Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 21 'HT ■f §X® Upphafið Það er óhætt að fullyrða að fátt hræðist nútíma- maðurinn meira en alnæmi enda fátt til vamar og læknavísindin komin stutt á veg i leit að mótefni. Ekki eru nema fimmtán ár ffá því veiran barst til Vesturlanda og í And the Band Played on er rifjað upp á áhrifamikinn hátt útbreiðsla alnæmis á Vest- urlöndum. Matthew Modine leikur lækni sem gerir sér fljótt grein fyrir hættunni, enda hafði hann ver- ið einn þeirra sém batt enda á útbreiðslu Ebola veirunnar í Áfríku á áttunda áratugnum. Hann þarf þó ekki aðeins að beijast ásamt yfirmanni sín- um við skilningssljó yfirvöld heldur einnig að koma vísindamönnum í skilning um að samkeppni er ekki besta aðferðin til að ná árangri og þegar loks veiran hefur verið greind og ffanskir og bandarískir vísindamenn þakka sér heiðurinn er hann settur til hliðar meðan aörir baða sig í sviðs- fiósinu. Að auki er fylgst með nokkrum einstaklingum sem veikjast og á raun- sæjan hátt tekið á þeirri hræðslu sem grípur um sig. And the Band Played on er spennandi og vel gerð en um leið og mikill ffóðleikur í henni. AND THE BAND PLAYED ON - Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Roger Spottiswoode. Aðaihlutverk: Matthew Modine, Alan Alda og Richard Gere. Bandarísk, 1994. Sýningartími 140 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK tBv.v.afj Utþynntur hryllingur Gangur Propaganda Films, sem Sigurjón Sig- hvatsson var eigandi að þar til fyrir stuttu, hefur verið upp og ofan og fáar myndir náð vinsældum en það er með kvikmyndimar eins og margt ann- að, ein mynd getur borgað tap af mörgum og ein vinsælasta kvikmynd Propaganda er Candyman, sem leikstýrð var af Bemhard Rose (Immortal Beloved) og gerð eftir sögu Clives Barkers, eins ffumlegasta og besta höfundar hryllingssagna. Það þótti því sjálfsagt að gera ffamhald og er búin til ný saga sem á litið sammerkt með fyrri myndinni. Affaksturinn er frekar útþynnt og ómerkileg hryll- ingsmynd, Candyman, Farewell to the Flesh sem þrátt fyrir allt náði töluverðum vinsældum vestan- hafs fyrr á þessu ári. Hinn hávaxni Tony Todd leikur aftur Candyman, þjóðsagnapersónu sem birtist þegar nafh hans er sagt þrisvar sinnum fyr- ir ffaman spegil. Hann leggur fæð á fjölskyldu eina af ástæðum sem skýrast í lokin. Enn eína ferðin er gengið ffá honum fyrir fullt og allt en þegar Hollywood á í hlut þá er aldrei að vita nema Candyman 3 líti dagsins ljós í framtíðinni. CANDYMAN, FAREWELL TO THE FLESH - Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Bill Condon. Aðalhlutverk: Tony Todd, Kelly Rowan og Timothy Carhart. Bandarísk, 1995. Sýningartími 86 mfn. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK Dómari í vanda DONNIC DeOCLIA Það blæs ekki byrlega fyrir dómaranum Gwen Warwick þar sem hún situr í sínu hásæti í morð- máli gegn konu þegar gögn í málinu eru nánast öll á þann veg að enginn er líklegri tfi að vera morð- inginn en hún sjálf. Hvað skal gera, Warwick veit að hún er saklaus en getur hún sannað það? Á hún aö rifta málsókn og gefa sig fram við lögregluna eða bíða og sjá hvað setur og reyna að vinna sjálf að rannsókn málsins. Hún velur síðari kostinn og sér brátt að hún hefur verið leidd í gildru og ástæð- una verður hún að finna meðal þeirra manna sem hún hefur dæmt. Það er nokkur aðdragandi