Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Qupperneq 4
20 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 ■Æk T Ó N L I S LJ j'J Tori Amos - Boys for Pele A A A _i mrPctck Tilfinningarík tónlist í síðustu viku fjallaði ég hér um plötu kanadísku söngkonunnar Alanis Morrisette og lét þess getið að það færi ekki milli mála að söngkonunni væri mikið niðri fyrir og hún eiginlega foxill út í liflð og tilveruna. Hún er ekki ein um þetta í söngkvennasveit því þegar hlýtt er á nýjustu plötu Tori Amos, Boys For Pele, fer það heldur ekki milli mála að hún hefur lent í ýmsum hremmingum. Ég er ekki að taka þetta fram þessum konum til hnjóðs; þvert á móti, þær eiga hrós skilið fyrir að nota sára persónulega reynslu til að töfra fram það besta í sjálfum sér. Hræddur er ég um að karlkyns popparar myndu ekki bera tilfinningar sínar svona á torg og syngja heldur Baby I Love You, eins og ekkert hefði í skor-ist. Tori Amos hefur reyndar alla tíð verið mjög persónuleg i textum og það að mínu mati lyft tónlist hennar upp í æðra veldi. Og tilfinningaflæðið skapar ekki bara dýpt í textum hennar heldur líka í lagasmíðum og ekki síst í hljóðfæraleiknum, en hún sýnir hér einstök snilldartilþrif á píanóið. Lögin eru á lágu nótunum velflest, tilfinningaþrungin og melódísk. Platan er ekki auðgripin frekar en aðrar plötur sem ganga á djúpið og krefst nokkurrar þolinmæði, en hún er ríkulega launuð. Sigurður Þór Salvarsson Joan Osbourne - Relish ★★★ Rótgróið gæðarokk Það virðist engum blöðum um það að fletta að einn helsti vaxtarbrodd- urinn í bandarísku rokki eru ungar framsæknar stúlkur. Um leið er umhugsunarvert að þær fara frekar fram einar síns liðs undir sínu nafni á meðan strákarnir hópa sig saman í hljómsveitir. Joan Osbo- urne er eitt nýjasta afsprengi þessa vaxtarbrodds en margir ættu að kannast við lagið One of Us af þessari fyrstu sólóplötu hennar. Ekki er hægt að segja að Joan Osbourne sé neinn boðberi nýrra tíma vest- anhafs; hún er auðheyrilega rótgróin í bandarísku blúsrokki sem er blandað eilitlum kántríkeim. Uppskriftin er sem sagt sú sama og gafst svo vel fyrir Sheryl Crow í hittifyrra og reyndar svipar þeim tveim til um margt þó Ösbourne sé öllu rokkaðri en Crow. Þær hafa til að mynda ekki ósvipaðan söngstU. Styrkur þessarar plötu liggur aðallega í jöfnum og stöðugum gæöum lagasmíðanna og þar á söng- konan sjálf stóran hlut að máli ásamt gítarleikara sínum, Eric nokkrum Bazilian. Hann á þó einn heiðurinn af hinu stórgóða lagi, One ofUs, sem hefur fyrst og fremst vakið athygli á þessari plötu. En platan á athyglina skilið sem heUd því hér er mörg önnur lög að finna seni gefa One of Us lítið eftir. Relish lofar því mjög góðu fyrir Joan Osbourne og gefur fyrirheit um að þarna sé framtíðarstjarna á ferð. Sigurður Þór Salvarsson Garbage-Garbage ★★ Ekkert rusl „Dururu duuru, dururu duuru...