Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1996, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 1996 Fréttir ' \ 17 Atvinnutækifærum á Suöurnesjum Qölgar: Fiskvinnslufyrirtæki í Kópa- vogi flytur í Reykjanesbæ DV, Suðurnesjum: „Við höfum reynt að selja allt hús- næði Jökulhamra en kauptilboðin voru ekki nægilega hagstæð að mati bæjaryfirvalda. Með langtíma-sjón- armið í huga í atvinnumálum var ákveðið að leigja Bakkavör húsnæð- ið undir starfsemi sína til ársloka 1996. Eigendur Bakkavarar hafa sótt um lóð í bænum og ætla að byggja hús fyrir starfsemina," sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, í samtali við DV. Fiskvinnslufyrirtækið Bakkavör hf. í Kópavogi, sem sérhæfir sig í vinnslu og útflutningi á hrognum, hefur ákveðið að flytja hluta af starf- semi sinni til Reykjanesbæjar. Það hefur tekið á leigu frystihúsið Jökul- hamra, húsnæði sem er 1600 m2 að stærð og er í eigu Reykjanesbæjar. Að sögn Ellerts greiðir Bakkavör 280 þúsund í leigu á mánuði. Af 35 starfsmönnum þess flytjast 15 með fyrirtækinu til Reykjanesbæjar. „Við erum að sprengja utan af okkur núverandi húsnæði svo eitt- hvað varð að gera. Við fundum hús- næði sem við höfðum áhuga á í Reykjanesbæ og á að henta okkur vel. Við verðum nær viðskiptavin- um okkar, það er útgerðarmönnum og fiskverkendum, og þar eru bátar sem við skiptum við. Starfsemin á nýja staðnum hefst um mánaðamót- in og um það hefur verið rætt að flytja jafnvel alla starfsemina suður eftir. Ef af því verður mun það ger- ast á þessu ári,“ sagði Ágúst Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Bakkavarar hf. Hann á 60% í fyrirtækinu ásamt hinum framkvæmdastjóranum, Lýði Guðmundssyni. Grandi á síðan 40%. Bakkavör fagnar tíu ára afmæli í ár. Núverandi húsnæði fyrirtækisins í Kópavogi er 900 m2 að stærð.-ÆMK Gámafiskur frá Færeyjum Vestmannaeyja, við DV. Væntanlegur er næstu daga til Vestmannaeyja gámur með fersk- um fiski frá Færeyjum og verður fiskurinn seldur á fiskmarkaðin- um. í gámnum er skata, langa og keila sem aðili i Reykjavík hefur óskað eftir. Reikna má með að fisktegundir verði fleiri ef fram- hald verður á þessu, eins og lík- legt er talið. -ÓG DV, Vestmaimaeyjum: „Það má líta á þetta sem til- raun. Við erum með kaupanda að þessum fiski og sá sem sér um málið í Færeyjum er mjög áhuga- samur. Þetta gæti orðið upphafið að því að gámafiskur frá Færeyj- um verði hér reglulega á mark- aðnum," sagöi Páll R. Pálsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Egilsstaðir: Lokafrágangur á flug vellinum tefst enn DV, Egilsstöðum „Ég sé fyrir mér að eitthvað hlýt- ur að frestast af þeim framkvæmd- um sem hér voru fyrirhugaðar við frágang á vellinum. Það sem fyrir liggur af verkefnum er að kaupa slökkvibíl, ljúka neðri hæð flug- stöðvar, þar sem verður m.a. tollaf- greiðsla, stækka tækjageymslu, gera bílastæði, græða upp gamla flugvöllinn og gera fyrirhleðslu við Eyvindará," sagði Ingólfur Arnar- son, umdæmisstjóri flugmálastjórn- ar á Austurlandi, um þann niður- skurð sem verður á framlögum til flugvalla á þessu ári. Bæjarstjórn Egilsstaðabæjar sendi nýlega frá sér ályktun þar hún lýsir vonbrigðum sínum með þennan niðurskurð. Skorar hún á fjárveitingavaldiö að leggja meira fiármagn til samgöngubóta á kom- andi árum og leggur áherslu á nauð- syn þess að framkvæmdum á Egils- staðaflugvelli verði lokið sem fyrst. Ingólfur Arnarson taldi nokkuð víst að kaup á slökkvibíl sætu í fyrir- rúmi en um aðrar framkvæmdir væri óvíst. -SB Samsung SV-140 X er vandao fjögurra Nicam Hi-Fi Stereo-myndbandstœki. Það með aðgerðastýringum ó skjá sjónvarps, sjátfvirkri hœgmynd, tvofaldri og nrfaldri hraðspólun með mynd, bamalœsingu o.m.fl LCMrmffl Hradþjónusta við landsbyggðina TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA RAÐCREIDSLUR V/SA HBHÍjL-— ___ : TIL 24 MÁrJAOA (Kostar innanbœjarsímtal og vöromor eru sendor somdœgurs) Grensásvegi 11 " “T886886 Fax:5886888 /; S S () S k ó g a r s e I i Þægileg þjónusta Meðan við setjum eldsneyti á tankinn geturðu litið inn og kannað úrvalið í búðinni. Þar færðu margs konar snarl og sælgæti, brauð og mjólk, blöð og tímarit og alls kyns vörur til heimilisins. E S S O PJÓNUSTA - s n ý s t u m þ i g Olíufélagiðhf —50 ára —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.