæknipopp Þrátt fyrir að tölvuvædd danstónlist I harðari kantinum hafi notið mikilla vinsælda hér á landi sem og annars staðar undanfarin ár hafa íslenskir tónlistarmenn ekki gert mikið að þvi að leggja hana fyrir sig. Þar kemur eflaust enn og aftur til smæð okkar og fæð og tregða útgef- enda til að veðja á slíka hesta, gæti ég trúað. Enn fremur þrífst þessi teg- und tónlistar fyrst og fremst á lifandi flutningi á sérstökum dansstöð- um og þar er ekki um auðugan garð að gresja hjá okkur. Ekki veit ég hvort þessi fyrsta plata Gus gus hópsins boðar nýja tíma í þessum efnum hérlendis, en í það minnsta kveður hér við nýjan tón þó ekki stígi hópurinn skrefið alla leið í tæknipoppinu, heldur er þessi plata blanda af því soul, fönki og poppi þar sem tæknipoppið er undir- staðan. Gus gus hópurinn er skipaður þeim Daníel Ágúst Haraldssyni, Magnúsi Jónssyni, Birgi Þórarinssyni, Emelíönu Torrini, Magnúsi Guð- mundssyni og Hafdísi Huld og er í beinu sambandi við stuttmyndina Nautn sem nýverið var frumsýnd í Reykjavík. Lögin á plötunni eru flestöll eftir liðsmenn Gus gus og tekst þeim nokkuð vel til í stórum dráttum þótt lögin séu æði misjöfn að gæðum. Þetta er vissulega frekar óaðgengileg tónlist til að setjast niður og hlusta á en hún er samt þess eðlis að hana verður að láta gerjast innra með sér um skeið áður en farið er að tjá sig um hana. Og það verður að segja um hana að hún vinnur frekar á við hlustun en hitt. Lögin eru ágæt- lega melódísk flest hver þótt mismunandi djúpt sé á melódíunum og flutningur er fyrsta flokks í alla staði. Þetta er hins vegar ekki tónlist sem skilur mikið eftir sig og líftími hennar er styttri en flestrar annarr- ar dægurtónlistar. Sigurður Þór Salvarsson pruevr CtXD BRFATM Ki-MEMefRANGf »S Jt-Sl'S VOUfl P«t? Mf SSAGf rBOM IDSWV PUItPLE Brotabrot af lögum Gunnars Þórðarsonar » Gunnar Þórðarson varð fimmtugur í byrjun ársins. í mars voru þrjátíu ár liðin síðan fyrstu lögin hans voru hljóðrituð, það eru Hljómalögin Fyrsti kossinn og Bláu aug- un þín. Á þessu tímamótaári þótti því rétt að gefa út plötu meö sýnishomi af lögum Gtmnars og útkoman varð tvö- faldi diskurinn Þitt fyrsta bros með „aðeins“ ljörutíu lög- um af þeim aragrúa sem Gunnar hefur sent frá sér. En hvað skyldu lögin hans vera mörg? „Ég held að ég eigi 320 lög skráð,“ svarar listamaðurinn. „Þessi fjörutíu sem koma út núna eru vissulega bara sýn- ishom af því sem hefur verið.gefið út en ég held að þau séu það skásta sem ég hef gert á þessu sviði. Tíminn hef- ur unnið á mörgum þessara laga sem vom kannski vinsæl meðan þau vora ný en önnur eldast betur fyrir einhverra hluta sakir. Þau fengu að fara á plötuna.“ Jónatan Garðarsson, útgáfústjóri hjá fyrirtækinu Spori, valdi lögin á Þitt fyrsta bros. Gunnar fór síðan yfir listann og breytti svolitlu. „ Annars vorum við bara furðu sammála um hvað ætti að vera með og hverju ætti að sleppa." Gunnar Þórðarson hefur lítið sent frá sér af popp- eða rokklögum á síðustu árum. Hann segir að það þýði þó ekki að hann sé hættur að fást við þá tegund tónsmíða. „Nei, ég er ekki hættur en eldmóðurinn er ekki sá sami og fyrr,“ segir hann sposkur á svip. „Áhuginn hefur minnkað tölu- vert með áranum. Og svo hefur maður líka gert sér grein fyrir að þögnin getur líka verið góð!“ Kvikmyndatónlist Gunnar Þórðarson hefur nýlokið við að semja og hljóð- rita tónlist við kvikmyndina Agnesi sem verður framsýnd rétt fyrir jól. „Þetta var mikO vinnutöm undir það síðasta og ég er að ná mér niður eftir hana. Myndin sýnist mér að hafi heppnast afbragðs vel. Hún er rómantísk og átakamik- il í senn. Segir frá dramatískum atburðum á þann hátt að flestir ættu að hrífast af henni.“ Agnes er önnur kvikmyndin sem Gunnar semur tónlist við. Hin var Óðal feðranna og tónlistina við hana unnu Gunnar Þórðarson: Tíminn vinnur misjafnlega vel á dægur- tónlistinni. Ljósm. Magnús Blöndal hann og Magnús Eiríksson í sameiningu. Gunnar hefur aftur á móti samið tónlist við fjölmargar sjónvarpsupp- færslur. En hvað tekur nú við þegar Agnes er frá? „Ég hef verið að stúdera tónlist að undanfómu og held því áfram,“ svarar hann. „Svo hef ég verið að semja dálít- ið og á orðið nokkuð af ófluttu efni. Það er hins vegar nokk- uð vont að koma slíkri tónlist að hjá Sinfóníunni. Ef það gerðist þyrfti ég nú að leggjast á verkin og vinna þau að- eins betur til að þau yrðu boðleg fyrir minn smekk." -ÁT- Notendavænir Vinir Dóra fór þá í hljómleikaferð um landið og var ætlunin að ná karakter spila- mennskunnar af skemmtistöðunum inn á plötuna. Það