Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 ^pngar Sýningar Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Ttl sýnis verk eftir Ertu B. Axelsdóttur, Helgu Ár- mannsdóttur, Sigrúnu Gunnarsdóttur og Margréti Salome. Gallerfið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí + á AkureYri Hlynur Hallsson opnar sýningu slna „þrjú her- bergi" í nýju sýningarrými, Gallerí +, I Brekkugötu 35 á Akureyri laugardaginn 17. febr. klukkan 14. Sýningin stendur til 10. mars og Gallerí + er opiö á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14 til 18. Gallerí Birgir Andrésson Vesturgötu 20 Gunnar M. Andrésson sýnir ný verk, nokkurs kon- ar lýriska hljóöskúlptúra, þar sem unnið er með upprunatengsl og vitnað er i þjóðleg minni. Galler- íið er opið kl. 14-18 á fimmtudögum en aðra daga eftirsamkomulagi. Gallerí Greip Hverfisgötu 82 (Vltastígsmegin). Jón Bergmann l^artansson opnar sýningu á mál- verkum laugardaginn 24. feþr. kl. 17. Þetta er fyrsta einkasýning Jóns hér á landi en hann hefur áður haldið einkasýningar í Hollandi og tekið þátt I samsýningum f Hollandi, Englandi og á íslandi. Gallerí Regnbogans Sveinn Bjðmsson sýnir myndlist. Meðal verka: Rauð mynd, Blátt í blátt, Hveralitir, Ástariitir, Grátt f grátt, Græn og Brúnt. Gallerí Fold Laugavegl 118d Laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verður opnuð sýning á vatnslitamyndum Siguijóns Jóhannsson- ar. Sýningin stendur til 10. mars. Gallerf Fold er opiö daglega frá kl. 10 til 18 nema sunnud. frá kl. 14 til 17. Gallerí Geysir Aðalstræti2 Galleriið er opið alla virka daga kl. 9-23 og um helgar kl. 12-18. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15. Galleriið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí Ingólfsstræti 8 Slðastliðinn fimmtudag var opnuð sýning á nýjum verkum Hrafnkels Sigurðssonar. Efniviðinn f verk- in sækir Hrafnkell úr íslenskri náttúru, hefur tekið stuðfaberg traustataki og klætt í nælon. „Stuðla- berg með dýfu* til 3. mars. Galleríið er opið alla daga frá 14-18, nema mánudaga, þá er lokað. Gallerí List Skipholti 50b Galleriið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugar- daga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvðldi. Gallerí Ríkey Hverfisgötu 59 Sýriing á verkum Ríkeyjar. Opið kl. 13-18 virka daga en laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Opiðfrákl. 14-18 daglega. Árdís Olgeirsdóttir sýnir tfl 3. mars. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 „Straumar" sýning Þórs Elfsar Pálssonar stendur yfir í gallerí Sævars Karls. Opið á verslunartíma frá kl. 10-18 virka daga. Gallerí Úmbra Amtmannsstíg 1 Fimmtudaginn 22. febrúar var opnuð sýning GalF eri Úmbru á Bemhöftstofu. Þar sýna 14 Lang- brækur verk sín til 13. mars. Opið er frá Id. 13-18 alla daga nema kl. 14-18 sunnudaga og lokað mánudaga. Hafnarborg Hafnarborg sýnir verk lan Hobson f kaffistofu Hafnarborgar. Opnað verður laugardaginn 24. febrúar og stendur sýningin til 5. mars. Laugardaginn 24. febrúar verður opnuð sýning á málverkum eftir Guðrúnu H. Jónsdóttur. Sýningin stendurtil 11. mars. Laugardaginn 24. febrúar verður opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir Guðrúnu Ragnhildi Eiríks- dóttur. Þetta er fyrsta opinbera sýning Guðrúnar. Sýningin stendur til 11. mars. Kjarvalsstaðir v/Mlklatún 3 nýjar sýningar: Laugardaginn 24. febr. '96 kl. 16, verða formlega opnaðar þrjár nýjar listsýningar. I vestursal eru sýrtd málverk eftir Kjartan Ólason, f vesturforsal verk eftir Philippe Richard og f mið- rými eru sýndir skúlptúrar eftir Guðninu Hrönn Ragnarsdótur. Listasafn Einars Jónssonar Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Hðggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn íslands Frfkirkjuvegi 7 Sýning á fkonum frá Norður-Rússlandi. