Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995
21
mynd||
Richard Attenborough:
***** ■
Freisting munks
Freisting Munks er einstaklega glæsileg mynd
meö frábærum myndskeiðum en hún er nokkuð yf-
irborðsleg sem gerir það að ,verkum að sagan miss-
ir marks. Myndin gerist fyrir mörgum öldum og er
aðalpersóna Shi hershöfðingi, mikill bardagamað-
ur, sem svíkur prins, sem hann hefur þjónað, i
hendumar á öðrum prinsi og þar með stöðvar
hann valdabaráttu sem hefur staðið lengi yfir en er
sjálfur orðinn sjúkur á sálinni. Hann setur því
vopnin til hliðar og fer ásamt nokkrum stríðs-
mönnum sínum í klaustur en ekki finnur' hann
friðinn þar frekar en menn hans. Þegar unnusta
hans hefur uppi á honum er ekki langt í freisting-
arnar sem verða til þess að einn svíkur þá og Shi
kemst einn undan í blððugum átökum og leitar til
fialla þar sem hann sest að hjá hundrað ára göml-
um vitringi en fireistingin kemur til hans þar i lík-
ama fallegrar konu. Freisting munks er efnismikil mynd en dálítið brokkgeng
og stundum erfltt að fá botn i það sem er að gerast en er óneitanlega mikilúð-
leg og fógur.
FREISTING MUNKS - Útgefandl: Háskólabíó.
Leikstjóri: Clara Law.
Aðalhlutverk: Joan Chen, WuHsin-Kuo og Lisa Lu.
Kínversk, 1993. Sýnlngarlími 105 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK
Ævintýraferð á Pontiac
I Pontiac Moon leikur Ted Danson raunvísinda-
kennarann Bellamy sem er heillaður af tunglferð-
um Apollo- áætlunarinnar og hefst myndin þegar
fyrstu mennimir, sem eiga að stiga fæti sínum á
tunglið, eru að hefja ferð sina. Bellamy keyrir um í
gömlum Pontiac og er hann búinn að reikna út að
hann þurfi að fara vissa vegalengd á bílnum til að
kílómetramælirinn verði á sömu tölu og fjarlægðin
er á milli jarðar og tungls. Þessa vegalengd ætlar
hann að keyra ásamt syni sínum og vera á ákvörð-
unarstað á sömu mínútu og Neil Armstrong stígur
fæti sínum á tunglið. Þessi söguþráður er frumleg-
ur og áhugaverður og ef handritið hefði eingöngu
verið gert út á feröina hjá þeim feðgum hefði
myndin verið betur heppnuö en raun ber vitni. Það
sem dregur hana niður er vandamálin í kringum
eiginkonu Bellamys sem hefúr ekki stigið fæti sin-
um út fyrir hússins dyr í sjö ár en tekur upp á þvi að aö elta þá feðga. Það slit-
ur myndina of mikið í sundur frá atburðarásinni. Pontiac Moon er samt stund-
úm skemmtileg og mörg atriði ágætlega gerð.
PONTIAC MOON - Útgefandl: ClC-myndbönd.
Lelkstjóri: Peder Medak.
Áðalhlutverk: Ted Danson, Mary Steenburgen og Cathy Morlarty.
Bandarísk, 1995. Sýnlngartíml 103 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK
Jólin á Neyðarlínunni
Siðustu kvikmyndir Steve Martins hafa ekki
verið vel heppnaðar og er Mixed NutS sýnu verst
þeirra og er skiljanlegt að myndin skuli fara beint
á myndbandamarkaðinn án viðkomu í kvikmynda-
húsi. Greinilegt er að leikstjóri myndarinnar, Nbra
Ephron, er ekki á heimaslóðum í gerð farsa en
Mixed Nuts er hreinn farsi. Steve Martin leikur
eiganda neyðarlínu sem hjálpar fólki í gegnum
síma. Þegar myndin hefst á sjáifan jóladag er eng-
inn styrkur fyrir hendi til að halda starfinu áfram
og búið að segja upp húsnæðinu. í döprum hugleið-
ingum verður Martin það á að segja klæðskiptingi
hvar hann er til húsa. Sá kemur í heimsókn,
einnig skrýtin systir starfstúlku hjá honum, sem er
að fara að eignast barn, og fleiri fúrðufuglar. Eins
og í öllum fórsum byggist framvinda sögunnar á
misskilningi og svo er hér en þvi miður er fáránleikinn verulega ófyndinn og
Steve Martin, sem og fleiri ágætir gamanleikarar, ná aldrei að gera persónurn-
ar skemmtilegar.
