Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1995, Blaðsíða 2
20 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 ILegends ofthe Fall Anthony Hopkins, Brad Pitt, Aidan Quinn og Julia Ormond. Þegar dregur að lokum 19. aldar hefur William Ludlow ofursti fengið sig fullsaddan af her- þjónustu og stefnu ríkisstjómarinnar í málefn- um indíána. Hann reisir sér búgarð í Montana við rætur Klettafjallanna og þar elur hann upp syni sína þrjá, fjarri erjum og átökum. Alfred er elstur, hlédrægur og skyldurækinn, mið- bróðirinn Tristan er aftur á móti villtur og hömlulaus, sannur stríðsmaður. Þegar yngsti bróðirinn kemur heim með hina fallegu Sus- annah vakna með hinum bræðrunum ástríður og afbrýðisemi. 40utbreak Dustin Hoffman, Rene Russo og Morgan Freeman Dustin Hoffman leikur veirufræðing sem er kallaður til neyðarstarfa þegar í ljós kemur að íbúar í smábæ einum sýkjast hver af öðrum af óþekktum sjúkdómi sem dregur fólk til dauða á aðeins örfáum klukkustundum. Ekki líður á löngu uns hann áttar sig á hvað er á ferðinni og uppgötvar jafnvel að til að eiga möguleika á að fá mótefni gegn veirunni verður að finna hinn upprunalega smitbera, apakvikindi sem gengur laust. Hefst nú æsispennandi leit að apanum og kapphlaup við timann. 2Don Juan De Marco Johnny Depp, Marlon Brando og Faye Dunaway Ungur maður hefur komið sér fyrir á auglýs- ingaskilti í 15 metra hæð. hann er sveipaður skikkju, veifar sverði og andlitið er hulið grímu. Hann segist vera Don Juan, heimsins mesti elskhugi. Nú er hann bugaður af ástar- sorg og lífslöngunin er horfin. Lögreglan fær aðstoð sálfræðings við að ná honum niður. Dr. Jack er virtur en útbrunninn sáli sem er um það bil að fara á eftirlaun. Á tíu dögum á hann að meta ástand sjúklingsins og á þeim tíma rekur Don Juan ævi sina sem einkennist af rómantískum ævintýrum og tekst honum að sannfæra lækninn um að hann sé heili heilsu. 30nce Were Warriors Rena Owen og Temuera Morrison Myndin segir frá örlögum fjölskyldu af kynstofni Maóría en svo kallast frumbyggjar Nýja- Sjálands. Hjónin Beth og Jake hafa verið gift i átján ár og búa með fimm börnum sín- um í félagslegri blokkaríbúð. Jake er skap- styggt vöðvafjall sem tollir illa í vinnu og kýs helst að eyða tíma sinum í drykkju á meðan Beth reynir að hugsa um heimilið og börnin. Skapofsi Jakes og drykkja leiða hann sífellt nær glötun og að endingu verður Beth ljóst að hún hefur um það að velja að stökkva með manni sínum eða berjast á móti með þeim ráðum sem duga. 6 6 4 Low Down Dirty Shame Sam-myndbönd Gaman 7 NÝ 1 Boiling Point Bergvík Spenna 8 7 2 Boys on the Side Warner-myndir Drama 9 16 12 Shawshank Redemption Skífan Drama 10 8 4 Jack and Sarah Háskólabíó Gaman 11 NÝ 1 Mixed Nuts Skífan Gaman 12 17 2 Against the Wall Bergvík Spenna. 