Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Síða 8
24 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 --------------------------------- Opið hús hiá skólum og fræðslustofnunum: Dagur símenntunar Dagur símenntunar verður haldinn á morgun en af því tilefni hafa nærri fimmtíu skólar og fræðslustofnan- ir um land allt opið hús fyrir almenning frá kl. 13 til 17. Tuttugu mínútna kennslustundir, sem hefjast á hálf- tíma fresti, verða í boði og má þar m.a. nefna kennslu í jarðfræði, tjármálum heimilanna, dönsku með móðm'- málstækni, alnetinu, útlitshönnun prentgripa, stefnu- mótun fyrirtækja, fundum og fundarstjórn, tölvunotkun og Windows 95, afstæðiskenningu Einsteins, gæðastjórn- un, ræðumennsku og framsögn og kínversku. Þá má einnig benda á ráðstefnu um lauslæti, hlaup í kringum Tjömina, slakandi nudd fyrir gesti og fyrirlest- ur um að snúa vöm í sókn í vímuefnavanda unglinga. Skólar og fræðsluaðilar Þátttakendur em Bankamannaskólinn (fræðslumið- stöð bankamanna), Bréfaskólinn, Búnaðarbanki íslands (fjármálaskólanámskeið), Farskóli Þingeyinga, Félags- og fræðslumiðstöð iðnaðarins, Félagsmálaskóli UMFÍ, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskóli Suður- lands/Farskóli Suðurlands, Framhaldsskóli Vest- fjarða/Farskóli Vestfjarða, Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum, Fræðslumiðstöð i fíknivörnum (Vímulaus æska), Fullorðinsfræðslan, Háskólinn á Akureyri, Heim- ilisiðnaðarskólinn, Hvammshlíðarskóli (fullorðins- fræðsla fatlaðra á Akureyri), Iðntæknistofun (fræðslu- svið), Kvöldskóli Kópavogs, Leiklistarstúdíó Eddu og Gísla Rúnars, MH (Öldungadeild), Myndlistaskólinn í Reykjavík, Námsflokkar Reykjavíkur, Prenttæknistofn- un, Slysavamaskóli sjómanna, starfsþjálfun fatlaðra, Stjórnunarfélag íslands, Stjómunarskólinn, Tölvu- og verkffæðiþjónustan, Tölvuskóli íslands, Ferðamálaskóli íslands, Stjómtækniskóli íslands, Tölvuskóli Reykjavík- ur, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Viðskipta- og tölvu- skólinn, Vitund hf. og Ökuskólinn í Mjódd. Ráðstefna á Hótel Loftleiðum Sama dag, þ.e. á morgun, verður haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum kl. 10 til 12 f.h. undir kjörorðunum „Svo lengi lærir sem lifír“. Þar verður fjallað um spurn- inguna: Hver ber ábyrgð á símenntun? Þátttöku á ráðstefmma ber að tilkynna til Rannsókn- arþjónustu Háskólans í síma 525 4900. Leikritið er á léttum nótum en fjallar þó öðrum þræði um jafn viðkvæm og alvarleg mál og sjálfsvíg. DV-mynd GS Möguleikhúsið við Hlemm: Ekki svona! Möguleikhúsið við Hlemm fmm- sýndi í gærkvöld leikritið Ekki svona! eftir þá Aðalstein Ásberg Sig- urðsson og Pétur Eggerz en sá síðar- nefndi er einnig leikstjóri verksins. Höfundur tónlistar er Björn Jr. Friðbjörnsson og Jón Þórisson hannaði leikmynd. Leiksýningin er samin og sviðsett með það fyrir augum að vekja ungt fólk til umhugsunar um líf sitt og tilveru. í verkinu birtast brot af þeim flókna heimi sem íslensk ung- menni lifa og hrærast í. Leikritið dregur upp raunsæja mynd af dag- legu lffi með áherslu á atvik sem ýmsum kunna að þykja léttvæg en geta skipt sköpum í lífi þeirra sem málið varðar. Verkið er á léttum nótum en fjallar þó öðmm þræði um jafn viðkvæm og alvarleg mál og sjálfsvíg. Hvað er það sem fær ungt fólk í blóma lífsins til að grípa til svo hörmulegra örþrifaráða? Það er sjaldgæft að fjallað sé um þessi mál með þeim hætti sem hér er gert en umræðan er þó mjög mikilvæg að margra áliti. í leikritinu er ekki boðið upp á neinar lausnir en spurt er margra spuminga sem ræða má að sýningu lokinni. Leikendur eru Jóhann G. Jó- hannsson, Alda Amardóttir, Bjami Ingvarsson, Bjöm Jr. Friðbjöms- son, Einar Rafn Guðbrandsson, Ell- ert A. Ingimundarson, Erla Ruth Harðardóttir, Ingrid Jónsdóttir og Óskar Ögri Birgisson. Næsta sýning á verkinu er í Möguleikhúsinu á sunnudagskvöld en einnig er hægt að setja upp sýn- inguna annars staðar, t.d. i skólum. Þrjár sýningar í Nýlistasafninu Alda Sigurðardóttir, Hlynur Halls- son og Steinunn Helga Sigurðardótt- ir, sem öll útskrifuðust frá MHÍ 1993, opna þrjár sýningar i Nýlistasafninu á morgun