Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Síða 7
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
23
Messur
Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari
Sigrún Steingrímsdóttir. Prestarnir.
Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala Safnaðar-
félags Ásprestakalls ettir messu. Kirkju-
bíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Messa kl. 14. Altarisganga. Ágúst S.
Sigurðsson prédikar. Sönghópur Ungs
fólks með hlutverk syngur. Kaffisala til
styrktar orgelsjóði að messu lokinni.
Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.
Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Foreldrar hvattir til þátttöku með böm-
unum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías-
son.
Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Organisti Smári Ólason. Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Gunnar Sigurjónsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Altarisganga.
Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dóm-
kórinn syngur. Organleikari Marteinn H.
Friðriksson. Eftir messu er fundur í Safn-
aðarfélaginu. Þar syngur Hrönn Hafliða-
dóttir söngkona við undirleik Hafliða
Jónssonar píanóleikara og sr. Hjálmar
Jónsson alþingismaður segir frá Hóla-
stað. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl.
11.00 og í Vesturbæjarskóla kl. 13. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 14.00. Vináttu-
dagurinn. Prestur sr. María Ágústsdóttir.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.
Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan
Ólafsson.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
hérðaðspestur. Organisti Lenka Mátéová.
Barnaguðsþjónusta á sama tíma í um-
sjón Ragnars Schram. Prestarnir. Frí-
kirkjan í Reykjavfk: Laugardag, þorra-
skemmtun í Safnaðarheimilinu kl. 19.30.
Sunnudag, guðsþjónusta kl. 14.00 í kirkj-
unni. Þriðjudag, Kátir krakkar kl. 16.00 í
Safnaðarheimilinu. Organisti Pavel Smid.
Cecil Haraldsson.
Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna.
Barnaguðsþjónusta í Rimaskóla kl. 12.30
í umsjón Jóhanns og Ólafs. Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestur dr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson héraðsprestur. Organisti Ágúst
Ármann Þorláksson.
Grensáskirkja: Barnasamkoma kl.
11.00. Messa kl. 14.00. Prestur sr. Kjart-
an Örn Sigurbjörnsson. Organisti Árni Ar-
inbjarnarson.
Grindavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl.
11.00. Messa kl. 14.00. Messukaffi. Org-
anisti Siguróli Geirsson. Kór Grindavíkur-
kirkju. Fermingarbörn taka þátt í athöfn-
inni og annast kaffiveitingar í safnaðar-
heimilinu ásamt foreldrum sínum.
Hallgrímskirkja: Fræðsluerindi kl. 10.
Eiga ríki og kirkja að skilja? Dr. Hjalti
Hugason. Barnasamkoma og messa kl.
11. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Sr.
Karl Sigurbjörnsson.
Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11.00. Messa kl. 14. Organisti Pavel
Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Gíd-
eonfélagar heimsækja söfnuðinn og
segja frá störfum félagsins. Organisti
Oddný J. Þorsteinsdóttir. Vænst er þátt-
töku fermingarbarna. Barnaguðsþjónusta
kl. 13 (umsjá sr. Bryndísar Möllu og Dóru
Guðrúnar. Bryndís Malla Elídóttir.
Hraungerðiskirkja í Flóa: Messa nk.
sunnudag kl. 13.30. Eftir messu verður
fundur með fermingarbörnum og foreldr-
um þeirra. Kristinn Á. Friðfinnsson.
Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11
árd. Munið skólabílinn. Fjölskyldumessa
kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna
og foreldra þeirra. Kór Keflavíkurkirkju
syngur. Sigurður, Þórólfur Ingi og Einar
Örn sjá um létta tónlist.
Kópavogskirkja: Fjölskylduguð'sþjón-
usta kl. 11. Einkunnarorð: vinátta. Börn úr
8-9 ára starfi kirkjunnar aðstoöa og
syngja. Drengjakór Kársnesskóla syngur
undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kór-
stjóra. Órganisti Örn Falkner. Ægir Fr.
Sigurgeirsson.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson.
Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands bisk-
ups: Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Krist-
insson. Almennur safnaðarsöngur.
Sunnudagaskóli á sama tíma.
Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00. Börn fædd árið 1991 fá afhenta
gjöf frá kirkjunni. Félagar úr Kór Laugar-
neskirkju syngja. Organisti GunnarGunn-
arsson. Barnastarf á sama tíma. Eftir
guðsþjónustu verður kirkjukaffi og erindi
dr. Gunnars E. Finnbogasonar um trúar-
legt uppeldi. Ólafur Jóhannsson.
Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Opið
hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Sr.
