Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1995, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 •é A Bíóborgin - sími 5511384 Assassins kil Sylvester Stallone er góði launmorðinginn, Banderas er vondi launmorðinginn og Julianne Moore er góði þjófurinn í kvikmynd Richard Donners, sem kann ýmislegt fyrir sér í gerð spennumynda, en getur ekki bætt leiðinlega sögu.-HK Bíóhöllin - sími 587 8900 Showgirls ★ Konungar kynþokkamyndanna í Hollywood, Verhoeven og Eszterhas, falla með glæsibrag á þessari innantómu og leiðinlegu mynd um sýningar- og dansstúlkumar í Las Ve- gas. -GB Mad Love ici. Vegamynd um tvö ástfangin ungmenni sem yfirgefa heima- hús og aka út í óvissuna. Myndin er rótlaus eins og ung- mennin og leikur Drew Barrymore og Chris O’Donnell jafn ósannfærandi og myndin í heild. -HK Hundalíf*-** Klassísk teiknimynd sem engu hefur tapað í meira en þrjá- tíu ár. íslensk talsetning hefur heppnast vel og eykur gildi myndarinnar hér á landi. Mynd fyrir alla fjölskylduna. -HK Saga-bíó - sími 587 8900 Algjör jólasvelnn icÍK Ósköp sæt og ljúf mynd um fráskilinn heimilisfóður sem lendir í því að taka að sér hlutverk jólasveinsins. Ungur sonur hans er stórhrifinn en ekki hinir fullorðnu. -GB Hættulegir hugir kki< Michelle Pfeiffer stendur sig með ágætum sem ung og áhugasöm kennslukona. Þokkaleg mynd um sigur hins já- kvæða yfir hinu neikvæða, stundum þó of svkursæt. -GB Háskólabíó - sími 552 2140 Saklausar lygar ici. Óspennandi og ósannfærandi mynd um breskan rannsókn- arlögreglumann og kolgeggjaða franska fjölskyldu og nokk- ur dularfull dauðsfóll. -GB Jade ★★ Sálfræðiþriller sem fer vel af stað en brotalamir koma í ljós þegar líður á myndina. Joe Eszterhaz er greinilega að reyna á að ná upp þeirri erótísku og grípandi stemningu sem einkenndi Basic Instinct, en mistekst. -HK Fyrir regnið ★★★★ Stríðið í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu er baksvið þessarar óvenjuglæsilegu kvikmyndar frá Makedóníu um lífshásk- ann sem fylgir því að taka afstöðu í lífinu. -GB Glórulaus kki. Einstaklega lífleg táningamynd um ríka krakka í Beverly Hills. Sagan er ekki merkileg en fyndin tilsvör söguhetjunn- ar Cher, sem er á skjön við allt, eru sérlega vel samin. -HK Að lifa ickic Zhang Yimou kemur með enn eitt stórvirkið. I þetta skipti er það kínversk fjölskylda í þrjátíu ár, á mestu umbrota- tímum í Kína, sem er viðfangsefni hans. Áhrifamikil og sterk mynd. -HK Apollo 13 ★★★ Vel heppnað drama um eitt alvarlegasta slys í himin- geimnum. A köflum nokkuð langdregin en góður leikur og vel skrifað handrit gerir það að verkum að heildin er mjög sterk. -HK Laugarásbíó - sími 553 2075 Mortal Kombat ici, Slagsmál og aftur slagsmál er það sem einkennir þessa hröðu mynd, sem gerð er eftir vinsælum tölvuleik. Sviðs- hönnun, búningar og áhættuatriði góð, en þá er líka upp- talið það sem vit er í. -HK Feigðarboð ★★ Það er margt ágætlega gert í Feigðarboðum og á Peter Hall stundum auðvelt með að ná upp á yfirborðið innri spennu persónanna en handritið er brothætt og helstu persónur ekki nógu áhugaverðar. -HK Tegundir ick Gamla góða sagan um vísindamennina sem missa tökin á tilraunum sínum og búa til ófreskju sem þeir ráða ekki við. Að mörgu leyti hin ágætasta skemmtun. -GB Regnboginn - sími 551 9000 Beyond Rangoon irfci Oft á tíðum áhrifamikil ádeila á landsfeðurna í Burma en nokkuð brokkgeng þar sem myndmálið er sterkaran en hið talaða mál. John Boorman hefur gert betri myndir, en einnig verri. -HK Krakkar ★★< Opinská, bersögul og krassandi mynd um unglinga í New York á hraðri leið til andskotans vegna fíkniefnaneyslu og almenns ólifnaðar. -GB Að yfirlögðu ráði irfck Réttarhöld yfir morðingja beinast að hinu illræmda Alcatr- az-fangelsi. Sönn saga sem fær góða meðhöndlun í áhrifa- mikilli mynd. Kevin Bacon sýnir stórleik í hlutverki fang- ans Henri Young. -HK Braveheart ★★★ Mel Gibson hefur svo sannarlega gert stórmynd