“ er laglínan sem maður tekur fyrst eftir þegar hlustað er á Garbage. Lagið „Queer“ hefur vakið á þeim verðskuldaða athygli. Falleg meló- día og grípandi gítarlína er einmitt meðalið við leiðindum. En við fyrstu hlustun virtist breiðskífan einungis lögum ofaukin smáskífa eins og svo oft vill verða þessa daganna. Þess má samt geta að fyrsta hlustun svikur oftar en ekki. Rífandi gítarútsetning lagsins „Supervixen" fer fljótlega að endur- óma í hausnum á manni og við tók popplagið „Only Happy When It Rains“, frumleg laglína lagsins „Not My Idea“ bankaði á hlustir og lokaballaðan „Milk“ endurskapaði ákveðna Portishead stemmingu, uns undirritaður stóð upp og sagði við sjálfan sig: „Þetta er bara nokkuð gott stöff". Garbage er hljómsveit sem á framtíðina fyrir sér í bransanum og kæmi ekki á óvart þó hún ynni verðlaun sem „bjartasta vonin" á ein- hverri tónlistarhátíðinni þetta árið. En því miður eru lögin ekki öll eins góð og þau sem að ofan eru talin. Afgangurinn telst hvorki upp- hefjandi né niðurrífandi, hvorki fugl né fiskur, hvorki... eða eins og stjörnugjöfin gefur til kynna. Frumlegheit eru engu að síður til staðar, söngkonan er sjarmer- andi og hljóðfæraleikur er viðunandi. Það er örugglega hægt að segja ýmislegt um þessa tegund tónlistar, en ekki að hún sé algjört rusl. Hápunktamir rísa einfaldlega það hátt. Guðjón Bergmann PV Gallabuxur og tónlist: Hvað er Babvlon Zoo? Tíska og tónlist hafa alltaf farið saman, alla vega haft áhrif á hvort annað. Tónlistar- menn og ráðu- nautar þeirra hafa kynnt nýjar hár- greiðslur, nýjar snyrtivörur og nýjar fatalínur fyrir unnendum sínum, sem hafa síðan gleypt það sem fyrir þeim er haft nánast hrátt. Levi’s galla- buxnafyrirtækið hefur haft mikil áhrif á vinsældir tónlistar og tón- listarmanna með vel útfærðum aug- lýsingum sínum, enda hafa sældir buxna þeirra ekki dvínað síðan Levi sjálfur ákvað að striga- tjaldið hans gæti verið fótum hans betri vörn við vinnuna en líkam- anum við svefn- inn. í dag eru hljóm- sveitir þær sem hafa orðið þeirrar lukku aðnjótandi að koma fram í Levi’s gallabuxna auglýsingu orðnar nokkuð margar. Gömul lög hafa verið vakin af djúpum svefni sín- um (hver man ekki eftir Johnny Cash laginu „Ring of Fire“) og nýjar hljómsveitir hafa verið kynntar til leiks, líkt og gerð- ist nú ekki alls fyrir löngu þegar hljómsveitin Babylon Zoo kynnti lagið „Spaceman" fyrir auglýsingar- áhorfendum. En býr eitthvað meira á bak við þá sveit en ódýrt auglýs- inga„gimmik“? Athugum málið. Drengurinn með röntgenaugun Samkvæmt skrifum erlendra blaða er hljómsveitin Babylon Zoo ekki hljómsveit, heldur starfar hún fyrir tilstilli eins manns, nánar til- tekið Jas Mann. Mann er sambland af Asíubúa og amerískum indíána og er með blá augu. Poppsérfræð- ingar hafa líkt leikrænu útliti hans við útlit Davids Bowie og Suede, stefnu hans við Stone Roses, raf- rænni orku hans við orku Nine Inch Nails og upptökustjórninni við ótvíræða hæfileika Prince. Tónlist hans er sem sagt nokkuð niðurnegld um tíma. En það var ekki fyrr en hann sendi Clive Black (þá hjá EMI) demospólu undir nafninu Babylon Zoo árið 1993 að hiólin fóru að snú- ast. Black hraðaði sér á tónleika hjá sveitinni (sem „by the way“ vilja verða mjög stórir) og viku síðar var hljómsveitin kom- in á samning. Næstu tvö ár fóru hins vegar í flutn- inga Black frá EMI til Wamer og aftur til baka og Mann fylgdi með. „Það er nefnilega trú mín að hljómsveitir skrifi undir samn- inga