Frank M. Halldórsson. Messa kl. 14.00.
Sr. Halldór Reynisson.
Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta, kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðs-
son prédikar. Organleikari Kjartan Sigur-
jónsson. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Messakl. 11. Prest-
ur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Org-
anisti Vera Gulasciova. Barnastarf á
sama tíma.
Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11.00. Messakl. 14.00.
Pallíetturnar þrjár eru Anna Hinriksdóttir, Elísabet Vala Guðmundsdóttir og Kirstín Erna Blöndal en við píanóið sit-
ur Brynhildur Asgeirsdóttir.
Pallíettur og píanó:
Tónleikar í Ráðhúsinu
Sönghópurinn Pallíettur og píanó
heldur tónleika í Ráöhúsi Reykja-
víkur á morgun kl. 16.
Á efnisskrá verður klassísk dæg-
urtónlist frá millistríðsárunum
fram á sjöunda áratuginn. Má þar
nefna lög eftir George & Ira Gers-
hwin, Henry Mancini, Irving Berlin
og Duke Ellington. Einnig verður
fetað í fótspor listamanna á borð við
Ellu Fitzgerald, Connie Francis,
The Rigtheous Brothers, Bette
Midler og The Weather Girls, svo
fáir einir séu nefndir.
Pallíetturnar þrjár eru Anna Hin-
riksdóttir, Elísabet Vala Guðmunds-
dóttir og Kirstín Erna Blöndal en
við píanóið situr Brynhildur Ás-
geirsdóttir. Þær héldu síðast tón-
leika í desember en vegna fjölda
áskorana taka þær nú upp þráðinn
þar sem frá var horfíð í jólaösinni.
Aðgangur er ókeypis.
Smávinir eru þessi föngulegi hópur söngfólks.
Tónleikar í Digraneskirkju:
Sönghópurinn Smávinir
Nýlistasafnið:
Þrjár myndlist-
arsýningar
Þrjár myndlistarsýningar verða
opnaðar í Nýlistasafninu við Vatns-
stíg 3b á morgun kl. 16. Listamenn-
imir sem sýna eru Sigríður Hrafn-
kelsdóttir, Lothar Pöpperl og Hlyn-
ur Helgason.
Sigríður sýnir þrívíð verk í
neðsta sal safnsins og þýski mynd-
listarmaðurinn Lothar Pöpperl sýn-
ir málverk í forsal. Um sýningu
Hlyns er fjallað sérstaklega annars
staðar á síðunni.
Gestur í setustofu safnsins er
Gallerí Gúlp! sem er ferðagallerí. í
tilefni af eins árs afmæli Gúlps!
verður opnuð yfirlitssýning undir
heitinu „Documenta Gúlp á Nýlista-
safninu".
Bíósalur MÍR
í biósal MÍR verður á sunnudag-
inn kl. 16 sýnd kvikmyndin Tap her-
deildarinnar (Gíbel eskadrí).
í tilefni 50 ára afmælis Október-
byltingarinnar i Rússlandi sendu
úkraínskir kvikmyndagerðarmenn
frá sér allmargar myndir þar sem
fjallað var um borgarastyrjöldina
sem fylgdi í kjölfarið.
Þessi mynd var gerð 1965 og segir
frá atburðum sem gerðust á árinu
1918. Leikstjóri er V. Dovgan. Skýr-
ingatal er á ensku.
Á tónleikunum veröa m.a. flutt verk
eftir Gunnar Reyni Sveinsson.
Myndin er úr myndasafni DV.
Sönghópurinn Smávinir heldur
tónleika í Digraneskirkju á morgun
kl. 17. Á efnisskránni eru m.a.
negrasálmar og kirkjuleg verk, aðal-
lega frá 16. og 17. öld, ásamt verkum
eftir seinni tíma tónskáld.
Fyrrverandi félagar í kór Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti skipa
sönghópinn sem stofnaður var fyrir
rúmum fjórum árum. Á þeim tíma
hafa Smávinir sungið við ýmis tæk-
ifæri og haldið tvenna tónleika.
Smávinir eru Arna Grétarsdóttir,
sópran, Ágúst I. Ágústsson, bassi,
Ásgeir Ö. Ásgeirsson. tenór, Daníel
B. Sigurgeirsson, tenór, Elva Ö. Ól-
afsdóttir, alt, Hulda Sigurjónsdóttir,
alt, Matthías Arngrímsson, bassi,
Signý H. Hjartardóttir, sópran,
Sonja B. Guðfinnsdóttir, sópran, og
Sæberg Sigurðsson, bassi.
