Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Qupperneq 5
24 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996 25 íþróttir uv dv „Verðum að afsanna spá um fall í hverjum leik“ - Grindvík vann Fylki, 1-2 KR-ingar er mjög frískir um þessar mundir og unnu góöan sigur á Valsmönnum. í leik liöanna á Laugardalsvelli á laugardaginn KR-ingar fögnuöu mörkum þrisvar sinnum í leiknum og á myndinni fagnar vesturbæjarliöiö marki Ásmundar Haraldssonar. Hin tvö mörkin skoraöi Guömundur Benediktson sem er í feiknalega góöu formi. DV-mynd GS íslandsmótið í knattspyrnu: - vesturbæjarliðið vann sanngjarnan sigur á Val, 0-3, í Laugardal Fylkir (1) 1 Gríndavík (0) 2 1-0 Ólafur Stígsson (32.) Ólafur fékk boltann skammt utan vltateigs hægra megin og skaut fbstu skoti aö marki - i stöngina og inn. 1-1 Milan Stefán Jankovic (47.) Zoran Ljubicic vann aukaspyrnu skammt utan vítateigs Fylkis, hægra megin, og sendi boltann fyrir markiö þar sem Milan Jakovic stökk hæst allra og sendi boltann í markið með skalla. 1-2 Kekic Siusa (75.) Zoran Ljubicic fékk boltann út við miðlínu hægra megin, lék upp kant- inn, inn í teig þar sem hann sendi boltann beint fyrir fætur Kekic Siusa sem sendi boltann í markiö. Lið Fylkis: Kjartan Sturluson, Enes Cogic, Ásgeir M. Ásgeirsson, Ómar Valdimarsson, Ólafur Stígsson ® (Erlendur Gunnarsson 67.), Andri Marteinsson, (Sigurgeir Kristjánsson (80.), Aðalsteinn Víglundsson, Finnur Kolbeinsson @, Gunnar Pétursson (Þorsteinn Þorsteinsson 78.), Kristinn Tómasson, Þórhallur Dan Jóhanns- son. Lið Grindavíkur: Albert Sævars- son, Guðmundur Torfason (Vignir Helgason 82.), Gunnar M. Gunnars- son, Guðjón Ásmundsson, Milan S. Jankovic @, Ólafur Örn Bjarnason, Hjálmar Hallgrímsson, Zoran Lju- bicic @@ Kekic Siusa @ (Grétar Einarsson 80.), Ólafur Ingólfsson, Sveinri Ari Guöjónsson. Gul spjöld: Gunnar P. (Fylki), Gunn- ar Már (Grindavík). Rauð spjöld: Engin. Markskot: Fylkir 15, Grindavík 10 Horn: Fylkir 8, Grindavík 5 Skilyrði: Ágætis veður, gola, 10 stiga hiti og glæsileg aðstaða á Fylkisvelli. Dómari: Jón Sigurjónsson, dæmdi vel. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið en líklega um 500. Maður leiksins: Zoran Ljubicic, Grindavík. Sívinnandi á hægri kant- inum, skapaði mikla hættu með hraða sínum og átti þátt 1 báðum mörkum Grindavíkur. Kefíavík(O) 0 Stjarnan(l) 1 0-1 Valdimar Kristófersson (10.) fékk sendingu frá Heimi Erlingssyni og einn og óvaldaður skoraði hann auðveldlega fram hjá Ólafi Gottskálkssyni. Lið Keflvíkinga: Ólafur Gottskálksson ® - Snorri Már Jónsson, Kristinn Guðbrandsson @, Jakob Jónharðsson (Guðjón Jóhannsson 63.), Georg Birgisson @ - Jóhann B. Guömundsson (Hlynur Jóhannsson 79.), Eysteinn Hauksson, Róbert Ó. Sigurðsson, Ragnar Steinarsson - Ragnar Margeirsson, Jón Þ. Stefánsson (Óli Þór Magnússon 59.). Lið Stjörnunnar: Bjarni Sigurðsson @ - Heimir Erlingsson (Ómar Sigtrygsson 84.), Reynir Björnsson, Helgi M. Björgvinsson @, Hermann Arason (Ottó Ottóson 87.) - Kristinn Lárusson @, Valdimar Kristófersson ®, Rúnar Sigmundsson, Baldur Bjarnason @, Ragnar Ámason ® (Bjarni G. Sigurðsson 70.) - Goran Kristófer Micic. Gul spjöld: Baldur (S), Georg (K), Micic (S). Rauð spjöld: Engin. Markskot: Keflavík 7, Stjarnan 15. Hom: Keflavík 5, Stjaman 8. Skilyrði: Smágola, völlurinn sæmilegur teiganna á milli. Sandgryfja við annan vítateiginn sem er llk og notuð er á golfvöllum. