Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 8
24 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir fara með tvö aðalhlutverkanna í Hans og Grétu. Hann sem Pétur kústa- gerðarmaður og hún sem Geirþrúður. DV-mynd GS Frumsýning í íslensku óperunni Hans og Gréta íslenska óperan frumsýnir á morgun ævintýraleik í þremur þáttum um Hans og Grétu eftir Adelheid Wette viö tónlist Engelberts Humperdincks. Leikgerð og út- setningu annast Björn Monberg en íslensk þýðing er eft- ir Þorstein Gylfason. Leikstjórn er í höndum Halldórs E. Laxness, Hulda Kristín Magnúsdóttir hannar leikmynd og búninga, Þorgeir Ólason aðstoðar við útfærslu á leik- mynd, dansstjóri er David Grenall og hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes. Óperan Hans og Gréta er samin eftir sögunni úr Grimmsævintýrum sem allir þekkja. Óperan var fyrst frumsýnd i Þýskalandi árið 1894 og hefur verið sýnd um allar jarðir síðan og gjarnan um jólaleytið. Hún er mjög glæsileg og fjölbreytileg tónsmíð og tónlistin er ekki síð- ur við hæfi fullorðinna en barna. Með helstu hlutverk fara Bergþór Pálsson, sem syng- ur Pétur kústagerðarmann, föður barnanna, Signý Sæ- mundsdóttir er í hlutverki Geirþrúðar, móður barn- anna, Rannveig Fríða Bragadóttir syngur Hans, Hrafn- hildur Björnsdóttir fer með hlutverk Grétu, Þorgeir J. Andrésson er í hlutverki nornarinnar og Emilíana Torr- ini syngur hlutverk Óla lokbrár. Félag eldri borgara: Listakona á tíræðisaldri María M. Ásmundsdóttir, sem er 96 ára, hefur fengist við margvíslega listavinnu lengst af ævinni. Félag eldri borgara: Spilað og dansað í kvöld frá kl. 20.30 verður spiluð félagsvist og dansað í Fé- lagsheimili Kópavogs. Þöll og félagar leika fyrir dansi. Húsið er öllum opið. Opið hús Bahá’íar eru með opið hús aö Álfabakka 12 í Mjódd 'kl. 20.30 annað kvöld. Allir eru velkomn- ir. Betty Reed frá N-írlandi mun tala. Sýning á verkum Maríu M. Ás- mundsdóttur, myndlistarkonu frá Krossum í Staðarsveit, verður opn- uð á morgun kl. 15. Sýningin verður í húsakynnum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni að Hverfis- götu 105, 4. hæð. María, sem nú er á 97. aldursári, hefur fengist við margvíslega lista- vinnu lengst af ævinni. Hún hefur málað myndir allt frá unga aldri. Eignaðist fljótt myndavél og notaði síðan myndirnar til að mála eftir. Annars hefur María sótt myndefni Á morgun kl. 16.00 opnar Steinn Sigðurðsson málverkasýningu í Galierí Geysi, Hinu húsinu við Ing- ólfstorg. Steinn er af yngstu kynslóð mynd- listarmanna og heldur .nú sína aðra einkasýningu, en þá fyrri hélt hann Kvikmyndasýningar i bíósal MIR, Vatnsstig 10, hefjast að nýju eftir hlé um jól og áramót nk. sunnudag, 14. janúar, kl. 16. Sýnd verður kvikmyndin Tón- skáldið Glinka sem gerð var árið 1952. Hún fjallar um Mikhaíl I. Glinka sem var uppi 1804-1857 og hefur oft verið nefndur faðir rúss- nesku óperunnar en kunnustu verk víða að, þ. á m. til Danmerkur og Noregs. Þá hefur hún málað á gler og útsaum hefur hún lagt mikið i, enda erfitt og vandasamt verk. María sýndi verk sín fyrst í útst- illingargluggum hjá Marteini Ein- arssyni árið 1930 og árið 1990 í fé- lags- og þjónustumiðstöðinni í Ból- staðarhlíð en hefur nú safnað sam- an stærra safni af ýmsum listmun- um, sem einnig verða til sýnis. Sýning Maríu stendur til 21. jan- úar. í Café 17. Verkin sem hann sýnir eru unnin með akrýl á striga og eru flestöll unnin á síðastliðnu ári. Gallerí Geysir er opið alla virka daga frá kl. 9-23 og um helgar frá 12-18. Sýningunni lýkur 28. janúar. hans eru óperurnar Ivan Súsanin og Rúslan og Lúdmila. Leikstjóri er Grígoríj Alexandrov og kvikmyndatökumaður Edvard Tisse, tveir af nánustu samstarfs- mönnum S. Eisensteins. Með titil- hlutverkið