að þeirri stöðu sem dómarinn hefur sett sig í og það má kannski segja að Judicial Consent fari nokkuð rólega af stað en þegar komið er fram yfir miðja mynd tekur hún vel við sér og er spennandi fram að lokaatriðinu sem hefði mátt vera betur unnið. En myndin er þegar upp er staöið sæmileg afþreying, handritið er nokkuð glúrið og áhorfandinn fær nóg að hugsa um. Bonnie Bedelia er sannfærandi í leik sínum. JUDICIAL CONSENT JUDICIAL CONSENT - Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: William Bindley Aðalhlutverk: Bonnie Bedelia, Will Patton og Lisa Blount. Bandarfsk, 1994. Sýningartími 90 mín. Bönnuð bömum innan 16 ára.-HK Orlagarík hjálpsemi Susan er ósköp venjuleg skrifstofustúlka sem öðlast nýja líísýn þegar hún kynnist hinni glæsi- legu Nicole sem er í uppáhaldi hjá öllum. Þegar Nicole veikist hastarlega af magasári og veröur að fara á spítala vill spítalinn ekki taka við henni þar sem hún hefur enga tryggingu fyrir greiðslu. Öll slík mál eru hins vegar í góðu lagi hjá Susan og til að hjálpa vinkonu sinni skiptir hún á persónukort- um við hana og Nicole fer á sjúkrahúsið sem Sus- an. Viku síðar fréttir Susan að hún sé látin, hafi látist á sjúkrahúsinu vegna mistaka í skurðaðgerð. Susan, sem ekki þorir að láta uppi sannleikann, hefur sjálf rannsókn á málinu en lendir fljótt á blindgötu. The Good as Dead er hin sæmilegasta aíþreying, spennandi og hröð en eins og oft þegar ekki er mikið vandað til þá eru brotalamirnar nokkrar og þótt grunnur sögunnar sé góður er handritið sjálft ekki vel skrifað og mikið um að reynt sé að bjarga fyrir hom með óvæntum uppákomum. Þá eru leikhæfileikar Crystal Bemard frekar tak- markaöir. AS GOOD AS DEAD - Útgefandi: CiC-myndbönd. Lelkstjóri: Larry Cohen. Aöalhlutverk: Judge Reinhold, Crystal Bernhard og Traci Lords. Bandarfsk, 1995. Sýnlngartími 86 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. -HK Laurence Fishburne í hlutverk Othellos og Kenneth Brannagh í hlutverki lagos. Laurence Fishburne: Fyrsti svarti leikar- inn til að leika Othello í kvikmynd Laurence Fishburne er vaxandi leikari og hefur vegur hans verið að aukast frá þvi hann lék Ike Tumer í What’s Love Got to Do with It. Nú er fram undan frumsýning á Othello, þar sem hann hlýtur að leika draumahlutverk allra hör- undsdökkra leikara, Márann Othello, í kvikmyndagerð eftir þessu þekkta leikriti Williams Shakespeares. Það er staðreynd að hann er fyrsti svarti leikarinn sem leikur þetta hlutverki í kvikmynd, en Othello hefur áður verið tvisvar kvikmyndað og fetar Fishbume í spor ekki ómerkari leikara en Or- son WeUes og Laurence Olivier, auk þess hefur óperan OtheUo eftir Verdi, sem byggð er á leikritinu, einu sinni verið kvikmynduð og þá fór Placido Domingo með hlutverk Marans. Leikstjóri OtheUo er bresk- ur og heitir Oliver Parker. Valdi hann Fishbume, þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu í að leika Shakespeare og það sem meira er, Fishbume hefur engan leikskólafer- U að baki. Oliver segist fyrst hafa haft áhuga á að fá Fishbume í hlut- verkið eftir að hann sá Deep Cover og sannfærðist þegar hann hafði séð What’s Love Got to Do with It. Laurence Fisbume viðurkennir að hann hafi oröið undrandi þegar umboösmaður hans hringdi í hann: „Það á að fara að gera OtheUo, Ken- neth Brannagh á að leika Iago, vUt þú leika OtheUo.” Fishburne