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson. Frábær og varla hægt að biðja um betri dómgæslu. Áhorfendur: 350. Maður leiksins: Baldur Bjarnason, Stjörnunni. Var sívinnandi allan leikinn og fór vel með boltann, nánast einráður á miðjunni á stórum kafla leiksins. Er farinn að taka varnarhlutverkið alvarlega og virðist eiga i vændum gott tímabil. Kristófer aftur í Breiðablik Kristófer Sigurgeirsson gekk fyrir helgina frá félagaskiptum úr KR í Breiðablik. Kristófer gekk í raðir KR-inga fyrir tíma- bilið en náði ekki að tryggja sér sæti í liðinu og réð það mestu fé- lagaskiptunum. Þau gengu hratt og vel fyrir sig og lék Kristófer fyrsta leik sinn með gömlu félögunum sínum gegn Eyjamönnum á laugardaginn. -JKS „Ég lagði upp ákveðna taktík fyr- ir leikinn og það gekk ágætlega fyrstu 25. mínútur leiksins og þá var jafnræði með liðunum en síðan sóttu Fylkismennirnir meira og ég var ekki nógu ánægður með það. Þá ákvað ég að færa okkur framar á völlinn og það gekk upp. Okkur er spáð falli og við verðum að afsanna það í hverjum leik,“ sagði Guð- mundur Torfason, þjálfari Grinda- víkur, eftir sigurleik gegn Fylki á föstudag. Leikurinn fór rólega af stað og vaiynikið um miðjuþóf en hvorugu liðinu tókst að reka endahnútinn á sóknarlotur sínar. Fylkismönnum tókst þó er á leið að ná tökum á miðjunni og áttu þá nokkur ágætis færi og úr einu slíku skoraði Ólafur Stígsson. Grindavík kom með nýtt og betra DV, Suðurnesjum: „Við vorum engan veginn í takt við leikinn. Allt sem við gerðum var vitlaust og við vorum einfaldlega ekki með hugann við leikinn," sagði Ragnar Margeirsson, fyrirliði Kefl- víkinga, eftir tapið gegn Stjörnunni, 0-1, á fostudagskvöldið. Stigin, sem keppt var um voru dýrmæt þar sem spáð er að bæði liðin verði í neðri hluta deildarinn- ar og mega því ekki við að tapa stig- um. Stjarnan byrjaði leikinn með miklum látum og lét boltann ganga vel á milli manna. Baldur Bjarnason, sem lék á miðj- unni, var Keflvíkingum erfiður og byggði upp ófáar sóknir með útsjón- arsemi sinni.. Stjarnan fékk tæki- lið út í síðari hálfleikinn. Þeir pressuðu Fylkismenn mjög framar- lega og strax á fyrstu mínútu hálf- leiksins komust þeir í ákjuacJ 'gt færi og skömmu síðar jafnaði M.,an Jankovic leikinn. Eftir jöfnunar- markið var eins og Fylkismenn tækju við sér en þó aldrei svo að þeir næðu tökum á leiknum. Grind- víkingar bökkuðu nokkuð þegar leið á leikinn eftir að Kekic Siusa, nýr leikmaður í þeirra röðum, skor- aði sigurmarkið á 75. mínútu. Leikurinn var í heild sinni svo sem ekki upp á marga físka. Fylk- ismenn fengu fljúgandi start í fyrstu umferð en hafa ekki sýnt þann leik að nýju. Það býr margt í Grindavík- urliðinu og með tilkomu Siusa í lið þess er ljóst að það verður ekki auðveld bráð í sumar. færi til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik og í tvígang lenti boltinn í stönginni. Jóhann B. Guðmundsson fékk besta tækifæri heimamanna þegar hann skaut yfir af markteig. