Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1996, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 Andlát Karl Kristján Karlsson Karl Kristján Karlsson stór- kaupmaður, Tjamargötu lOa, Reykjavlk, sem dvaldi síðustu árin á Hjúkrunarheimilinu Eir við Gagnveg í Reykjavik, lést að kvöldi 16.1. sl. Hann verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 25.1. kl. 13.30. Jarð- að verður í Garðakirkjugarði á Álftanesi. Að athöfn lokinni verð- ur erfidrykkja í Oddfellow-húsinu við Vonarstræti. Starfsferill Karl fæddist á Húsavik 7.3. 1919 og ólst þar upp og á Akureyri hjá móður sinni og ömmu. Karl var ófæddur þegar faðir hans lést en auk þess var hann á barnsaldri þegar móðir hans lést og vart orð- inn unglingur þegar hann missti ömmu sína. Hann gerðist þá messadrengur og komst þannig til Danmerkur þar sem hann var um skeið hjá afa sínum í föðurætt en hann lést einnig skömmu siðar. Karl lauk gagnfræðaprófl á Akureyri 1935, var verslunarmað- ur á Akureyri hjá Heildverslun Valgarðs Stefánssonar 1935-39, var við nám í Kobmandsskolen í Kaupmannahöfn 1939-40, í þýsku- námi og starfi í Hamborg á árun- um 1940-42 og í Kobmandshvile í Rungsted í Danmörku 1942-43. Hann starfaði hjá Deutsche Verkehrs Nachrichten 1940-42 og var fréttaritari í Hamborg 1944-45. Eftir að Karl kom heim eftir stríð rak hann eigið heildsölufyr- irtæki í Reykjavík frá 1946 en hann var m.a. umboðsmaður fyrir postulínsverksmiðjuna Bing og Grondahl og fyrir Carlsberg öl. Auk þess var hann framkvæmda- stjóri I. Guðmundsson og Co. um skeið, rak listaverkaverslun við Hverfisgötu í nokkur ár og starf- rækti Pappírsiðjuna um skeið. Karl sat m.a. i stjórn Bifreiða- og landbúnaðarvéla, í stjórn líf- tryggingafélags á vegum Al- mennra trygginga, sat i stjómum og varastjórnum fleiri fyrirtækja, sat í þjóðhátíðarnefnd fyrir þjóð- hátíö 1974 og starfaði mikið í Odd- fellow-reglunni frá 1950. Fjölskylda Eiginkona Karls var Helga Stef- áns Ingvarsdóttir, f. 28.12. 1924, húsmóðir, dóttir Ingvars Guðjóns- sonar útgerðarmanns og k.h., Soff- íu Stefánsdóttur handavinnukenn- ara. Karl og Helga skildu. Börn Karls og Helgu eru Ingvar Jónadab Karlsson, f. 13.9. 1947, læknir og framkvæmdastjóri í Reykjavik, en sambýliskona hans er Kristbjörg Stella Hjaltadóttir og á hann tvær dætur, Jóhönnu Mar- gréti og Helgu, en sonur Ingvars og Kristbjargar Stellu er Hjörvar Logi; Guðrún Soffia, f. 20.7. 1957, húsmóðir í Stykkishólmi, gift Jóni Bjarnasyni heimilislækni og eru börn þeirra Karl Kristján, Magnús, Soffia, Björn og Steinar; Hildur Halldóra, f. 31.8. 