Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1995, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 Sýningar Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Á sunnudag lýkur málverkasýningu Tuma Magnússonar. Málverkin, sem eru 9 talsins, fá lit sinn frá ýmsum efnum í heiminum og eru unnin með olíulit sem sprautað er á striga. Café 17 Laugavegi 91 Þar stendur yfir sýning á Ijósmyndum eftir Jón Pál Vilhelmsson tískuljósmyndara. Sýningin er opin eins og Sautján og stendur yfir til 15. des- ember. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axels- dóttur, Helgu Ármannsdóttur, Elínborgar Guð- mundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Mar- grétar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Birgir Andrésson Vesturgötu 20 Hannes Lárusson sýnir ný verk unnin með blandaðri taekni. Galleríið er opið kl. 14-18 á fimmtudögum, en á öðrum tímum eftir sam- komulagi. Gallerí Fold Laugavegi 118d Þar stendur yfir sýning á vatnslitamyndum Katrínar H. Agústsdóttur. Sýninguna nefnir listakonan Húsin þrjú - Stjórnarsetrin. í kynn- ingarhorni gallerísins sýnir Ásdís Sigurþórs- dóttir verk unnin úr pappír. Galleríið er opið daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Geysir Aðalstræti 2 Þar stendur yfir sýning tveggja ungra myndlist- armanna, þeirra Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur og Söru Maríu Skúladóttur, en þessi sýning er jafnframt þeirra fyrsta sýning. Galleríið er opið alla virka daga kl. 9-23 og um helgar kl. 12-18. Sýningin stendur til 7. janúar. Gallerí Greip Þar stendur yfir sýning í tilefni af 100 ára af- mæli myndasögunnar sem ber heitið .Nýjar myndasöguf. Sýndar eru nýjar myndasögur efitr islenska höfunda. Opið daglega nema mánudaga kl. 14-18 og stendur sýningin til 17. desember. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15 Galleríið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí, Ingólfsstræti 8 Ásgerður Búadóttir sýnir vefnað. Sýningin stendur tii 22. desember og er opin frá kl. 14-18, alla daga nema mánudaga. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laug- ardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi. Gallerí Ríkey Hverfisgötu 59 Sýning á verkum Ríkeyjar. Opið kl. 13-18 virka daga en laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Stöðlakot Bökhlöðustíg 6 Messíana Tómasdóttir lejkmyndahöfundur heldur sýningu sem hún nefnir Til sjöunda regnbogans. Sýningin stendur til 16. desember og er opin daglega kl. 14-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Þar stendur yfir sýning á verkum Grétu Mjallar Bjamadóttur. Myndirnar á sýningunni eru graf- íkverk, koparætingar, þrykktar á pappír. Sýn- ingin hefur heitið „Sögur" og er opin á verslun- artíma kl. 10-18 virka daga. Hafnarborg Þar stendur yfir sýning á siifur- og gullsmíða- verkum eftir Hannu Tuomala, Tlmo Salsola og Sigrfðar Á. Sigurðardóttur. . Kaffi Mílanó Faxafeni11 Markús Sigurðsson sýnir olíumálverk. Opið mánud. kl. 9-19. Þriðjud., miðvikud. og fimmtud. kl. 9-23.30, föstud. kl. 9-1 og laug- ard. kl. 9-18. Kaffistígur Rauðarárstíg 32 Magnea Ósk Óskarsdóttir sýnir skúlptúra. Kjarvalsstaðir Slðasta sýningarhelgi á íslenskri samtímalist sem ber yfirskriftina Eins konar hverdagsróma- tík. 16 listamenn sýna. Þá er f miðrými og for- sölum yfirlitssýning á verkum Einars Sveins- sonar arkitekts (1906-1973) og sýningin Kjar- val - mótunarár 1885-1930. Sýningunum lýkur á sunnudag. Oþið kl. 10-18. Kaffistofa og safnverslun opin á sama tfma. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, síml 551 3797 Safnið er lokað f desember og janúar. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur er frá Freyjugötu. Llstasafn íslands Frfkirkjuvegi 7 Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Rut Rebekka er nú að opna sína tólftu einkasýningu. DV-mynd GS Rut Rebekka í Norræna húsinu: Þrjátíu olíumálverk „Þetta eru allt fígúratíf og ex- pressionísk málverk. Ég byggi mik- ið á teikningunni en núna undanfar- ið hef ég verið að leysa hana rosa- lega upp og færa hana nær málverk- inu. Það er alltaf þetta jafnvægi á milli hvað er teikning og hvað er virkilegt málverk. Þetta byggir líka mjög mikið á litnum og teikning- unni í bland sem er svona uppleyst. Þetta eru allt saman myndir af fólki,“ segir Rut Rebekka listmálari en á morgun opnar hún