Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 29 f* Háskólabíó: Carrington Háskólabíó frumsýnir á annan í jólum bresku gæða- myndina Carrington. Hún fjallar um tvær umdeildar manneskjur sem uppi voru á fyrri hluta aldarinnar, rit- höfundinn Lytton Strachey og listmálarann Doru Carr- ington. Fylgst er með kynnum þeirra sem hefjast undir skothríðinni í fyrri heimsstyrjöldinni og enda á fjórða áratugnum þegar Strachey deyr. Handritið aS Carrington skrifaði leikskáldið Christopher Hampton og er þetta fyrsta handrit sem hann skrifar frá því hann gerði handrit eftir leikriti sínu Dangerous Liasons. Hér bætir hann um betur því hann leikstýrir einnig myndinni. Skrifar hann handrit- ið eftir ævisögu Lyttons Strachey, en það sem heillaði hann mest við lestur bókarinnar var Dora Carrington og í myndinni leggur hann áherslu á þátt hennar í lífi rithöfundarins: „Þarna er lífsglöð kona sem verður ást- fangin af manni sem er fimmtán árum eldri en hún og er hommi þar að auki. Hún fer að búa með honum og getur brátt ekki lifað án hans. Þetta er ekki aðeins mjög óvenjuleg saga um sérstakt samband tveggja áberandi persóna, heldur einnig ógleymanleg ástarsaga," segir Christopher Hampton. Það er Emma Thompson sem leikur Doru Carrington og Jonathan Pryce leikur Lytton Strachey. Aðrir leikar- Emma Thompson og Jonathan Pryce í hlutverkum Doru Carrington og Lyttons Strachey. ar eru Steven Waddington, Rufus Sewell, Samuel West og Penelope Wilton. KVIKMY liD A Háskólabíó og Bíóhöllin - Gullauga: ’fe' 'K'Íf James Bond er engum líkur Nú er aftur gaman aö fara í bíó, James Bond er kominn í bæinn, njósnari hennar hátignar. Allt frá því Bond birtist fyrst á hvíta tjaldinu fyrir rúmum þrjátíu árum hefur sú bíóupplifun að fara að sjá nýjustu ævintýri hans verið engri lík, þótt myndimar hafi verið misjafnar að gæðum og Bond-amir sjálfir sosum líka. En nú er kominn nýr Bond og ný mynd og gamlir aðdáendur geta svo sannarlega tekið gleði sína á ný. Tímarnir breytast og mennirnir með, nema kannski spæjari núll núll sjö, alltaf sami töffarinn og kvennaflagarinn og heimsmaðurinn og áður, í sífelldri baráttu við vitfirringa sem beita hugviti sínu til að reyna að ná heimsyfirráð- um eða knésetja hinn frjálsa og vestræna heim á annan hátt. Ævintýri James Bonds í Gullauga eru bara tilbrigði við sama gamla góða stef- ið og það á stóran þátt í allri skemmtuninni. í þetta sinn á Bond í höggi við heldur óvæntan óvin og skósveina hans, háttsettra manna úr rússneska hern- um, sem gera tilraun til að stela stórfé úr breska seðlabankanum með aðstoð tölvubrjóta og háþróaðs geimvopns. Leikurinn berst um viðan völl, allt frá spilavítum við Miðjarðarhafið til hitasvækjunnar á Kúbu, með viðkomu í Sí- beríufrera og London. Pierce Brosnan, hinn nýi Bond, siglir í gegnum alla þessa ólgusjói af stöku ör- yggi, enda löngu vitað að hann yrði ákjósanlegur Bond, með húmorinn í lagi og fágaðan hreim. En þótt persóna Bonds beytist ekki mikið, hafa þó orðið breyt- ingar á yfirstjórninni, í takt við tímana í Bretlandi. Yfirmaður Bonds, M, er orðinn kona (ströng og fóðurleg Judi Dench), rétt eins og kona hefur tekið við stjórn njósnamála hennar hátignar í alvörunni. Svo er gaman að fá tækifæri til að sjá þann góða þýska leikara Gottfried John, sem hér fer með hlutverk rússneska þijótsins og gerir vel. Aðrir gamlir vinir eru enn á sínum stað, ritarinn Moneypenny og hugvitsmað- urinn Q, sem sér Bond fyrir öllum töfratækjunum. Bond-myndirnar hafa, hin síðari ár að minnsta kosti, alltaf hafist á eins konar forleik sem ekki á alltaf skylt við meginefni myndarinnar. 