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri. Þó þurfti Ólafur í marki Keflavíkinga nokkrum sinn- um að taka á honum stóra sínum. „Þrátt fyrir sigur er ég ekki sátt- ur með leik okkar. Við viljum detta niður eftir að hafa skorað. Þetta á allt eftir að koma hjá okkur,“ sagði Valdimar Kristófersson. Georg Birgisson og Ólafur Gottskálksson voru bestir hjá Keflavík. Liðsheildin var sterk hjá Stjörnunni og börðust allir leikmenn liðsins eins og ljón. KRingar tylltu sér á topp 1. deildar- innar í knattspyrnu með því að leggja Valsmenn að velli, 3-0, á Laug- ardalsvellinum á laugardaginn. Vest- urbæjarliðið vann sanngjarnan sigur, liðið hafði tögl og hagldir allan leik- inn, lék á köflum mjög góða knatt- spyrnu, einkum í síðari hálfleik. Vals- menn áttu við ofurefli að etja. Eftir fyrsta markið var Ijóst í hvað stefndi Fyrri hálfleikurinn var með daufara móti og ekki mikið um opin mark- tækifæri. KR-ingar stjórnuðu leiknum en náðu ekki að nýta sér yfirburðina á vellinum. Eftir að Guðmundur Benediktsson skoraði fyrsta markið var ljóst í hvað stefndi en KR-ingar voru samt ekki fullsáttir að fara til búningsherbergja í hálfleik með aðeins eins marks forystu. Þeir tóku þó gleði sína á ný á upp- hafsmínútum síðari hálfleiks en þá skoruðu þeir tvívegis með stuttu milli- bili. Þessi mörk komu eins og köld vatngusa framan í Valsmenn og eftir- leikurinn var auðveldur fyrir KR-inga. KR-liðið var mjög heilsteypt í þess- um leik og nánast hvergi veikan hlekk að fínna. Vörnin ásamt Kristjáni í markinu var öryggið uppmálað, Þor- steinn og Heimir sterkir á miðjunni og Einar mjög skeinuhættur á vinstri kantinum. Guðmundur Benediktsson sýndi frábæra takta Ásmundur var duglegur í framlín- unni og ætlar ekki að láta sæti sitt í byrjunarliðinu svo glatt af hendi. Besti maður vallarins var hins vegar Guðmundur Benediktsson. Utan þess að skora tvö glæsileg mörk og eiga þátt í þriðja markinu sýndi Guðmundur frábæra takta og fór hann oft illa með varnarmenn Vals. Leikni hans og skilningur gerist vart betri. Guðmundur hefur sýnt og sannað að hann er með betri knatt- spyrnumönnum landsins og verð- skuldar sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Valsmenn voru skrefinu á eftir KR- ingum allan leikinn. Þeir gáfu KR-ing- um alit of mikið pláss á vellinum, báru of mikla virðingu fyrir andstæð- ingum sínum og virtust ekki hafa trú á því sem þeir voru að gera. Hið unga lið Vals á í vændum erfitt sumar en meira býr samt í liðinu en það sýndi í þessum leik. „Við kláruöum þetta í byrjun síðari hálfleiks" „Við kláruðum þetta í byrjun seinni hálfleiks en við vorum samt ekki allt of sáttir við fyrri hálfleikinn. Það er góð stígandi í þessu hjá okkur en við eigum samt eftir að bæta okkur meira. Það er alltaf plús að skora mörk en aðalatriðið er að vinna og fá ekki á sig mörk. Auðvitaði blundaði í mér að ná 100.000 krónunum en ég lét það samt ekkert trufla mig í leiknum," sagði Guðmundur Benediktsson, sóknar- maðurinn frábæri hjá KR, við DV eft- ir