Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 8
24 • \ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 Anita Tripicchio og Nils Peter Underland verða í Möguleikhúsinu um helgina en sýningin þeirra er fyrir alla 3ja ára og eldri. DV-mynd Brynjar Gauti V \ Norskur leikhópur í Möguleikhúsinu: Með bakpoka og banana Norski leikhópurinn Tripicchio, Underland & co sýnir leikritið Með bakpoka og hanana í Möguleikhús- inu við Hlemm um helgina. Sýning- in hefur að undanfömu verið sýnd víðs vegar í Noregi og era sýning- arnar orðnar 120 talsins. Leikritið er fyrir alla 3ja ára og eldri. Tom og Jósefína Með bakpoka og banana fjallar um það þegar Tom Gulliksen rekst á Jósefínu Nikólettu Rósettu Víólettu Dobbeltmansjetta Amunds- en. Hinn hávaxni, horaði og ruglaði Tom verður enn ruglaðri er hann kynnist Jósefinu. Hún er lítil, þybb- in og duttlungafull dama af ítölsk- um ættum sem dýrkar óperur. í fyrstu gengur ekki á öðru en mis- skilningi og árekstrum í samskipt- um þeirra en smám saman læra þau að meta hvort annað og verða vinir. Sprellfjörug sýning Þetta er sprellfjörug sýning, full af húmor, tónlist og söng, þar sem líkamstjáning vegur þyngra en orð- in. Höfundar og leikarar eru þau Anita Tripicchio og Nils Peter Und- erland. Sýningin, sem er styrkt af nor- ' rænu leiklistar- og dansnefndinni, tekur um hálfa klukkustund í flutn- ingi. Verkið gerist á dularfullum herragarði á óþekktum stað. Leikfélag Hafnarfjarðar: Hinn eini sanni Seppi Leikfélag Hafnarfjarðar frum- sýnir á morgun gamanleikinn æsispennandi „Hinn eini sanni Seppi“ eftir Tom Stoppard. Verkið er gamanleikur byggður á hinu sígilda sakamálastefi breskra bókmennta, a la Agatha Cristie og Sherlock Holmes, og gerist á dularfulium herragarði á óþekktum stað. Afbrýði, ástir og morð hrinda æsispennandi og fyndinni atburðarás af stað og gagnrýnendur hrífast óafvitandi með straumnum. Leikritið fjallar einnig um samskipti leikhússins og gagnrýnandans og ætti að vera gott innlegg í gagnrýnisfælni at- vinnuleikhúsanna og gagnrýnis- leysi áhugafélaganna. Alls taka níu leikarar þátt í upp- setningu Leikfélags Hafnarfjarðar að þessu sinni ásamt fjölda aðstoð- arfólks. Leikstjóri er Láras Vil- hjálmsson. Alþjóðlegur trúarbragðadagur í tilefni af alþjóðlega trúarbragðadeginum, sem hald- inn er viða um heim að tilhlutan SÞ, hefur veriö boðið -« til opins fundar í Bahá’í miðstöðinni í Reykjavík (Álfa- bakka 12) á sunnudaginn kl. 16. Þar verður leitast við að svara spurningunni „Geta trúarbrögðin bætt ástandið í ' heiminum?“. Fulltrúar nokkurra helstu trúarbragða heims hafa verið fengnir til að fjalla um þetta málefni. Poppmessa í Vídalínskirkju Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 verður efnt til popp- messu í Vídalínskirkju i Garðabæ. 1 messunni mun hljómsveit spUa en hana skipa Óskar Einarsson, píanó, PáU Elvar Pálsson, bassi, og Hannes Pétursson, tromm- ur. Gospelhópur leiðir söng. Sóknarprestur og héraðs- - prestur þjóna fyrir altari. Norræna húsið: Teiknimyndir og fyrirlestur Á sunnudaginn verða sýndar þrjár teiknimyndir fyr- ir böm í Norræna húsinu og hefst sýningin kl. 14. Þetta * eru sænskar myndir byggðar á þekktum barnabókum eftir Beppe Wolgers og Olof Landström, Gunnar Berefelt og Eva Eriksson. Á sama stað mun danski hönnuðurinn og textUlista- konan, Hanne Backhaus, flytja fyrirlestur kl. 16. Hún fjallar um verk sín og hvernig vinna að þrykki, hönnun og kennslu spUar saman í starfi hennar. Madama Butterfly Ólafur Ámi Bjarnason, sem sungið hefúr tenórhlut- verk sjóliðsforingjans herra Pinkerton í Madama Butter- fly á fjölum íslensku óperunnar, heldur senn utan tU annarra verkefna. Einungis eru því fáar sýningar eftir á Madama Butterfly. Bíósalur MÍR: Hinn hrjáði Áfram er haldið að taka tU í filmusafni MÍR og í janú- ar og febrúar era sýndar nokkrar gamlar kvikmyndir úr félagssafninu, myndir sem ýmist hafa ekki áður verið sýndar eða þá sýndar örsjaldan í MÍR og það fyrir