Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 29 Laugarásbíó - Mortal Kombat: Ofurhetjur gegn myrkraöflum Það hlaut að koma að því að leikin kvikmynd, gerð eftir tölvuleik, yrði vin- sæl, nokkrar tilraunir hafa verið gerðar sem hafa mistekist. Má þar nefna Street Fighter og Super Mario Bros. í raun hefur Mortal Kombat ekkert fram yfir þær en tekist hefur að láta myndina höfða til þeirra sem eru í tölvuleikjum, og er hún uppbyggð eins og um þraut sé að ræða, mikil slags- mál og tónlistin samkvæmt þörfum unga fólksins, rífandi há og taktföst. Þegar þetta gengur upp skiptir söguþráðurinn engu máli, enda er erfitt að fá botn í hann. Nú hefur undirritaður enga kunnáttu i Mortal Kombat leiknum, en hann þykir víst með þeim ofbeldisfyllri sem eru á markaðinum. Það var þó greini- legt í kvikmyndasalnum að margir vissu nákvæmlega hvað var um að vera þegar ein aðalpersónan birtist fyrst á tjaldinu, hvein í ungum aðdáenda mér við hlið: „Þetta er Johnny Cage, hann er rosalegur góður og svo er hann leikari líka.“ Það var eins og verið væri að spjalla um besta heimilisvininn. Fyrir hinn venjulega kvikmyndaáhorfanda verður Mortal Kombat leiðigjörn til lengdar, sagan er lapþunnt ævintýri um baráttu þess góða gegn hinu illa. Það er að duga eða drepast fyrir ofurhugana þrjá sem fá það verkefni hjá guðinum Rayden að bjarga jörðinni frá þvi að kröftug myrkraöfl leggi allt líf undir sig. Slagsmálin taka um það bil helming sýningartímans, ef ekki meira, og eru tilbreytingarlaus til lengdar, enda sigra ofurhetjurnar alltaf, hvort sem óvinurinn er dauðleg mannvera eða ódauðlegt afl einhvers staðar úr svartasta víti. Það er þó ekki annað hægt en dást að tæknideildinni og sviðshönnuðum. Þeir hafa greinilega unnið fyrir kaupinu sínu, og vegna þeirra vinnu er oft hægt að líta fram hjá einstaklega einföldum og heimskulegum tilsvörum persónanna og hafa gaman af því mikla sjónarspili sem boðið er upp á. Leikstjóri: Paul Anderson. Handrit: Kevin Droney. Kvikmyndun: John R. Leonetti. Tónlist: Sharon Boyle. Aðalleikarar: Christopher Lambert, Linden Asby, Robin Shou, Bridgette Wilson og Talisa Soto. Bönnuð börnum innan 14 ára. Hilmar Karlsson Sam-bíóln - Assassins: ★ Leikur hinna vondu Það eru aðeins þrjár persónur í Assassins sem skipta máli og það þarf ekki neinn snilling til að sjá að þau starfa handan gráa svæðisins hvað lögin varðar, tveir eru atvinnumorðingjar og þriðja persónan er upplýsingaþjófur. Þessi þrjú eru engir viðvaningar, þau eru færust á sínu sviði. I Hollywood er það ekkert tiltökumál orðió í kvikmyndagerð að skapa per- sónur sem eru slæmar en samt góðar, en það á við tvær persónur í Assass- ins, sú þriðja er bara slæm. Það er í raun gaman að sjá á hve slyngan hátt er farið að koma því inn hjá áhorfandanum að sá besti meðal atvinnumorð- ingja, Robert Rath, (Sylvester Stallone), er í rauninni hinn besti náungi, hann er bara í þeirri aðstöðu að eins og málin standa nú, getur hann ekki hætt að drepa fólk, en hann ætlar að bæta um betur og því trúir áhorfand- inn skilyrðislaust á meðan Miguel Bain (Antonio Banderas) er svakalega vondur og