Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1996, Qupperneq 8
24
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996
É vw
'''^ézaátdfiítc
Gleðigjafinn André Backman ætlar
að spila á Kringlukránni í kvöld og
annað kvöld. André verður þó ekki
alveg einn á ferð því Carl Möller
spilar meö honum.
ými
Tónlistar-
dagskrá í
Möguleik-
Gerðarsafn í Kópavogi:
Sýning á bestu blaðaljósmyndun-
um frá síðastliðnu ári verður opnuð
formlega í Gerðarsafninu í Kópa-
vogi á morgun. Við opnunina verða
afhent verðlaun fyrir bestu mynd-
imar í einstökum efnisflokkum og
jafnframt útnefnd besta blaðaljós-
mynd árins 1995. '
Alls em myndir á sýningunni eft-
ir sextán blaða- og fréttaljósmynd-
ara. Þriggja manna dómnefnd valdi
bestu myndirnar á sýninguna en
um 600 myndir bárust i forkeppni.
Þetta er í sjötta sinn sem Blaða-
mannafélagið og Blaðaljósmyndara-
félagið standa saman að sýningu
sem þessari.
Áhugafólk um ljósmyndir og
fréttir er hvatt til að að koma á sýn-
inguna í Gerðarsafni en hún er opin
cilla daga nema mánudaga fram til
11. febrúar.
Á annað hundrað myndir em á
sýningunni sem opnuð verður al-
menningi kl. 15 á morgun.
Á sýningunni í Gerðarsafni gefur að lita bestu blaðaljósmyndirnar sem teknar voru á síðasta ári.
DV-mynd ÞÖK
Helgi Björnsson verður á fleygiferð
um helgina en auk þess að leika í
Rocky Horror-sýningunni í Loft-
kastalanum ætla hann og félagar
hans í SSSól að troða upp á
skemmtistaðnum 1929 á Akureyri í
kvöld. Með hljómsveitinni í för
norðan heiða verða nokkrir leikend-
ur úr fyrrnefndri sýningu.
Orgeltónleikar í
HaUgr ímskirkj u
Orgeltónleikar verða í Hallgríms-
kirkju á sunnudaginn kl. 17. Þar
mun Hörður Áskelsson, organisti
Hallgrímskirkju, leika íslenska org-
eltónlist eftir tónskáldin Jón Leifs,
Jón Nordal og Jónas Tómasson.
Aðalviðfangsefni tónleikanna er
nýtt verk eftir þann síðastnefnda
sem er tónskáld á ísafirði. Nefnist
það „Dýrð Krists“ og var frumflutt í
tilefni af vígslu nýs orgels ísafjarð-
arkirkju fyrr í þessum mánuði.
Verkið skiptist í sjö hugleiðingar
um texta úr guðspjöllum Matteusar
og Jóhannesar.
Auk hins nýja orgelverks flytur
Hörður verkið Preuldiae organo, op-
us 16, eftir Jón Leifs en það eru þrír
stuttir forleikir við gömul sálmalög
sálmanna „Sá ljósi dagur liðinn er“,
„Mín lífstíð er á fleygiferð" og „Allt
eins og blómstrið eina“ en síðast-
taldi forleikurinn var notaður í
kvikmynd Hilmars Oddssonar, Tár
úr steini, sem fjallar um Jón Leifs.
Eftir Jón Nordal verður leikið
orgelverkið „Sálmforleikur um
sálm sem aldrei var sunginn" sem
algengt er að íslenskir orgelleikarar
hafi á efnisskrá sinni.
Hörður Áskelsson organisti leikur íslenska orgeltónlist í Hallgrímskirkju á
sunnudaginn. DV-mynd GVA
Kompudagar
í Kolaportinu
Kolaportið efnir til sérstakra
kompudaga um helgina. Opið frá
kl. 11-17 bæði laugardag og
sunnudag.
Ólafur Már í Fold
Sýningu á akrýlmyndum Ólafs
Más Guðmundssonar í Gaflerí
Fold lýkur á sunnudaginn. Þar
kynnir Sigrún Eldjárn einnig
grafíkmyndir.
