Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 I ★★★ Rokkveisla Alice in Chains er að mínu mati ein besta starfandi rokkhljóm- sveit heimsins þessa dagana. Þungur gítarhljómurinn, kirkju- raddanir Jerry Cantrell, gítarleikara og fyrriun kórstjóra, og sér- stök rödd Lane Staley söngvara búa til áhrifaríkan hljóm sem er á fárra valdi að ná, þó margir hafi reynt. Hljómsveitinni bregst ekki bogalistin á þessari plötu frekar en þeim fyrri, þó viður- kennt sé að önnur „Dirt“ verði ekki búin til. Textasmíðar Staley og Cantrell eru að venju þungar í vöfum. Þunglyndið er engu að síður sett fram með melódíum sem eiga engan sinn líka, þó að segja megi að ádeilan á guð og menn í lag- inu „God am“ sé alveg á mörkunum. Skemmtileg nýbreytni felst í því að heyra gítarleikarann Cantrell syngja, m.a. í tveim bestu lögum plötunnar „Grind“ og „Heaven beside You“. Hvort þessi nýbreytni hefur verið tekin upp sökum mikillar lyfjaneyslu Staley verðiu- látið liggja milli hluta. Hins vegar skal það viður- kennt að lagið „Over Now“ hefði vafalaust hljómað betur af vör- um Staley en það gerir af vörum Cantrell. Veikur punktur plötunnar eru íjögur síðustu lögin sem ýta enn og aftur undir þá kenningu að hljómsveitir séu að gefa út plötur án þess að eiga nóg af efni. Fram að þeim punkti er platan hins vegar hreinasta eyrna- konfekt, uppfull af frumlegum útsetningum, kirkjulegum rödd- unum og góðum lagasmíðum sem gera plötuna að sannkallaðri rokkveislu fyrir alla unnendur góðrar tónlistar. P.S. Vinsamlegast athugið að umslagið er fjólublátt. Guðjón Bergmann ★★i Enn við sama heygarðshornið Fyrir einum tíu árum eða svo voru Lloyd Cole & The Commotions ein af stóru sveitunum í bresku rokki og margir muna eflaust eftir lögum á.borð við Brand New Friend og Lost Weekend. Hljómsveitin var á Smiths-línunni í tónlistinni og leið kannski einna helst fyrir það að hafa ekki nógu afgerandi sjálfstæðan stíl. 1988 leggur sveitin upp laupana og tveimur árum síðar heldur Lloyd Cole út á sólóbraut- ina við frekar litlar undirtektir. Síðan hefur fátt til hans heyrst þar til nú á haustdögum að hann sendi frá sér nýja plötu, Love Story. Ekki er hægt að segja að þessi nýja plata Lloyd Cole komi á óvart. Hann rær enn á sömu gömlu miðin og hann gerði fyrir tíu árum; tón- listin er enn sem fyrr þægileg og áferðarfalleg en líður full átakalaust i gegn. Greinilegt er samt að Cole er lipur lagasmiður og á plötunni eru nokkrar prýðisgóðar melódíur. Meinleysið og tilþrifaleysið er lagasmíðunum sem heild hins vegar fjötur um fót og fyrir vikið nær platan aldrei verulegu flugi heldur lullar þetta hæversklega í hæga- ganginum og vekur þar af leiðandi lítil viðbrögð. Sigurður Þór Salvarsson Alice in Chains - Alice in Chains Lloyd Cole - Love Story Helgi Már Bjarnason, sem stjórnar útvarpsþættinum Partýzóne, og plötusnúðarnir Grétar, Árni og Margeir, sem blanda tónlistina á diskinum. Dj ammannáll 1995 Útvarpsþátturinn Partýzone, sem nú er á dagskrá Xins 97,7, er með langlífari útvarpsdagskrám íslands nú. Á síðasta ári héldu umsjónar- menn þáttarins, Helgi Már Bjarna- son og Kristján Helgi Stefánsson, upp á fhnm ára afmæli þáttarins sem fór fyrst í loftið á framhalds- skólastöðinni Útrás árið 1990. Haldið upp á afmæli Þeir félagar hófu árið 1995 með útgáfu disksins Partýzone ’94 sem innihélt bestu danslög ársins 1994 (ekki þau vinsælustu). Á árinu var þátturinn meðal annars sendur út frá Ingólfstorgi og teiti í heimahúsi, strákarnir héldu útgáfuhátíðir á skemmtistöðum borgárinnar og fluttu inn plötusnúða sem ganga undir nafninu „Masters at Work“ (betur þekktir almenningi sem The Bucketheads). „Fyrir okkur var þetta eins og að fá Rolling Stones í heimsókn," segir Helgi. Árið var síðan endað með trompi, nefnilega útgáfu annarrar plötu, Partýzone ’95. Partýzone '95 ... ...inniheldur flest bestu (ekki