löngu. Flestar eru þessar kvikmyndir á 16mm filmu og gæði þeirra þvi lakari en á breiðari filmum sem algengastar eru á sýningum í bíósal MÍR (35 mm) en ákveðið var að láta slag standa og er vonað að fólk hafi ánægju af að sjá þessar gömlu kvikmyndir sem hvergi eru sýndar annars staðar. Á sunnudaginn kl. 16 verður sýnd kvikmynd gerð í Úz- bekistan 1966, Hinn hrjáði. Hún fjallar um atburði sem gerðust í þessu Mið-Asíuríki á dögum borgarastyrjaldar- innar um 1920. Leikstjóri er T. Sabirov. Skýringatal er á ensku. \ Grískt kvöld í Kaffileikhúsinu: Vegurinn er vonargrænn Nýstárleg dagskrá verður frumflutt í Kaffileikhúsinu annað kvöld. „Vegurinn er vonargrænn” er yfir- skrift kvöldsins sem helgað er gríska ljóð- og tónskáldinu Mikis Þeodorakis. Ósvikin grísk stemning mun ríkja á þessum kvöld- um og verður boðið upp á grískan mat og vínföng. Að dagskránni stend- ur Zorbahópurinn en hann skipa Sif Ragn- hildardóttir söngkona, sem mun syngja söngva Þeodorakis, Sig- urður A. Magnússon rithöfundur, sem mun kynna tónskáldið og lit- ríkan æviferil þess, Eyrún Ólafsdóttir, kór- stjóri Táknmálskórs- ins, en hún mun túlka og „syngja“, bæði söng og texta á táknmáli, Jó- hann Kristinsson pí- anóleikari og Þórður Árnason, sem mun leika á gítar og bouzouki. Leik- stjóri er Þórunn Sigurðardóttir en Kristján Árnason rithöfundur hefur þýtt ljóðin á íslensku, sérstaklega fýrir þessa dagskrá. Mikis Þeodorakis, sem er lista- Eyrún Ólafsdóttir, Sigurður Á. Magnússon, Þórður Árnason, Sif Ragnhildardóttir og Jóhann Kristins- son eru liðsmenn Zorbahópsins. DV-mynd GS maður sem hrærst hefur i stormi sinnar samtíðar, er án nokkurs efa þekktasta og vinsælasta tónskáld Grikkja á þessari öld. Þekktastur er hann hérlendis fyrir tónlistina sem hann samdi við kvikmyndina Zorba. Höfundasmiðj a Leikfélags Reykjavíkur Höfundasmiðja Leikfélags Reykja- víkur verður opnuð í anddyri Borg- arleikhússins á morgun kl. 16. Höf- undasmiðjan er hópur íslenskra leikskálda sem hyggja á landvinn- inga i framtíðinni en hafa nú um nokkurt skeið haft aðstöðu í Borgar- leikhúsinu til að gera tilraunir með verk sín ásamt leikurum Leikfélags Reykjavíkur. Um er að ræða 17 „unga“ höfunda og verða verk þeirra kynnt annan hvern laugardag. Allt eru þetta smærri verk; einþáttungar, örleik- rit, bamaleikrit, hreyfiljóð og ein örópera, svo að eitthvað sé nefnt. Tilgangur Höfundasmiðjunnar er sá að þroska hæfni höfundanna, styrkja tengsl þeirra við leikhúsið og deila siðan afrakstrinum með áhorfendum. Fyrsta verkið sem kynnt verður í Höfundasmiðjunni er einþáttungur- inn Grámann. Höfundur er Valgeir Skagfjörð, sem jafnframt er leik- stjóri, en leikarar eru Ellert A. Ingi- mundarson, Jón Hjartarson og The- ódór Júlíusson. Verkið gerist á bar í Reykjavík nútímans og segir frá óvæntum end- urfundum tveggja manna. Aörir höfundar, sem kynna verk sín í vetur, eru Anton Helgi Jóns- son, Benoný Ægisson, Björg Gísladóttir, Bragi Ólafsson, Elísabet K. Jökulsdóttir, Friðrika Benónýs, Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, Ingi- björg Hjartardóttir, Jónína Leósdóttir, Kristján Krisfjánsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Súsanna Svavarsdóttir, Svala Arnardóttir og Þorgeir Tryggvason. Þessi íslensku leikskáld eru meðal þátttakenda í Höfundasmiðjunni. Fjölmiðlafólk að störfum: Útvarpsþáttur á Hótel Borg Þeir sem eiga leið á Hótel Borg leggja hönd á plóginn bæði í tali og næstu laugardaga geta fylgst með tónum beinni útsendingu þeirra Helga Péturs- sonar og Valgerðar Matthíasdóttur á rás 2. Þar sitja þau frá kl. 13-15 og fá til sín gesti úr ýmsum geirum menningarlífsins. Yfir rjúkandi kaffibolla fylgjast þau með skemmtilegum listvið- burðum og fá meðal annars til sín leikara sem leika þætti í beinni útsendingu og rithöfundar lesa upp og ræða um bókmenntir Helgi Pétursson og Valgerður Matthíasdóttir „að auk fjölda annarra sem störfum" á Hótel Borg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.