sem til varð í hljóm- leikaferðinni var síðan þróað og mót- að í hljóðverinu. Halldór Bragason seg- ir að þessi vinna hafi verið mjög skemmtileg. Pjetur Stefánsson var síð- an fenginn til að semja texta við lögin. Upphaflega áttu textahöfundar að verða fleiri en Pjetur var snöggur að vinna og því var ákveðið að skerpa á heildarsvipnum með því að hafa einn textahöf- und. „Plötur Vina Dóra hafa ekki verið unnar svona hingað til,“ segir Dóri. „En fyrir vikið gafst okkur tækifæri til að bæta við og breyta lögunum þangað til þau vora farin að hljóma eins og við vildum hafa þau. Síðan vora þau gerð þannig úr garði að þau rynnu sem ljúflegast niður hjá hlustend- um. Lögin hljóma svo náttúrlega allt öðruvísi á hljómleikum en á plötunni," bætir hann við. „Það er markmið hjá okkur að vera aldrei eins tvö kvöld í röð. Við höfðum lögin á plötunni öll í styttra lagi og það gefur okkur færi á að lengja þau upp í sex til tiu mínútur ef stemningin í salnum býður upp á það. Markmiðið er að skapa alltaf eitthvað nýtt á hverju kvöldi. Ef maður væri alltaf að spila sömu rulluna væri alveg eins hægt að fá sér einhverja aðra vinnu. í raun og vera erum við fyrst og fremst að spila fyrir sjálfa okkur. Það að einhverjir vilji koma og hlusta er bara ánægjuleg viðbót." -ÁT- Hljómsveitin Vinir Dóra breytir nokkuð um svip á nýju plötunni sinni Hittu mig frá því sem áður var. Gamli, góði blúsgallinn hefur verið hengdur upp í skáp og fram dreginn annar og popplegri en áður. „Við erum að gera okkur hlusúmar- væna með þessari breytingu," segir Dóri - Halldór Bragason - og glottir við tönn. „Annars er ég ekki sammála því að við höfum lagt blúsinn til hliðar. Hann er þama enn þá en bara í formi sem allir eiga aö geta notið. Við ákváðum að gera plötu sem myndi ekki bara höfða til sérvitring- anna heldur renna ljúflega niður hjá fleirum. Það hefur tekist að mínu viti og sérvitringarnir eru, merkilegt nokk, sáttir við breytinguna." Vinir Dóra eru um þessar mundir Halldór Bragason, Jón Ólafsson og Ás- geir Óskarsson. Tríóformið hefúr verið við lýði hjá hljómsveitinni í nærri tvö ár. Halldór og Jón hafa spilað stöðugt saman en nokkrir trommideikarar hafa leyst Ásgeir af hólmi, menn eins og Gunnlaugur Briem, Birgir Baldursson, Sigfús Óttarsson, Björgvin Ploder og Sigurður Reynisson. Allt öndvegis spil- arar að sögn Dóra, enda veitir ekki af að hafa almennilega menn í hverju rúmi þegar hljóðfæraleikaramir eru bara þrír. Á plötunni Hittu mig leikur Þor- steinn Magnússon á gítar með Dóra í nokkrum lögum og einnig bregður Hammondleik Péturs Hjaltesteds fyrir hér og þar. Þeir taka hins vegar ekki þátt í hljómleikahaldi við kynningu plötunnar. Hljómsveitin hefur farið víða um land að undanfomu og hélt Vinir Dóra: Mun skemmti- legra að spila úti á landi en á höfuðborg- arsvæðinu. meðal annars útgáfutónleikana á Vopnafirði 24. növember. „Við spilum einfaldlega miklu meira úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Dóri, „því að þar er skemmtilegra að spila. . .. Nei, nei, það háir okkur ekkert að söngvarinn þurfi jafnframt að spila á gitar. Þetta þurfti Hendrix að búa við og sömuleiðis Clapton!" Mótað í Jhljóðveri Hugmyndin að plötunni Hittu mig kviknaði síðasta sumar. Hljómsveitin MA-kvartettinn - MA-kvartettinn: ★★★i Það ber að fagna því að þau allt of fáu lög MA-kvartettsins, sem varð- veitst hafa, skuli komin á geisladisk. Fjórmenningarnir, sem skipuðu kvartettinn, voru sannarlega „popp- stjörnur" síns tíma. -ÁT Ásgeir Tómasson - Veröld stór og smá: ★★★ Það þarf aö hlusta á tónlistina til að njóta hennar og sér í lági slag- verksleik höfundarins sem auð- heyrilega velur ekki auðveldustu lausnimar þegar hann útsetur fyrir sjálfan sig. -ÁT Halli Reynis — Hring eftir hring: ★★★ Textar plötmmar eru í óvenjuhá- um gæöaflokki miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum mark- aði og laglínur era léttar og liprar sem auðvelt er að grípa og ósköp þægilegar á að hlýða. -SÞS Palli —Páll Óskar: ★★★ Þessi nýja plata Páls Óskars styrk- ir stöðu hans sem eins besta söngv- ara landsins og sýnir hve fjölhæfur hann er. Hljóðfæraleikur er eins og best verður á kosið. -SÞS Croucie d’oú LÁ - Emilíana Torrini: ★★★Á Söngurinn er ótrúlega fjölbreytt- ur og hreint með ólíkindum hversu margvíslegum söngstíl Emilíana hefur yfir að ráða. -SÞS Sundin blá - Ýmsir flytjendur: ★★★ Þormar Ingimarsson er að koma fram á sjónarsviðið með plötunni sem lagasmiður og vægt til orða tek- iö þá lofar hann góðu. -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.