Ljóðatónleikar
Gerðubergs
Fyrstu ljóðatónleikar Gerðubergs
á nýju ári verða á sunnudaginn kl.
17. Þá flytja þau Anna Sigríður
Helgadóttir messósópran og Gerrit
Schuil pianóleikari óvenju fjöl-
breytta efnisskrá sönglaga frá þess-
ari og síðustu öld. Flutt verða verk
eftir B. Britten, Dvorák, Gunnar
Reyni Sveinsson og bandaríska
sönglagahöfunda.
Anna Sigríður hefur víða komið
fram sem einsöngvari og flutt bæði
sígilda tónlist og djass en á næst-
unni heldur hún til Svíþjóðar og
tekur þar þátt í uppfærslu við óper-
una í Gautaborg.
Gerrit hefur tekið virkan þátt í ís-
lensku tónlistarlífi frá því hann
flutti hingað til lands. Hann hefur
m.a. stjórnað Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands og tekið þátt í leikhúsupp-
færslum.
íþróttir
Handknattleikur:
Evrópukeppni
kvennalanasliða
Island-Rússland lau. 16.30.
Ísland-Rússland su 16.30.
Nissandeildin:
ÍBV-Víkingur fö 20.00.
2. deild karla:
Fylkir-HK fö 20.00.
ÍH-BÍ fö 20.30.
Fram-BÍ lau 16.00.
Körfuknattleikur:
Úrvalsdeildin
Njarðvík-KR fó 20.00.
ÍA-Breiðablik su 20.00.
Skallagrímur-ÍR su 20.00.
Grindavík-Njarðvík su 20.00.
Þór-Haukar su 20.00.
Valur-Keflavík su 20.00.
KR-Tindastóll su 16.00.
1. deild kvenna
KR-Keflavík lau 14.00.
Njarðvik-ÍA lau 16.00.
Tindastóll-ÍR lau 16.00.
1. deild karla
Reynir S-Snæfell fö 20.00.
Höttur-ÍS lau 14.00.
Þór Þ.-KFÍ lau 16.00.
.Leiknir R.-ÍH su 20.00.
Stjarnan-Selfoss su 15.00.
Badminton
íslandsmótið í badminton fer
fram um helgin í TBR-húsinu
við Gnoðarvog.
Ferðafélagið:
Fyrsta skíða-
ganga vetrarins
Ferðafélag íslands stendur fyrir
stuttri gönguferð í kvöld kl. 20 en í
henni verður gert sitthvað til
skemmtunar. „Tunglvaka" er yfir-
skriftin en í kvöld er einmitt fullt
tungl
Á sunnudaginn er svo boðið upp
á tvær ferðir. Kl. 10.30 verður fyrsta
skiðaganga vetrarins. Þá verður
ekið upp á Hellisheiði og gengið þar
á skíðum. Seinni ferðin á sunnudag-
inn er kl. 13.00. Þá er fyrirhuguð
skíðagönguferð um skógarstíga í
Heiðmörk og einnig gönguferð.
Brottför í ferðirnar er frá Umferð-
armiðstöðinni, austanmegin, og
Mörkinni 6.
Kynnisferð NVSV:
Sæfiskasafnið í
Höfnum
Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands fer í sína aðra vettvangsferð á
morgun en að þessu sinni varð Sæ-
fiskasafnið í Höfnum fyrir valinu.
Mæting er við Sæfiskasafnið kl.
14 en það verður síðan skoðað und-
ir leiðsögn Jóns G. Gunnlaugssonar,
eiganda þess. í safninu er að sjá
fiska, krabbadýr og önnur botndýr í
stórum geymum. Þá er aðgengi að
lúðueldi.
Kynnisferðin tekur um klukku-
tíma. Að henni lokinni gefst kostur
á að fara í skoðunarferð um hafnar-
svæðið.
Líkamsræktardag-
ar í Hafnarfirði
Líkamsræktardagar verða haldn-
ir í Miðbæ Hafnarfiröi um helgina.
Þar munu líkamsræktarstöðvar í
Hafnarfirði kynna starfsemi sína og
keppa sín á milli.
Stöðvarnar Hress, Lækjarþrek,
Sjúkraþjálfarinn og Teknosport
verða i dag hver með sitt svæði og
kynna starfsemi sína frá kl. 12. Síð-
an verður boðið upp á sýningu
þeirra kl. 16.
Á morgun kl. 12 er svo komið að
keppni á milli stöðvanna. Keppt
verður í armbeygjum, teygjum, þol-
prófi og stökkkrafti. Magnús Schev-
ing stjórnar keppninni.