Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Síða 4
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 JÍLlV * ferðir Hvað eru Lykilhótel? Lykilhótel er samheiti fjögurra hótela sem hafa starfað sjálfstætt um árabil. Þetta eru Hótel Örk í Hveragerði og Hótel Norðurland á Akureyri, sem opin eru allt árið, Hótel Valhöll á Þingvöllum og Hótel Garður í Reykjavík sem eru starfrækt yfir sumarið. Markmiðið með samstarfi þessara hótela er fyrst og fremst hagræðing í stjórnun og rekstri sem leiðir af sér skilvirkara bókunar- kerfi, hagstæðari gistitilboð og lægra verð og tryggja örugga, persónulega og vandaða þjón- ustu. Hvert og eitt hótelanna heldur sínum sérkennum. Veitingahúsið Caruso við Bankastræti í Reykjavík er nú rekið í samvinnu við Lykil- hótelin. Þetta er veitingastaður á tveimur hæðum. Á fyrstu hæð eru sæti fyrir 50 manns. Matseð- Ulinn er fjölbreyttur, með ítölsku ívafi fyrir hópa og einstaklinga. Á anncirri hæð eru salir fyrir stærri hópa. Caruso býður einnig ís- lenskan matseðil fyrir erlenda ferðamenn, jafnt sem aðra landsmenn. Gestir á Hótel Garði, sem er eina Lykilhót- elið i Reykjavík, geta keypt máltíðir á Caruso á vægu verði. Einnig geta hópar, sem gista á Hótel Örk eða Hótel Valhöll og eiga pantað fæði, breytt til og borðað á þessum stöðum til skiptis sé það ákveðið með fyrirvara. -ÞK Lykilhdtel á Akureyri: Hótel Norðurland í hjart Sífellt fleiri leggja leið sína til Ak- ureyrar allan ársins hring. Hótel Norðurland er eitt Lykilhótelanna og stendur í hjarta Akureyrar. Það er eins og Hótel Örk opið allt árið. Á Akureyri er ört dafnandi listalíf, leikhús, tónleikar og fjörugt og fjöl- breytt skemmtanalíf. Þá er Hlíðar- fjall í nágrenni bæjarins skíðapara- dís. Á Hótel Norðurlandi eru 28 her- bergi, öll með baðherbergi, síma, út- varpi, sjónvarpi og vínskáp. Sem dæmi um verð á gistingu á þessum árstíma kosta tvær nætur í tveggja manna herbergi með morgunverði 9.600 krónur og ein nótt í tveggja manna herbergi með morgunverði kostar 5.800 krónur. Sérstök kjör eru í boði fyrir þá sem eiga oft erindi til Akureyrar í viðskiptaerindum. Þá kostar nóttin í tveggja manna herbergi með morg- unverði 4.400 krónur og nóttin í eins manns herbergi með morgun- verði kostar 3.300 krónur. Þetta verð er það sama allt árið. Einnig er í boði ódýr gisting fyrir leikhús- gesti, skíðaiðkendur og skólahópa yfir veturinn. Nú hefur verið ákveðið að bæta einni hæð ofan á hótelið og verður það gert seinni partinn í vetur. Þar verða tíu herbergi tO viðbótar og glerskáli með heitum pottum og út- sýni yfir bæinn. Morgunverður af hlaðborði er framreiddur í sal á fyrstu hæð hótelsins. Þar er einnig veitingastaður með fjölbreyttum matseðli. -ÞK mmm rtf Hótel Norðurland stendur í hjarta Akureyrar. Sífellt fleiri leggja leið sína norður allan ársins hring. Hótel Örk er eitt Lykilhótelanna. Þar verða meðal annars sparidagar eldri borgara í mars. Hótel Örk í Hveragerði: Stœrsta hótel utan höfuðborgarinnar Hótel Örk er stærsta hótel lands- ins utan höfuðborgarinnar. Hótelið er eitt Lykilhótelanna og er opið allt árið. 81 herbergi er í hótelinu. Hvert og eitt er með baði, síma, útvarpi, sjónvarpi og vínskáp. í hótelinu eru margir barir og veitingasalir fyrir hvers konar starfsemi, ráðstefnur, fundi, árshátíðir og einkasam- kvæmi. Hótelið stendur í stórum garði og þar er útisundlaug meö heitum pottum, vatnsrennibraut, barnalaug og jarðgufubaði. 9 holu golfvöllur er við hótelið og tveir tennisvellir. í nágrenninu eru hesta- leigur, gönguleiðir og á vetrum skíða- og vélsleðaferðir í boði. Tilboð er nefnist LykUl að Hótel Örk, þar sem innifalinn er kvöld- verður, gisting og morgunverður fyrir tvo, kostar 11.000 kr. Annað dæmi um verð á gistingu er að 2 nætur í tveggja manna herbergi kosta 8.900 kr., tvær nætur í eins manns herbergi eru á 7.200 kr. með morgunverði af hlaðborði í báðum tilvikum. Fastur liður í vetrarstarfinu á Hótel Örk er sparidagar eldri borg- ara. Þeir standa frá mánudegi til föstudags og í ár verða þeir í fiögur skipti, hefiast 4., 11., 18. og 25. mars. Fjölbreytt dagskrá verður alla daga og kvöld. Fjórar nætur með morg- unverði, kvöldverði og dagskrá kosta 14.900 kr. fyrir manninn á sparidögum. Um páskana er boðið upp á fiöl- breytta dagskrá á Hótel Örk alla daga, bæði úti og inni. -ÞK Sól og sumar með fjölskyldunni 5.0W kr. afsláftur á mann, 2ja ára og eldri, á eftirfarandi pakkaferðum skv. Út í Heim/Ut í Sól sumarbæklingi Flugleiða 1996 Sólarpakkar til Barcelona, Costa Brava og Costa Dorada. Dönsku sumarhúsin á Mön og Lalandia. Sparaðu og staðfestu snemma! Bókun og greiðsla þarf að fara fram í síðasta lagi 26. febrúar 1996. Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiða, og ferðaskrifstofum eða í söludeild í síma 50 50 100. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferdafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.