1 þessum forleikjum fær Bond tækifæri til að sýna snilli sína og hér gerir hann það sem aldrei fyrr. Lokaatriði forleiksins er með því albesta sem sést hefur til hans. Og í heild er Gullauga fyrsta flokks Bond. Leikstjóri: Martin Campbell. Handrit: Jeffrey Caine og Bruce Feinstein, eftir sögu Michaels Frances. Kvikmyndataka: Phil Meheux. Leikendur: Pierce Brosnan, Sean Bean, Izabella Scorpuco, Famke Janssen, Joe Don Baker, Judi Dench, Robbie Coltrane, Gottfried John. Bönnuð börnum innan 12 ára. Guðlaugur Bergmundsson Regnboginn: Borg týndu barnanna Stjörnubíó - Indíáninn í skápnum: irk Ævintýrið fellur kylliflatt Jólin eru hátíð bamanna og því við hæfi að kvik- myndahúsin sýni ævintýramyndir í bland við allan hasarinn. Indíáninn í skápnum á að fylla flokk ævin- týramynda en höfundar hafa ekki haft erindi sem erfiði, þrátt fyrir að efniviðurinn bjóði svo sannar- lega upp á ýmis skemmtilegheit. Það sem klikkar hér fyrst og fremst er öll tæknileg úrvinnsla og útfærsla. Tæknibrellurnar virka ekki sannfærandi, enda helmingur myndarinnar nær alltaf úr fókus vegna þeirra. Öll framvinda er með endemum hæg og því lítt við hæfi bama. Svo gerist heldur nær aldrei neitt, sem að sjálfsögðu er afar slöku og bragðdaufu handriti Melissu Mathison um að kenna. Eins og titill myndarinnar ber með sér, fjallar hún um indíána í skáp. Indíáni þessi er ósköp venjulegur tindáti, eins og það var að minnsta kosti kallað hér í eina tíð, þótt úr plasti sé. Drengurinn Omri fær indíánann í afmælisgjöf og líka skápinn sem titillinn greinir frá. Skápurinn er þeirrar náttúm að hann gæðir indíánann, og aðra tindáta, sem í hann era settir, lífi. Vinur Ommis, sá sem gaf honum indíánann, fær einnig að setja eigin tindáta í skápinn, létt áfengissýktan kúreka á hesti. Við fylgjumst síðan með samskiptum litlu ver- anna innbyrðis (karlarnir em að sjálfsögðu tortryggnir hvor í annars garð í upphafi en verða síðan perluvinir) og samskiptum þeirra við risana, drengina, og komumst að raun um það að mikið væri heimurinn nú betri ef menn reyndu að skilja náungann betur og sýna honum meiri tillitssemi og virðingu og allt það. Lofsverður boðskapur en afskaplega leiðinlega fram settur. En það er ekki bara útfærsla leikstjórans Franks Oz og handritið sem eru gallagripir. Leikur helstu leikara er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir, nema helst að Hal Scardino í hlutverki Omris standist prófraunina. Leikstjóri: Frank Oz. Handrit: Melissa Mathison. Kvikmyndataka: Russell Carpenter. Leikendur: Hal Scardino, Litefoot, Lindsay Crouse, Richard Jenkins, Rishi Bhat, Steve Coogan, David Kelth. Leyfð öllum aldurshópum. Guðlaugur Bergmundsson kvi gegnum Pocahontas kynnumst við frumbyggjum Bandaríkjanna og siðum þeirra. Sam-bíóin Pocahontas Pocahontas, sem frumsýnd verður á annan dag jóla, er nýjust í röð vin- sælla teiknimynda sem Walt Disney fyrirtækið hefur sent frá sér, það er að segja sem gerð er með hefðbund- inni aðferð. En stutt er síðan Disney sendi frá sér teiknimyndina Toy Story sem aftur á móti er gerð í tölvum. Pocahontas er byggð á sönnum at- burðum um ævi ungrar indíána- stúlku sem er þjóðsagnapersóna. Kemur myndin fyrir augu íslenskra áhorfenda með íslensku tali og hef- ur verið vandað til þess þáttar. Þetta er í fyrsta skipti sem Disney gerir teiknimynd í fullri lengd, þar sem fjallað er um persónu sem var til, en Pocahontas er þrítugasta og þriðja teiknimyndin í fullri lengd sem kemur frá fyrirtækinu. Myndin hefst árið 1607 þegar hóp- ur breskra ævintýramanna kemur til „nýja landsins", í hópnum er einnig hinn ungi og hugrakki her- maður John Smith, sem er í ævin- týraleit. Um sama leyti kynnumst við ungri indíánastúlku, Pocahontas sem elst upp i Virginíu. Henni er ætlað að giftast stríðsmanninum Kocoum en er ekki viss um tilfinn- ingar sínar. Á ferð sinni um ókunn- ar slóðir er John Smith handtekinn af indíánum. Hann hafði áður kynnst Pocahontas og verður hún til þess að hann heldur lífi. Hún hót- ar þvi að ef drepa eigi John Smith þá verði að drepa hana fyrst. Pocahontas fylgir í kjölfarið á hinum vinsælu