vin- sælustu) danslög ársins 1995. Platan kom út seint á árinu og seldist upp þann 22. desember síðastliðinn. Að- dáendur Partýzone ættu þó ekki að líða skort því annað upplag er kom- Partýzone á sjötta ári ið til landsins. Nýi diskurinn er mixaður af Árna E og Margeiri sem tóku einnig þátt í gerð fyrsta disks- ins. Á þessum 74 mínútum má finna djammannál ársins með lögum eins og „A Day in a Life“, „Everbody Be Somebody”, „Misused" o.fl. Aðspurður um hæðir og lægðir ársins ’95 sagði Helgi: „House hefur komið sterkast inn í þættina hjá okkur en techno hefur ekki verið eins vinsælt og það var, en heldur samt sínu striki. House diskó var hins vegar það sem bar hæst á ár- inu (með tilkomu The Bucketheads). Einnig komu upp ýmsar stefnur eins og triphop, breakbeat (þung og hæg danstónlist, þess má geta að hardcore var kallað breakbeat þegar það kom fyrst á markaðinn) og jungle sem náðu þó aldrei að skjóta rótum í þáttunum okkar.” Helgi benti einnig á að aldrei hafa eins margir þekktir plötusnúðar heiðrað Islendinga með nærveru sinni á einu ári og nefndi þá til leiks menn eins og Josh Wink, Carl Craig, Andy Weatherhall o.fl. Og ekki má gleyma Uxa-hátíðinni sem einum af hápunktum ársins. Annáll og Síbería Annað kvöld klukkan sjö að stað- artíma hefst síðan niðurtalning á 50 bestu (ekki vinsælustu) danslögum árins 1995, strax á eftir niðurtaln- ingu Chronic á bestu rapplögum ársins 1995 á Xinu 97,7. Kristján og Helgi hafa fengið bestu plötusnúða landsins og hlustendur til liðs við sig í valinu. Meðal annarra flokka sem valið er í eru: 10 bestu breiðskífur ársins, 10 bestu safnplötur ársins, skemmti- staður ársins og uppákoma ársins 1995. Partýzone laugardaginn 13. janúar 1996 stendur yfir allt þar til klukkan slær tólf og þá er nóttin ung. Á miðnætti færir þátturinn sig nefnlega yfir á Síberíu þar sem verður haldið árslistakvöld Partýzo- ne. Plötusnúðar kvöldsins eru Mar- geir og Grétar. Almenningi er benl á að mæta snemma því síðast komust færri að en vildu. Framhald Partýzone liflr áfram, dansfíklum til ómældrar ánægju. Árið 1996 verður engu viðburðasnauðara hjá Helga og Kristjáni en árið 1995. Stefnt er á aðra útgáfu með sumrinu og innflutningi á Masters at'Work (The Bucketheads) ásamt Todd Terry sem er hvað þekktastur fyrir að hafa endurhljóðblandað lagið „Missing" með Everything but the girl. Fróðir menn segja að það verði mjög líklega valið besta danslag árs- ins 1995, en því verður víst ekki uppljóstrað fyrr en rétt fyrir klukk- an tólf að staðartíma annað kvöld á Xinu 97,7. -GBG Bitte nú - Borgardætur ★★★ Þeim sem höfðu gaman af tón- list Borgardætra á plötunni Svo sannarlega ætti ekki síður að hitna um hjartarætumar við að hlusta á Bitte nú. -ÁT Life - The Cardigans: ★★★ Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála hjá The Cardig- ans því hljómsveitin er allrar at- hygli verð og kemur að mörgu leyti með nýjan ferskan tón inn í poppflóruna. -SÞS Þrek og tár - Ýmsir ★★★ Flytjendur laganna eru fjöl- margir og það verður að segjast eins og er að það er makalaust hvað mikið af hæfileikaríku og frambærilegu söngfólki leynist í Þjóðleikhúsinu. -SÞS Út og suður - Bogomil Font ★★★★ Það er ekki spurning að herra Font syngur betur á þessari plötu en nokkru sinni fyrr. Röddin er ekki eins daufleg og hlutlaus og áður var, breidd hennar og tónsvið meira. -ÁT Crougie d'oú lá - Emiliana Torrini: ★★★f, Söngurinn er ótrúlega fjölbreytt- ur og hreint með ólíkindum hversu margvíslegum söngstíl Em- ilíana hefur yflr að ráða. -SÞS Þitt fyrsta bros - Gunnar Þórðarson: ★★★i Á plötunni má heyra þversniðið af ferli Gunnars Þórðarsonar sem popptónlistarmanns, allt frá Fyrsta kossinum og Bláu augun- um þínum með Hljómum til end- urútgáfu Stjórnarinnar og Jet Black Joe á gömlum Hljóma- og Trúbrotslögum. -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.