að öllu umfangi með frásögn af skosku frelsishetjunni William Wallace sem lifði eitthvað fram á 14. öldina en sverðaglam- ur ber mannlega þáttinn ofurliði. -GB Stjörnubíó - sími 551 6500 Desperado irfck Kraftmikil og stórskemmtileg mynd um nafnlausan far- andsöngvara, með byssur í gítartöskunni, sem leitar hefnda fyrír morðið á kærustunni. Banderas í banastuði. -GB Benjamín dúfa ★★★★ Virkilega vel heppnuð kvikmynd. Gott handrit og sérlega góður leikur hjá ungu leikurunum ásamt góðri vinnu tæknimanna. Fer í hóp bestu íslenskra kvikmynda. Einnig sýnd í Bíóhöllinni. -HK Tár úr stelnl kkki Sérlega vönduð og vel heppnuð kvikmynd og ein allra besta íslenska kvikmyndin. Mannlýsingar eru sterkar og kvikmyndataka frábær. Mynd sem snertir mann og gefur mikið frá sér. -HK Woody og Buzz, aðalhetjurnar í Toy Story, Tom Hanks og Tim Allen Ijá þeim raddir sína. Toy Story markaðssett: V öruframleiðandinn Walt Disney Foreldrar sem nýveriö hafa keypt Pocahontas leikfóng, koddaver, skó og pennaveski eöa Lion King bækur, lök, hill- ur og margt annað ættu að fara að búa sig undir næstu innrás inn á heimilin frá Walt Disney, en það eru vörur, sem tengjast Toy Story, langvinsælustu kvikmyndinni vest- anhafs um þessar mundir. Toy Story virðist ætla að verða vinsælli en Pocahontas og sumir spá þvi að hún nái langt upp í vinsældir The Lion King, en það mun tíminn leiða í ljós. En kvikmyndin sjálf er aðeins hluti af þeirri framleiðslu hjá Walt Disney sem tengist Toy Story. Toy Story hefur verið auglýst sem fyrsta teiknimyndin sem eingöngu er gerð í tölv- um. Þykir hún hafa heppnast mun betur en menn þorðu að vona að ná fram aðalaðandi og skemmtilegum persónum með þessari aðferð. Það hefur heldur ekki dregið úr að- sókninni á myndina að þeir sem tala fyrir tvær aðalpersónurnar eru vinsælasti sjón- varpsleikarinn í Bandaríkjunum í dag, Tim Allen, og vinsælasti kvikmyndaleikarinn, Tom Hanks, og þykja þeir fara á kostum í túlkun sinni, sérstaklega hefur Tom Hanks verið hrósað fyrir framlag sitt. Allir öfunda Disney Það er ekkert skrýtið að stóru kvik- myndafyrirtækin skuli öfunda keppinaut sinn, Walt Disney, en sú öfund snýr ekki að kvikmyndagerðinni, þótt ástæða væri til, heldur hve markaðssetningin er ótrúlega góð á vörum sem framleiddar eru í tengsl- um við teiknimyndir þeirra. Sömu aðilar hafa allir reynt að markaðssetja leikföng og aðrar vörur í tengslum við vinsælar kvik- myndir, en enginn hefur komist með tærn- ar þar sem Disney er með hælana. Það er með ólíkindum hugmyndaflugið hjá Disney í þessum efnum og má geta þess að í tengslum við The Lion King komu á markaðinn meira en 1000 mismunandi vörutegundir í Bandaríkjunum og hefur verið talað um að selst hafi Lion King vörur í öllum heiminum fyrir um einn milljarð dollara og nærri allir þessi peningar koma frá börnum og foreldrum þeirra. Hvort það sama verður uppi á teningnum um markaðssetningu á vörum sem tengjast Toy Story á eftir að koma í ljós, en nú er allt á fullu hjá Disney og dótturfyrirtækjum í dreifingu, svo jólasölunni verði náð og samstarfssamningur hefur þegar verið gerð- ur við Burger King, Néstle, Coca Cola, Minute Maid og mörg önnur fyrirtæki. Allt er þetta gert á þann hátt að ef ein vara er keypt þá er önnur auglýst í leiðinni, til að mynda ef keyptur er hamborgari þar sem litlar plastbrúður fylgja þá er þess vel gætt að benda á hver framleiðir leikfóngin í öll- um stærðum, og ef keyptar eru bækur og myndbönd þá er víst að önnur vara er aug- lýst. Þeir hjá Disney markaðssetja vörur sfna alltaf á þann hátt að gefið er um það bil hálft ár i auglýsingar og hámarkssölu og þá tekur næsta dæmi við og hvað skyldi taka við af Toy Story, jú það er teikni- myndaútgáfa af Hringjaranum frá Notre Dame, sem nú er verið að gera hjá Disney og verður frumsýnd um mitt næsta ár, og þá er bara að seilast aftur í vasann eftir peningum til að hafa litlu englana okkar góða. -HK í Bandaríkjunum - dagana 8.