1959, hús- móðir í Reykjavík, gift dr. Gunn- ari Rafni Birgissyni sálfræðingi og eru dætur þeirra Gunnhildur og ísgerður. Karl var eina barn foreldra sinna. Foreldrar hans voru Karl Krist- ian Christensen frá Fredriksberg, bryti í Kaupmannahöfn, og Ein- hildur Halldórsdóttir frá Nýjabæ á Húsavík. Ætt Foreldrar Karls Kristians voru Karl Kristian Christensen og Alma Christensen, f. Tarnell, af frönskum ættum. Hálfsystir Einhildar, sam- mæðra, var Guðrún Árnadóttir, lengi yfirljósmóðir við Landspítal- ann. Einhildur var dóttir Hall- dórs, frá Norðtungu í Þverárhlíð, Einarssonar, útvegsb. í Nýjabæ og í Prestshúsum á Akranesi, Einars- sonar. Móðir Halldórs var Guðrún Jónsdóttir frá Norðtungu. Karl Kristján Karlsson. Móðir Einhildar var Guðrún, ljósmóðir, Eldjárnsdóttir, b. og smiðs á Kjalarlandi og Hafurs- stöðum, Sveinssonar, á Skarði í Dalsmynni í Suður-Þingeyjar- sýslu, Jónssonar. Móðir Guðrúnar Eldjárnsdóttur var Guðbjörg Pét- ursdóttir, b. á Vaglagerði og Þor- leifsstöðum í Blönduhlíð, Skúla- sonar. Til hamingju með afmælið 25. janúar 80 ára Kristfn Hinriksdóttir, Skólavörðutíg 22 A, Reykjavík. 70 ára Björgvin Hannesson, Kópavogsbraut 1 A, Kópavogi. Gísli M. Guðmundsson, Efstalandi 16, Reykjavík. Halldór Jónsson, Selvogsgrunni 24, Reykjavík. 60 áxa Valborg Jónsdóttir, Túngötu 14, Sandgerði. Stefán Gestsson, Amarstöðum II, Hofshreppi. 50 ára Kjartan Jónsson, Háagerði 23, Reykjavík. Jón B. Sveinsson, Stallaseli 2, Reykjavík. Stefanía Vallý Sverrisdóttir, Baldursgarði 6, Keflavík. Björg Oliv Ólafsdóttir, Smáragötu 10, Reykjavík. Þórey Gunnþórsdóttir, Borgarhrauni 17, Grindavík. Guðmundur Aðalsteinsson, Reykholti, Hafnarfirði. Sigurjón Ríkharðsson, Hjallabraut 5, Hafnarfirði. Gunnar Guðmundsson, Unnarstig 4, Flateyri. Hann er að heiman. 40 ára Högni Jóhann Sigurjónsson, Völvufelli 26, Reykjavik. Margrét Gísladóttir, Brekkustíg 10, Reykjavík. Sigmundur Ásgeirsson, Austurtúni 8, Bessastaðahreppi. Þorsteinn Stefán Jónsson, Skarðshlíð 6 G, Akureyri. Halldór Vagn Jónsson, Árvöllum 2, ísafirði. Laufey Sigríður Sigmundsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Sigríður Jónsdóttir, Lágengi 25, Selfossi. Ólafur Gísli Jónsson, Bollagörðum 93, Selljarnarnesi. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR SELTÚNI 6, HELLU Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Lundar fyrir góða umönnun Sigríður Ágústsdóttir Eyvindur Ágústsson Guðrún Aradóttir Kristján Ágústsson Gerður S. Elimarsdóttir Bóel Ágústsdóttir Viðar Marmundsson barnabörn og barnabarnabörn Alþjóðleg og öðruvísi kennaramenntun Det Nodvendige Seminarium í Danmörku býður uppá 4ra ára kennaranám fyrir unga Evrópubúa, sem vilja afla sér menntunar í alþjóðlegu umhverfi. Lagt er stund á nám í mörgum fögum í tengslum við starfsnám í skólum í Danmörku og öðrum löndum: Samfélagsfræði, sálfræði, uppeldisfræði, listum, tónlist, íþróttum, dönsku, öðrum Evrópumálum, stærðfræði, trúar- þragðafræði og heimspeki. 4ra mánaða námsferð með langferðabíl gegnum Evrópu og Asíu til Indlands. (ferðinni er aflað upplýsinga um lifnaðarhætti fólks í ýmsum löndum. Unnið við kennslu í Afrkíu: I 8 mánuði tekur þú þátt í að mennta riýja kennara í Mosambík og Angóla. Allir nemendur búa við skólann. Byrjað 1. september 1996. Kynningarfundur í Hótel Reykjavík laugardaginn 27. janúar kl. 16. Det Nodvendige Seminarium, Tvind, DK-6990 Ulfborg. Fax 00 45 43 99 5982. Sími 00 45 4399 5544. Una Jóhannesdóttir Una Jóhannesdóttir frá Gaul, húsmóðir, til heimilis að Stekkj- arholti 20, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudag- inn 21.1. sl. Hún verður jarðsung- in frá Akraneskirkju fostudaginn 26.1. kl 14. Starfsferill Una fæddist á Slitvindastöðum í Staðarsveit 12.9. 