Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 51 í Sýning Sirgíðar heitir Aflabrögð á djúpmiðum. Gallerí Homið: Sigríður Gísladóttir sýnir Sigríður Gísladóttir opnar sýningu á málverkum í Galleri Horninu, Hafnarstræti 15, laug- ardaginn 6. apríl kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina Aflabrögð á djúpmiðum. Sigríður stundaði nám við MHÍ og hefur einnig sótt nám- skeið erlendis. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en hún hefúr tekið þátt í samsýningum, síðast Gullkistunni á Laugarvatni. Sýningin í Gallerí Greip verður opin alla daga frá klukkan 11-23.30 nema hvað lokað verður á páskadag. Frá 14 til 18 er sérinngangur gallerísins opinn en annars er hægt að fara í gegnum veitinga- húsið inn í sýningarsalinn. -ÞK Skrautdúfa, parruki, í sýningar- stellinu. Hún gefur fegurðardís- unum, sem eru sem óðast að koma fram um þessar mundir, ekkert eftir í sviösframkomu. Skraut- og bréfdúfna- sýning í Tónabæ Dúfnaræktarsamband íslands stendur fyrir skraut- og bréfdsúfnasýningu í Tónabæ 6. og 7. apríl, laugardaginn fyrir páska og á páskadag, milli klukkan 12 og 18 hvom dag. Sýndir verða um 150 fúglar af ýmsum tegundum. Þá verður sleppt 50 bréfdúfum fyrir utan Tónabæ klukkan 14 og öðrum 50 klukkan 16. Þær fljúga til síns heima, flestar í Laugardalnum. Strautdúiharæktendur á land- inu eru um það bil 50 og um 20-30 í bréfdúfnarækt. Miðaverð verður 200 krónur fyrir börn frá 6-12 ára og 500 krónur fyrir fullorðna. -ÞK Bréfdúfa. Hún virðist við fyrstu sýn eins og villtu dúfurnar á göt- unum en er öll sterkbyggðari. Hægt er að láta hana flytja skila- boð með því að festa hólk með þeim um fót hennar. Tuttugu stúlkur keppa til úrslita í Elite-keppninni á Hótel íslandi í kvöld. Elite-keppnin á Hótel íslandi: DV-mynd Teitur Urslitin í kvöld Þær tuttugu stúlkur, sem komust í úrslit í Elite-keppnini í ár voru kynntar á Café Óperu föstudags- kvöldið 29. mars síðastliðinn. Keppnin fer fram á Hótel íslandi í kvöld, miðvikudaginn 3. apríl, og verður húsið opnað klukkan 19.30. Keppnin var fyrst haldin hér á landi árið 1985 og er þetta því í tólfta skiptið sem hún er haldin hér. Mikill áhugi hefur verið á keppn- inni frá upphafi, að sögn aðstendenda hennar, og hefur hann farið sívaxandi. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en nú eða 110. í úrslit komust 20 stúlkur. í fréttatilkynningu frá aðstand- endum keppninnar segir að stúlk- urnar sem keppa í ár séu óvenju góðar og þess vegna séu svona margar í úrslitum. Enn fremur seg- ir að aldrei hafl verið jafn erfitt að velja sigurvegara og sé dómnefnd- inni vandi á höndum. Sigurvegarinn hlýtur vegleg verð- laun, aðalverðlaun eru þátttökurétt- ur í aðalkeppninni næsta haust í Monte Carlo. Tímaritið Nýtt líf og Skóli Johns Casablancas standa að keppninni í ár. Aðstoðarforseti Elite í New York kemur hingað að þessu sinni. ísland hefur alltaf vakið mikinn áhuga fulltrúa Elite þar sem hér á landi hafa þær stúlkur sem tekið hafa þátt í keppninni eftir ár verið óvenju glæsflegar. í fyrra komst ís- lenski fulltrúinn, Ásdís María Franklín, í úrslit í alþjóðakeppninni í Seoul í Suður- Kóreu. -ÞK Sálumessa Faurés í Bessa- staðakirkju Listafélagið Dægradvöl og Bessa- staðasókn standa fyrir kyrrðar- stund í Bessastaðakirkju á föstudag- inn langa klukkan 16. Álftaneskórinn flytur sálumessu eftie Fauré ásamt