Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1996, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 1996 STÓR-ÚTSALA ULLARJAKKAR ^ 4.999 ULLARÚLPUR 4*oeo 5.999 ULLARKÁPUR w^ee 6.999 KÁPUSALAN SNORRABRAUT 56 - 562 4362 TIL SÖLU 0 BRIMBORG Faxafeni 8 - Sími 515-7010 OPID LAUGARDAG 12-16 OG SUNNUDAG 13-16 Toyota LandCruiser, dísil, turbo, árgerð 1995, vél 24 ventla, 170 hestöfl, fimm gíra, ekinn 16 þús. km. Upphækkaður, 35" dekk, brettakantar, útvarp/segulband, sex dyra. Verð kr. 3.980.000. Mjög góð kjör og möguleiki á skiptum á ódýrari. Aukavinningar í „Happ í Hendi" Aukavinningar sem dregnir voru út í sjónvarpsþættinum „Happ í Hendi" föstudaginn 19. janúar komu í hlut eftirtalinna aðila. 0 Geirlaugur Magnússon Víöigrund 8, Sauðárkróki Vilborg María Alfreðsdóttir Suðurhúsum 13, Reykjavík Guðmundur H. Guðnason Aðalgötu 22, Suðureyri Borghildur Pálsdóttir Mikiagarði, Hjalteyri Þórir Jónasson Frakkastíg 12, Reykjavík Helena Kjartansdóttir Hellu Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Leifsgötu 26, Reykjavik Ingunn Guðmundsdóttir Jórutúni 8, Selfossi Friðrika Gestsdóttir Gilsbakkavegi 13, Akureyri Magnús Guðbergsson Nesjaskóla, Höfn, Hornafirði £ 03 Skafðu fyrst og horfðu svo Munið eftir spjallþætti David Letterman í kvöld kl. 23:00 Fréttir Jarðskjálftastöðv- ar á Suðurnesjum - miklar framfarir í mælingum undanfarið DVj Suðurnesjum: „Það hefur mikið hagnýtt gildi að setja upp þrjár jarðskjálftastöðvar vestast á Reykjanesskaganum, bæði til að minnka hættu sem stafað gæti af jarðskjálftum og eldsumbrotum. Þetta svæði er mjög eldvirkt,“ sagði Ragnar Stefánsson, forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofu íslands, í samtali við DV. Veðurstofan hefur farið þess á leit við sveitarstjórnir á Suðurnesj- um að þær taki þátt í kostnaði viö uppsetningu á þremur jarðskjálfta- stöðvum sem væru staðsettar ná- lægt byggðinni í Grindavík, við Voga og Hafnir í Reykjanesbæ. Þá munu fyrirtæki einnig leggja fram fjármagn til verkefnisins. Engar jarðskjálftastöðvar hafa verið á Suð- urnesjasvæðinu en ein stöð er við Krýsuvík. Hingað til hefur verið mælt annað slagið með gamaldags mælum en nú eru breyttir tímar. Að sögn Ragnars hafa orðið mikl- ar framfarir undanfarin ár á jarð- skjálftamælingum og úrvinnslu þeirra. Þetta er ekki síst tengt nýju mælinga- og úrvinnslukerfi, svokölluðu SIL-kerfi, sem er með miðstöð á Veðurstofunni. Mælingar þessar hafa hagnýtt gildi til að fylgj- ast með sprungum neðansjávar, breytingum á skorpuskriði og spennuupphleðslu. í landinu eru starfræktar 18 jarð- skjálftastöðvar sem eru nálægt svæðum þar sem búist er við jarð- skjálftum eða eldgosum. Ný stöð kostar 1,8 milljónir, uppsett og tengd við gagnanet Pósts og síma og þar með við Veöurstofuna. „Hér á Veðurstofunni er nú starf- rækt viðvörunarkerfí sem sjálfkrafa kallar í sérfræðinga til eftirlits ef breytingar verða á virkni. Með við- bótarstöðvum yrði þetta kerfl miklu næmara fyrir breytingum vestast á Reykjanesskaganum heldur en nú er,“ sagði Ragnar. -ÆMK Sævar við nýju sögina. DV-mynd GS Flateyri: Góðviður úr rekaviði Dy Flateyri: „Þessi nýja stórviðarsög er alger bylting fyrir fyrirtækið. Með til- komu hennar eykst nýtingin á trjánum auk þess sem afköst verða mun meiri en áður var,“ sagði Sæv- ar Pétursson í samtali við DV. Sævar rekur trésmiðju á Flateyri sem auk almennra smíðastarfa hef- ur sérhæft sig í úrvinnslu á rekavið. Mikið berst af honum til landsins árlega. Trésmiðjan hefur verið að vélvæðast á undanfórnum árum til að nýta betur rekann en verið hefur. „Ég hef verið að vinna úr þessu parket, gluggaefni og reyndar margt fleira. Þá er hugmyndin að hefja framleiðslu á sumarhúsum þar sem allt tréverk verður unnið úr reka- við,“ sagði Sævar. -GS Virkjun Köldukvíslar á Tjörnesi: Annar engan veginn raforkuþörf Húsavíkur - ekki arðbær kostur, segir Einar Njálsson bæjarstjóri DV, Akureyri: „Niðurstaða þeirrar rannsóknar, sem fram hefur farið, á virkjun Köldukvíslar á Tjörnesi er sú að ekki sé um arðbæran kost að ræða miðað við það vatnsmagn sem er í ánni. Til að breyta því þyrfti að flytja læki og ár, sem eru þarna nærri, og veita þeim í farveg Köldu- kvíslar og þá er hugsanlegt að ná upp nægjanlegu afli til að þetta yrði arðbært," segir Einar Njálsson, bæj- arstjóri á Húsavík. Hugmyndir um virkjun Köldu- kvíslar á Tjörnesi hafa verið skoð- aðar nokkuð og að sumra mati er um áhugaverðan kost að ræða. Er það álit þeirra að hægt yrði að anna raforkuþörf Húsavíkur með virkjun í ánni. Skoðun Einars Njálssonar er hins vegar að svo sé ekki nema til komi vatnsflutningar sem ekki er vitað um hversu kostnaðarsamir yrðu. „Það er alveg sama hvað verður gert miðað við það vatnsmagn sem þarna er um að ræða verður ekki hægt að anna þeirri raforkuþörf sem er á álagstímum hjá okkur. Svona virkjun fuflnægir ekki raf- orkuþörf okkar. Það þarf a.m.k. að kanna þetta mál miklu betur áður en farið verður að taka einhverja ákvörðun um virkjun þarna,“ segir Einar Njálsson. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.