Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 JjV 22 eilífu DV fylgdist með brúðkaupi: Yndislegur og hamingjuríkur dagur - segja brúðhjónin önnur um að greiða brúðarmeynni, ein um brúðarvöndinn, skreytingar í kirkjunni, veislusalnum, bílnum og fleira mætti telja. Ekkert stressaður „Dagurinn var mjög góður en mér fannst þetta alveg ótrúlegt. Ég var ekkert sérstaklega stressaður þegar kom að sjálfri athöfninni. Það var miklu auðveldara að fara í gegnum þetta heldur en mig hafði grunað. Ég kveið fyrir til að byrja með en síðan var þetta ekk- ert erfitt," segir Sigurður. Bílstjórinn sótti Kristjönu, móður hennar og dóttur á skreyttum bíl um hálffjögurleytið. Móðir hennar leiddi hana inn kirkjugólfið, íklædd íslenskum búningi, þar sem faðir upp úr orði Guðs og lofgjörðartónlist. „Ég er ekki viss um að við hefðum haft svona mikla viðhöfn nema af því við eigum svo góða að. Þaö eru listamenn á hverju strái í vinahópi okkar. Þetta varð að raunveruleika með hjálp alls þessa fólks og fjölskyldu okkar. í hjarta okkar erum við mjög þakklát öllu þessu fólki en þó fyrst og fremst Guði sem við trúum að hafi leitt okkur saman og gefið okk- ur þennan yndislega dag,“ segir Kristjana. Bíllinn beið eftir þeim nýgiftu við kirkjuna og haldið var í myndatöku. Eftir það var hald- in 100 manna veisla í safnaðarheimili Háteigs- kirkju þar sem fluttar voru ræður, sungið og sprellað. Ungu hjónin eyddu brúðkaupsnótt- inni á nýju heimili sínu og tóku síðan á móti nánustu ættingjum þar daginn eftir og tóku upp gjafirnar. -em „Þetta var yndislegur dagur,“ segja þau Kristjana Hlöðversdóttir sjúkraþjálfari og Sig- urður Víkingsson, deildarstjóri hjá Samskipt- um, sem gengu í það heilaga fyrir tveimur vikum. Brúðhjónin leyfðu DV að fylgjast með brúðkaupinu frá því brúðinni var greitt og hún máluð og þar til hún steig inn í skreyttan bílinn sem virðuleg frú. Brúðhjónin eru bæði meðlimir í Veginum, kristnu samfélagi, og voru gefin saman af Samúel Ingimarssyni for- stöðumanni í kirkju safnaðarins í Kópavogi. Kristjana og dóttir hennar, Sólveig Ásta, voru í prinsessukjólum og hann í kjól og hvítu frá Brúðarkjólaleigu Katrínar. „Þegar dagurinn rann upp vorum við ótrú- lega róleg og fundum bæði frið Guðs í hjörtum okkar. Dagana áður hafði verið mjög mikið að gera hjá okkur, bæði við að undirbúa sjálft brúðkaupið og eins við að undirbúa flutninga i nýja íbúð sem við fengum loksins afhenta daginn fyrir brúðkaupið. Þar gistum við í fyrsta skipti á sjálfa brúðkaups- nóttina," segir Kristjana. Kristjana gisti heima hjá bestu vinkonu sinni og fór þaðan heim til systur sinnar þar sem hún var máluð og greidd. Um morguninn lauk Sigurður við það sem vantaði upp á undirbún- ing brúðkaupsins og slakaði á. Ann- ars sáu vinkonur Kristjönu að mestu um undir- búninginn. Ein sá um hárgreiðsl- una, önnur um snyrtingu, enn hennar er látinn, og dóttir hennar, Sólveig Ásta, gekk á eftir og hélt á slóðanum. „Mér leið mjög vel þegar ég gekk inn kirkjugólfið og var mjög hamingjusöm og glöö. Þetta var allt mjög óraunverulegt. Ég klökknaði svolítið þegar ég sá Sigurð stánda og bíða eftir mér,“ segir Kristjana. Ég varð viðkvæmur „Ég sá ekki kjólinn fyrr en í kirkjunni. Minningin um það þegar Kristjana gekk inn í salinn stendur upp úr deginum. Hún var svo falleg. Ég varð svolítið viðkvæmur við að horfa á hana,“ segir Sigurður. Athöfnin hjá Veginum er svipuð og hjá þjóðkirkjunni en eins og alltaf er lagt mikið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.