teiknimyndum Little Mermaid, Beauty and the Be- ast, Aladdin og The Lion King. Eins og í þeim skipar tónlistin stóran sess og er það sem fyrr Alan Men- ken sem ber hita og þunga af tón- listinni. net og Caro jafn frumlegir og í Delicatessen, umgjörðin er sérstök og sagan óvenjuleg. Sá sem hannar búninga í myndinni er hinn frægi tískuhönnuður Jean Paul Gaultier og tónlistin er eftir Angelo Badala- menti, sem hefur mikið starfað með David Lynch. Borg týndu barnanna gerist að stórum hluta á hafi úti, þar sem Krank býr í sérbyggðri flotborg ásamt móður sinni, Miss Bismuth, Irvin, sem 'er heili sem flýtur um í grænleitum vökva, talar í gegnum grammófónhorn og sér í gegnum gamla ljósmyndalinsu, og hópi ein- staklinga sem komnir eru af einu foreldri við kynlausa æxlun og hafa allir sömu arfgerð. Krank eldist hraðar en aðrir og kennir hann því um að njóta ekki drauma í svefni. Hann tekur því til sinna ráða og rænir litlum börnum i næstu hafn- arborg og hyggst dreyma í gegnum þau. Regnboginn - Nine Months: itiri Vandinn að verða pabbi Það hefur verið lagt þannig út að hinar miklu vin- sældir Nine Months séu tilkomnar vegna hinnar miklu athygli sem Hugh Grant fékk þegar hann var nappaður fyrir að hafa orðið sér úti um gleði- konu á almanna færi. En eftir að hafa séð myndina er hægt að gleyma slíkum fullyrðingum, myndin stendur vel fyrir sínu og er vel heppnuð gaman- mynd, sem státar af einhverju fyndnasta lokaatriði, sem lengi hefur sést. Hugh Grant leikur barnasálfræðinginn Samuel. Reynsla hans í faginu hefur gert það að verkum að hann getur alveg hugsað sér lífið án eigin barna, enda hefur hann allt sem hugurinn girnist, fína íbúð, glæsilegan sportbíl og fallega kærustu. Það er þó ljóst á fyrstu mínútum að kærastan hefur fullan hug á að breyta þessum lífsmáta og viljandi eða óviljandi verður hún ófrísk. Samuel fer alveg í kerfi, hann sér réttilega fyrir sér allt hans fullkomna líf verða að engu. Ekki eykst trúin á fóðurhlutverkið við kynni hans af Marty og Gail sem era í skýjunum yfir að nú er von á fjórða baminu. Nine Months gerist eins og nafnið bendir til á níu mánuðum og gengur á ýmsu á þessu tímabili. Svo óheppilega vill til að barnalæknirinn, sem þau höfðu val- ið, er í fríi og er staðgengill hans rússneskur flóttalæknir, sem nýbúinn er að fá réttindi sem bamalæknir, en hafði starfað sem dýralæknir í heimalandi sínu. Robin Williams fer á kostum í hlutverki læknisins eins og hans er von og vísa og málvillur hans í sambandi við læknisfræðina, sem því miður ná ekki að koma almennilega fram í íslenska textanum, eru óborganlegar. Nine Months er nokkuð ójöfn, þegar best lætur er hún bæði fyndin og hugljúf, en á það til að detta niður í melódrama. Atriðið í lokin á fæðingardeildinni er svo í raun ekkert annað en farsi og það mjög fyndinn. Þar er samleikur þeirra Hugh Grants, Tom Arnolds og Robin Williams frábær. Leikstjórinn Cris Col- umbus (Home Alone, Mrs. Doubtfire) sannar hér að hann er einhver besti leik- stjóri gamanmynda vestan hafs og stígur ekki feilspor í Nine Months frekar en í fyrri myndum. Leikstjóri og handritshöfundur: Chris Columbus. Kvikmyndun: Donald McAlpine. Tónllst: Hans Zimmer. Aðalleikarar: Hugh Grant, Julianne Moore, Tom Arnold, Joan Cusack, Jeff Goldblum og Robin Williams. Leyfð öllum aldurshópum. -Hilmar Karlsson Krank (Daniel Emilfork) hefur áhyggjur af því að hann eldist hraðar en aðrir. Það eru margir sem minnast með ánægju hinnar frumlegu frönsku kvikmyndar Delicatessen, sem leik- stýrt var af Jean-Pierre Jeunet og Marc Caro, sem þekktir eru saman sem Jeunet og Caro. Á annan dag jóla verður hægt að endurnýja kynnin við þá félaga, en þá frum- sýnir Regnboginn nýjustu mynd þeirra, Borg týndu barnanna (La Cite des Enfants Perdus). I þessari nýju mynd eru þeir Jeu-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.