MIXED NUTS - Útgefandl: Skffan.
Leikstjóri: Nora Ephron.
Aðalhlutverk: Steve Martin, Madellne Kahn og Juliette Lewis.
Bandarísk, 1994. Sýningarti'mi 93 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK
Morð í Las Vegas
Það fer Lindu Fiorentino einkar vel að leika
harðar konur og í Bodily Harm leikur hún eina
slíka, rannsóknarlögreglumanninn Ritu Cates sem
starfar í Las Vegas. Hún fær ásamt félaga sínum
það verkefhi að hafa uppi á morðingja sem hefur
myrt fatafeliu á óhugnanlegan hátt. Fljótt beinast
öll spjót að Sam McKeon, ríkum, fyrrum lögreglu-
manni, sem eitt sinn var elskhugi Ritu. Það er raf-
magnað samband milli þeirra og gegn hugmyndum
félaga hennar trúir Rita því að Sam sé saklaus og
vinnur að málinu með það að leiðarljósi. Það er
góð stígandi í myndinni og handritið er ágætlega
skrifað. Það er erfitt að fmna út hver er saklaus og
hver er sekur og i raun hafa fleiri en Sam ástæðu
til að myrða fatafelluna. Það er alltaf kostur við
sakamálamyndir þegar þær taka óvænta en trú-
verðuga stefnu og það gerist í Bodily Harm, en að
sama skapi orkar þaö tvímælis að skilja við myndina á þann veg sem hún end-
ar, nema stefnt sé að beinu framhaldi.
BODILY HARM - Útgefandl: SAM-myndbönd.
Lelkstjórl: James Lemmo.
Aðalhlutverk: Linda Fiorentino, Daniel Baldwin og Gregg Henry.
Bandarisk, 1995. Sýningartíml 89 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK
Fyrir stuttu var hér á landi hinn
þekkti sjónvarpsmaður, David Att-
enborough, en enginn hefur leitt
mannkynnið á jafn skemmtilegan
hátt í gegnum náttúru jarðar og
hann í sínum frábæru sjónvarps-
þáttum sem bera þess merki að
maðurinn, sem stendur á bak við
gerð þeirra, sé vandvirknismaður.
Það sama má segja um enn frægari
bróður hans, Sir Richard Atten-
borough, sem í fimmtíu ár hefur
beitt kröftum sínum í þágu kvik-
myndanna sem leikari, framleiðandi
og leikstjóri og hefur verið heiðrað-
ur og verðlaunaður um allan heim
fyrir störf sín. í Bandaríkjunum
fékk hann friðarverðlaun sem
kennd eru við Martin Luther King, í
Indlandi fékk hann eina mestu við-
urkenningu sem erlendur maður
getur fengið þegar hann var sæmd-
ur Padma Bhusan verðlaununum,
Frakkar sæmdu hann titilunum
Commandeau des Arts et les Lettres
og Chevalier de la Legion d’Honne-
ur, tvær óskarsverðlaunastyttur á
hann í fórum sínum og í heimalandi
sínu var hann aðlaður og gerður að
riddara 1976.
Fór sautján
ára í leiknám
Richard Attenborough fæddist 29.
ágúst 1923 í Cambridge í Englandi
og er hann sonur kennara. Hann
var ungur að árum þegar fjölskyld-
an fluttist til Leicester. Atten-
borough hafði strax mikinn áhuga á
leiklist og var aðeins sautján ára
þegar hann innritaðist í RADA
(Royal Academy of Dramatic Arts)
og aðeins einu ári síðar var hann
búinn að vinna sín fyrstu verðlaun
fyrir leiklist, Bancroft silfurmedalí-
una. Þrjátíu árum síðar var hann
gerður að stjórnarformanni í RADA
og heldur enn þeirri stöðu.
