Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 8
40 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 1. deildar kynning „Knattspyrnan betri núna en oft áður“ - Logi Ólafsson landsliðsþjálfari spáir í spilin fyrir sumarið - Geturðu séð fyrir þér, Logi, hvaða lið kemur til með að koma á óvart í sumar? „Á síðasta tímabili komu Eyja- menn á óvart. Það hafa lið í vor ver- ið að sýna af sér eitthvað í þá veru að þau gætu hæglega komið á óvart í sumar. Stjarnan, Fylkir og Breiða- blik hafa sýnt á vordögum tilhneig- ingu til þess aö verða til alls líkleg. Keflvíkingar hafa verið afskrifaöir áður, en þeir koma hins vegar upp alltaf aftur og aftur og standa sig síðan með miklum ágætum. Hinu má ekki gleyma núna að þeir hafa misst leikmenn. Þeir gætu komið á óvart eins og sagan hefur áþreifan- lega sýnt. Valsmenn eiga á að skipa ungu og efnilegu liði. Þeir luku mót- inu í fyrra með mikilli reisn þannig að ef þeir fá menn til að skora fyrir sig í sumar verða þeir í góðum mál- um.“ - Hvað með önnur lið og fall- baráttuna? „Þau lið sem ég nefndi hér á und- an geta blandað sér í toppbaráttuna og líka orðið í barningi. Menn vilja kannski svona fyrir fram meta það svo að Grindvíkingar verði í basli vegna þess að þeir hafa misst góða leikmenn og fengið lítið í staðinn. Með góðu skipulagi held ég að þeir geti spjarað sig.“ „Vill engu liði svo illt að falla í 2. deild“ „Maður vill engu liði svo illt að lenda í fallbaráttu og falla síðan jafnvel niður úr deild. Það er af- skaplega varasamt að fara að benda þegar í stað á lið sem verða klárlega í fallbaráttu. Það er bara hreinlega ekki hægt því að liðin hafa náð góð- um úrslitum í vor og vetur. Það tel- ur hins vegar ekki þegar til íslands- mótsins er komið. Oftar en ekki hafa lið verið að leika vel á undirbúningstímabili en þegar til alvörunnar er komið hafa þau ekki verið eins spræk. Það sem verður auðvitað að vera í huga hjá mörgum af þessum liðum er að þau hafa verið að leika gegn veikari andstæðingum og náð þar góðum úrslitum. Alvaran er íslandsmótið og þar verða menn að taka sig sam- an og gera sér grein fyrir að það er annað upp á teningnum þar en í æf- ingaleikjum." - Þú segir að liðin komi betur undirbúin til leiks en áður. Skil- ar það sér ekki í sterkara lands- liði? „Auðvitað er margt sem bendir til þess. Ég hef úr fleiri mönnum að moða, það er nokkuð ljóst. Það eru örugglega margir sem eiga eftir að skapa manni andvökunætur þegar þarf að fara velja landsliðið. Það er vegna þess að mér finnst leikmenn hafa verið að spila vel. Mér finnst persónulega margir koma til greina í landsliðið." - Þú átt annars von á skemmti- legu og spennandi sumri í knatt- spyrnunni: „Já, ég get ekki annað sagt. Það sem skiptir miklu máli fyrir fótbolt- ann eru áhorfendur. Þeir hafa sýnt fótboltanum mikla ræktarsemi á vordögunum og er það vel, bæði í deilda- og æfingaleikjum. Ég ætla svo sannarlega að vona að því verði vel fylgt eftir og fólk haldi áfram að mæta á völlinn," sagði Logi Ólafs- son landsliðsþjálfari. „I fyrsta lagi á ég ekki von á öðru en að deildin verði spennandi og skemmtileg. Að minnsta kosti lofa vorleikirnir góðu en þeir hafa verið góðir að mínu mati. Undirbúningur liðanna hefur verið með miklum ágætum og það er ekki síst tíðarfar- inu að þakka. Þetta rennir stoðum undir það hve brýnt er fyrir knatt- spyrnuna að fá viðunandi aðstöðu. Við getum ekki alltaf treyst