sýningu á verkum síniun í kjallara Norræna hússins. „Þessi verk eru öll unnin á þessu ári og myndirnar eru meðalstórar en þetta eru þrjátíu olíumálverk. Nöfn myndanna minna eru opin og segja lítið en gefa áhorfandanum lausan tauminn með ímyndaraflið sitt,“ segir listmálarinn sem hefur gefíð sýningunni sinni nafnið Skynj- un. Eins og fyrr er getið eru myndirn- ar af fólki og Rut Rebekka segir þær vera byggðar á reynslu sinni. Konur eru áberandi á þessum myndum en þó er líka karla þar að finna. „Ég tel þetta'vera rökrétta þróun fram að því sem ég hef gert áður. Ég er búin að leysa upp en ég var áður miklu stífari í forminu," segir Rut Rebekka. Sýningin í Norræna húsinu stendur til 22. desember en Rut Rebekka hefur áður haldið ellefu einkasýningar. Glerlist í Laugardal: Skriðjöklar og hraun Glerlist er heiti sýningar sem nú stendur yflr í ListgaUeríi Listhúss- ins í Laugardal. Þar sýnir Pía Rakel Sverrisdóttir verk sín en hún stund- aði nám í Kunstakademíunni í Kaupmannahöfn og . í Danmarks Designskole og þar byrjaði Pía Rakel að vinna rúðugler í keram- ikofni og sandblása myndir í glerið. Myndefnið er aðaUega sótt í ís- lenska náttúru, skriðjökla og hraun sem brennt er í glerið og síðan eru ristar í það myndrúnir unnar úr draumtáknum. Pía Rakel býr og starfar í Kaup- mannahöfn og hefur sýnt víða um heim síðustu 10 ár. Myndasögur Um síðustu helgi voru opnaðar tvær sýningar í tilefni af 100 ára af- mæli myndasögunnar. Þetta eru sýningamar Myndasögur í myndlist í sýningarsalnum Við Hamarinn í Hafnarfirði og Nýjar myndasögur í Gallerí Greip. Sýningunum lýkur 17. desember. Englar og erótík Englar og erótík er heiti samsýn- ingar sem nú stendur yfir í Listhúsi 39 í Hafnarfirði. Þrettán listamenn eiga verk á sýningunni en þeir eru Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Auð- ur Vésteinsdóttir, Einar Már Guð- varðarson, Elín Guðmundsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Hjördís Frí- mann, Ingiríður Óðinsdóttir, Lárus Karl Ingason, kíargrét Guðmunds- dóttir, Pétur Bjamason, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríður Erla og Sus- anne Christense . Á sýningunni eru myndverk unn- in í margvísleg efni, m.a. fjaðrir, gler, stein, brons, leir, olíu, pastel og hör. Skíma í Listhúsi Ófeigs Sjö myndlistarmenn hafa stofnað til sýningar, sem ber nafhið Skíma, í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5. Sýningin gefur fólki tilefni að eygja ljós í skammdeginu og horfa til bjartari daga. Sýnendur eru Hringur Jóhannesson, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjömsson, Ragn- heiður Jónsdóttir, Sigurður Þórir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Örn Þor- steinsson. Þetta eru allt landsþekktir lista- menn sem vinna með hin ólíkustu efni og hafa haldið fjölmargar sýn- ingar hér heima og erlendis. Sýning- in í Listhúsinu verður opnuð í dag. Mótunarár Kjarvals Um helgina lýkur eftirtöldum sýningum á Kjarvalsstöðum: Kjar- val - mótunarár 1895-1930, Eins konar hversdagsrómantík og Einar Sveinsson, arkitekt og húsameistari ríkisins. Mokkakaffi: Einstakar herfarir Magnús Pálsson er höfundur sýn- ingar á Mokka sem kölluð er Hundr- aðárastríðið. Hún fjallar enda um þetta losaralega Evrópustríð á 14. öld sem myndi tæpast kallast stríð í nútímamerkingu orðsins heldur voru þarna einstakar herfarir enskra konunga til að halda uppi erfðakalli til frönsku krúnunnar. Ýmsir prinsar og aðalsmenn austar og sunnar úr Evrópu drógust inn í átökin og þar með blönduðust þar inn í ýmis erfðaog landvinningamál. Verkinu er lýst sem rjóðri eða raddskúlptúr og fjallar síður en svo strangsögulega um 100 ára stríðið. Sýningin verðiu- opnuð með gjöm- ingi annað kvöld. Ný og eldri verk Listamennirnir Guðbjörg Lind Nú stendur yfir í Hafnarborg sýning á silfur- og gullsmíðaverkum eftir Hannu Tuomala, Timo Salsola og Sigríði A. Sigurðardóttur en á mynd- inni gefur að líta hluta af því sem fyr- ir augu bér. Jónsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Valgarður Gunnarsson munu opna vinnustofur sínar fyrir al- menning á sunnudaginn kl. 14. Til sýnis verða ný og eldri verk, unnin í olíu, túss og grafík. Lista- mennirnir hafa allir tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og er- lendis. Vinnustofúrnar eru á 2. hæð að Suðurlandsbraut 26. Listasafnið á Akureyri Nú líður að lokum sýninga Guð- mundar Ármanns Sigurjónssonar, Erlu Þórarinsdóttur og Andrew M. McKenzie í Listasafninu á Akur- eyri. Guðmundur Ármann sýnir málverk og einþrykk, Erla sýnir smámyndir og innsetningu og Mc- Kenzie sýnir sömuleiðis innsetn- ingu. Málverk Tuma Málverkasýningu Tuma Magnús- sonar í Ásmundarsal lýkur á sunnu- daginn. Hann sýnir þar níu mál- verk, unnin með olíulit sem spraut- að er á striga. Sýningar Listasafn Kópavogs Hamraborg 4 Margrét Elíasdóttir sýnir olíumálverk. í Gerðar- safni sýnir Þorgerður Sigurðardóttir tréristur. Sýningarnar standa til 17. desember og eru opnar daglega kl. 12-18 nema á mánudögum. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga Sýning á vðldum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson „Þessir kollóttu steinat* mun standa í allan vetur. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Listhúsið í Laugardal Engjateigi 17, sími 568 0430 Þar stendur yfir myndlistarsýning á verkum eft- ir Sjöfn Har. Sýningin ber yfirskriftina „islensk náttúra, íslenskt landslag." Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Þá stendur einnig yfir I Listhúsinu sýning á glerlist Píu Rakelar Sverrisdóttur. Listhús 39 Strandgötu, Hafnarfirði Þar stendur yfir samsýnining 13 listamanna sem ber heitið Englar og erótík. Á sýningunni eru myndverk unnin í margvfsleg efni, m.a. fjarðir, gler, stein, brons, leirolíu, pastel og hör. Sýningunni lýkur 31. desember. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listhús Ófeigs Skólavörðustfg 5 I dag verður opnuð sýningin Sklma. Eftirtaldir listamenn sýna: Hringur Jóhannesson, Magnús Tómasson, Ófeigur Björnsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Þórir, Þorbjörg Höskulds- dóttir og Óm Þorsteinsson. Sýningin stendur til 14. janúar. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Breiðholti Þar stendur yfir sýning á verkum margra heimsþekktra listamanna sem sýnt hafa hjá málaranum Helga Þorgils Friðjónssyni í Gallerí Gangi undanfarin 15 ár. Alls eiga 19 listamenn verk á sýningunni. Sýningin stendur til 8. janú- ar. Myndlistarsýning Hlyns Hallssonar í Effinu stendur fram til áramóta. Sýningarnar eru opn- ar kl. 13-19 mánudaga til fimmtudaga og kl. 13-17 föstudaga til sunnudaga. Mokka kaffi Skólavörðustíg Magnús Pálsson opnar sýningu sem hann kall- ar Hundraðárastríðið á laugardag kl. 21. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17. Norræna húsið Á morgun kl. 14 opnar Rebekka Rut sýningu á um 30 olíumálverkum. Sýningin er opin dag- lega kl. 14-19. Nýlistasafnið v/Vatnsslíg Þar stendur yfir sýningin „Viðhorf góðar stelp- ur/slæmar konur Attitudes, good girls /bad women". Það eru sextán amerískar konur, allar myndlistarmenn og meðlimir í Artemisia gallery i Chicagoborg sem taka þátt f sýningunni. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14-18 og stendur hún til 17. desember. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hatnarf., simi 555 4321 Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18. Sparisjóðurinn í Garðabæ Garðatorgi í tilefni 20 ára kaupstaðarréttinda Garðabæjar 1. janúar 1996 stendur yfir yfirlitssýning á myndlistarverkum í eigu bæjarins. Um er að ræða myndir sem Garðabær hefur eignast í gegnum tíðina. Sýningin er opin á opnunarlíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30 til 16 alla virka daga til 19. janúar. Við Hamarinn Hafnarfirðf Þar stendur yfir sýning í tilefni af 100 ára af- mæli myndasögunnar. Sýningin ber heitið „Myndasögur í myndlist”. Alls eru verk eftir um 15 íslenska myndlistarmenn. Sýningin er opin daglega nema mánudaga kl. 14-18 og stendur til sunnudagsins 17. desember. Þjóðminjasafnið Opið sunnud, þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 12-17. Sýning á vinnustofu Listamennimir Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Valgarður Gunnarsson munu opna vinnu- stofur sínar fyrir almenning sunnudaginn 10. desember kl. 14. Til sýnis verða ný og eldri verk unnin í olíu, túss og gratfk. Vinnustofurnar eru á annarri hæð að Suðuriandsbraut 26. Opið um helgar kl. 14-18 og virka daga kl. 12-18 til 17. desember. Listasafnið Akureyrl Nú liður að lokum sýninga Guðmundar Ár- manns Sigurjónssonar, Erlu Þórarinsdóttur og Andrew M. Mckenzie. Síðasta sýningarhelgi er dagana 7.-8. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.