segir að þetta hafi verið boð sem ekki var hægt að hafha. Hann segir að þrátt fyrir mikla reynslu Brannagh af Shakespeare hafi hann fljótt komist að því að þeir áttu ýmislegt sameig- inlegt og fór vel með á þeim og Fis- hbume er ekki í vafa um að þeir hafi verið að gera góða kvikmynd. Laug til um aldur Laurence Fishbume fæddist 30. júlí 1961 í Augusta í Georgíufylki. Hann ólst upp hjá móður sinni, sem var fráskUinn kennari, og fluttu þau tU New York þegar Fisbume var bam að aldri. Hann var aðeins tíu ára þegar hann kom reglulega fram í sjónvarsseríunni One Life to Live og þrettán ára lék hann í sinni fyrstu kvikmynd Cornbread, Earl and Me. Þegar hann var fjórtán ára laug hann tU um aldur og fékk að að leika í hinni frægu kvikmynd Frances Ford Coppola, Apocalypse Now. í nokkur ár lék hann nokkuð stöðugt í kvikmyndum og sjónvarpi, en ávaUt lítil hlutverk. AUan þann tíma sem Fishburne var að leika í kvikmyndum lék hann jöfnum höndum á sviði og það er sú reynsla sem hefur verið hon- um dýrmætust og vó þungt þegar hann tók að sér að leika OtheUo. Árið 1992 fékk hann Tony-verðlaun- in, sem besti leikari á Broadway fyrir leik sinn í Two Trains Runn- ing. Um tima lék hann í sjónvarps- þáttunum Pee Wee’s Playhouse og það var þar sem hann kynntist ung- um, strák, John Singleton, sem síð- ar fékk Fishbume tU að leika í sinni fyrstu kvikmynd, Boyz N the Hood. Kvikmynd þessi vakti mikla athygli og var stökkpaUur Laurence Fishbume í stærri hlutverk. Hann fékk síðan óskarstilnefningu fyrir leik sinn í What’s Love Got to Do with It. Draumahlutverkið Laurence Fishbume er í rauninni í sömu aðstöðu nú og Denzel Was- hington að geta valið sér hlutverk sem ekki em eingöngu skrifúð fyrir hömndsdökka leikara, en hann hef- ur ólíkt Washington ekki notfært sér þaö, þó má segja að hlutverk hans í Bad Company sé þess eðlis að bæði hvítir og þeldökkir leikarar geti leikið það. Fishbume hefur ekki yfirgeflð leiksviðið þótt vel gangi í kvik- myndum og í síðasta mánuð lék hann í Circle Repertory leikhúsinu i New York, í eigin leikriti, Riff Raff og leikstýrði hann einnig sýning- unni. Laurence Fisbume er ekki ófeim- inn að viðurkenna að hann eigi sér draumahlutverk, en það er að leika Jimi Hendrix í kvikmynd og þegar rætt er við hann um Hendrix lifnar hann aUur við: „Ég'er mikUl aðdá- andi Hendrix. Ég veit að hann var vUltur, en hann lék þannig á gítar að annað eins hafði aldrei heyrst áður. Hann náði nánast að kreista hljóm út úr tómu lofti. Það em ekki aUir kynbræður mínir sammála þessari skoðun minni og margir em að gleyma honum, þess vegna lang- ar mig tU að endurreisa hann eins og hann á skUið.“ Hér á eftir fer listi yfír kvikmynd- ir sem Laurence Fishbume hefrn- leikið í: Cornbread, Earl and Me, 1975 Fasl Break, 1979 Apocalypse now, 1979 Willie and Phil, 1980 Death Wish II, 1982 Rumble Fish, 1983 The Cotton Club, 1984 The Color Purple, 1985 Quicksilver, 1986 Band ot the Hand, 1986 The Nightmare on Elm Street, 3 Gardens of Stone, 1987 School Daze, 1988 Red heat, 1988 Cherry 2000,1988 King of New York, 1990 Cadence, 1991 Class Actiopn, 1991 Boyz N the Hood, 1991 Deep Cover, 1992 What’s Love Got to do with It, 1993 Searching for Bobby Fischer, 1993 Higher Learning, 1995 Bad Company, 1995 Just Cause, 1995 Othello, 1995 -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.