hefur enga samvisku, öfugt við Rath. Þriðja persónan, Electra (Julianne Moore) lifir ekki síður hættulegu lífi, hún stundar upplýsinga- þjófnað í gegnum tölvur og þar sem hún hefur undir höndum mjög verð- mætar upplýsingar, sem alls ekki mega komast í rangar hendur að mati yf- irmanns Rath og Bain, þá er þeim báðum fengið það verkefni, án þess þó að þeir viti hvor af öðrum, að ná disklingnum með hvaða ráðum sem er og skilja engin spor eftir sig, með öðrum orðum, drepa alla sem eru í tengslum við málið. í myndinni er í byrjun látið að því liggja að Rath og Bain starfi fyrir hið op- inbera og þar með séu drápin réttlætanleg, en þegar það kemur í ljós í lokin hver hafði stjórnað þeim verður þessi staðhæfing léttvæg. Ef litið er frá þeim móralska tviskinnungi, sem einkennir Assassins, þá er um hraða og spennandi kvikmynd að ræða. Það er passað upp á að Sylvester Stallone þurfi ekki að segja of mikið, þó alltaf megi deila um hvort hann sé í raun ekki alltaf látinn segja of mikið. Antonio Banderas hefur oftast gert betur. Bain, sem er eins hengdur upp á þráð er afar ósannfærandi persóna, en Julianne Moore vinnur á eftir því sem líður á myndina, þótt persónan sé alltaf óljós. Leikstjórl: Rlchard Donner. Handrit: Andy Wachowskl, Larry Wachowski og Brian Helgeland. Kvlkmyndun: Vilmos Zsigmond. Tónlist: Mark Manclna. Aðallelkarar: Sylvester Stallone, Antonio Banderas og Jullanne Moore. Bönnuö börnum Innan 16 ára. Hilmar Karlsson Sam-bíóin og Háskólabíó: Gullauga Eftir sex ára fjarveru birtist James Bond eina ferðina enn í Gullauga (Goldeneye) og er sem fyrr jafn frískur til kvenna og jafn úr- ræðagóður á ögurstundum. Pierce Brosnan er fimmti leikarinn sem fer með hlutverk James Bond og þykir hann standa sig vel. Nú eru breyttir tímar hjá Bond, járntjaldið er fallið og rússneskir njósnarar ekki á hverju strái, en nóg err af glæpalýðnum sem leyni- þjónusta Breta þarf að eiga við og þvi er langt í frá að 007 sé atvinnu- laus. Það er ekki aðeins að nýr leikari sé Bond, Martin Campbell, sem leik- stýrir myndinni, hefur ekki áður leikstýrt Bond mynd, en framleið- andi myndanna Broccoli hefur yflr- leitt verið íhaldssamur á leikstjóra og má geta þess að John Glen leik- stýrði siðustu fimm kvikmyndum um James Bond. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pierce Brosnan er orðaður við James Bond, hann var fyrsti val- kostur Broccoli þegar Roger Moore sagði starfi sínu lausu, en þá var Brosnan samningsbundinn við gerð sjónvarpsþáttana Remington Steele og gat ekki tekið að sér hlutverkið. Skeiði þeirra þátta er löngu lokið og var Brosnan feginn því að fá tæk- ifæri aftur, en hann hefur ekki get- að fylgt eftir vinsældum sínum í sjónvarpi yfir í kvikmyndir hingað til, en öruggt er að nú verður breyt- ing á. Eins og alltaf koma nokkrar þokkadísir við sögu í Bond-mynd og tvær evrópskar leikkonur Izabella Scorupco og Famke Janssen leika Pierce Brosnan sem James Bond í Goldeneye. stærstu hlutverkin í þeirri deild. Meðal annarra leikara eru Sean Bean, Robbie Coltrane og Samantha Bond, sem leikur M. Eina kunnug- lega andlitið er Desmond Llewelyn, sem