Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Side 1
'" 1 !í''" '■'S' -tSi^ w M
KR-ingum er enn eitt árið spáð íslandsmeist-
aratítiinum í knattspyrnu en Skagamenn
hafa gert þá spá knattspyrnusérfræðinga aö
engu síöustu árin.
Rætist spáin veröa Skagamenn í ööru sæti í
deildinni og Vestmannaeyingar í því þriöja.
Á myndinni eru þeir Hilmar Björnsson, KR, og
Haraldur Ingólfsson í baráttu um knöttinn.
KR-ingar höföu betur á dögunum í leik liö-
anna í meistarakepnninni oe nú er aö siá
anna í melstarakeppninni og nú er aö sjá
hvort KR eöa Akranes verður íslandsmeistari
í haust eða eitthvert annaö liö 1. deildar.
Knattspyrnan af stað:
Karla-
og kvenna-
liðin
kynnt í DV
Mikil eftirvænting ríkir á meðal knatt-
spyrnuáhugamanna varðandi þá leiktíð sem
er að heíjast þessa dagana. Einstök veður-
blíða undanfarnar vikur og mánuði hefur
gert það að verkum að knattspymumenn
koma betur undirbúnir en verið hefur um
langt skeið. Það er von margra að þetta skili
sér í betri og skemmtilegri knattspyrnu í
sumar.
Eins og áður kynnir DV liðin tíu sem leika
í 1. deild karla. Birtar eru myndir af öllum
leikmannahópum liðanna og greint frá leikja-
fiölda þeirra í 1. deild og skoruðum mörkum
í 1. deild. Þá geta knattspyrnuáhugamenn séð
breytingar á liðunum frá því í fyrra. Þjálfar-
ar liðanna eru kynntir og DV spáir í gengi
liðanna í sumar.
Þá fylgir leikjatafla með umsögn um hvert
lið og árangur hvers liðs á íslandsmóti frá ár-
inu 1985 fylgir með á línuriti. Þá er einnig í
þessu kynningarblaði spáð í spilin í sumar í
kvennaknattspyrnuni.
Kynninguna að þessu sinni unnu íþrótta-
fréttamenn DV: Guðmundur Hilmarsson, Jón
Kristján Sigurðsson, Stefán Kristjánsson og
Víðir Sigurðsson. Ingibjörg Hinriksdóttir
vann kynninguna varðandi kvennaknatt-
spyrnuna. Myndir tóku þessir ljósmyndarar:
Brynjar Gauti Sveinsson, Sveinn Þormóðs-
son, Þorvaldur Kristmundsson, Ægir Már
Kárason, Gunnar Sverrisson, Daníel Ólafsson
og Þorsteinn Gunnarsson.
DV óskar öllum knattspyrnumönnum og
konum, svo og öllum áhugamönnum um
knattspyrnu góðrar skemmtunar á knatt-
spymuvöllum landsins í sumar.
i
'I
t
1