fer leikarinn Boris Smirnov. Enskur texti er við myndina. Gallerí Geysir: Einkasýning Steins Bíósalur MÍR: Faðir rússnesku óperunnar Listasafn íslands: Ný aðföng III Á efri hæð Listasafns íslands hef- ur verið opnuð sýningin „Ný aðföng IH“ þar sem sýnt er úrval listaverka sem keypt hafa verið til safnsins á árunum 1994-95. Þetta er þriðja sýn- ingin í röð sýninga þar sem ný verk safnsins, sem hafa verið keypt, eru sýnd. Á sýningunni eru 44 verk eftir starfandi listamenn: Önnu Líndal, Birgi Snæbjörn Birgisson, Björgu Þorsteindóttur, Daða Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Einar Hákonar- son, Eirík Smith, Eyjólf Einarsson, Erlu Þórarinsdóttur, Grétar Reynis- son, Guðrúnu Þorkelsdóttur (Rúnu), Gunnar Örn, Hafstein Austmann, Hallgrím Helgason, Hallstein Sig- urðsson, Húbert Nóa, Ingu Þóreyju Jóhannsdóttur, Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur, Kristinn G. Harðar- son, Kristinn E. Hrafnsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Kristínu Jónsdótt- ur frá Munkaþverá, Kristján Dav- íðsson, Leif Breiðfjörð, Ólöfu Nor- dal, Ráðhildi Ingadóttur, Rúri, Sig- urð Árna Sigurðsson, Sólveigu Aðal- steinsdóttur, Svövu Björnsdóttur, Tuma Magnússon, Valgarð Gunn- arsson og Þorvald Þorsteinsson. Eins og sjá má af þessum nafna- lista spanna innkaup safnsins sl. tvö ár yfir nánast allt litróf íslenskrar myndlistar. Efniviðurinn er álíka fjölbreyttur. Sýningin stendur til 25. febrúar. Listasafn Kópavogs: Myndaröð Nínu Gautadóttur Umhverfis jörðina á áttatíu dög- um er heiti sýningar sem opnuð verður í Listasafni Kópavogs, Gerð- arsafni, á morgun. Þetta er mynda- röð sem Nína Gautadóttir hefur unnið eftir hinni alþekktu skáld- sögu franska rithöfundarins Jules Verne. Myndaröðin er á einum samfelld- um stranga sem er 80 metra langur og um 50 cm á breidd. í myndaröð- inni eru 80 1 metra langar myndir og sýnir hver þeirra atburð úr ferð þeirra félaga, breska herramannsins Fíleasar Foggs og franska þjóns hans, Passe Partout, umhverfis jörð- ina, Eins og komið hefur fram í frétt- um týndust málverk sem Nína ætl- aði að sýna í Gerðarsafni og átti að opna sl. laugardag. Fyrrnefnd myndaröð kemur í stað þeirrar sýn- ingar en málverkin, sem töpuðust, eru enn ófundin. Sýning á verkum Nínu stendur einnig yfir i Stöðlakoti og er greint frá henni annars staðar í blaðinu. Ráðhús Reykjavíkur: Léttir harmoníku- tónleikar Harmoníkufélag Reykjavíkur heldur létta harmoníkutónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15 á sunnu- daginn. Leikin verður létt og háliklassísk tónlist úr ýmsum áttum en meðal flytjenda eru Stórsveit Harmoniku- félags Reykjavíkur og Léttsveit Harmoníkufélags Reykjavíkur. Aðalstjórnandi er Karl Jónatans- son, sem jafnframt hefur annast út- setningar. Unnendur harmoníkutónlistar fá ástæðu til að kætast um helgina því þá heldur Harmoníkufélag Reykjavíkur tónleika. Myndin er úr myndasafni DV. Kaffileikhúsið: Drukkin svín í paradís Sigurjón Kjartansson og Jón Fjörið hefst kl. 21 en húsið verður Gnarr verða með stand up sýningu opnað klukkutíma fyrr. sína í Kaffileikhúsinu annað kvöld Þeir félagar spjalla við gestina, dansa, slást hvor við annan, rlfast og skammast og fallast í faðma. Þeir segja líka frá öllu fræga fólk- inu sem þeir hafa hitt í partíum og á Kaffibarnum og tala um sjúk- dóma og fara með guðlast. Það má segja að þeir velti sér upp úr sora hversdagslífsins eins og drukkin svín í paradís. Á sýningunni mun einnig fjöl- listamaðurinn Óskar Jónasson koma fram með töfrabrögð og galdra og taka áhorfendur með sér í ferðalag inn í blekkingar- Félagarnir segja frá öllu fræga fólkinu heima skynvillunnar. sem þeir hafa hitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.