hefur leikið Q frá því hann kom til sögunnar. -HK * Regnboginn: Níu mánuðir Regnboginn hóf sýningar í gær á gamanmyndinni Nine Months með Hugh Grant í aðalhlutverki. Mynd þessi hefur verið mjög vinsæl síðustu mánuðina. Hugh Grant leikur barnasálfræðinginn Samuel Faulkner, sem hefur allt sem hann getur hugsað sér, fallega kærustu, keyrir um á Porsche, á íbúð í fínu hverfi í San Francisco með útsýni yfir flóann og starfsframi er í vændum. Allt er planlagt hjá Faulkner og það verður því handagangur í öskjunni þegar kærastan Rebecca tilkynnir honum að hún sé ófrísk, en það var aldrei ætlun þeirra að eignast barn. Það er víst óhætt að segja að parið verður í fram- haldinu áttavillt, sérstaklega hann, sem veit varla í hvorn fótinn hann á að stíga. Þau kynnast hjónum, sem eru óspör á að veita þeim óumbeðin ráð og ekki batnar ástandið þegar læknirinn þeirra er leystur frá störfum og nýr læknir tekur við en sá hefur aðeins fengist við dýralækningar. Þegar Rebecca stingur upp á því við Samuel að skipt verði á Porsche og fjölskyldubíl, sér hann að lífið verður aldrei eins og það var áður. Aðrir leikarar í Nine Months eru Robin Williams, sem leikur lækninn, Julianne Moore sem leikur Rebeccu og Tom Arnold og Joan Cusack, sem leika hjálpsömu hjónin. Leikstjóri er Chris Columbus, sem Skálað fyrir góðu og þægilegu lífi. Hugh Grant og Juli- anne Moore í hlutverkum sínum. leikstýrt hefur nokkrum vinsælum gamanmyndum, má þar nefna Home Alone, Home Alone 2: Lost in New York og Mrs. Doubtfire. -HK Stjörnubíó: Indíáninn í skápnum . Indíáninn í skápnum (Indian in the Cupboard), sem Stjörnubíó er að fara að taka til sýningar er ævintýra- mynd fyrir alla fjölskylduna. Aðalpersóna myndarinnar er Omri. Á níu ára afmæli sínu fær hann margar gjafir, Hal Scarfino leikur Omri, hann er hér við töfraskápinn góða. en þær sem heilla hann mest eru lítill fommunaskápur og lítill plastindíáni og frá móður sinn fær hann ryðgað- an lykil sem passar í skráargat skápsins. Og það er ein- mitt þessi lykill sem á eftir að veita Omri innsýn inn í töfraheim ævintýranna. Það sem gerist er að þegar Omri setur indíánann inn í skápinn og læsir vaknar indíáninn til lífsins og þegar Omri opnar skápinn er þar kominn lítill lifandi indíáni, sem kallar sig Litla-Björn og á hann éftir að kenna Omri sitthvað um líflð og til- veruna. Omri treystir besta vini sínum fyrir leyndar- málinu og auðvitað getur hann ekki setið á sér og tekur kúreka úr dótakassa Omris og setur inn í töfraskápinn og kúrekinn Boone stekkur fram á sjónarsviðið og legg- ur til atlögu við indíánann. Leikstjórinn Frank Oz byrjaði feril sinn með Jim Henson við gerð brúðanna frægu og talaði fyrir Fossa björn og fleiri og var hann i mörg ár nánasti aðstoðar- maður Hensons og átti ekki lítinn þátt í velgengni The Muppet Show. Nokkur ár eru síðan hann hóf að leik- stýra leiknum kvikmyndum og meðal mynda sem hann hefur leikstýrt má nefna The Muppets Takes Manhatt- an, The Dark Crystal, Housesitter, What about Bob, Dir- ty Rotten Scoundrels og Little Shop of Horrors. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.