leikinn, en hann hefur nú skorað 5 mörk í deildinni og er markahæstur. „Það vantaði allan sigurvilja í strákana“ „Þetta var dapur leikur af okkar hálfu. Það vantaði allan sigurvilja í strákana, baráttan var ekki til staðar og allt of mörg návígi töpuðust. Það gengur ekki gegn jafnsterku liði og KR sem er mjög gott og vel spilandi lið. Nú verðum viö að bretta upp ermarnar og sýna betri leik þegar við mætum ÍA uppi á Skaga,“ sagði Sig- urður Grétarsson, þjálfari Vals, sem gat ekki leikið með vegna meiðsla í læri. -GH -ÆMK _ Góður sigur ÍBV í Kópavogi Það var ekki falleg knatt- spyrna spiluð í Kópavogi en fimm falleg mörk litu þó dagsins ljós þegar Eyjamenn sigruðu Breiðablik, 2-3, í Kópavogi á laugardag. Leikurinn fór rólega af stað og sóttu bæði liðin jafnt og áttu sín færi en tókst bara ekki að klára þau með marki. ÍBV var aðeins sterkara og skapaðist mikil hætta fyrir framan mark UBK þegar liðið tók hornspymur og það var einmitt úr einni slíkri sem Leifur Geir skoraði með glæsilegum skalla rétt fyrir hálfleik. í seinni hálfleik mættu Breiða- bliksmenn sterkari til leiks og voru óheppnir að skora ekki eft- ir nokkur fin færi. Það var síðan Arnar Grétarsson sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu sem dæmd var á Hlyn Stefánsson fyrir hendi. Eyjamenn þurftu ekki langan tíma til að svara fyrir sig því varamaöurinn, Bjarnólfur Lárusson, skoraði með glæsilegu skoti beint úr aukaspymu. Eftir þetta dalaði spil ÍBV mikið og ætlaði það að halda fengnum hlut en Breiðabliks- menn settu sæmilega pressu á það en náðu bara ekki að skora. Það var síðan Tryggvi Guð- mundsson sem skoraði þriðja mark gestanna þegar hann vipp- aði yfir Cardaklija eftir góða sendingu frá Kristni Hafliðasyni. Lokaorðið átti síðan Kristófer Sigurgeirsson sem skoraði glæsi- legt mark eftir góðan einleik á síðustu mínútu leiksins en þvi miður fyrir heimamenn kom þetta bara of seint. Leikurinn var jafn út í gegn og einkenndist af mikilli baráttu og bar enginn leikmaður af en Eyja- menn nýttu betur færin sín og fóru því heim með mikilvæg stig. —JGG „Vorum í engum takti við leikinn" íþróttir Rafmögnuð spenna á Ólafsfirði: Ekki fyrir hjartveika - þegar Leiftur vann Skagamenn DV, Ólafsfirði: Leikur Leifturs og íslandsmeist- ara ÍA á Ólafsfjarðarvelli á laugar- daginn verður lengi í minnum hafð- ur. Fjölmargir áhorfendur fengu að sjá stórskemmtilegan leik og um fram allt æsispennandi leik. Leikurinn byrjaði með látum og eftir fyrsta mark gestanna á þriðju mínútu héldu flestir að meistararn- ir myndu valta yfir heimamenn. Ekki leið á löngu áður en Leifturs- menn voru búnir að taka öll völd á vellinum sem þeir héldu síðan allan fyrri hálfleikinn. í raun var ótrúlegt að Leiftur skyldi ekki skora nema tvö mörk fyrir hlé, slík voru tækifærin. Leift- ur átti fjögur stangarskot í fyrri hálfleik og seint í leiknum átti liðið að fá vítaspyrnu þegar Sverrir Sverrisson var felldur innan víta- teigs. Það breytti miklu að Steinari Ad- olfssyni var vikið af leikvelli hjá Skagamönnum eftir að hafa fengið að líta annað gula spjaldið sitt í leiknum. Hann felldi þá Rastslav Lazorik sem var að sleppa inn fyrir. í síðari hálfleik bakkaði Leift- ursliðið allt of mikið og hleypti þar Valur (0) 0 KR (1) 3 9-1 Guömundur Benediktsson (34.) skallaði í netiö eftir eftir glæsi- lega fyrirgjöf Heimis Guöjónssonar. 