Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1996, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 1996 Spurningin Lesendur Hvaða kosti vildir þú helst hafa til að bera? Þór Berndsen gluggaþvottamað- ur: Heiðarleika. Jónas Ólafsson ellilífeyrisþegi: Ég hef ekkert að gera með þá. Emilía Blöndal hárgreiðslu- sveinn: Einlægni og vera samkvæm sjálfri mér. Helgi Hjartarson nemi: Heiðar- leika og skynsemi. Jón Þór Friðgeirsson matreiðslu- maður: Sjálfsöryggi og ákveðni. Aukiö líf á Vestfjarðamiöum: Meiri fiskur - aukinn kvóti? Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú er Eyjólfur að hressast, segja margir þeirra sem vilja meina að þorskunum í sjónum hafi nú fjölgað svo mjög að óhætt ætti að vera að auka aflakvótann. Líkt og menn ugglaust vita, þá hefur ekki verið veitt minna af þeim gula í mörg undanfarin ár. Ég tel að menn þurfi að fara allmörg ár aftur í tímann til að finna hliðstæðu í þorskveiðum landsmanna. í dag virðist svo vera að einhver breyting sé að verða á þessum hlut- um. Nýverið sendu nokkrir togara- skipstjórar út þá yfirlýsingu að nóg væri af lífsbjörginni út af Vestfjörð- um um þessar mundir. Einnig kom fram að þeir hefðu ekki séð jafn góð- ar lóðningar á svæðinu um langa hríð. Sem eru jú vissulega góð tíð- indi ef sönn reynast. Þorskurinn sé loks farinn að ganga í verulegum mæli á Halanum, þessari gömlu, hefðbundnu veiðislóð. Hafrannsóknastofnunin fékk auð- vitað pata af yfirlýsingum skipstjór- anna og sendi við fyrsta tækifæri skip á staðinn til að sannreyna sjálf orð þessara manna. - Og viti menn - hún tók að vissu leyti undir þessa yfirlýsingu, þótt stofnunin þurfi auðvitað að gera ítarlegri könnun áður en óhætt er að gefa út afdrátt- arlausa umsögn um hvort unnt sé að auka ásóknina í stofninn. Þetta skyndilega lífsmark á Hala- Er hægt að festa einhverja ákveðna tölu, t.d. 300 þús. tonn á ársgrundvelli til 5 eða 10 ára? spyr Konráð í bréfinu. miðum þarf sem sé ekki að þýða hið sama og meiri eða stóraukinn kvóta, þótt menn voni að sú verði raunin. Til heilla fyrir land og lýð. Menn í ráðuneytunum segja að frið- unin sé farin að skila sér og nú sjái menn fram á bjartari tíma. En hvemig hyggjast þá menn notfæra sér þetta í framtíðinni? Hvar ætla þeir að secja mörkin? Ef ofveiði er ástæða þess að minni þorskafli barst á land er ljóst að of mikið var tekið. Er nú kannski kominn tími til að festa þarna ein- hverja ákveðna tölu, segjum 300 þúsund tonn á ársgrundvelli, til reynslu næstu 5 eða 10 árin? - Mín skoðun er alténd sú að þannig sé veiðunum í raun best stjórnað, en vera ekki sífellt að hringla með heildarmagnið milli ára. Mótorsmiðjan - félags- skapur með fræðslu Steingrímur Sigurðsson skrifar: Sem foreldri unglings sem stundað hefur Mótorsmiðjuna um alllangt skeið vil ég mótmæla frétt sem birt- ist í DV 17. janúar sl. þar sem sagt er að unglingar sem þangað fara hafi þegar lent í vímuefnaneyslu. Þetta er alls ekki rétt. Ég á 14 ára gamlan son sem notar hvorki né hefur notað flkniefni og fer þangað oft vegna áhuga á mótorhjólum og flestu sem þeim við kemur. Hann hefur haft mjög gott af og gaman af þeirri starfsemi sem þama fer fram. Þar umgengst hann sína fé- laga og vini sem hafa sömu áhuga- mál, þ.e. mótorhjól, án þess að þeir hafi átt við vímuefnavanda að stríða. Þama er þeim einnig kennd meðferð mótorhjóla og hvernig gera eigi við þau ásamt mörgu öðru. Þeir hafa einnig haft þama aðstöðu fyrir hjól- in sín endurgjaldslaust. Umsjónarmenn Mótorsmiðjunnar standa reglulega fyrir útilegum, þar sem hjólin eru höfð meðferðis. Það eru svokölluð „pizzakvöld" og það er horft á video, og svo eru einstöku sinnum haldin böll. - Mér finnst gott að vita að sonur minn og félagar hans skemmti sér í félagsskap á veg- um Mótorsmiðjunnar, þar sem þeir jafnframt fá fræðslu frá umsjónar- mönnum um ýmislegt er varðar vímuefna- og áfengismál, umferðar- mál, notkun vélknúinna ökutækja og margt fleira, sem getur ekki verið annað en fræðandi og uppbyggjandi fyrir unglinga, sem eru að mótast og þroskast. - Ég vil að lokum þakka umsjónarmönnum fyrir gott starf. - Áfram, Mótorsmiðjan! Skattlagning