einsöngvurunum Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur sópran og Bergþóri Pálssyni baríton. Orgel- leikari er Lenka Mátéova en stjóm- andi er John Speight. Aðgangur er ókeypis. -ÞK í Bessastaðakirkju verður sálumessa Faurés flutt á föstudaginn langa. DV-mynd BG Leikhópur Vegarins sýnir leikritið Ég hef séð Drottin í samkomuhúsi Vegarins, Smiðjuvegi 5 í Kópavogi, á föstudaginn langa klukkan 20.30 og páskadag klukkan 20.30. Höfundur og leikstjóri er Guðrún Ásmundsdótt- ir, leikmynd gerði Gunn- ar Halldórsson, ljósa- meistari er Sveinn Bene- diktsson og tónlistarstjóri er Stefán Birkisson. Leikritið fjallar um undur páskanna, kross- festingu og upprisu Krists og hvílík áhrif þau höfðu á vini og læri- sveina Jesú. Þetta er I fyrsta sinn sem þetta unga trúfélag tekur sér fyrir hendur svo viðamikið leikverk- efni, en um 45 manns taka þátt í sýningunni. -ÞK Leikhópur Vegarins sýnir leikrit Guðrúnar Ásmundsdóttur, Ég hef séð Drottin, á föstu- daginn langa og páskadag. Leikhópur Vegarins sýnir: Eg hef séð Drottin íþróttir Skíðalandsmótið í Bláfjöllum Stærsti íþróttaviðburðurinn um páskahelgina er Landsmótið á skíðum sem fram fer í Bláfjöll- um. Mótsetning er í Bústaða- kirkju í kvöld en keppni hefst svo á skírdag með keppni í 5 km göngu kvenna klukkan 13 og 10 km göngu pilta 17-19 ára. Kukku- tima síðar hefst svo ganga 20 ára og eldri. Á föstudaginn langa verður keppt í boðgöngu kvenna klukkan 13 og boðgöngu karla klukkan 14. Þá hefst einnig keppni í alpagreinum með stór- svigi karla og kvenna. Fyrri ferð kvenna hefst klukkan 9.30 og karlarnir hefja keppni klukkan 10.15. Á laugardaginn verður keppt í svigi karla og kvenna og hefst keppni klukkan 9. Mótinu lýkur svo á sunnudag með keppni í svigi og í göngu. Svig- keppnin hefst klukkan 9 og 30 km ganga karla klukkan 11. Fjórði úrslitaleikur- inn í körfunni Fjórði úrslitaleikur Grinda- víkur og Keflavíkur um íslands- meistaratitilinn I körfuknattleik karla verður í Keflavík á laugar- daginn og hefst leikurinn klukk- an 16. Páska- barokk í Gerðarsafni Páskabarokk Kópavogs verð- ur, eins og í fyrra, laugardaginn 6. aprfl klukkan 17 í Gerðar- safni. Sverrir Guðjónsson syngur meðal annars lög eftir Hándel og úr kvikmyndinni Farinelli sem sýnd hefur verið í Háskólabiói undanfarið. Einnig leika Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir á barokkflautur, Anna Magnús- dóttir á sembal og Páll Hannes- son á violene. Á barokktónleik- unum er leikð á upprunaleg hljóðfæri. Verði aðgöngumiða verður still í hóf, segir í fréttatilkynn- ingu frá Gerðarsafni, og þeir veröa seldir við innganginn. -ÞK Afgreiðslu- tími OLÍS um páskana Þjónustustöðvar OLÍS verða opnar á skírdag og annan í pásk- um frá klukkan 8-16, á föstudag- inn langa og páskadag er lokað. Korta- og seðlasjálfsalar eru á eftirtöldum stöðum: á Klöpp, við Gullinbrú, í Garðabæ, Mjódd, Hafnarfirði og Hamraborg. Seðlasjálfsalar eru á eftirtöld- um stöðum: í Ánanaustum, Álf- heimum og Háaleiti. -ÞK Skotfélag Reykjavíkur: Páskamót í Leirdal Skotfélag Reykjavíkur heldur páskamót í Skeet 75+25 laug- ardaginn 6. apríl og hefst það klukkan tíu. Þátttakendur eru beðnir að mæta klukkan hálftíu. Mótið verður haldið í Leirdal og keppt verður í öllum flokk- um. Á mótum Skotfélags Reykja- víkur eru einungis leyföar tveggja skota byssur. Skráning er á staðnum. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.