13 9 8 Natural Born Killers Warner-myndir Spenna 14 11 5 Guarding Tess Skífan Gaman 15 NÝ 1 Miracle on 34th Street Sam-myndbönd Gaman 16 20 11 I.Q. ClC-myndir Gaman 17 10 3 The Brady Runch Movie ClC-myndir Gaman 18 14 8 Little Women Skífan Drama 19 Al 6 Simple Twist of Fate Sam-myndbönd Gaman 20 15 10 Bad Company Sam-myndbönd Spenna 5Dumb and Dumber Jim Carrey, Jeff Daniels og Lauren Holly Harry og Lloyd eru vinir sem leigja sam- an og dreymir um að komast áfram í lífinu með því að safna nægu fé til að geta opnað arðbæra verslun með ánamaðka. Sá er hins vegar munurinn á þeim og öðrum að mögu- leikar þeirra á að láta drauminn rætast eru hverfandi sökum ótrúlegs hálfvitaskapar. Þennan dag eru þeir enn einu sinni orðnir at- vinnulausir og uggandi um sinn hag. Það eina sem þeir sjá í framtíöinni er að skila skjala- tösku einni, en taskan hafði slysast upp í hendurnar á þeim, og með því hefst viðburða- ríkt ferðalag þeirra tU Aspen. C,TI FYRRI VIKUR VIKfl flLISTfl TITILL Legends of The Fall ÚTGEF. TEG. Skífan Drama 2 2 2 Don Juan Demarco Myndform Gaman 3 5 2 Once Were Warriors skífan Spenna 4 3 6 Outbreak Warner-myndir Spenna 5 4 7 Dumb and Dumber Myndform Gaman Myndbandalistinn: Kraftaverkin og j ólas veinarnir Það eru engar breytingar á efstu sætum myndbandalistans þessa vikuna, sömu fimm myndir skipa sætin, það er aðeins að nýsjá- lenska úrvalsmyndin Once Were Warriors færist upp um tvö sæti, í það þriðja. Jólin nálgast og af þremur nýj- um kvikmyndum, sem koma inn á listann, tengjast tvær þeirra jól- um. í fimmtánda sæti er sannköll- uð jólamynd, Miracle on 34th Street, en mynd þessi var sýnd í Sam-bíóum á jólunum i fyrra. Það er leikstjórinn og leikarinn kunni Richard Attenborough, sem leikur aðalhlutverkið, Kris Kringle, sem er sjálfur jólasveinninn og segir frá viðskiptum sínum við hina sex ára Susan Walker, sem hefur glat- að trúnni á jólasveininn, enda hafði móðir hennar sagt henni frá „leyndarmálinu“ um jólasveininn. En kynni hennar af hinum eina sanna jólasveini færa henni trúna á ný. Miracle on the 34th Street er endurgerð klassískrar kvikmynd- ar sem gerð var árið 1947. Mixed Nut, sem er nýjasta kvik- mynd Steve Martin og er í ellefta sæti, er einnig endurgerð eldri franskrar myndar. Fer hún beint á myndband hér á landi án þess að hafa viðkomu í kvikmyndahúsum. í henni er jólastemning og leikur Martin mann sem vinnur á síma- línunni Lifesavers um jólin og reynist vel þeim sem hringja. Aðr- ir leikarar eru Juliette Lewis, Madelaine Kahn, Rita Wilson og Rob Reiner. Leikstjóri er Nora Ephron, en hún leikstýrði Sle- epless in Seattle. Þriðja nýja myndin á listanum er Boiling Point, spennumynd með' þeim Wesley Snipes og Dennis Hopper í aðalhlutverkum. í vikunni hafa verið að koma út á myndbandi nokkrar ágætar myndir. Má þar nefna Muriels Wedding, ástralska gamanmynd sem notið hefur mikilla vinsælda á þessu ári. Það er Háskólabíó sem gefur myndina út. Tommy Boy er einnig fjörug gamanmynd, sem ClC-myndbönd gefa út, ein önnur gamanmynd er Exit To Eden með Dan Aykroyd, Rosie O’Donnell og Stuart Wilson í aðalhlutverkum, Sam-myndbönd gefa út. Af spennu- myndum má nefna Streetfighter með Jean Claude Van Damme í aðalhlutverki, Skífan gefur út. The Babysitter státar af því að hafa nýjustu stjörnuna Alicia Silversto- ne í aðalhlutverki, það eru Sam- myndbönd sem gefa hana út, Myndform gefur út Voðaverk 2, þrjár stuttar spennumyndir. Að lokum má geta framtíðarspennu- myndarinnar Solar Crisis með Charlton Heston og Tim Matheson í aðalhlutverkum. Það er Bergvík sem gefur hana út. -HK Jólsveinninn kemur til borgarinnar. Richard Attenborough í hlutverki sínu í Miracle on the 34th Street.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.