vegna fólks, ekki fyrirtækja," segir Black sem segist enn fremur munu hengja sig ef nýja platan með Babylon Zoo fer ekki á toppinn fyr- ir apríllok. Lokin á þessum flutningum voru þegar fýrsta smá- skífan af plötunni „The Boy with the X-Ray Eyes“ kom út 15. janúar eftir að hafa birst í gallabuxnaauglýs- ingu. Lagið er nú þegar orðið heims- frægt undir nafn- inu „Spaceman“. Ánægður með frægðina Hann gengur víst um með silfrað naglalakk sem hann fær að setja á þumalfingur þeirra blaðamanna sem taka við hann viðtal, það hjálp- ar honum til að slaka á. Jas Mann er orðinn frægur og er ánægður með það: „Mig langar til að allt gangi í haginn. Ég vil að lögin mín heyrist jafnt í Kína og Chile. Ég hef engan tíma fyrir hljómsveitir sem kvarta undan frægðinni. Eftir hverju eru þær eiginlega að sækj- ast? . ..“ Maðurinn sem Mann hefur fylgt, þ.e, Clive Black, er ekki hræddur um að Babylon Zoo verði enn ein tískubólan, hann segir efnið einfald- lega of gott. Við hin bíðum bara og sjáum til hvað þessi vinsælasta hljómsveit ungdómsins í dag getur selt margar gallabuxur og samið marga smelli til viðbótar. -GBG „Mig langar til að allt gangi í haginn. Eg vil að lögin mín heyrist jafnt í Kína og Chile.“ segir Jas Mann. af þessum poppsérfræðingum og gefur það honum sjálfsagt lítið svig- rúm til athafna eftir þessar gífur- legu vinsældir. En hver er Jas Mann? Að hans eigin sögn veit hann til- tölulega lítið um tónlist (sem kann að þykja undarlegt miðað við ný- stárlegan hljóminn). Hann er uppal- inn í Wolverhampton að hætti Punjabi indíána og í æsku sinni átti hann ekki einu sinni plötuspilara. í staðinn var æska hans lituð ævin- týraljóma bíómynda. Þegar hann fór síðan að hlusta á tónlist átti hann erfitt með að gera svo án þess að koma henni sjónrænt fyrir sig. „Ætli það sé ekki þess vegna sem ég vil koma minni tðnlist fram á sjón- rænan hátt,“ segir Mann. Uppgötvaður 1993 Jas Mann söng á sínum tíma með hljómsveitinni The Sandkings sem hitaði meðal annars upp fyrir Stone Roses og The Happy Mondays á sín- Enn þá til sölu - Bítlavinafélagið: ★★★ Þessi safnplata gefur góða mynd af ferli Bítlavinafélagsins, hvernig hljómsveitin þróaðist frá því að vera hrein grinsveit upp í að taka hlutverk sitt í fyllstu alvöru. -SÞS Life - The Cardigans: ★★★ Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála hjá The Cardig- ans því hljómsveitin er allrar at- hygli verð og kemur að mörgu leyti með nýjan ferskan tón inn í poppflóruna. -SÞS Sortner du sky: - Klakki: ★★★ Það býr metnaður á bak við tón- list þá sem danska hljómsveitin Klakki flytur á plötu sinni Sortner du sky en nafnið er tekið eftir ís- lensku ljóði, Sortnar þú ský. -HK All in the Mind - Bucketheads: ★★★Á Platan í heild sinni gefur frum- smíð The Bucketheads ekkert eft- ir. Á henni er að finna tólf lög sem valda sælu, gleði og fótafrelsun sem á engan sinn líka. -GBG Jagged Little Phil - Alanis Morrisette: ★★★ Tónlistin er afsprengi hefðbund- ins amerísks rokks en þó með eilít- ið hráum evrópskum keim, ekki síst í söng og túlkun sem skapar plötunni um leið ákveðinn ferks- leika og sérstöðu. -SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.