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á vatnslitamyndum Ásgrims Jónssonar. Sýndar eru um 25 myndir frá um fimmtíu ára tfma- bili á ferii listamannsins og sýna þær breiddina f túlkun og tækni þessa mikla vatnslitamálara. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Stendur til 31. mars. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sýning á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur. Sýn- ingunni lýkur 10. mars. Goðaferðin þýski myndlistamaðurinn Thomas Huber sýnir I Gerðarsafni til 10. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugamestanga Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson „Þessir kollóttu steinar" mun standa í all- an vetur. Bætt hefur verið við verkum, bæði þrívfð- um andlitsmyndum, skúlptúrum o.fl. Safnið er opið á laugardögum og sunnudðgum kl. 14-17. Kaffistofa safnslns er opin á sama tíma. Jón Bergmann Kjartansson opnar á morgun sína fyrstu einkasýningu hér á landi en hann hefur áður haldið tvær slíkar erlendis. DV-mynd GVA Málverk í Gallerí Greip: Litlar myndir mynda stærra verk „Ég hef haldið tvær einkasýning- ar í Hollandi en þetta er fyrsta einkasýning mín hér heima. Ég hef tekið þátt í nokkrum samsýningum, bæði heima og erlendis,“ segir myndlistarmaðurinn Jón Bergmann Kjartansson sem á morgun opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Greip. Jón var á listasviði Fjölbrauta- skólans í Breiðholti en fór síðan í myndlistamám við akademíuna í Enschede í Hollandi. Það er flmm ára nám og lauk Jón því sl. vor en hann dvaldi síðan áfram ytra þar til í árslok. En hvemig myndir em þetta sem haxm sýnir? „Þetta era málverk. Flest unnin með olíu á striga. Ég er ekki alveg búiim að ákveða hversu margar myndir ég sýni en yfirleitt era nokkrar myndir hjá mér sem mynda eitt verk. Þetta era sem sagt litlar myndir sem mynda stærra verk. Það má segja að ég byggi upp málverk þannig,“ segir Jón og bæt- ir við að hann vinni figúratíft og nýti sér geometrískt myndmál. Listamanninum finnst meira um að vera á listasviðinu hér heima held- ur en hann átti von á. Séu listvið- burðimir leitaðir uppi er nóg að gerast. Jóni finnst jafnframt að hér sé verið að gera ágætishluti og alls ekkert síðri en ytra. Verk listamannsins era flest eða öll unnin á síðasta ári. Sýning hans i Gallerí Greip stendur til 10. mars. Þrjár iistsýn- ingar á Kjar- valsstöðum Á morgun verða formlega opnað- ar þrjár nýjar listsýningar á Kjar- valsstöðum. í vestursal era sýnd málverk eftir Kjartan Ólafsson, í vesturforsal verk eftir Philippe Ric- hard og í miðrými era sýndir skúlptúrar eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur. Kjartan Ólafsson Kjartan er einn af kröftugri full- trúum „Nýja málverksins" sem kom fram beggja vegna Atlantshafsins í byrjun 9. áratugarins. Sl. áratug hef- ur hann þróað áfram persónuleg efnistök og stílbrigði í stórum mál- verkum sem oftar en ekki hafa vís- anir í goðsögur og heimspeki. Philippe Richard Philippe sýnir myndir sem hann hefúr gert hér á landi á síðastliðn- um misseram. Þær eru hluti af verkefhi þar sem myndimar era settar í hylki og hent á haf út í maí 1996. Ætlunin er að hafstraumar flytji myndimar að ströndum Frakklands en ráðgert er að þær verði síðan hluti af sýningu í Fondation Cartier í París í vor. Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir Guðrún Hrönn er ein af þeim listamönnum sem fikra einstigi per- sónulegrar sköpunar og draga frum- legar ályktanir af þekktum liststefii- um - minimalisma og ready made. Á þessari sýningu kynnumst við nýjum verkum listakonunnar þar sem stUlinn er orðinn enn knappari en áður þó svo að aldrei sé langt í glingurskreyti eða kitsch. í austursal stendur eún sýning á verkum Kjarvals sem Helgi Þorgils Friðjónsson hefur valið. Kjarvals- staðir era opnir daglega frá kl. 10-18. Einkasamkvæmi eftir Ernu G. Sig- urðardóttur. Málverkasýning í Listhúsi Ofeigs: Eva og Erna Eva G. Sigurðardóttir og Ema G. Sigurðardóttir opna málverkasýn- ingu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðu- stíg 5, á morgun. Eva sýnir málverk frá síðastliðnu ári. Þau era unnin með olíu og blandaðri tækni á striga, krossvið og pappír. Viðfangsefni verkanna er leikur með hugmyndir hvað varðar margbreytileika. Ema sýnir einnig málverk unnin á siðastliðnu ári. Öll verkin eru unnin með olíu á krossvið. Verk hennar era samtvinnuð úr leiðangri hennar í gegnum fortíð, nútíð og framtíö. Eva lauk námi frá MHÍ 1989 og stundaði nám við Ecole des Beaux Arts de Lyon í Frakklandi 1990-91. Þetta er önnur einkasýning hennar. Ema lauk líka námi frá MHÍ 1989 en stundaði nám við The Slade School of Fine Art 1990-92. Þetta er einnig önnur einkasýning hennar en bæði Eva og Ema hafa líka tekið þátt í samsýningum. Gallerí Fold: Vatnslita- myndir Sig- urjóns Sýning á vatnslitamyndum Sigur- jóns Jóhannssonar hefst á morgim í Gallerí Fold og þá hefst jafhframt kynning á olíumyndum Sveinbjarg- ar Hallgrímsdóttur. Sigurjón, sem hefúr unnið mikið fyrir Þjóðleikhúsið, lagði stund á arkitektúr við Rómarháskóla og síð- £m myndlistamám við Handíða- og myndlistaskólann og Myndlistaskól- ann við Freyjugötu. Þá fór Sigurjón í námsferð til Lundúna en fluttist svo búferlum til Danmerkur en þar lærði hann leikmyndagerð, leik- myndateiknun og fleira. Hann stundar myndlistina af kappi og hef- ur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningu. Honum era hugleiknar minningar frá æskudög- unum á Siglufirði. Sveinbjörg, sem er búsett á Ólafs- firði, var í MHÍ og Myndlistaskólan- um í Reykjavík. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sigurjón við nokkur verka sinna. Sýningar Listhúsið í Laugardal Engjateigi 17 Gallerí - Sjöfn Har. Þar stendur yfir myndlistar- sýning á verkum eftir Sjðfn Har. Sýningin ber yfir- skriftina „islensk náttúra, íslenskt landslag." Opið virkadaga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Menningarmiðstöðin Gerðubergi í menningarmiðstöðinni er hægt að skoða eldri verk Braga Ásgeirssonar. En f nýjum sýningarsal að Hverfisgötu 121 húsi Sævars Karfs, sem hlotið hefur nafnið Sjónarhóll og rekinn er af Gerðu- bergi, verða jafnframt til sýnis nýrri verk eftir Braga. Listhús 39 Strandgötu, Hafnarfirði Laugardaginn 24. febnlar opnar Ásrún Tryggva- dóttir sína fimmtu einkasýningu. Sýningin er opin til 10. mars. Listasafn Akureyrar Tvær myndlistarsýningar ern f Listasafninu á Ak- ureyri. í austur og miðsal eru sýndar Japanskar tréristur frá byijun 19. aldar fram á hina tuttugustu ' auk sýnishgma af kímanéum, Óbis (mittislindum) og rullum. i vestursal er sýning á lýsingum úr ís- lenskum handritum, 13 Ijósmyndir af myndskreyt- ingum frá 14. öld og fram á þá 17. Tilvalið er að velta fyrir sér myrtdgerð