0-2 Guðmundur Benediktsson (50.) skoraöi meö laglegu bogaskoti af um 25 metra færi eftir að Lárus markvörður hafði farið langt út úr markinu til að slá boltann. 0-3 Ásmundur Haraldsson (52.) fékk sendingu frá Guðmundi og renndi sér í gegnum vörn Vals. Lið Vals: Lárus Sigurðss. - Bjarki Stefánss., Jón G. Jónsson @, Stef- án Ómarss. (Sigurbjörn Hreiðarss. 55.), Kristján Halldórss. - Gunnar Einarss., Heimir Porca, ívar Ingi- marsson, Nebojsa Corovic (Geir Brynjólfss. 59.) - Arnljótur Davíðs- son F, Sigþór Júlíuss.. Lið KR: Kristján Finnbogason @ - Sigtmður Ö. Jónsson @ Þormóð- ur Egilss., Brynjar Gunnarss. @, Ólafur Kristjánss. @ (Þorsteinn Guðjónss. 77.) - Hilmar Björnsson (Ríkharður Daðason 75.), Heimir Guðjónss. @ (Bjarni Þorsteinss. 82.), Þorsteinn Jónss., Einar Þór Daníelss. @ - Ásmundur Haraldss, ©, Guðmundur Benediktsson @@ Gul spjöld: Jón Grétar (V), Stefán (V), ívar (V), Ásmundur (KR). Rauð spjöld: Engin. Markskot: Valur 6, KR 12. Horn: Valur 3, KR 4. Skilyrði: Klassaveöur, góður völl- ur. Dómari: Egill M. Markúss., góöur. Áhorfendur: Um 1200. Maður leiksins: Guðmundur Bene- diktss., KR. Sýndi frábær tilþrif. - með Skagamönnum aftur inn í leik- inn. Leikurinn var ótrúlega spenn- andi, enda opinn og gat farið á hvorn veginn sem var. Gylfi dómari lét leikinn ganga tíu mínútur fram yfir venjulegan leiktíma og ekki dró það úr spennunni. Leiftursliðið lék skínandi bolta lengst af og áttu aliir leikmenn liðs- ins góðan dag. Enginn þó eins og Lazorik sem var yfirburðamaður á vellinum. Sverrir Sverrisson átti mjög góðan leik, sem og Þorvaldur Jónsson markvörður. Auðun Helga- son og Júlíus Tryggvason voru traustir í vörninni. Skagaliðið var jafnt en langbestir voru þó Þórður Þórðarson í mark- inu og Haraldur Ingóifsson. Einnig áttu Jóhannes Harðarson og Bjarni Guðjónsson góða spretti. Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson sagðist hafa átt von á erfiðum leik og taldi hann leikmenn eiga heiður skilið fyrir góða baráttu. Þetta voru skemmtileg slagsmál en það kemur dagur eftir þennan dag sagði hann. Gunnar Oddsson hjá Leiftri sagði að þeir hefðu átt að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. -HJ Breiöablik (0) 2 ÍBV (1)3 0-1 Leifur Geir Hafsteins (39.) 1-1 Arnar Grétarsson (64.) 1-2 Bjarnólfur Lárusson (66.) 1- 3 Tryggvi Guömundsson (89.) 2- 3 Kristófer Sigurgeirsson (90.) Lið UBK: Hajrudin Cardaklija- Pálmi Haraldsson @, Guðmundur Þ. Guðmundsson, Sævar Pétursson @ Hákon Sverrisson - Arnar Grétars- son, Þórhallur Hinriksson @, Gunn- laugur Einarsson (Theódór Hervars- sen 62.), Kjartan Einarsson (Hreiðar Bjarnason 73.) - Anthony Karl Gregory (Kristófer Sigurgeirsson 56.), ívar Sigurjónsson. Lið iBV: Friðrik Friðriksson @ - ívar Bjarklind, Hermann Hreiðars- son @, Jón Bragi Amarsson, Magn- ús Sigurðsson - Ingi Sigurðsson @ (Rútur Snorrason 62.), Leifur Geir Hafsteins (Bjarnólfur Lárusson 55.), Hlynur