fjármagnstekna Ríkissjóður gæfi þurft að fjármagna innlausnir spariskírteina ríkissjóðs með erlendri lántöku, segir bréfritari m.a. B.G. skrifar: Heyrst hefur að nefnd, sem fjár- málaráðherra skipaði til þess að gera tillögur um skattlagningu fjár- magnstekna, ætli að gera tillögu um 10% skatt á alla vexti utan lífeyris- sjóða. Hér er um mjög háan raunvaxta- skatt að ræða, þar sem skatturinn á að leggjast bæði á raunvexti og verð- bætur. - Þessi nýi og hái skattur hlýtur að hækka alla vexti í landinu og stuðla að fjármagnsflótta úr landi. Stór spariskírteinaflokkur kemur til innlausnar 1. febrúar næstkom- andi, að andvirði um 9 milljarðar króna. Sé það ætlun ríkisstjómar- innar að skattleggja vexti spariskír- teina með 10% nafnvaxtaskatti er alls ekki víst að sparifjáreigendur kaupi ný skírteini í stað þeirra sem losna. Ríkissjóður gæti því þurft að fjár- magna innlausnir spariskírteina rík- issjóðs með erlendri lántöku, en eins og kunnugt er eru erlendar skuldir þjóðarinnar nú þegar komnar á hættulegt stig, og því engan veginn á bætandi. Stjórnmálamenn sem ætla sér að verða húskarlar kommúnista í verkalýðshreyfingunni og stuðla að skattlagningur vaxtatekna geta varla gert ráð fyrir atkvæðum sparifjáreig- enda í næstu alþingiskosningum. En þær gætu orðið miklu fyrr en fólk órar fyrir í dag. DV Sóknarnefnd á villigötum Brynjólfur skrifar: Margir eru orðnir langeygir eftir skynsamlegum viðbrögðum sókn- arnefndar Langholtskirkju í deil- um prests og organistans. Hvem- ig datt t.d. sóknarnefndinni að gefa organistanum leyfi fyrir eina umfangsmestu kirkjuhátíð- ina, jólin? Og sömu sóknarnefnd að taka svo við organistanum eins og ekkert sé í janúar og segja þá við prestinn: Ja, þér stendur ekkert annað til boða núna en sami organisti! Maður er farinn að halda að sóknarnefndin sé að fela eitthvað, og það eitthvað allt annað. Mér finnst sóknarnefhdin vera á verulegum villigötum. Reykjavík nýti raforkuna Smári skrifar: Nóg er nú komið af því að niður- greiða raforkuverð til lands- byggðarinnar. Nú ætti Reykjavík- urborg að gera gangskör að því að nýta raforkuna með öðmm og víðtækari hætti með tilkomu meiri raforkuvinnslu á Nesjavöll- um. Hér á ég við að rafvæða sam- göngukerfið innan borgarmar- kanna með rafknúnum strætis- vögnum líkt og svo margar er- lendar borgir gera sem nota þó miklu dýrari orku en við höfum hér. Billeg beita hjá Dagsbrún Ámi hringdi: Mér fannst það vera nokkuð biHeg beita sem A-listinn við- hafði í stjómarkjöri Dagsbrúnar þegar hann auglýsti að Halldór Björnsson frambjóðandi til for- manns myndi hætta eftir tvö ár næði hann kjöri. Út úr þessu las ég þetta: Ég veit að sumir eru óá- nægðir með að ég skuli vera í kjöri en ég lofa að fara fljótt, bara ef þið kjósið listann okkar núna. Verktaka á Keflavíkur- flugvelli Bjarni Ólafsson skrifar: Það er mjög eðlilegt að Banda- ríkjamenn knýi á um breytingar á verktöku fyrir vamarliðið á Keflavikurflugvelii. Þeir eru óá- nægðir með of háa reikninga, of mikinn kostnað við samninga og undirbúning verkefna, og að launahækkanir til íslenskra starfsmanna séu ekki áætlaðar í samningum, sem svo aftur setur verktaka ekki skorður um óend- anlegar hækkanir. Krafan um út- boð á vellinum þýðir að einka- réttur Aðalverktaka og Keflavík- urverktaka er afhuminn. Þessar breytingar geta komið til fram- kvæmda án maraþonviðræðna við ríkisvaldið. Góð dvöl á sjúkrahótelinu Regína Thorarensen skrifar: Á Sjúkrahóteli Rauða kross ís- lands aö Rauðarárstíg 18 í Reykjavík eru 28 pláss en mættu vera miklu fleiri vegna mikillar aðsóknar og komast þar ekki nærri allir að sem þyrftu þess með. Ég hef dvalið á sjúkrahótel- inu frá 10. janúar sl. og hef feng- ið þá bestu þjónustu sem hugsan- leg er. Forstöðukonan, Sigfríð Há- konardóttir, og starfsstúlkur all- ar eiga mikiö lof skilið fyrir hjálpsemi og ljúf- mennsku. Vinir mínir í eldhúsinu, Bjarki og Ás- geir, eru prýðiskokkar og hjá þeim hef ég fengið þá bestu tertu sem ég hef smakkað. Ég færi hót- elstjóranum, Guðríði Halldórs- dóttur, og Rauða krossi íslands þakkir fyrir velvilja og alúð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.