-10. desember. Innkoma í mlllj- ónum dollurum og helldarlnnkoma. Steve Martin, Diane Keaton og Kimberley Williams leika aðalhlut- verkin í Father of the Bride II. Steve Martin end- urheimtir vinsældir Teiknimyndin Toy Story er enn vinsælasta kvikmyndin í Banda- ríkjunum þriðju vikuna í röð og í heild eru ekki miklar breytingar frá síðustu viku að undanteknu Father of the Bride II, sem fer í annað sætið. Þar með er lokið tímabili hjá Steve Martin, sem hann vill helst gleyma fljótlega, en þrjár síðustu kvikmyndir hans hafa kolfallið. í Father of the Bride lék Steve Martin seinhepp- inn fóður sem var að gifta dóttur sína, en í framhaldinu tekur ekki betra við, því bæði eiginkona hans, sem Diane Keaton leikur, og dóttirin eiga von á barni, það er því handagangur í öskjunni hjá Martin við að koma hlutunum heim og saman. Ólíklegt er að Toy Story haldi efsta sætinu eftir að næsta helgi verður gerð upp því að á föstudag- inn verða þrjár stórmyndir ffum- sýndar. Fyrst ber að telja ævin- týramyndina Jumanji með Robin Williams í aðalhlutverki, er búist við að hún geri það gott, Sabrina er endurgerð þekktrar kvikmynd- ar með Harrison Ford í aðalhlut- verki og í Heat leika þeir á móti hvor öðrum í fyrsta skipti A1 Pacino og Robert de Niro, en þéir léku báðir í Godfather II, en voru aldrei saman í atriði. 1 (1) Toy Story 13,9 83,0 2 (-) Father of the Brlde, Part II 11,1 11,1 3 (2) Goldeneye 5,4 78,0 4 (3) Caslno 3,8 29,4 5 (5) Ace Ventura: When Nature Calls 3,5 98,5 6 (4) Money Traln 3,4 29,2 7 (6) The American President 3,0 38,0 8 (9) Get Shorty 1,0 66,0 9 (8) It Takes Two 0,9 16,3 10 (10) Nlck of Tlme 0,9 7,4 11(8) Whlte Man’s Burden 0,8 3,1 12 (11) Home for the Holldays 0,6 16,7 13(12) Wild Bill 0,5 1,8 14 (12) CopycatPowder 0,5 27,8 15 (14) Powder 0,4 28,2 16 (15) Dangerous Mlnds 0,3 83,3 17 (16) Seven 0,3 86,5 18(17)Carrington 0,3 2,0 19 (20) Mighty Aphrodite 0,2 4,6 20 (-) Leaving Las Vegas 0,2 1,6 Á köldum klaka fer í Sundance-keppnina - fyrsta íslenska kvikmyndin sem fer í almenna dreifingu í Bandaríkjunum Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka, eða Cold Fever, eins og mynd- in er kölluð úti í hinum stóra heimi hefur heldur betur verið að gera það gott á er- lendri grundu og er skemmst að minnast hvernig viðtökur hún fékk í Englandi. Nú hafa þær fréttir borist að hún hafi verið val- in til þátttöku í keppni á Sundance-kvik- myndahátíðinni í Bandaríkjunum, en þessi hátíð, sem Robert Redford stofnaði til á sín- um heimaslóðum, hefur átt vaxandi vinsæld- um að fagna og víst er að þær kvikmyndir sem þar frá inni hafa komist gegnum nálar- auga gagnrýninna manna. Það er The Sundance Institute, undir for- ystu Redfords, sem velur kvikmyndir á þessa hátíð en þar koma eingöngu til greina kvik- myndir sem gerðar eru sjálfstætt án þátttöku risafyrirtækja í bransanum. Meðal mynda sem uppgötvaðar voru á þessari hátíð má nefna Sex, Lies and Videotape, Blood Simple, Poison og Gas Food Lodging. Snemma á næsta ári mun svo Á köldum klaka fara í almenna bíódreifmgu um öll Bandaríkin og er hún fyrsta íslenska kvik- myndin sem það gerir. Þátttaka í Sundance- hátíðinni er ákaflega miklvæg fyrir þá dreif- ingu. Á köldum klaka gerir strandhögg í fleiri löndum um þessar mundir og er nú verið að sýna hana i kvikmyndahúsum í Tokyo og hef- ur myndin fengið prýðilega dóma og aðsókn í Japan, en einn aðalleikari myndarinnar, Masatoshi Nagase, er einn vinsælasti leikari Japana. Þá líður að því að myndin verði frum- sýnd i kvikmyndahúsum á írlandi. Það eru fleiri myndir Friðriks Þórs að gera það gott. Bíódagar vann fyrir skemmstu fyrstu verð- laun á alþjóðlegri kvikmyndhátíð í Frakk- landi, sem helguð er manninum og umhverfi hans. í framhaldi fer myndin i kvikmynda- húsadreifingu í París í febrúar. -HK Japanski leikarinn Masatoshi Nagase í hlutverki sínu í Á köld- um klaka. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.