Stefánsson, Tryggvi Guð- mundsson © - Sumarliði Árnason (Kristinn Hafliðason 55.), Steingrím- ur Jóhannesson. Gul spjöld: Pálmi Haraldsson (38.), Theódór Hervarssen (62.) Rauð spjöld: Engin. Markskot: UBK 10, ÍBV 12. Horn: UBK 10, ÍBV 9. Skilyrði: Fínn völlur og veður mjög gott. Dómari: Kristinn Jakobsson komst vel frá leiknum. Áhorfendur: 526. Maður leiksins: Tryggvi Guðmunds- son. Þótt hann dalaði í seinni hálfleik átti hann góðan leik í jöfnu liöi ÍBV. Leiftur (2) 4 Akranes (1) 3 0-1 Mihajlo Bibercic (3.), eftir fyrirgjöf Haraids Ingólfssonar. 1- 1 Rastislav Lazorik (12.), eftir glæsilega sendingu Auðuns Helgasonar. 2- 1 Rastislav Lazorik (43.), beint úr aukaspyrnu, 2- 2 Haraldur Ingólfsson (61.), fallegt mark úr teignum. 3- 2 Sverrir Sverrisson (73.), skallaöi yfir Þórð í markinu. 3- 3 Haraldur Ingólfsson (77.), beint úr homspyrnu. 4- 3 Rastislav Lazorik (85.), lék á fimm menn áður en boltinn fór í netið. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson @ - Auðun Helgason ® Júlíus Tryggva- son ®, Slobodan Milisic, Daði Dervic - Pétur Björn Jónsson @ Gunnar Oddsson, Páll Guömundsson (Sindri Bjarnason 87.), Gunnar Már Másson, Sverrir Sverrisson @ (Baldur Braga- son 73.) - Rastislav Lazorik Lið ÍA: Þórður Þórðarson @@- Steinar Adolfsson, Jóhannes Harðar- son @ (Kári Steinn Gunnlaugsson 88.), Zoran Miljkovic, Sigursteinn Gíslason, Ólafur Adolfsson - Alex- ander Högnason, Ólafur Þórðarson, Haraldur Ingólfsson @@ (Stefán Þórðarson 88.)- Mihaljo Bibercic, Bjami Guöjónsson @ (Bjarki Pétus- son 88.) Gul spjöld: Daði (Leiftri), Gunn- ar:(Leiftri), Sverrir (Leiftri), Baldur (Leiftri), Þorvaldur (Leiftri), Steinar (ÍA), Ólafur Þ. (ÍA) Rautt spjald: Steinar Adolfsson, ÍA. Markskot: Leiftur 15, ÍA 13. Horn: Leiftur 5, ÍA 10. Skilyrði: Norðangola, þoka en völl- urinn í slæmu ástandi. Dómari: Gylfi Orrason. Stóð sig þokkalega í heildina í erfiðum leik en gerði samt áberandi mistök. Áhorfendur: 1000. Maður leiksins: Rastislav Lazorik, Leiftri. Yfirburðamaður, sívinnandi og ógnandi. Skoraði þrjú glæsileg mörk og átti sendingu sem gaf fjórða markið. Er hægt að gera meira í ein- um leik? Staöan KR 3 2 1 0 7-3 7 Akranes 3 2 0 1 11-5 6 Leiftur 3 2 0 1 8-6 6 ÍBV 3 2 0 1 5-5 6 Stjarnan 3 2 0 1 3-3 6 Grindavík 3 1 1 1 2-3 4 Fylkir 3 1 0 2 7-4 3 Valur 3 1 0 2 2-4 3 Breiðablik 3 0 1 2 3-9 1 Keflavík 3 0 1 2 2-8 1 Markahæstir Guðmundur Benediktsson, KR . . 5 Bjarni Guðjónsson, ÍA ............5 Rastislav Lazorik, Leiftri .......4 Sverrir Sverrisson, Leiftri ......3 Haraldur Ingólfsson, ÍA ..........3 Næsta umferð Fjórða umferð hefst á miðvikudaginn kemur með fjórum leikjum. Þá leika Akurnesingar gegn Val á Akranesi, ÍBV gegn Fylki í Eyjum, Keflavík gegn Leiftri í Keflavík og KR tekur á móti Breiðabliki í Frostaskjólinu. Umferðinni lýkur síðan á fimmtudaginn með viðureign Stjörnunnar og Grindvíkinga í Garðabæ. Leikirnir hefjast bæði kvöldin klukkan 20. ;S- Þuiærð allar upplýsingar um stödu þína í leíknum og stöðu efstu liðanna í síma 904 101 £ Verð 39,90 mínútan. SamviBMilepðiP-LaiiðsíB ÍÞRÓTTADEILD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.