á veð- urguðina eins og 1 vor. Vegna hagstæðs veðurfars er knattpyrnan betri núna en oft áður. Það má kannski segja að flestöll lið- in hafi verið að leika vel í vor og ég held að fleiri lið eigi eftir að blanda sér í toppbaráttuna en oft áður,“ sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálf- ari, aðspurður hvaða tilfinningu hann hefði fyrir knattspyrnunni á komandi sumri en á morgun byrjar boltinn að rúlla í 1. deild. „Fleiri félög í toppbarátt- unni en áður“ „Eins og ég kom inn á hér á und- an held ég að fleiri lið verði í topp- baráttunni en undanfarin ár. Fyrir fram getum við sagt að það verði ÍA, KR, ÍBV og Leiftur sem veröa hvað líklegust tO að berjast um titilinn. Ég tel hins vegar að þau sex lið sem eftir eru verði nánast í einum hnapp og komi til með að reyta stig af hvort öðru. Það verður síðan ekki fyrr en undir lokin að í ljós kemur hvaða lið falla. Yfirleitt hafa mál þróast með þeim hætti að eitt lið kemur hvað mest á óvart og geri meira en ráð var fyrir gert. Svo getur annað lið valdið vonbrigðum en í ljósi þessa alls á ég von á spennandi keppni í sumar." Breiðabliksmönnum er spáð þokkalegu gengi í sumar en Keflvíkingum botnbaráttu. Eitt er þó víst aö liðin gefa ekki þumlung eftir í sumar eins og myndin frá síðasta tímabili ber glöggt merki um. Þórir Jónsson: Ekkert lið stingur af „Slagurinn í sumar kemur til með að standa á milli ÍA, KR og ÍBV. Leiftur gæti líka hæglega blandast inn í þá baráttu. Þegar svo upp verður staðið í haust yrði ég ekki svo hissa þó Akur- nesingar stæðu uppi sem sigur- vegarar enn eitt árið. Þeir eru komnir með þennan vinnings- glampa sem þeir missa ekki svo auðveldlega. Eyjamenn og KR-ingar hafa góðum liðum á að skipa í dag og veita eflaust Skagamönnum verðuga keppni," sagði Þórir Jónsson, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar FH, þegar hann velti möguleikum sumars- ins fyrir sér. „Það stingur ekkert lið af eins og Skagamenn hafa gert undan- farin ár. Deildin verður jafnari og ég sé fyrir mér skemmtilegt sumar í fótboltanum. Botnbarátt- an verður hörð og í hana bland- ast fiögur lið. Ég þori ekki að segja til um hvaða lið það verða. Það kemur alltaf eitt lið á óvart og kannski verður það Breiðablik í ár. Þar hafa menn verið ansi sprækir í vor,“ sagði Þórir. Þorgrímur Þráinsson: Deildin tvískipt ? „í fljótu bragði tippa ég á að Skagamenn og KR-ingar berjist um titilinn í ár. Ég hallast þó meira á Skagamennina. Þeir stinga þó ekki af og deildin verð- ur fyrir vikið jafnari, Eyjamenn gætu svo strítt þessum liðum en þeir komu sterkari til leiks en áður. Eyjamenn hafa líklega aldrei mætt betur undirbúnir til leiks og verða þeir til alls vísir í sum- ar. Þar fyrir neðan getur allt gerst og ég hef á tilfiningunni að deildin verði nokkuð tvískipt," sagði Þorgrímur Þráinsson, fyrr- um landsliðsmaður og ritstjóri íþróttablaðsins. „Það tala margir um að Grind- víkingar og Keflvíkingar séu með slökustu liðin í deildinni. Fyrri reynsla segir okkur að Keflvíkingar spjara sig alltaf en líklega aldrei meira en þegar þeim er spáð einhverjum ógöng- um. Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku og sumarið verður þeim erfitt. Breiðabliksmenn eru álitlegir í sumar og þeir gætu þess vegna orðið spútnikliðið. Við eigum bara vonandi fyrir höndum skemmtilegt sumar í knattspyrnunni," sagði Þorgrím- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.