tveggja menningarheima, fstands og Japan. Listasafn'ið er opið alla daga vikunnar nema mánudaga frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur á sunnudag 25. febrúar. Listhús Ófeigs Skólavörðustíg 5. Laugardaginn 24. febrúar kl. 14-17 opna Eva G. Sigurðardóttir og Ema G. Sigurðardóttir málverka- sýningu. Sýningin stendur til 9. mars og er opin alla daga á almennum verslunartíma, lokað er á sunnudðgum. Mokka kaffi Skólavörðustíg Hlynur Hallsson, sýnir „Innsetning fyrir Kaffihús" og þar eru 55 vaxhúðaðir kaffibollar ásamt kaffi- orðum. Sýningin opnar klukkan 21 og stendur til 9. mars. Myndás Laugarásvegi 1 Ljósmyndasýning Páls Guðjónssonar í Ljós- myndastöðinni Myndás, Laugarásvegi 1. Páll sýn- ir ijósmyndir frá Afriku en þar ferðaðist hann í 8 mánuði árið 1992 og heimsótti 17 þjóðlðnd. Sýn- ingin stendur yfir í mánuð eða til 2. mars. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Nesstofusafn Neströð, Seltjamamesi Safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum kl. 13-17. Norræna húsið Samsýning myndlistarmanna frá Færeyjum, Grænlandi og islandi. Á sýnirtgunni sem ber heit- ið 920 MILLIBÖR ern Ijósmyndir málverk, skjálist, grafik og skúlptúr. Sýningin stendur tit 10. mars og er opin daglega frá Id. 14-19. Nýlistasafnið Vatnsstfg 3b, 101 Reykjavík. Alda Sigurðardóttir, HÍynur Hallsson og Steinunn Helga Sigurðardóttir opna þtjár sýningar í Nýlista- safninu, laugardaginn 24. febrúar kl. 14. Gestur f setustofu safnsins er Önrar Karisson. Sýningam- ar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudaginn 10. mars. Þjóðminjasafnið Oþið sunnud, þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 12-17. Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur Sýningin, sem nefnist „Orka + Steinn = Mynd*, verður opin kl. 8-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar. Ingólfsstræti 8 Opið frá 14-18, alla daga nema mánudaga. Sólon íslandus Birgir Andrésson sýnir 30 teikningar ásamt fána- borgum úr íslenskri ull. Veitingastaðurinn Á næstu grösum Laugavegi 20b Nú stendur yfir myndlistarsýning, 11 málverk, eftir Kristberg Ó. Pétursson. Kristbergur stundaöi nám í MHÍ og f Hollandi. Hann befur tekið þátt f sam- sýningum heima og eriendis og haldið nokkrar einkasýningar. Arkitektafélag íslands Laugardaginn 10. febrúar opnar sýning á loka- verkefnum nýútskrifaðra arkitekta. Sýningin er haldin í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á 2. hæð f vesturenda byggingarinnar. Sýningin er opin 11.-25. febrúar alla daga frá kl. 14-18. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi Síðasta sýningarhelgi á sýning Sossu í Listasetr- inu Kirkjuhvoli, Akranesi. Sossa sýnir þar nýunnin olíuverk. Listasetrið er opið virka daga frá kl. 16-18 og frá kl. 15-18 um helgina. Safnahús í Borgarfjarðar í Safnhúsi Borgarfjarðar, Borgamesi, stendur yfir sýning á 24 olíumyndum eftir Einar Ingimundar- son. Veitingahúsið við Tjörnina Öm Karlsson sýnir verk, unnin með blandaðri tækni. Sýningin stendur til sunnudagsins 3. mars og er opin á sama tima og veitingahúsið. Einnig verða sýndir handgerðir matseðla_r frá Hótel Búð- um frá 1980 til 1986, einnig eftir Öm. Veitingahúsið 22 Ljósmyndasýning á 22. Laugardaginn 24. febrúar kl. 19 opnar Björgvin Gíslason sýningu á erótísk- um Ijósmyndum. Myndimar sýna manninn heftan og praðan af aðstæðum sínum, umhverfi og áiiti annarra. Sýningin er opin alla daga eins og veit- ingahúsið til 12. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.