Opið hús
Bahá’íar eru með opið hús að
Álfabakka 12 í Mjódd kl. 20.30
annað kvöld.
Laugardagsganga
Vikuleg laugardagsganga
Hana nú í Kópavogi verður á
morgun. Lagt er af stað frá Gjá-
bakka, Fannborg 8, kl. 10.
Nýlistasafnið
Á sunnudaginn lýkur í Ný-
listasafninu sýningu á verkum
Guðmundar Thoroddsen, Jóns
Sigurpálssonar, Ástu Ólafsdóttur
og Nínu Ivanovu.
Burns Supper
Edinborgarfelagið á íslandi
heldur sinn 19. Burns Supper í
Dugguvogi 12 kl. 20 annað kvöld.
Veislustjóri er Súsanna Svavars-
dóttir og ræðumaður kvöldsins
verður Guðni Guðmundsson,
fyrrv. rektor.
húsinu
Tónlistardagskráin „Berrössuð á
tánum“ verður flutt í Möguleikhús-
inu við Hlemm kl. 14 á morgun.
Hér er á ferðinni dagskrá með
nýjum ljóðum, lögum og sögum sem
tengjast veðri, árstíðum, dýrum, lit-
um og ýmsu fleiru sem börn á aldr-
inum 2-6 ára brjóta gjarnan heilann
um. Höfundar og flytjendur eru þau
Anna Pálína Árnadóttir og Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson.
Aðalsteinn Asberg Sigurðsson og
Anna Pálína Árnadóttir.
DV
Sigurjón Ólafsson á vinnustofu
sinni. Myndin er úr myndasafni DV.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Andlits-
myndir Sig-
urjóns
Undanfarið hafa verið tfl sýnis í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
valdar andlitsmyndir eftir Siguijón.
Breytingar hafa verið gerðar á sýn-
ingunni þar eð bætt hefur verið við
verkum, bæði þrívíðum andlits-
myndum og skúlptúrum eftir Sigur-
jón og málverkum af þjóðkunnum
íslendingum. Málverkin hafa verið
fengin að láni úr öðrum söfnum.
Á sýningunni verður þannig
hægt að skoða málverk Jóns Stef-
ánssonar og Kristjáns Davíðssonar
af Halldóri Laxness við hliðina á
brjóstmynd þeirri sem Sigurjón
mótaði. Hin þekkta sjálfsmynd Ás-
gríms Jónssonar mun kaflast á við
bronsmynd Sigurjóns af þessum
fyrsta myndlistarkennara hans og
eru báðar myndirnar frá árinu 1947.
Af öðrum aðfengnum listaverkum
má nefna portrett Nínu Tryggva-
dóttur af Ragnari í Smára og mynd-
ir Sigurjóns af Páli ísólfssyni og
Guðmundi Thoroddsen prófessor.
Á meðan sýningin stendur yfir,
til 19. maí, verður aðstaða til að
skoða myndbandið „Þessir kollóttu
steinar" sem fjallar um portrett-
myndir Sigurjóns.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er
opið laugardaga og sunnudaga frá
kl. 14-17 og fyrir hópa á öðrum tíma
eftir samkomulagi.
I
I
i
Kynnisferð í
Fræðasetrið
Náttúruvemdarfélag Suðvest-
urlands (NVSV) mun standa fyr-
ir vettvangsferðum á laugardög-
um líkt og gert var fyrir
nokkram árum. Fyrsta ferðin nú
verður farin á morgun í Fræða-
setrið i Sandgerði. Mæting er við
Fræðasetrið kl. 14.
Kynningin mun taka um
klukkutíma og að henni lokinni
gefst kostur á stuttri skoðunar-
ferð um hafnarsvæðið.
Verk sr. Jakobs
Jónssonar
Á sunnudaginn kl. 10 f.h. verð-
ur dagskrá í Hallgrímskirkju við
opnun sýningar á verkum sr.
Jakobs Jónssonar sem um 35 ára
skeið var sóknarprestur í Hall-
grímssókn í Reykjavik.
Sýningin í Hallgrímskirkju
mun standa í tvær vikur.
Bestu blaðaljós-
myndirnar '95