Attenborough fékk strax hlutverk
í leikritum í West End eftir að hann
hafði útskrifast og var um tvítugt
þegar hann sló í gegn í Brighton
Rock. Attenborough lék í sinni
fyrstu kvikmynd. árið 1942. Hann
fékk þó ekki lengi að njóta frægðar-
innar því hann var kallaður í her-
inn en fékk að starfa við kvik-
myndagerð hersins meðan á síðari
heimsstyrjöldinni stóð. Eftir að
hann losnaði úr hernum tók hann
að leika í kvikmyndum.
Það var svo árið 1959 að hann
stofnaði eigið ' fyrirtæki, Beaver
Films, ásamt leikstjóranum kunna,
Bryan Forbes. Framleiddu þeir fé-
lagar margar úrvalsmyndir sem
meðal annarra Bryan Forbes leik-
stýrði. Má nefna The League of
Gentleman, The Angry Silence, All
Night Long, Whistle Down the Wind
og A Seance of a Wet Afternoon en
fyrir leik sinn í þeirri kvikmynd,
sem Bryan Forbes leikstýrði 1963,
Richard Attenborough í hlutverki jólasveinsins í Miracle on the 34th Street.
fékk Attenborough verðlaun bresku
kvikmyndaakademiunnar sem besti
leikarinn. Hann fékk þau aftur ári
síðar fyrir leik sinn í Guns at
Batasi.
Attenborough hélt áfram að leika
í kvikmyndum ásamt því að stjórna
fyrirtækinu. Það var ekki fyrr en
1969 að hann leikstýrði sinni fyrstu
kvikmynd, Oh What a Lovely War,
sem fékk góðar viðtökur. Þar með
var hann kominn á bragðið og fór
nú smátt og smátt að minnka leik í
kvikmyndum og snúa sér meira að
leikstjórn.
Var með hugann við
Gandhi í 20 ár
Oh What a Lovely War var fyrsta
kvikmyndin sem Richard Atten-
borough leikstýrði. Hann hefur sagt
að strax eftir að hann stofnaði eigið
fyrirtæki hafi hann farið að hugsa
um kvikmynd um Gandhi en það
var ekki fyrr en rúmum tuttugu
árum síðar að draumur hans rætt-
ist. í millitíðinni leikstýrði hann
auk Oh What a Lovly War, Young
Winston, A Bridge Too Far og
Magic. 1982 kom svo loks að því að
Gandhi var fullgerð og sjaldan hefur
leikstjóri borið jafn mikið úr býtum.
Gandhi fékk átta óskarsverðlaun,
fimm verðlaun frá bresku akademí-
unni og var alls staðar hrósað sem
meistaraverki. Og það hlóðust á
Attenborough verðlaunin alls staðar
að úr heiminum. Hann hefur síðan
leikstýrt fjórum misgóðum kvik-
mynd, sem þó allar hafa eitthvað
við sig, A Chorus Line, Cry
Freedom, Chaplin og Shadowlands.
Flestir héldu að Richard Atten-
borough væri hættur’ að leika en
svo er nú ekki. En það þurfti ekki
minni mann en Steven Spielberg til
að fá hann aftur til að vera fyrir
framan myndavélina, það var í Ju-
rassic Park og þá hafði Atten-
borough ekki leikið í kvikmynd í
fimmtán ár. I fyrra lék hann svo
sjálfan jólasveininn í Miracle on the
34th Street og fórst það vel úr hendi.
Sú mynd er einmitt á myndbanda-
listanum þessa vikuna.
í heimalandi sínu er Richard Att-
enborough oft kallaður The Chair-
man of London (Formaður London),
þar sem talið er að um tima hafl
hann verið formaður eða forseti
þrjátíu fyrirtækja eða stofnana í
einu. Áður hefur verið nefnt RADA
en auk þess má nefna The British
Film Institute og Channel Four sjón-
varpsstöðina. Richard Attenborough
er giftur leikkonunni Sheila Sim og
hafa þau verið í hjónabandi síðan
1944.
-HK
I Jurassic Park lék Richard Attenborough John Hamm-
ond, eiganda skemmtigarðsins. Með honum á myndinni
eru Laura Dern og Sam Neill.
Shadowlands er nýjasta kvikmyndin sem Richard Atten-
borough hefur leikstýrt. Hann er hér á tökustað.
Hæfileikar
sem beinast í
margar áttir