1908 og ólst upp í foreldrahúsum en réðst kaupakona þegar hún var fimmt- án ára til Guðjóns Péturssonar, b. í Arnartungu í Staðarsveit. Þau fóru síðar að búa saman og bjuggu í Arnartungu til 1929. Þau bjuggu síðan á tveimur öðrum bæjum í sveitinni en fluttu að Gaul 1934 og bjuggu þar meðan Guðjón lifði en hann lést 1968. Eftir lát Guðjóns hélt Una áfram húsfreyjustörfum að Gaul hjá Guðmundi syni sínum sem þá tók við jörðinni en þau bjuggu þar til 1985. Þá fluttu þau til Akraness þar sem Una átti heima síðan. Fjölskylda Eiginmaður Unu var Guðjón Pétursson, f. 6.5. 1894, d. 7.8. 1968, bóndi. Hann var sonur Péturs Péturssonar, b. á Hrólfbjargar- stöðum, og k.h., Ingibjargar Vig- fúsdóttur húsfreyju. Una og Guöjón eignuðust fjórt- án böm og eru ellefu þeirra á lífi: Jón, f. 10.7. 1926, vélstjóri hjá HB hf. á Akranesi, kvæntur Sigrúnu Níelsdóttur húsmóður; Pétur Ingiberg, f. 25.5. 1928, fyrrv. bif- vélavirki á Akranesi, kvæntur Sigrúnu Clausen húsmóður; Jó- hannes Matthías, f. 14.7. 1929, lengst af b. á Furubrekku í Stað- arsveit, nú búsettur í Kópavogi, kvæntur Ásgerði Halldórsdóttir húsmóður; Jóhann Kjartan, f. 30.11. 1930, stýrimaður á Akra- nesi, kvæntur Hrefnu Björnsdótt- ur húsmóður; Vilhjálmur Maríus, f. 4.3. 1932, d. 27.12. 1988, vélstjóri á Akranesi, var kvæntur Hall- dóru Lárusdóttur húsmóður; Sveinn, f. 8.10. 1933, b. á Stekkjar- völlum í Staðarsveit, kvæntur Ragnheiði Þorsteinsdóttur hús- freyju; Gunnar Hildiberg, f. 11.10. 1934, b. í Borgarholti í Mikla- holtshreppi, kvæntur Ingibjörgu Ágústsdóttur húsmóður; Ólína Anna, f. 8.4. 1937, húsfreyja í Eið- húsum í Miklaholtshreppi, gift Erling Jóhannessyni, bónda þar; Guðmundur Björn, f. 23.9. 1938, lengst af b. í Gaul, nú verkamað- ur á Akranesi en hann hélt heim- Una Jóhannesdóttir. ili með móður sinni; Sigurjón Magnús, f. 1.10.1940, bifvélavirki í Svíþjóð; Soffia Hulda, f. 18.3. 1942, húsfreyja á Hofstöðum i Miklaholtshreppi, gift Kjartani Eggertssyni, bónda þar; Vilborg Inga, f. 1.5. 1950, húsmóðir á Akranesi, gift Finnboga Þórarins- syni verkamanni. Afkomendur Unu eru nú orðn- ir hundrað fjörutíu og þrír. Una var elst tólf systkina. Foreldrar Unu voru Jóhannes Guðmundsson, b. á Slitvindastöð- um, og k.h., Vilborg Matthildur Kjartansdóttir. Hringiðan Fjölmargir gestir komu í Búnaöarbankann í Vík í Mýrdal í tilefni af 20 ára afmæli hans og gæddu sér á tertum og öðru góðgæti. Áður var þar starfandi Sparisjóður V- Skaftfellinga sem Búnaöarbankinn yfirtók. Fimm starfsmenn vinna í bankanum og eru þeir, talið frá vinstri, Þorgerður Einarsdóttir, Hulda Finnsdóttir, Helga Elsa Hermannsdóttir, ús Krlátjáhsson b'g Anna S. Þálsdóttir útibússtjóri..................... i ’ ’’ 1 'f TTemyf1<r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.