en gestur í setustofu safns- ins er Öm Karlsson og sýnir hann þar myndir unnar með blandaðri tækni. Alda sýnir fjórar myndir í forsal safnsins sem gerðar eru úr lituðu bómullarefni og festar á tréramma. Útsaumur og hekl er gert úr ívafi efnisins og neftiast verkin „Undan rekkjuvoðum". Listakonan hefur gert myndir af sínum eigin ættum, eins konar minnismerki eða minnis- varða um það sem varð og það sem ekki varð. Hlynur, sem er búsettur í Þýska- landi, sýnir í efri sölum safnsins. Sýningin ber heitið „Átta götumynd- ir frá Akureyri" og samanstendur af myndum, textum og bókverki. Á morgun opnar listamaðurinn einnig sýningu á verkum sína á Mokka. Steinunn Helga sýnir í neðsta sal safnsins myndir sem unnar eru eftir myndum úr íslensku teiknibókinni. Bókin er varðveitt í Árnasafni en listakonan, sem býr í Danmörku, hef- ur haft aðgang að íslensku handrit- unum sem hún notar í verkum sín- um. Fjórtán „Langbrækur" hafa opnað sýningu á verkum sínum í Gallerf Úmbru. Sýningin stendur til 13. mars en á henni eru smámyndir. Hafnarborg: Guðrún Ragnhildur, Gígja og Ian Hobson Þrjár sýningcir verða opnaðar á morgun í Menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, Hafnarborg. Þetta eru verk eftir Guðrúnu Ragnhildi Eiríksdóttur, Guðrúnu H. Jónsdótt- ur (Gígju) og Kanadamanninn Ian Hobson. Guðrún Ragnhildur sýnir vatns- litamyndir í Sverrissal en þetta er fyrsta opinbera sýning hennar. Hún hefur fengist við vatnslitamálun undanfarin níu ár, fyrst á nám- skeiði hjá Ingibergi Magnússyni en síðar undir leiðsögn listmálaranna Eiríks Smith og Hrings Jóhannes- sonar. Gígja, sem nam við MHÍ 1989-91, sýnir málverk í aðalsal en hún hef- ur fengist við olíumálun frá því hún var í áðumefndum skóla. Þess má geta að Gígja hélt sína fyrstu einka- sýningu i Hafnarborg fyrir fimm árrnn. Hobson hefur dvalið hér við störf í myndlistarstöðinni í Straumi og það er ekki sist veðrið hér sem hef- ur fangað hug hans. Kanadamaður- Guðrún Ragnhildur Eiríksdóttir sýn- ir vatnslitamyndir í Hafnarborg. inn hefur unnið hér um 160 teikn- ingar og tuttugu og sjö olíumálverk. Sýningar Guðrúnar Ragnhildar og Gígju standa til 11. mars en verk Hobsons verða í kaffístofu Hafnar- borgar til 5. mars. Tölvusýning í Keflavík Á morgún kl. 13 hefst tölvusýning í Tónlistarskólanum í Keflavík. Þar verða kynntar allar helstu nýjungar í tölvutónlist frá Apple-umboðinu og Tölvuvæðingu hf., auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði á hálftímafresti allan daginn á sal skólans. Úrslit í frjálsum dönsum Úrslit í Islandsmeistarakeppni 10 til 12 ára unglinga í frjálsum döns- um fer fram í Tónabæ kl. 14 á morg- Annað kvöld verður karnivalstemn- ing á veitingahúsinu 22, 2. hæð. Páll Óskar skemmtir ásamt föruneyti og einnig er von á gömlu, góðu „Dúf- unum“ í heimsókn. Krafist er karni- valklæðnaðar við innganginn. un. Keppt er i hóp- og einstaklings- dansi. í úrslitakeppninni taka þátt þrjá- tíu hópar og tiu einstaklingar og koma þeir af öllu landinu. Bókamarkaður í Perlunni í Perlunni stendur nú yfir bóka- markaður Félags íslenskra bókaút- gefenda. Markaðurinn stendur til 3. mars en á honum eru yfir tiu þús- und titlar. Þar eru einnig seldir geisladiskar. Miðsvetrartónleikar í Borgarneskirkju Miðsvetrartónleikar Samkórs Mýramanna verða i Borgarnes- kirkju kl. 21 á sunnudaginn. Efhis- skráin er fjölbreytt en einsöngvarar með kómum verða Guðmundur Sig- urjónsson og Guðbrandur Guð- brandsson. Undirleik annast Ewa og Jasek Toski Warzawiak. Norræna húsið Fyrsta norræna bókakynningin í röð kynninga sem sendikennarar í Norðurlandamálum við Háskóla ís- lands halda árlega í Norræna hús- inu verður á morgun kl. 16. Þar verða norskar bókmenntir til um- fjöllunar. Á sama stað kl. 14 á sunnudaginn verður kvikmyndasýning fyrir böm og unglinga en þá verður sýnd norska myndin Mormor og de átte ungene sem er 90 mínútur að lengd. Kl. 16 á sunnudaginn er svo kom- ið að fyrirlestri forstjóra Norræna hússins, Torbens Rasmussens, um Per Hojholt sem er danskur rithöf- undur en hann hefúr einkum skrif- að ljóð og smásögur. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.